Þjóðviljinn - 03.01.1973, Síða 7
Miðvikudagur 3. janúar 1973Í ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 7
Sænski kvikmynda-
stjórinn frægi, Ingmar
Bergman, hefur sem
kunnugt er ekki látið sér
nægja kvikmyndirnar
einar á síðari árum, en
starfað talsvert sem leik-
stjóri við Dramaten í
Stokkhólmi. Nú er hann
farinn að vinna fyrir sjón-
varp líka og af því tilefni
hafði bandaríska vikuritið
,,Newsweek" við hann
viðtal, sem hér birtist í
lauslegri þýðingu. Segir
blaðamaðurinn M. Kasin-
dorf, um Bergman, sem
nú er 54 ára, að hann sé
ihugandi, hlédrægur og
ekki lengur jafn upptek-
inn af sambandi manns-
insvið sjálfan sig, aðra og
guð og áður var.
Blaðamaðurinn vikur eðlilega
fyrst að sjónvarpsleikritinu,
„Myndum úr hjónabandi,” sem
Bergman vinnur nú að og á að
koma i sænska sjónvarpinu i
april nk. Hvers vegna hefur
hann ákveðið að skrifa fyrir
sjónvarp og stjórna þar jafn-
hliða kvikmyndagerðinni?
— Mér fannst mjög gaman að
skrifa sjónvarpshandritið, þvi
að þegar skrifað er kvikmynda-
handrit verður einlægt að skera
niður samtölin, aðstæðurnar
sjálfar eru alltaf mikilvægast-
ar. En þegar skrifað er leikrit er
Ingmar Bergman viö upptökur á siöustu kvikmynd sinni, „Hvisl og hróp” sl. vor meö leikkonunum Ingrid Thulin (t.v.) og Liv Ullman.
Enn ein mynd um konur, en þó mest um manneskjur.
„Hvað varðar okkur um list?”
bara hægt að láta fólkið tala. Ég
byrjaði á þessu uppkasti bara
að gamni minu, en fékk svo
meiri og meiri áhuga á þvi.
— Ertu að reyna að ná til
annars konar áhorfendahóps
gegnum sjónvarpið?
Ég bý á eyju sjö til átta
mánuði ársins. bar bý ég með
bændum og sjómönnum og
það rann skyndilega upp fyrir
mér eftir sex ár, að kvikmyndir
segja þessu fólki ekkert. Sjón-
varpið er þeim allt, það er
gluggi þeirra að umheiminum.
Eftir mat á eynni tek ég bátinn
og næ i blöðin. Og er ég er bú-
in að lesa þau kveiki ég á sjón-
varpinu til að horfa á fréttirnar
og þar er alltaf eitthvað að sjá.
Sinfóníusveitarinnar
Vladimir Askenasi er I senn
einleikari og stjórnandi á auka-
tónleikum Sinfóniuhljómsveitar-
innar annað kvöld, 4. janúar, en
öll verk cfnisskrárinnar eru eftir
Mozart.
Á fundi með blaðamönnum I
gær var Askenasi mjög iofsam-
legur i garö islenzku sinfóniu-
hljómsveitarinnar og harmaði að
geta ekki verið hér lengur i einu.
En hann kvaðst hafa um 100 tón-
leika viðs vegar um heim árlega
og jafnvel verða að spila enn meir
nú, þar sem húsbygging þeirra
Þórunnar konu hans hér reynist
talsvert kostnaðarsöm.
Það er fremur óvenjulegt, að
einleikari stjórni jafnframt
hljómsveitinni, sem hann leikur
með, en þetta finnst Askenasi
mjög gaman, sagði hann, að visu
Og þegar maður hittir annað
fólk i pósthúsinu eða búðinni
daginn eftir er það alltaf að tala
um eitthvað sem það sá i sjón-
varpinu. Mig langaði að ná til
þess.
— 1 mörgum siðari mynda
þinna hefurðu einbeitt þér að
konum og þeirra vandamálum.
Hvað ertu að reyna að segja
karlmönnum um konur og hvað
ertu að reyna að segja konum
um þær sjálfar?
— Ég geri engan greinarmun
á körlum og konum. Mér finnst
við öll eins. En það sem er
slæmt er hve mismunandi
menntun karla og kvenna er.
Væri körlum ekki kennt að vera
karlar og konum ekki kennt að
erfittað sumu leyti, en þar á móti
gæti maður gert hvaö sem maður
vildi, en stundum væri erfitt að
samræma skoðanir einleikara og
stjórnanda.
A efnisskránni annað kvöld eru
Haffners-sinfónia Mozarts (nr. 35
i D-dúr) og pianókonsertar hans
nr. 23 i A-dúr og nr. 20 i d-moll.
Tónleikarnir verða að venju i Há-
skólabiói og hefjast kl. 20,30.
Þótt varla þurfi að kynna
Vladimir Askenasi islenzkum
tónlistarunnendum má rifja upp
hér, að hann er nú 35 ára, fæddur i
Gorki, en stundaði nám við Tón-
listarháskólann i Moskvu frá 1944
til 1955, m.a. hjá Lev Oborin.
Hann hlaut önnur verðlaun I
Chopinkeppninni i Varsjá 1955 og
fyrstu verðlaun i tónlistarkeppn-
inni i Bruxelles 1956, en hefur sið-
an verið á sifelldum hljómleika-
ferðum og hvarvetna fengið af-
vera konur, en öllum væri okkur
kennt að vera manneskjur, væri
ástandið betra, þvi að mörg
vandamálanna eru afleiðing
þessarar heimskulegu upp-
fræðslu i siðmenningu okkar.
