Þjóðviljinn - 29.12.1972, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.12.1972, Blaðsíða 5
Föstudagur 29. desember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 trúnni, og börnunum er kent að varast það eins og eggjárn og eld. Keisarar skjálfa — Keisarar Þýzkalands og Rússlands og aðrir stjórnendur stórveldanna, væru ekki hræddir og skylfu ekki eins og smágreinar i stórvirðri — fyrir fátækum iðnaðarmönnum, daglaunamönn- um og öðrum smælingjum — ef þetta væru aðeins lausingjar, sem hlaupið hefðu saman snöggvast til hagnaðar sér i svipinn, en væru siðspiltir menn og menturnar- litlir, til búnir að tortryggja og svikja hvor annan á morgun. Nei. — — En kynslóð, sem vinnur á daginn og ver öllum kvöldum sinum og litlu fristund- um til þess að menta sig, og sin- um litlu fátæklingsaurum til menningar sér og félagsnauð- synju, og ennfremur eldur börn sin upp i þvi að vera sjálfum sér og félaginu trú og réttlát við alla. — Slika menn óttast æðri stéttir og stjórnvöld rikjanna. Þvi að þeir vinna i lið með sér alla beztu og réttlátustu menn þjóðanna, og þeir munu erfa rikið og völdin. Enginn má ætla að þetta hafi gengið þrautalaust fram. Ég kann margar sögur, og hefi lesið um ótrúlega elju og þrautseigju einstakra ágætis-drengja og ósérplægni þeirrá i baráttu við ótrú, tortrygni, mentunarleysi og skammsýni. En nú er eigi timi til að fara út i þá sálma. ----Þið munið nú telja mér skylt góðir menn, að benda ykkur á, hvernig þið eigið að afla ykkur þessara nauðsynja-einkunna og tækja, sem ég lofa svo mjög — þessarar mentunar, sem styrkt hefir aðra til félagsskapar, og veitt þeim á þann hátt efnalegan hagnað og menningu. Þetta er mér lika hægðarleikur, en að sinni hlýt ég að fara fljótt yfir sögu, og gef ykkur þvi einungis fáeinar bendingar. Núverandi félagsskipun — ráöandi stéttir Þá fræðslu sem þið þarfnist, getið þið aldrei fengið i blöðunum okkar. Þau hafa nóg með lands- málaþrasið i heild sinni, eru flest smá, rúmlitil og illa efnum búin, og verða þó að sinna mörgu, eftir þvi, sem félagsháttum okkar er fyrirkomið. Þau hafa þvi litið aflögu og allra sizt fyrir hugsjónir og málefni, sem fara i bág við stærstu og sterkustu auglýsendur þeirra. Skólarnir, eins og þeir eru nú, geta og ekki orðið ykkur að þeim notum, sem ætla mætti, jafnvel þó þið hefðuð nokkurnveginn tima til að sækja þá og ókeypis kennslu. Þar má fá nokkurn undirbúning undir almenna þekkingu, en að öðru leyti eru þar ekki bornar fram aðrar kenningar en þær, sem núverandi félagsskipun hefir sniðið og studd er af opinberum aðilum. Þar má ekkert komast að, sem hefir breytileg áhrif á það skipulag, er ráðandi stéttir og stjórnarvöld þjóðanna styöjast við. Það er ekki megnt eitur, sem ég hefi nú borið fram fyrir ykkur i kvöld, en trúað gæti ég að það liði næstum mannsaldur þangað til að slikar kenningar yrðu bornar hér fram á skólaborðin. — Ég hefi eigi tima til þess nú að ræða nánar um framkvæmd og fyrir- komulag þeirrar mentunar, sem notadrýgst verður. En við þvi býst ég að það verði svo hér, sem annarstaðar, að ef þið ætlið að standa á eigin fótum, og ekki á hækjum þeim og tréfótum, sem stjórnmálaflokkarnir fá ykkur — þá verður að koma á stofn ein- hverjum visi til blaða og timarita eða bæklinga fyrir ykkar eigin aura, og eins verðið þið að leggja saman i þau útlend blöð og tima- rit, sem fræða ykkur um það lifs- nauðsynlegasta ykkur til handa. En hjá fræðslunni verður ekki komist. A henni grundvallast allur auður og vald þessa tima. An hennar þrifst enginn félags- skapur, hvorki hjá okkur né öðr- um, og án félagsskapar getur lifið ekki orðið annað en undirlægjulif — skósveinaæfi hjá þeim, sem meiri hefir þekkinguna. Tvær stéttir halda hér skást saman i landinu: embættismenn og kaupmenn. Enda hafa