Þjóðviljinn - 09.02.1973, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.02.1973, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. febrúar 1973 Y erkamannaf élagið HLÍF Hafnarfirði Tillögur uppstillingarnefndar og trún- aðarráðs verkamannafélagsins Hlifar, um stjórn og aðra trúnaðarmenn félagsins fyrir árið 1973, liggja frammi á skrifstofu Hlifar Strandgötu 11 frá og með 9. febr. 1973. öðrum tillögum ber að skila fyrir kl. 18 þann 12. febr. 1973 og er þá framboðs- frestur útrunninn. Kjörstjórn verkamannafélagsins Hlífar. FÉLAG STARFSFÓLKS í VEITINGAHÚSUM Allsherj ar- atkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherj- aratkvæðagreiðslu um kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs i Félagi starfsfólks i veitingahúsum fyrir næsta starfsár. Frestur til að skila tillögum rennur út kl. 17.00 fimmtudaginn 15. febrúar nk. Til- lögur eiga að vera um 7 menn i stjórn félagsins og auk þess um 4 menn til við- bótar i trúnaðarmannaráð og 2 varamenn þeirra. Tillögum skal skila til kjörstjórnar i skrifstofu félagsins, Óðinsgötu 7, 4. hæð, ásamt meðmælum a.m.k. 20 fullgildra félagsmanna. Stjórnin. Iðjufélagar 67 ára og eldri Stjórn Iðju býður öllum Iðjufélögum 67 ára og eldri, ásamt mökum þeirra, til kaffidrykkju að Hótel Sögu, sunnudaginn 25. febrúar, kl. 3 e.h. Þetta boð gildir einnig fyrir þá Iðjufélaga sem hættir eru störfum og eru á lifeyri aldraðra og maka þeirra. Vinsamlegast vitjið aðgöngumiða á skrif- stofu félagsins, Skólavörðustig 16,i siðasta lagi á miðvikudag 21. þ.m. Stjórn Iðju. 5. leikvika — leikir 3. feb. 1973. Úrslitaröðin: 1X1 — 11X — 2X2 — 2X1 1. vinningur: 11 réttir — 313.500.00 kr. nr. 49409 2. vinningur: 10 réttir — 6.400.00 kr. nr. 8479 nr. 23644 nr. 36030+ nr. 60684 nr. 77420 + — 10827+ — 30644+ — 37938+ — 71601+ — 77424 + — 17562 — 33652 —37944+ — 72271+ — 79839 — 20692+ — 35513+ — 37945+ —.72430+ — 85331 + + nafnlaus Kærufrestur er til 26. feb. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöð fást hjá umboösmönnum og aöalskrifstof- unni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur veröa teknar til greina. Vinningar fyrir 5. leikviku verða pöst- lagðir eftir 27. feb. ílandhafar nafnlausra seöla verða að framvfsa stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilis- fang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — tþróttamiöstöðin — REYKJAVIK Batnandi vöru skiptajöfnuður Innflutningur jókst um 1 miljarð króna en útflutningur um 3l/2 miljarð frá 1971 til 1972 Útflutningur jókst úr 13,2 i 16,7 miljarða króna frá 1971 til 1972, og inn- flutningurinn úr 19,4 i 20,4 miljarða á sömu ár- um. Vöruskipta- jöfnuðurinn er þvi miklu minna óhagstæður 1972 en var árið áður. Þetta kemur fram i bráða- birgðayfirliti yfir utanrikis- verzlun sl., árs sem borizt hefur frá Hagstofu. Vöruskipta- jöfnuðurinn var samkvæmt þvi óhagstæður um 3,7 miljarða króna á liðnu ári, en hafði verið óhagstæður um 6,2 miljarða 1971. Útflutningur frá álbræðslunni hafði verið óverulegur 1971 eða fyrir aðeins 900 miljarða króna sökum markaðstregðu og verð- falls á álmörkuðum. A næstliðnu ári var hins vegar flutt út frá Straumsvik fyrir 2,7 miljarða króna. Innflutningur flugvéla var að verðmæti 10 sinnum minni 1972 en 1971, en skipa hins vegar 40% meiri. A yfirlitinu er getið um eftir- farandi sérgreindan innflutning 1972: Skip fyrir 960 miljónir kr., flugvélar 160 milj. kr., til Búr- fellsvirkjunar 140 milj. til álfélags 1,360 milj. kr. Frá Hafrannsóknastofnuninni: Hrygning þorsks er dreifð á stóru svæði Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson er nýkomið úr nær fjögurra vikna leiðangri, þar sem kannað var magn og útbreiðsla þorsks við Vesturland. Með rann- sóknum þessum er ætlunin að fylgjast með göngum fisks, einkum þorsks, til og frá hrygn- ingarsvæðunum sunnan og vestan lands á vetrarvertið með það fyrir augum að fá sem gleggsta mynd hvar meginhrygningin eigi sér stað og árangur hennar. Sam- fara þessu fara og fram umfangs- miklar athuganir á ástandi sjávar. Leiðangursstjóri i þessari ferð var dr. Sigfús A. Schopka fiskifræðingur, en auk þess var Sólmundur Einarsson fiskifræð- ingur með i förum, en hann ann- aðist rannsóknir á æti. Hitastig sjávar fyrir Suðvestur- og Vesturlandi er nú tiltölulega hátt eins og um sama Ieyti i fyrra. Vott af þorski var að finna á nær öllu athugunarsvæðinu en viðast hvar var hann mjög dreifður, aðeins fáeinir fiskar i hverju klukkustundarhali. Mest fékkst af þorski á mörkum hlýja sjávarins út af Norðvesturlandi (Hali — Þveráll), um 2 tonn i klukku- stundarhali. Þarna við mörkin var einnig mest um æti, bæði ókynþroska og kynþroska loöna. 