Þjóðviljinn - 29.12.1972, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.12.1972, Blaðsíða 3
Föstudagur 29. desember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Jóla- gestur á Hverfis- götu 90 1 fyrradag voru stelpur á gangi á Hverfisgötunni og fundu þá á gangstéttinni snjó- tittiing, sem var illa haldinn þar sem hann var illa flæktur i svartan tvinna. Asta og Helga Eggertsdætur sem eiga heima að Hverfisgötu 90 tóku fuglinn og fóru með hann til mömmu sinnar, sem losaði fuglinn við tvinnann. Snjótittlingurinn var ósköp dasaður en hresstist fljótt er hann fékk fuglamat og gat hoppað um i jólatrénu. Um kvöldmatarleytið i gær var hann ennþá innandyra, enda þótt hann hefði haft tækifæri til að sleppa út. „Ef hann vill fara, þá má hann það”, sagði Ásta litla, „annars verður hann áfram hjá okkur”. A annarri myndinni sést hvar snjótittlingurinn kúrir á grein jólatrésins, en á hinni myndinni tyllir hann sér á grein i blómaskál. Strangar kröfur voru gerðar við hönnun BúrfeUslínunnar — segir í svari Landsvirkjunar til raforkuráðherra Gœzlusveitir SÞ á Kýpur enn um sinn NEW YORK — öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna framlengdi ný- lega umboð gæzlusveita sinna á Kýpur fram til 15. júni að ári. Kina sat hjá við atkvæðagreiðsl- una um málið. „Kröfur þær, sem gerðar voru við hönnun Búrfellslinu i upphafi, voru mjög strangar og öllu meiri cn gerðar voru til Sogslinu II, sem aldréi hefur bilað þau nær 20 ár, sem sú lina hefur veriö i notkun... Eftir að bilun varð á Búrfells linu i nóv. 1970, var hún öll vand- lega yfirfarin, og til öryggis voru nokkrir stálturnar styrktir, þar á mcðal þverunarturnarnir við Hvitá og Þjórsá. Ekki tókst að upplýsa til fulls hverjar voru orsakir þeirrar bilunar, og eftir rækilega könnun var ckki talið liklegt til árangurs að sækja neinn einstakan aðila til ábyrgðar á henni". Svo segir i svari stjórnar Lands virkjunar við erindi Magnúsar Kjartanssonar, raf- orkuráðherra, þar sem ráðherr- ann fór fram á grcinargerð Landsvirkjunarstjórnar vegna truflana á orkuflutningi og orku- framleiðslu á dögunum. Eins og skýrt var frá i Þjóðvilj- F j ölskyldubætur hækka um áramót Fjölskyldubætur hækka um ára- mótin um 110 kr. á barn á inánuði og er sú hækkun til að grciða nið- ur hækkun á kaupgjaldsvisitölu, sem verður um áramót og nemur 0,7 stigum. Samkvæmt upplýsingum Arnar Eiðssonar hjá Tryggingastofnun rikisins hækkuðu fjölskyldu- bæturnar i nóvember sl. vegna visitöluhækkunar úr 917 kr. á barn á mánuði i 1083 krónur, og um áramótin hækka þær i 1193 kr á barn á mánuði fyrir janúar og febrúar, en óvist er hvort sú upp- hæð stendur áfram út árið. Sam- kvæmt þeirri upphæð nema þá fjölskyldubæturnar fyrir hvert barn kr. 14.216 yfir árið. ánum fyrir jól ritaði Magnús Kjartansson, raforkuráðhcrra, Landsvirkjun bréf i tilefni af þeim stórfelldu truflunum á orku- framleiðslu, sem hér urðu á dög- unum. Fór ráðherrann þess á leit að Landsvirkjun gerði grcin fyrir orsökum þess, sem þarna gerðist, og i hvcrju vansmiöi háspennu- linunnar frá