Ég er þvi ekki að reyna að
segja körlum frá konum. Ég er
að reyna að segja frá reynslu
minni af manneskjum. Kannski
má segja, að ég hafi dálitið
meiri áhuga á konum af þvi að
ég er karlmaður. Það er meira
uppörvandi að vinna með leik-
konum, þvi að þær eru tengdari
starfi sinu og ekki á eins tauga-
veiklaðan hátt og karlleikarar,
sérstaklega i sambandi við
kvikmyndagerð. Það er talað
um kvenfrelsun nú, en fyrir
Askenasí á blaöamannafundinum
i gær.
burða dóma. Þau Þórunn Jó-
hannsdóttir kynntust 1958 er
fyrsta Tsjækovskikeppnin var
haldin i Moskvu, en siðan kom
Þórunn þangað til framhalds-
náms og giftust þau 1961 og eiga
nú þrjú börn, sem öll heita bæði
islenzkum og rússneskum nöfn-
um.
hundrað árum skrifaði Ibsen
leikritið Brúðuheimilið og höf-
uðvandamál þess leikrits eru
enn vandamál okkar tima. Það
gerir mig svartsýnan, hve hægt
allt gengur og hve langt er frá
þvi, að menntunin hafi orðið til
að við lærðum eitthvað um okk-
ur sjálf.
— Um hvað býstu við að fjalla
i næstu myndum þinum?
— Einmitt núna er ég á þvi
skeiði, að mig langar mest til að
skemmta. Ef þú litur út, þá er
dimmt og drungalegt og það er
erfitt fyrir fólk að lifa. Það ætti
að fá góða skemmtun i viðtæk-
ustu merkingu, þess orðs, eitt-
hvað, sem tengir fólk nánar
hvertöðru. Það væri dásamlegt
að fá fólk til að vera ekki svona
sakbitið og óhamingjusamt.
— Það er sagtr, að verk þin
standi föstum rótum i Sviþjóö.
Hvað er það i þessu landi sem
hefur mest áhrif á þau?
Ég veit það ekki, en þegar ég
kem til annarra landa finn ég
mjög til óraunveruleika. Ég
held að það standi i einhverju
sambandi við birtuna. Birtan á
Norðurlöndum og i noröurhluta
heims er mjög sérstök. Ljós og
birta er eitthvað það fyrsta sem
ungbörn upplifa. Ljósið kemur,
ljósið dvinar. Hér fyrir norðan
eru næturnar stundum bjartar
og stundum eru þær mjög lang-
ar og erfiðar. Ég er mjög háður
þessari hrynjandi birtunnar og
lifsreynsla min tengd henni. Og
sé ég tengdur henni, þá eru
myndirnar minar það lika, þvi
að þær eru tilraun til að tjá lifs-
reynslu mina. Svo ef mig langar
að kvikmynda martröð, þá á
hún ekkert skylt við þrumur og
dimman kastala að nóttu til.
Martröð i kvikmynd hjá mér er
bjart sólskin. Vegna þess að ég
þoli ekki bjart, sifellt sólskin
dag eftir dag.
— Sumir gagnrýnenda héldu
þvi fram, að i myndinni
„Skömmin” værir þú að reyna
að segja, að meiri hluti mann-
kynsins léti sig list engu skipta.
Er það satt?
— Já. Hvað skyldi fólk varða
um list? Ég spyr sjálfan mig,
hversvegna gerirðu 35 kvik-
myndir, hversvegna heldurðu
þessu starfi áfram i yfir 30 ár,
hversvegna vaknarðu á morgn-
ana og langar til að skapa nýja
hluti? Svariö er af þvi að mann
langar að komast i samband við
annað fólk og segja þvi ýmislegt
um það sjálft og sjálfan sig.
Fyrir hundrað árum mátti
breyta heiminum með lista-
verki. Tolstoy breytti heimin-
um. Strindberg breytti heimin-
um. Margir aðrir listamenn —
Rousseau, Voltaire, Schiller —
gerðu það. En nú hefur list hlé-
drægara hlutverk. Og ég er ekki
að kvarta yfir þvi. Það er stað-
reynd. Og hvað með það? Við
höldum áfram. Kannski tekst
okkur á hógværan hátt að
breyta einhverju félagslega,
mjög hægt. En ekki mjög miklu.
Það er hvild að vita og skilja
þetta. Manni ber aðeins skylda
til að segja sannleikann um það
sem maður sér. Það er léttir.
— Hver heldurðu að verði
framtið alvarlegra kvikmynda,
þeirra, sem reyna að segja okk-
ur eitthvað um okkur sjálf?
— Fólk verður æ vanara list. I
fyrstu veldur hún þvi öryggis-
leysi og leiða vegna þess að þvi
finnst það verða að skilja eitt-
hvað. En smám saman gerir
fólk sér ljóst, að listin á ekkert
skylt við skilning, heldur tilfinn-
ingar. Fólk mun smám saman
skilja, að alvarlegar kvikmynd-
ir höfða aðeins til tilfinning-
anna, en ekki gáfulegra skil-
greininga og útskýringa.
Mér stendur nákvæmlega á
sama, hve margt fólk kemur að
sjá myndirnar minar. Ég geri
kvikmyndir og sviðset leikrit til
að þetta sé notað, rétt eins og
borð eða stóll. Reynist ein eða
tvær myndanna vera meira en
borð eða stóll, kemur mér það
ekki við.
Askenasí bæði stjórn
ar og leikur einleik
á sannkölluðum Mozart-tónleikum