Þjóðviljinn - 09.02.1973, Side 15

Þjóðviljinn - 09.02.1973, Side 15
Föstudagur 9. febrúar 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Kaffikvöld og rabbfundur Félags einstæðra foreldra FÉLAG einstæðra foreldra heldur kaffikvöld og rabbfund að Hallveigarstöðum föstudags- kvöldið 9. febrúar frá kl. 21. Verða þar á boðstólum gómsætar veitingar, sem félagsmenn hafa séð um, og seldar við vægu verði. Sérfræðingur um tryggingarmál og félagsráðgjafi koma á kaffi- kvöldið og spjalla við gesti. Stjórn félagsins hvetur til að félagar mæti vel og taki með sér gesti. Bent er á, að einstæðir foreldrar úr Vestmannaeyjumeru sérstaklega hvattir til að koma á fundinn. Skólabörn Framhald af bls. 3. Egilsstöðum, Garðaherppi, Garð- inum, Grundarfirði, Húsavik, Ketilsstöðum Mýrdal, Klepp- járnsreykjum, Laugarvatni, Nes- kaupstaö, Ólafsfirði Patreksfirði, Reykholti, Reykja- nesskóla, Skagaströnd, Stokks- eyri og Þverárskóla, Húnavatns- sýslu. 48 fastir kennarar störfuðu við skólana i Eyjum og hafa sumir flutzt með stærstu hópum nem- enda sinna eins og td. gagnfræða- skólakennararnir, sem nú starfa i Reykjavik og 4 barnaskólakenn- aranna kenna Vestmannaeyja- börnum i Hveragerði. Þá var við skólana 41 stundakennari. Hafa kennarar úr Eyjum verið menntamálaráðuneytinu hjálp- legir við að ná til nemenda, við skráningu þeirra og fl. og munu viðbúnir að veita hvers konar að- stoð i þessum málum. Er gert ráð fyrir, að einna verst komi röskun- in á skólagöngu sér fyrir þá nem- endur sem ganga þurfa undir samræmd próf i vor, eins og gagnfræðapróf og landspróf, og verða gerðar ráðstafanir til að hjálpa þeim að ná upp þessum tapaða tima. — vh Hraunrennsli Framhald af bls. 1. hraunstraumurinn á hraðri hreyfingu til norðurs og norðaust- urs. Litil hreyfing var hins vegar á hraunstraumnum til vesturs, og hafði hraunkanturinn, sem liggur frá þurrkhúsinu að höfninni, litið breytzt frá i gærmorgun, en þá skreið hann fram um eina 30 metra á timabilinu frá kl. 4—7,30 árd. Jafnframt hafði þessi kantur breikkað og hefur hraungrýtið nú lagzt upp að norðurvegg þurrk- hússins, sem Þjóðviljinn birti mynd af i gær. önnur hrauntunga náði sér fram i krikanum austan við eystri varnargarðinn, sem ýtt hefur verið upp, og leitar nú vest- ur meðfram eldri hraunjaðrinum og var i gærkvöld komin rétt vest- ur fyrir enda varnargarðsins. Var verið að reyna að dæla vatni þarna til kælingar á hraun- inu og sagði Páll, að það virtist gefa góða raun, gæti kælt efra borðið á hrauninu þannig að það storknaði fljótar og veitti vissa viðstöðu. Atti að reyna að auka vatnið siðar um kvöldið. Jafn- framt voru jarðýtur við að ryðja upp varnargarði hornrétt i vestur frá enda eystri varnargarðsins. Hraunstraumurinn, sem renn- ur i átt til Yztakletts er talsvert breiður, sagði Páll, um 500 metra i gærkvöld, gizkaði hann á, og alltaf að breikka. Fyrr i gærdag var hann um 200 metra breiður og myndaðist þá vik þarna um tima, sem siðan fylltist. Gosið var litiðbreytt i fyrrinótt, en um tiuleytið i gærmorgun varð mikið öskugos og þar sem vindur lá þá yfir bæinn rigndi vikrinum og bættist við um 15 cm lag, sagði Páll. Samkvæmt fréttum almanna- varnanefndar i Vestmannaeyjum hafa búslóðaflutningar haldið áfram með flugvélum og hafa gámar, sem fylltir höfðu verið, nú verið tæmdir og innihald sent flugleiðis. Björgunarsveitir, sem nú eru aðallega skipaðar her- mönnum, hafa haldið áfram mokstri af þökum. Verið er að byggja upp viðhalds- og eftirlits- sveitir sem starfa munu að eftir- liti með oliukyndingum, rafkerf- um húsa og annari vörn gegn skemmdum á húsum. Skortur er á kunnugum mönnum i þessi störf. Lögreglan hefur sinnt sömu störfum og