Þjóðviljinn - 29.12.1972, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. desember 1972
Flugeldamarkaður
Skýrsluvélastörf
Skýrsluvélar rikisins og Reykjavikur-
borgar þurfa að mæta auknum þörfum
opinberra aðila fyrir skýrsluvélaþjónustu.
Þvi auglýsir stofnunin nú eftir umsóknum
um störf i kerfisfræðum frá ungu og vel
menntuðu fólki.
Æskileg menntun er próf i viðskiptafræði
eða annað háskólapróf. Til álita kemur þó
að ráða fólk með stúdentspróf úr stærð-
fræðideild eða sambærilega menntun.
Æskilegt er að umsækjendur hafi starfs-
reynslu á viðskiptasviðinu eða i störfum
hjá opinberum stofnunum. Nám og þjálf-
un i kerfisfræðum fer fram á vegum stofn-
unarinnar eftir ráðningu.
Upplýsingar um starfið verða veittar á
skrifstofu vorri, Háaleitisbraut 9.
Skýrsluvélar rikisins og
Reykjavikurborgar
IJTLI
GLLGGLVN
Jörn Birkeholm:
HJÁLP
Það er fíll
undir rúminu mínu
,,Við verðum að reyna að snúa
honum við," sagði Úrsus og þerraði
svitann af enninu, en hvernig sem
þeir snéru sekknum var ómögulegt
að koma honum inn.
Dyrnar voru of litlar.
,, Við verðum víst að sturta fílnum
út," sagði herra Nikulás. ,,Þá
EKKI FLEIRI
SUNNUDAGAR
Lina langsokkur hefur verið mjög
vinsæl meðal barna og fullorðinna.
Fjögurra ára stúlka kom til pabba
sins og sagði:
— Pabbi, nú koma ekki fleiri sunnu-
dagar!
— Af hverju ekki?
— Af þvíað Lína langsokkurer hætt
i sjónvarpinu.
/V a Aa I d Ub *ita
Þessa mynd sendi Haraldur Thor-
lacius okkur. Haraldur er 8 ára. Við
þökkum honum kærlega fyrir.
getur verið, að hann klári sig sjálfur
af þessu."
Og síðan var sekkurinn opnaður,
svo að aumingja fíllinn komst út í
hreint loft.
,, Komdu, nú ýtum við, Úrsus. Ýttu
nú," hvíslaði herra Nikulás.
Það dugði heldur ekki. Dyrnar
voru of litlar.
Úrsus fór að skæla.
,,ú-hú," snökkti hann, ,,og ég sem
var búinn að hlakka svo mikið til að
fá fíl, og svo höf um við veitt f íI, sem
er alltof stór. Ég vil fá annan fíl."
,,Svona — svona, taktu þetta ekki
nærri þér," sagði herra Nikulás og
klappaði honum á vangann. „Við
dettum ábyggilega niður á eitt-
hvað."
Úrsus þurrkaði sér um augun á
erminni, og svo ýttu þeir aftur.
„Púh, ég er rennsveittur," blés
herra Nikulás út úr sér. ,, Við skulum
koma út og gleypa dálítið af fersku
lofti."
Og því næst læddust þjófarnir
tveir og fíllinn út i matjurtagarð
Bassa salatbruggara.
Fillinn var soltinn eftir langa ferð
i sekknum. Hann hafði nefnilega
ekki haft tíma til að smyrja sér nesti
og þess vegna borðaði hann anzi
mikið af gulrótum og baunum og
hann skolaði ekki einu sinni af þeim.
Gjöf til Þjóðskjalasafnsins
Heilsuvernd
Námskeið i heilsuvernd hefst á mánudag
8. janúar. Upplýsingar i sima 12240.
Vignir Andrésson.
Snemma á þessu ári færði frú
Jórunn Jónsdóttir, Eskihlið 6 B i
Reykjavik, Þjóðskjalasafni Is-
lands að gjöf verðtryggð spari-
skirteini útgefin 1968, samtals að
nafnverði 200.000,00 til minningar
um son sinn, Ingvar Stefánsson
skjalavörð, sem andaðist 30. april
1971. Gjöf þessi er gefin i þvi
skyni, að henni verði varið til út-
gáfu sagnfræðilegs heimildarrits
eða rita úr skjölum Þjóðskjala-
safns Islands og verði útgáfan
tengd minningu Ingvars heitins.
Raunverulegt verðgildi þessara
bréfa verður hinn 25. febrúar 1973
rúmlega 500 þúsund krónur.
Ingvar Stefánsson hafði starfað
um nærfellt sex ára skeið við
Þjóðskjalasafn tslands, er hann
féll frá i blóma aldurs sins, og átti
safnið þá á bak að sjá frábærum
starfsmanni.
Þjóðskjalasafnið hefur með
þakklæti veitt viðtöku þessari
höfðinglegu gjöf frú Jórunnar og
metur mikils þann vinarhug og
það traust i garð stofnunarinnar,
sem lýsir sér i þessari gjöf.
Nú hefur verið ákveðið, að fé
þessu skuli varið til að gefa út
bréfabók Þorláks biskups Skúla-
sonar, er sat Hólastól á árunum
1628—1656. Hann er nú einkum
kunnur fyrir fornmenntaáhuga
sinn og bibliuútgáfu. Bréfabók
þessi, sem nú er varðveitt i Þjóð-
skjalasafni, en áður i Landsbóka-
safni og þaðan komin vestan úr
Flatey, er eftirrit frá siðustu ára-
tugum 17 aldarog hefur sennilega
að geyma aðeins nokkurn hluta
bréfa úr hinni tiltölulega löngu
embættistíð Þorláks biskups,
enda er bókin ekki fyrirferðar-
mikil. Til eru nokkur bréf frá
Þorláki biskupi á islenzku og
dönsku, varðveitt utan fyrr-
greindrar bréfabókar. Er ætlunin
að taka þau upp i þessa útgáfu, en
sleppa latinubréfum hans, sem
varðveitt eru utan bréfabókar-
innar og Þjóðskjalasafns, enda
liggja þau fyrir i vandaðri útgáfu
dr. Jakobs Benediktssonar. Hins
vegar er ætlunin, ef rúm og
ástæður leyfa, að taka upp i fyrir-
hugaða útgáfu tvær úttektir Hóla-
stóls, aðra frá árinu 1628, er Þor-
lákur tekur við stólnum, og hina
frá árinu 1657, er syni hans og
eftirmanni, Gisla biskupi, er af-
hentur stóllinn. Báðar eru úttekt-
ir þessar varðveittar i Þjóð-
skjalasafni, hin fyrri i eftirriti frá
árinu 1695, en hin siðari i frumriti
og auk þess i tveimur eftirritum
frá þvi seint á 17. öld.
Helzta ástæðan til þess, að
bréfabók Þorláks biskups Skúla-
sonar varð fyrir valinu, er sú, að
hún þótti bæði vera af viðráðan-
legri stærð og auk þess eðlilegt
framhald bréfabókar Guðbrands
biskups Þorlákssonar, móðurföð-
ur og fyrirrennara Þorláks
biskups, sem áður hefur verið út
gefin.
Til þess að gefa út bréfabók
Þorláks biskups hefur verið ráð-
inn ungur sagnfræðingur, Jón Þ.
Þórcand. mag., sem þegar hefur
hafið undirbúning að verkinu.