Þjóðviljinn - 29.12.1972, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 29.12.1972, Blaðsíða 13
Föstudagur 29. desember 1972 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 (63 Alistair Mair: Það var sumar í þess, ef þér heföuð ekki reynt að koma yður updan þvi. — Ég hef alls ekki reynt að koma mér undan þvik sagði Peter rólega. — Sliku er aldrei hægt að koma sér undan. Ég átti von á að þér hringduð til min einhvern tima i vikunni til að sp.yrja um ástandið. Þegar þér gerðuð það ekki, þá lét ég það eiga sig. Ég vissi að ég gæti hitt yður um helgina. — Þér hittuð ungfrú Fenwick á miðvikudag. — Að hennar beiðni, sagði Peter. Ef þér hefðuð farið fram á það, hefði ég getað hitt yður lika. En þér gerðuð það ekki. — Það kom hörkusvipur i blá augu Carstairs. — Hamingjan góða, sagði hann. — Þér eruð að reyna að kenna mér um — Alls ekki — — Vist eruð þér að þvi. Þér eruð að gefa i skyn að ég hefði getað hringt til yðar fyrr i vikunni en látið það ógert. — Þér hefðuð getað hringt til min, sagði Peter. — Það skiptir ekki öllu máli að þér gerðuð það ekki. Og það er ekkert aðalatriði heldur að við höfum ekki talazt við fyrr — — Það er það i minum augum! — Mér þykir það leitt, sagði Peter rólega. —------Ef þér litið svo á sem ég hafi brugðizt skyldu minni með þvi að hafa ekki sam- band við yður fyrr, þá biðst ég afsökunar. En það er aðeins eitt sem er mikilvægt. Heilsufar eiginkonu yðar. — Já, sagði Carstairs. — Það er einmitt það. Og það er ýmislegt sem ég þarf að spyrja um i sambandi við það. — Gott og vel, sagði Peter. — En við skulum byrja á byrjuninni. Hefur ungfrú Fenwick ekki sagt yður hvernig ástatt er? — Það hefur hún gert, sagði Carstairs. — Hún sagði mér það i gærkvöldi. En ég vil heyra það af Brúðkaup Þann 25/11 voru gefin saman i hjónaband i Neskirkju af séra Jóni Thorarensen ungfrú Krist- björg Magnúsdóttir og Axel Axelsson. STUDIO GUÐMUNDAR Garðastræti 2, simi 20900. yðar munni. Ég hefði fyrst átt að heyra það frá yður. — Peter andvarpaði. — Jæja þá, sagði hann. — En munið það, að ég fékk sjálfur ekki að vita hið sanna fyrr en i þessari viku, þegar skýrslurnar komu frá Glasgow. Ég kom með þær svo að þér gætuð lesið þær — Hann stakk hendinni i vasanna. — Ég hef ekki áhuga á þvi, sagði Carstairs. — Ég vil bara að þér segið mér staðreyndir. — Gott og vel, sagði Peter stillilega. — Konan yðar þjáist af sjúkdómi sem kallaður er Hodg- kins-veiki. Sjúkdómurinn hefur fyrst áhrif á lymfukirtlana i likamanum og seinna á önnur lif- færi. Orsökin er óþekkt. Eðli sjúkdómsins er óvisst. Sumir álita að hann sé eins konar krabbi, aðrir að hann sé undar- legur, króniskur bólgusjúk- dómur, sem hugsanlega orsakist af veiru. En enginn veit það i raun og veru. Hann er bráður, en þó er gangurinn mishraður. Aðgerðir koma að litlu haldi. Og hann er ævinlega banvænn. Þetta eru staðreyndirnar. Carstairs hafði stanzað bakvið sófann og studdi höndunum á sófabakið. — Og þetta er allt og sumt sem þér hafið að segja. — Já, sagði Peter. — Það er allt og sumt. — Þér reynið ekki að afsaka það, að þér greinduð ekki sjúk- dóminn sjálfur, þegar þér skoð- uðuð hana fyrst? — Ég þarf ekki á neinum af- sökunum aðhalda, sagði Peter. — Það var ógerningur að greina hann þá með venjulegri læknis- skoðun. — Þér lituð aðeins tvisvar á hana og létuð það gott heita. Peter gat með herkjum haldið stillingu sinni. — Ég lét