Þjóðviljinn - 09.02.1973, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.02.1973, Blaðsíða 5
Föstudagur 9. febrúar 1973 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 5 Klakahöllin Nágustur kalda striðsins berst okkur úr Klakahöllinni við Aðal- stræti. Sjaldan er ástæða til að svara örvæntingarfullum skrifum manna sem hafa orðið andlega úti á timabili þvi er kennt er við kalt strið. En- þegar kaldastriðs- áróðurinn er borinn uppi af jafn siðlausu persónuniði og i grein Kristjáns Albertssonar um Kristin E. Andrésson i Mbl. þ.l. febrúar s.l., er ástæðulaust að þegja, enda kristallast óvenju- glöggt i skrifum Kristjáns þeir þættir kaldastriðsáróðursmanna, sem nauðsynlegt er að vara við, hvar og hvenær sem þeir birtast. Það má minna á það hér, að skrif af svipuðum toga birtust i Reykjavikurbréfi Mbl. fyrir rúmu ári. Þrautalending slikra skriffinna er að stimpla andstæðinginn landráðamann. Af fullkomnu blygðunarleysi og siðleysi full- yrðir Kristján Albertsson, að Kristinn E. Andrésson sé lendur maður Moskvuvaldsins, sem reki erindi þess hér á landi, og nægir Kristjáni ekki minna en leita hlið- stæðu aftur til stjórnartiðar Hákonar gamla, til þess að finna Kristni Andréssyni stað i islenzku stjórnmálalifi. Nú skyldu menn ætla, að þeir sem telja sig bera lýðræði og mannréttindi fyrir brjósti, fyndu hjá sér þörf til að finna slikum grófyrðum stað. En hér er aldeilis engu sliku til að dreifa. Þvi er einmitt öfugt farið. Það eina, sem virðist eiga að renna stoðum undir svo alvarleg- ar ásakanir, er það, að Kristján Albertsson segist hafa fyrir satt (en er þó ekki alveg viss) að Kristni Andréssyni hafi hlotnazt orða i Rússlandi. Nú er mér ekki kunnugt um það fremur en Kristjáni Albertssyni, hvort Kristinn E. Andrésson hefur verið sæmdur orðu, en sé orðuveiting erlends rikis nægileg ástæða til landráðabrigzla á hendur þeim er þiggur, þá mega vist ýmsir fara að vara sig. En Kristján Albertsson telur enga skyldu hvila á sér til að sanna svo rætið nið um Kristin Andrésson. Svo siðblindir eru skriffinnar af þessu tagi, og brengluð réttlætiskenndin, að þeir gripa til aðferða, sem for- dæmanlegastar eru i einræðis- rikjum: Einstaklingurinn á að sanna sakleysi -sitt. Ella skal hann teljast sekur. 1 samræmi við þetta segir Kristján Albertsson orðrétt: ,,Hann getur leiðrétt, ef hér er skakt farið með eða ofmælt, og mun honum að sjálfsögðu heimilt rúm til þess i Morgunblaðinu.” Hofmannlega er boðið af hálfu Kristjáns og Morgunblaðsrit- stjóranna! Areiðanlegt er, að allur þorri Islendinga, hvar i flokki sem þeir standa, fordæmir það siðleysi sem birtist i niðskrifum Kristjáns Albertssonar um Kristin Andrésson. Kristinn E. Andrésson hefur lokið merku ævi- Eftir Svövu Jakobsdóttur, alþingis- mann starfi. Hér er ekki tóm til að rekja hin fjölþættu störf hans i þágu islenzkra bókmennta og menningarmála, en svo mikið er vist að gróska islenzkra bók- mennta á 4. og 5. tug þessarar aldar verður ekki greind frá ævi- starfi Kristins og seint gerð tæmandi úttekt á áhrifum hans. Þar stóð hann i fararbroddi, eld- heitur og markviss hvatningar- og forustumaður. Af persónuleg- um kynnum við Kristin og lestri bóka hans hrifst maður af hug- sjónum hans um reisn islenzkrar alþýðu og metnaði hans fyrir hönd islenzkrar menningar. 