hvorir- tveggju svo mikla þekkingu að þeir skilja, að hröfnunum er það hollast, að kroppa ekki augun hver úr öðrum, ef þeir eiga að bjarga sér. t ungdæmi minu kom það einu sinni fyrir austur i sýsluum, að tveir skynsemdarbændur höfðu af sjálfum sér og öðrum fjögra skildinga hækkun á ullarpundinu með þvi að selja gamla Bryde i Vestmannaeyjum sina ull, einir sér i laumi. fyrir einskildings hækkun. Þá skorti ekki vit, en þá skorti mentun til að sjá hag sinn. Ogfram hjá mentuninni sleppið þið ekki. hvernig svo sem hennar verður aflað. Það kostar þekkingu að verða sjálfstæður maður, og það kostar bæði fé og vinnu. En það er eina leiðin. Samtök óumflýjanleg Ég geri ráð fyrir að ykkur sé það nú Ijóst orðið, af þvi sem ég hefi sagt, að samtök og samvinna ve^kalýðsins sé óumflýjanleg, ef hann á ekki að verða troðinn undir l'ótum, og lifa af náð þvi lifi, sem auðvaldi og ráðandi stéttum þykja nægja. Lifið sjálft og reynsla sýnir okkur þetta alstaðar i smáu og stóru. Okkur finst það sjálfsagt að margir menn semeini sig um að hrinda sex-æring fram og setja hann upp, þegar einn maður getur það ekki. Og jafnljóst ætti það að vera, að sameina sig um að gera lifskjör sin og sinna skárri, þegar reynslan hefir sýnt að ein- staklingurinn getur það ekki einn út af fyrir sig. Til þess að ná valdi á heimsmarkaðinum og skatt- gilda okkur eftir vild, hefir orðið að laða og kúga fjölda smáfélaga i steinoliuhringinn, stálhringinn, sykurhringinn og alla aðra hringi, jafnvel i sameinaða gufuskipa- félagið danska. Sjálf villidýrin hópa sig, þegar háski er á ferðum. — Moskus- nautin skipa sér i stóran hring, ef háska ber að, og snúa höfðun- um út og hölunum inn i hringinn, og hafa þar innan i kálfana og mæðurnar. Óvinir mæta þar þétt- um skógi af hornum hringinn i kring. 1 menningarlöndunum má nú heita öl'lug samheldni milli em- bættismanna, klerka og kaup- manna, og hefir lengi verið. Enn- fremur hefi ég nú bent á, að reynslan hefir sýnt, að þar sem menning og mentun er komin lengst á veg og blöð verka- mannna flest og sterkust, t.d. i Danmörku og á Þýzkalandi — þar eru og samtökin orðin öflugust, og eiga nú, eftir þvi sem út litur, vissan sigur áður en langt liður. En þetta strið hefir lika staðiö þar i 40 ár og næstum óslitið sum- staðar. Og við, sem höfum að mestu heyrt þann vopnagný álengdar og verið sjálfir langt frá bardögunum, gerum okkur naumast i hugarlund, hver fádæma ógrynni sá sigur hefir kostað, af ósérplægni einstakra manna og atorku eða þolgæði i ýmiskonar háðung og hörmung- um. Ennfremur geysilegt fjár- magn — margar miljónir króna úr vösum verkamanna og vina þeirra. En sigurinn er sælastur þegar hann er dýrustu verði keyptur. Ég hefi sjálfur 12 ára persónulega kynningu af þessum bardaga, eins og hann hefir verið háður i Danmörku. Ég hefi séð þar sjálfur hvernig jafnaðarmenn hafa brotist i gegn um skort og vandræði, háð og hatur, og eru nú orðnir eins og ég gat um, meiri hluti i bæjarstjórn Kaupmanna- hafnar, öflugur flokkur á þingi, Áhrif frá ritum ja fnaröarmanna. Ég hefi nú i 25 ár keypt og lesið útlend blöö og rit jafnaðarmanna, og varið til þess alt að 20 krónum árlega. Það er tæplega mögulegt að lesa árum saman þau rit án þess að sárna svo niðurlægingin, að maður hlýtur að verða félags- lyndur, og reyna það sem unt er til þess að færa menn saman. Frá minni hendi get ég nú ekki bent á nema ofurlitið af góðum vilja. Og það vita margir góðir menn i þessu félagi, að ég hefi boðið fram þá litlu fræðslu, sem ég gat veitt, ef menn hafðu séð sér gagn að þvi að þiggja það. Af þvi það er sannfæring min að fræðslan og þekkingin komi ykkur upp á samtaka- og sigur- brautina. Þessi sannfæring min er orsök i þvi að ég stend hér i kveld. — Sannfæringin um það, að sannleikurinn muni gera ykkur frjálsa.