það ekkert gott heita, sagði hann. Henni leið betur. Hún hafði verið beðin að koma á lækn- Þann 9/12 voru gefin saman i hjónaband i Bústaðakirkju af séra Ólafi Skúlasyni ungfrú Vil- borg Jóhannsdóttir og Reynir Sverrisson. Heimili þeirra er að Þverbrekku 2 Kóp. STUDIO GUÐMUNDAR, Garðastræti 2, simi 20900. ingastofuna. Hún gerði það ekki, vegna þess að þið fóruð aftur til Glasgow. Þá gerði ég ráðstafanir til þess að læknirinn hennar fengi skýrslu um mál hennar til þess að frekari rannsókn gæti farið fram — — Jæja. Þér viðurkennið þá að hún þurfti frekari rannsókn? — Vitaskuld. Ég sagði það strax við ungfrú Fenwick. Og hún fór i frekari rannsókn — — Eftir dúk og disk, sagði Car- stairs. — Við urðum að biða eftir tima hjá lækninum. Við urðum að biða eftir spitalaplássi. Við höfum ekki kynnzt öðru en töfum og vafningum allt frá því að þér skoðuðuð hana. Og allar þær vikur hefði hún átt að fá læknis- meðferð. Það er mergurinn málsins. Ef meðferð hefði hafizt á réttum tima, þá lægi hún ekki þarna uppi núna. — En meðferðin breytir ekki miklu. Hún tefur ef til vill ögn fyrir sjúkdómnum. Það er það bezta sem þér getið gert yður vonir um. — Þér segið það! — Já, sagði Peter. — Én ég v'ænti þess að þér trúið orðum minum. — Er það svo! Jæja, ég get sagt yður tiðindi. Carstairs gekk fram fyrir sófann og stóð andspænis honum og einblíndi á hann með reiðisvip. — Ég trúi ekki orðum yðar né neins annars af þessum vesölu skottulæknum sem hafa litið á hana. Ég ætla að höfða mál fyrir vanrækslu á hendur hvers einasta ykkar. Ég skal hafa af yður hvern einasta eyri sem þér eigið. Ætlið þér verðið eins tungu- lipur með afsakanirnar fyrir rétti. Peter drap i sigarettunni og reis upp með hægð. — Það væri heimskulegt af yður, sagði hann rólega. — Máls- kostnaður er hár. Þér ættuð fyrst að ráðfæra yður við lögfræðing. — Þér þurfið ekki að segja mér fyrir verkum. — Nei, sagði Peter. — Ekki i þessu sambandi. En i sambandi við veikindi konu yðar hafið þér þörf fyrir ráð frá mér. —■ Og hvað eigið þér við með þvi? Peter leit á hann og þótt hann sýndist rólegur, þá var honum engan veginn rótt. — Konan yðar á ekki langt eftir, sagði hann. — Þér hugsið um málsókn og hvern hægt sé að sækja til saka og gleymið þvi sem máli skiptir. Hún á mjög stutt eftir, ef til vill ekki miklu meira en mánuð. En meðan hún lifir, þá ber ég ábyrgð á henni. Meðan hún er á lifi ætla ég að sjá um að lifið verði henni eins þægilegt og unnt er. Og það ætti llka að vera aðal- atriði fyrir yður, en virðist ekki vera það. — Hvert eruð þér að fara? Peter yppti öxlum. — Þér spilltuð svefnfriðnum fyrir henni i gærkvöldi, sagði hann. — Þér komuð henni úr jafn- vægi i morgun með vanstillingu og geðvonzku. Ef til vill eruð þér eigingjarn og óþægilegur maður. Þér komið að minnsta kosti þann- ig fyrir. En þér ættuð þó að sjá sóma yðar i þvi að sýna eiginkonu yðar einhverja tillitssemi þann stutta tima sem hún á eftir. — En það geri ég! — Ég hef ekki séð þess nein merki. — Þér hafið engan rétt til að segja þetta. Reiðin i augum Carstairs var að breytast i ringlun. — Ég hef minn rétt, sagði Peter. — Ég hef rétt til að verja sjálfan mig þegar ég er að ósekju borinn sökum um vanrækslu. Og ég hef rétt til að gæta hagsmuna sjúklings mins. Og ég hef rétt til að reyna að tryggja það að þér haldið ekki áfram að koma henni i uppnám. — Ég kem henni ekki i upp- nám! — Þér