Búrfelli væri fólgin. Einnig var óskað upplýsinga um orsakir bilunar varastöðvar- innar hjá Straumsvik og hver bæri ábyrgð á göllum þessara mannvirkja beggja. Og að lokum bað ráðherra um greinargerð varðandi þær ráðstafanir, sem fyrirhugaðar væru til að fyrir- byggja að slikir atburðir endur- taki sig. Svar stjórnar Landsvirkjunar birtum við i heild hér á eftir: „Stjórn Landsvirkjunar hefur borizt bréf ráðuneytisins, dagsett 23. þ.m., varðandi bilun á há- spennulinunni frá Búrfelli á fimmtudaginn 21. þ.m. Frh. á bls. 15 Landsvirkjun harmar og þakkar A fundi sinum i gær samþykkti stjórn Landsvirkjunar svofellda ályktun: „Stjórn Landsvirkjunar harm- ar þær truflanir og þá skömmtun á rafmagni, sem rafmagnsnot- endur þurftu að þola vegna bilun- ar á Búrfellslínu þann 21. þessa mánaðar. Jafnframt færir Landsvirkjun notendum þakkir fyrir tillitssemi og sparnað á raforkunotkun, meðan á biluninni stóð, en hvort tveggja dró stórlega úr þeim erfiðleikum, sem við var að striða. Ennfremur vill stjórn Lands- virkjunar flytja þeim mönnum öllum, sem unnu að viðgerð há- spennulinunnar sérstakar þakkir fyrir frábærlega vel unnin störf við erfiðar aðstæður”. Sæmileg færð um allt land Bílar aðstoðaðir á norðurleiðinni Að þvi cr okkur var tjáð i gær voru vegir á landinu viðast hvar sæmilega færir og nær allsstaðar cr fært stórum bilum og jeppum. Þó eru nokkrir fjallvegir ófærir með öllu. Mjög góð færð er, um Suður- land. Hellisheiði er vel fær, en þó var þar nokkur snjómugga og mikil hálka i gær. Austan Hellis- heiðar er vel fært öllum bilum. Fært er vestur á Snæfellsnes og um nesið og alla leið vestur i Króksfjarðarnes fyrir stóra bila. Holtavörðuheiði er vel fær og allt norður til Siglufjarðar og Ólafs- fjarðar, en þó aðeins stórum bil- um. Frá Akureyri er fært um Dals- mynni, út Svalbarðsströnd. Þá er fært norður og austur um til Húsavikur og fyrir Tjörnes og með ströndinni allt til Bakka- fjarðar, og er þetta óvenjulegt á þessum árstima. Möðrudalsöræfi eru lokuð og hafa verið það siðan i nóvember. En vel fært er um flesta vegi á Austurlandi, nema Fjarðarheiði og Vatnsskarð. Öxnadalsheiði cr fær stórum bilum, en þess má gcta að i dag, föstudag, mun Vegagerðin að- stoða bila á noröurleiðinni og eftiF vill yrði þá vegurinn norður fólks- hilfær, cf veður helzt kyrrt. A Vestfjörðum er viða sæmileg færð nema á nokkrum fjallveg- um. út frá Patreksfirði er fært og verið er að moka Kleifarheiði og eins var verið að moka Hálfdan. Fært var útfrá Isafirði til Bolungarvikur og Súðavikur. En flestar heiðarnar þar vestra eru ófærar. — S.dór. FLUGELD ÚRVAL ALDREI FJÖLBREYTTARA FALLHLÍFARRAKETTUR RAUÐAR - GRÆNAR Skipa- rakettur TUNGLFLAUGAR ELDFLAUGAR STJÖRNURAKETTUR JOKERSTJÖRNU- ÞEYTARAR A R JOKERBLYS BENGALBLYS RÓMÖNSK BLYS FALLHLlFARBLYS GULL OG SILFURREGN STJÖRNUBLYS, tvær stærðir. SÓLIR - STJÖRNUGOS - BENGALELDSPÝTUR, rauðar, grænar. VAX-OTIHANDBLYS, loga Vz tíma - VAX-GARÐBLYS, loga 2tíma. - HENTUG FYRIR UNGLINGA. - Verzlun 0. Ellingsen

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.