Þeim eina konungi vil ég vinna það, sem ég vinn. agsbrún fyrir réttum 60 árum QÖD7 Mynd af fv. forsetafrú á Hallveigar stöðum Börn fyrrverandi forseta- hjóna, frú Dóru Þórhallsdótt- ur og Asgeirs Asgeirssonar, afhentu Kvenfélagasambandi tslands að gjöf málverk af móður sinni, sem Halldór list- málari Pétursson hefur gert. Frú Dóra var verndari Kvenfélagasambandsins á meðan hún var forsetafrú og sýndi starfi þess jafnan mik- inn skilning og vinsemd. Stjórn K.t. metur mikils þessa vinsamlegu gjöf, sem verður varðveitt i húsakynnum sam- bándsins að Hallveigarstöð- ' um. (Frétt frá Kvenfélagasam- bandi tslands.) Fékk ekki einu sinni kort Siðan fyrsta jólakortið var gefið út og selt til ágóða fyrir Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna 1949 hafa verið seld 697 miljónir þeirra. En teiknari fyrsta kortsins, Jitka Sam- ková Vejdová i Ceske Bude- jovice i Tékkóslóvakiu, hefur aldrei fengið eitt einasta þess- ara korta. Frægir máíarar eins og Picasso og Salvador Dali hafa fetað i fótspor henn- ar og teiknað jólakort fyrir Barnahjálpina, en frú Vejdová hefur ekki hlotið neina frægð, og það finnst henni reyndar ágætt. Hún var aðeins sjö ára þeg- ar UNICEF valdi mynd henn- ar af börnum að dansa kring- um maistöng sem fyrsta jóla- kort sitt. En nú er hún 32 ára og tveggja barna móðir og segir: Ég mundi ekki kæra mig um frægð, þvi hér i bæn- um hefur hún ekki orðið mér tif góðs. Fólk trúir ekki, að ég hafi ekki fengið eitthvað fyrir þetta. Það er jafnvel enn verið að spyrja mig, hve mikið ég hafi fengið og hvað ég ætli að gera við peningana. En ég hef ekki einu sinni fengið jólakort. Stöðva þeir róðra á vertíðinni? Akranesi, 28/12 — Mikil óánægja er hjá útvegsmönn- um hér. Ætla þeir að halda fund hér i dag og er þar til um- ræðu að stöðva róðra á kom- andi vertið. Fyrirtæki Haraldar Böðvarssonar hafa sótt um leyfi til verkalýðsfélagsins hér um atvinnuleyfi fyrir Færey- inga á komandi vertið. Hefur stjórn verkalýðsfélagsins hvorki synjað né veitt þetta atvinnuleyfi ennþá. Kemur nýtt fiskverð í vikulokin? Stefnt er að þvi að fiskverð verði tilbúið núna i vikulokin, sagði Sveinn Finnsson, fram- kvæmdastjóri verðlagsráðs i gær. Útvegsmenn ræða vænt- anlegt fiskverð á fundi i dag. Verðlagsráð sjávarútvegs- ins byrjaði að ræða fiskverðið um mánaðamótin nóvember og desember. Hélt það nokkra fundi án árangurs. Var samn- ingum um fiskverð þá skotið til yfirnefndar 11. desember.. Sitja nú i yfirnefnd Arni Bene- diktsson og Eyjólfur Isfeld frá kaupendum og Kristján Ragn- arsson og Jón Sigurðsson, for- maður Sjómannasambands- ins, frá seljendum, en odda- maður er Jón Sigurðsson, hag- rannsóknarstjóri. Eftir gengisfellingu krón- unnar 17. desember hefur yfir- nefndin setið nær daglega á fundum. Féll þó fundarhald niður yfir jóladagana. Fundir hófust svo á nýjan leik i fyrra- dag og eru haldnir daglega. Togara- samningarnir Ekki hafa verið haldnir samningafundir um togara- kjörin siðan um miðjan desember. Er ekki von á samningafundi fyrr en eftir áramót.sagði Jón Sigurðsson, formaður Sjómannasambands fslands i gær. Kjarasamning- ar togaraháseta féllu úr gildi 30. september siðastliðinn. 4 miljónir kr. kostaði að reikna út bónusinn í Eyjum Frystihúsin i Vestmanna- eyjum greiddu 16 miljónir króna i bónus á þessu ári. Sagt er, að 4 miljónir króna hafi kostað að reikna bónusinn út og er samanlögð upphæð þvi 20 miljónir króna er stóð undir þessu bónuskerfi. Mikið fé kostar þannig að reikna út bónus og ástæða er til þess að spyrja hvort ámóta kostnaður sé bak við útreikning á bónus annars staðar á landinu. Ekið á hest Ekið var á hest i Kræklings- hlið við Akureyri i gærdag og meiddist skepnan það mikið að lóga varð henni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.