hafið þegar gert það, sagði Peter. — Ég er aðeins að benda yður á, að ég ætlast til þess að þér gerið það ekki oftar. — En heyrið mig — ! Læknir! Þér megið ekki fara svona— Peter hafði verið á leið til dyra, en nú sneri hann sér við. — Hvað eruð þér að reyna að segja? spurði hann rólega. — Jú ... bara það að ég er ekki eigingjarn. Ég er ekki tillitslaus. Og ég vildi sizt af öllu koma Jacky i uppnám. Þér megið ekki fara héðan i þeirri trú að svo sé. Peter horfði stundarkorn i van- sæl augu mannsins. FöSTUDAGUR 29.desember 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.00, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Herdis Egilsdóttir les þrjú frumsamin ævintýr. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Spjallað við bændur kl. 10.05 Fræðslu-| þáttur um almannatrygg- ingarkl. 10.25: Fjallað um bætur ekkna, ekkla og ein- stæðra mæðra. Umsjón: örn Eiðsson. Morgunpopp kl. 10.45: John Kay syngur. Fréttir kl. 11.00. Tónlistar- sagan: Endurtekinn þáttur Atla Heimis Sveinssonar. Kl. 11.35: Frægir pianóleik- arar leika verk frá 19. öld 12.00 Dagskráin. Tónleikar Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.15 Við sjóinn. Ingólfur Stefánsson ræðir við nema i Fiskiðnskólanum (endurt.) 14.30 Siðdegissagan: „Siðasta skip suður" eftir Jökul Jakobsson.Höfundur les bókarlok (8). 15.00 M iðdegistónleikar: Sönglög.Jane Berbie syngur lög eftir Gounod, Fauré og Duparc. Dietrich Fischer- Dieskau syngur lög eftir Hugo Wolf. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.25 Popphornið. 17.10 Þjóðlög frá ýmsum lönd- um. 17.40 Tónlistartimi barnanna. Guðmundur Gilsson ræðir við Húsavikurtríóið, sem leikur nokkur lög. 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill, 19.35 Þingsjá, Ingólfur Kristjánsson sér um þátt- inn. 20.00 Gestur i útvarpssal: Philip Jenkins leikur á pianó verk eftir Pál Isólfs- son, Debussy og Liszt. 20.35 ,,Á annan i jólum”, smá- saga eftir Anton Tsjékohoff. Þýðandinn, Pétur Sumar- liðason, les. 21.00 Tónleikar Pólyfónkórs- ins i Háskólabiói: Jólaóra- tória eftir Johann Sebastian Uach; — fyrri hluti. Flytj- endur með kórnum: Sandra Wilke, Neil Jenkins, Ruth Magnússon, Halldór Vi 1- helmsson og félagar úr Sinfóniuhljómsveit tslands. Stjórnandi: Ingólfur Guð- brandsson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir útvarps- sagan: „Strandið” eftir Ilannes Sigfússon. Erlingur E. Halldórsson les (12) 22.45 Létt músik á siðkvöldi. 23.45 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur |29. desember 1972 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Glugginn. Stuttur skemmtiþáttur með dans- atriðum. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 20.45 Karlar i krapinu.Nýr, bandariskur framhalds- myndaflokkur i léttum dúr. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. Tveir ungir og léttlynd- ir piltar hafa komizt i kast við lögin, en hafa fullan hug á þvi að bæta ráð sitt með góðra manna hjálp. 21.50 Sjónaukinn.Umræðu- og fréttaskýringaþáttur um innlend og erlend málefni. IÐNÞJÓNUSTAN S.E. Sími 24911 ALHLIÐA FAGMANNSVINNA bíinkinn er bakliijarl BÚNAÐARBANKINN \M ISLE\/KííA HLÍOIVILISTAÍÍMAWA ■jjV úíiegar yður hljóðjœraleikara pjp og Idjómsveitir við hverskonar líekifaii Viusamlnqast hringið i 20255 milli kl. 14-i? SStiDIBIÍASTÖplNHF i --:------:-“-—--—

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.