1 sömu grein ræðir Kristján Albertsson um skáldsögu mina „Leigjandann”. Ekki hirði ég um að eiga langar orðræður við hann um söguna, en læt mér nægja að lýsa undrun minni á þeim fárán- lega skilningi sem Kristján Albertsson leggur i söguna. Ég fullyrði, að enginn geti lagt þennan skilning i hana nema lesa i hana annað en þar er að finna. Það er leitt ef furður sögunnar hafa ært Kristján Albertsson svo að hann sjái ekki frá sér. Þó hygg ég að kalda striðið eigi þar meiri sök en ég. Svava Jakobsdóttir og Kristján Albertsson Alltaf uppselt til tunglsins Barnaleikurinn Ferðin til tunglsins verður sýndur i 10,skipti n.k. sunnu- dag og eru nú aðeins liðnar tæpar þrjár vikur frá frumsýningu leiksins. Mjög mikil aðsókn hefur verið að leiknum og uppselt á allar sýningar. Um næstu helgi verða þrjár sýningar á leiknum, ein á laugardag og tvær á sunnudag kl. 14 og kl. 17. Myndin er af börnunum Onnu Lisu og Pétri, en þau eru leikin af Hrafnhildi Guðmundsdóttur og Einari Þórðarsyni. SU KltF D§M[pOÐQQOuÐ OK Danska drottningin, móðir og eiginmaður senda gjafir Danski sendiherrann afhenti nýlega forseta Islands 50 þúsund danskar krónur frá Margréti Danadrottningu og Prins Henrik og 25 þúsund frá Ingiriði drottn- ingu, segir i fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Islands. I bréfum taka báðar drottn- ingarnar fram að það sé ósk þeirra að fjárupphæðir þessar verði notaðar til hjálpar þeim sem misst hafa hús sin og heimili i eldgosinu i Vestmannaeyjum. Forsetinn hefur afhent bæjar- stjóranum i Vestmannaeyjum Magnúsi H. Magnússyni og for- seta bæjarstjórnar Sigurgeiri Kristjánssyni þessar gjafir og falið þeim að verja þeim i sam- ræmi við óskir gefandanna. Iðjublaðið komið út Ot er komið „Iðjublaðið” blað Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri. I ritinu eru greinar eftir Jón Ingimarsson, formann Iðju, Katrinu Jðsefsdóttur, Hrefnu Svanlaugsdóttur auk margs konar efnis sem snertir réttarstöðu og starfsaðstöðu iðn- verkafólks. Blaðiðer 38siður. I ritnefnd eru Jón Ingimarsson, Margrét Emilsdóttir og Páll Ölafsson. Blaðið er prentað i Prentsmiðju Björns Jónssonar. Nýr appelsínu- safi á markaðinn hér Fyrirtækið Sól h.f. er nú að hefja áfyllingu og sölu á appelsinusafa undir merkinu „Tropicana”. Appelsinusafi þessi verður seldur i tæplega eins liters fernum og i 2ja litra fernum. Fernur þessar eru framieiddar af bandarisku fyrirtæki, en útlit þeirra hannaði auglýsingastofan Argus. Safinn kemur frá Flórida. Hér er um að ræða hreinan appelsinu- safa; hann er fluttur inn djúp- frystur i 200 kg tunnum. Verð á litra er 85 kr. Myndin er af fernunum. Menningar- og fræðslusamband alþýou F ræðsluhópar Fræðsluhópar MFA taka til starfa 20. febrúar n.k. Hver hópur kemur saman einu sinni i viku — sex sinnum alls. Starfið fer fram i fræðslusal MFA, Laugavegi 18, III. hæð — og hefst kl. 20.30 hvert kvöld. HÓPUR I. Fjármál og bókhald verkalýðsfélaga. Leiðbeinandi Þórir Danielsson, framkv.stj. Verkamannasambands íslands. Hefst þriðjudaginn 20. febrúar. HÓPUIt II. Bókmenntir siðustu ára. Leiðbeinandi Heimir Pálsson, menntaskólakennari. Hefst miövikudaginn 21. febrúar. HÓPUR III. Ræðuflutningur og fundastörf: Leiðbeinandi Baldur Öskarsson, fræðslustjóri MFA. Hefst fimmtudaginn 22. febrúar. IIÓPUR IV. Hlutverk og starf verkalýðshreyfingarinnar. Eftirtaldir fyrirlesarar koma fram: Björn Jónsson, forseti ASt, Einar Olgcirsson, fyrrv. alþm., Snorri Jónsson, varaforseti ASÍ, Ólafur Hannibalsson, skrifstofustj. ASt, og Helgi Guðmundsson, trésmiður. Hefst mánudaginn 26. fcbrúar. MFA Auglýsingasíminn er 17500 VOÐVIIJINN HÓPUR V. Myndlist. Leiðbeinandi Hjörleifur Sigurðsson, forstöðum. Listasafns ASÍ. Hefst fimmtudaginn 1. marz. Tilkynnið þátttöku á skrifstofu MFA, Laugavegi 18, simi 26425, fyrir mánudagskvöld 19. febrúar. — Þátttökugjald kr. 300.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.