10 miljónir frá Alusuisse Framkvæmdastjórn Alusuisse hefur tilkynnt iðnaðarráðu- neytinu að fyrirtækið muni veita 10 miljónir króna til hjálpar ibú- um Heimaeyjar. Fyrirlestur Væntanlegur er hingað til lands danskur kennari, Egon Schmith að nafni, til fyrirlestrahalds um sýnitækni eða notkun kennslu- tækja i skólum. Hann kemur hingaö i boði Fræðslumyndasafns rikisins og Fræðsluskrifstofu Reykjavikur og mun flytja hér tvo fyrirlestra i Hagaskóla. Þriðjudaginn 13. febrúar kl. 20.00 flytur hann fyrri fyrirlestur- inn, sem hann nefnir „Skolen og de levende billeder i dag og i morgen”. Og fimmtudaginn 15. febrúar kl. 20.00 flytur hann siðari fyrirlesturinn, sem hann nefnir „Media i skolen”. Fyrirlestrar þessir eru fyrst og fremstætlaðir kennurum, en ann- að áhugafólk er velkomið meðan húsrúm leyfir. Meginhluti þorsksins á þessu svæði var ókynþroska, sérstak- lega á Þverálssvæðinu, þar sem aðeins 1% þorksins var kynþroska, aðaluppistaða aflans var 2-3 ára óvinnsluhæfur smá- þorskur. Þorskurinn á Halanum var nokkuð vænni og nær þriðj- ungur hans kynþroska. Helzt var hrygningar- eða vertiðarþorsk að finna þar sem botnhiti sjávar var 5°C eða meira, þ.e. á svæði sem liggur frá Djúpáí suður um Vikurál, Látragrunn og út af Faxaflóa, en hitastig við ströndina er að venju lægra á þessum árstima. Magn hrygn- ingarþorsksins var þó viðast hvar mjög litið en dreift yfir tiltölulega viðáttumikið svæði, mest við Vikurál um 700 kg á togtima en yfirleitt aðeins nokkrir fiskar á togtima. f þvi skyni að afla upplýsinga um gönguþorsk frá Austur-Græn- landi var einnig haldið á Dohrn- banka til fiskmerkinga. Þar afl- aðist sæmilega af þorski 0.5-1.5 tonn/klst , meirihlutinn af þvi var kynþroska þorskur. Ef að venju lætur mun eitthvað af þorski frá Austur-Grænlandi ganga á tslandsmið i vetur en ekki er von á neinum stórgöngum. Þar sem hlýindi eru nú tiltölulega mikil i sjónum munu að óbreyttu ástandi verða viða hrygningarskilyrði fyrir þorskinn, þegar hlýnar við ströndina, og má búast við að hrygning verði eins og i fyrra dreifð á stórt svæði. Varðandi þessar rannsóknir sem nefndar eru á vertiðarrann- sóknir eru einnig fyrirhugaðar athuganir á framleiðni sjávar og þörungamagni. Vertiðarrann- sóknunum verður stöðugt haldiö áfram út vertfðina og fer rann- sóknaskipið Hafþór i dag til athugunará suðvesturlandssvæð- inu og frekari rannsóknum við Vesturland. Leiðangursstjóri verður dr. Gunnar Jónsson fiski- fræðingur. HORN í SÍÐU Til söguberans mikilsmetna Sólnes! Jæja Jón ! Nú átt þú leikinn. Jóhannes Nordal, seðla- bankastjóri, lét þau orö falla i útvarpinu á miðvikudags- kvöldið, að sögusagnir væru á lofti um að íslendingar eigi stórfé á erlendum bönkum. Seðlabankinn og bankakerfið gætu ekkert gert i þvi að sanna eða afsanna hvort svo væri, heldur væri það hlutverk sögumanns, eða manna. Og hver er svo sögu- maðurinn? Það ert þú, kæri Jón, úti- bússtjóri eins rikisbanka norður á Akureyri og frægur lánsali til brugghúss Norð- lendinga frá horfinni tið. Það varst þú sem komst þessum sögum af stað i kosningarbaráttunni, þegar þingmannafóstrið, sem þú gengur með i kviðnum, fór aö sparka þig innan við siöustu kosnihgar. Reyndar fékkstu að spjara þig á þingi um stuttan tima fyrir jólin. Þá gafstu stjórn- völdum enga skýrslu um islenzka gróssera erlendis, en lagðir þess i stað fram þings- ályktunartillögu, sem lands- menn skemmtu sér yfir i skammdeginu, en vert væri að gleyma, þvi hún hefur þegar þjónað þeim tilgangi að stytta mönnum stundir, þó til annars hefði hún reyndar verið lögð fram. En gleymum þvi. En seðlabankast jórinn hefur nú lýst þig sögumann, sem beri að fræða þjóðina um peningaeign landsmanna i út- löndum. Ekki skal þvi trúað upp á þig, svona háttsettan mann, að þú látir lengi ganga á eftir þér til þessara upp- ljóstrana, þvi vafalitið gerir þú þér ljóst hvað- afleiðingar það gæti haft i för með sér fyrir þig, bæði sem embættis- mann og mann. Svo ekki sé nú talað um fóstrið, — þú veizt hvað’ég meina. Þvi hverjar væru framtiðar- horfurnar, ef þjóðin tryði þvi, að þú værir aðeins venjulegur maður, útberi ómerkilegra sögusagna, af kyni Gróu gömlu frá Leiti? Það væri ekki gæfulegar horfur ef svo færi, Jón minn. Það er bara um eitt að velja. Og vertu nú snar. Kveðja —úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.