áður, nema nú hafa oliufélögin tekið við oliudreifing- unni. Eitt útkall var hjá slökkvi- liðinu vegna ikveikju frá oliu- kynditæki og var þar slökkt fljót- lega. Siglingaleið til Vestmannaeyja- hafnar er enn fær, en lokuð af öryggisástæðum. —vh 200 rnilur Framhald af bls. 1. Sú stefna sem Edward Kennedy hefur þannig gerzt talsmaður fyrir er sama stefnan og sú sem islenzka rikisstjórnin hefur fylgt i landhelgismálum, og hljóta Islendingar að fagna þvi að hafa nú eignazt marga áhrifamikla stuðningsmenn á Banda- rikjaþingi. Dollarinn a heljar þröminni Frankfurt 8/2 — Dollara- straumurinn til Vestur-Þýzka- lands náði nýju hámarki i dag. Vesturþýzki seðlabankinn sá sig tilneyddan að kaupa 1,5—1,7 miljarða doilara til þess að reyna að forðast nýtt verðfall hins bandariska gjaldmiðils. Frá Tokió berast svo þær fréttir, að efnahagssérfræðingar Nixons séu farnir að reyna að koma þvi til leiðar, að japanska stjórnin hækki japanska gjaldmiðilinn til þess að forða dollaranum frá fallL STEINÞÓR GUÐMUNDSSON KENNARI varð bráðkvaddur á heimili sinu Hjaröarhaga 26 fimmtudaginn 8. febrúar. Börn, tengdabörn og barnabörn. Nýir skemmtikraftar á Loftleiðum í g*r , fimmtudaginn 8. febrúar, byrjuöu nýir skemmtikraftar á Hótel Loftleiöum. Þetta er franska pariö Henrico og Baby Carabieans, sem eru eyjabúar eins og við, þótt loftsiagiö sé ef tii vill eitthvað annaö, þvi þau koma frá frönsku eyjunni Martinique i Karabiska hafinu. EBE-samningarnir lagðir fyrir Alþingi Iðnrekendur Framhald af bls. 4. Halldórsson og Frimann Jónsson hjá Isaga, Jakobina Jóhannesdóttir og Egill Sigurðsson, Sigriður Jónsdóttir og Jóhanna Hannesdóttir hjá Ála- fossi, Steinunn Sigurðardóttir hjá Opal, Friðrik Danielsson, Hjalti Gunnarsson, Ingibjörg Jónsdóttir hjá Frigg, Sigurður Haraldsson, Kjartan Jónsson, Jón Oddsson og Jón Sigurðsson hjá Vélsmiðjunni Héðni, Olafur Hjartarson og Guð- laug Pétursdóttir hjá Kaffibætis- verksmiðju O. Johnson og Kaaber, Guðjón Guðjónsson, Jón Hafliðason og Andreas Bergmann hjá Völundi, Ólafur Dagfinnsson hjá Efnagerð Reykjavikur, Guðmundur Kr. Halldórsson, Jón Björnsson, Erlendur Jóhannsson, Þórólfur Beck, Guðjón 0. Guð- mundsson, Gunnar Eliasson hjá Kristjáni Siggeirssyni, Björn Bjarnason starfsmaður Iðju og Asgeir Matthiasson hjá Glófaxa. Hér er um að ræða alls 50 starfsmenn, þar af eru 13 konur, sem unnið hafa i iðnaði 40 ár eða lengur. Berklavörn Félagsvist og dans i Lindarbæ föstudag 9. febr. kl. 20,‘30. Fjölmennið stundvfslega. Skemmtinefndin. Kvenfélag Óháða safnaðarins. Eftir messu kl. 2,00 n.k. sunnudag, verður félagsfund- ur i Kirkjubæ. Kaffiveitingar. I gær var lögð fram á þingi þingsályktunartillaga um heimild til fullgildingar á samningum islands við Efnahagsbandalag Evrópu og við Kola- og Stálbanda- lag Evrópu og enn fremur um samþykkt á breyting- um á stofnsamningi Frí- verzlunarsamtaka Evrópu. Með tillögu þessari er farið fram á heimiid Alþingis til þess að fullgilda samninga Islands og EBE annars vegar og íslands Kola- og Stálbandalags Evrópu hins vegar, en þeir voru undirrit- aðir 22. júli siðastliðinn. Þetta er nauðsynlegt vegna þeirra skuld- bindinga, sem i samningnum fel- ast, um lækkun og afnám tolla á innflutningi frá Efnahagsbanda- laginu. Samkvæmt samningnum geta tollalækkanir hafizt 1. april 1973, svo fremi samningurinn hafi hlotiö fullgildingu fyrir 1. marz. Breytingarnar á stofnsamningi Friverzlunarbandalagsins (EFTA) leiða af úrsögn Breta og Dana úr samtökunum. A vegum EFTA hefur verið gert bráða- birgðasamkomulag, sem gerir ráð fyrir, aö friverzlun sú, er var i gildi fyrir áramót milli núverandi EFTA-landa og Bretlands og Danmerkur, skuli að mestu hald- ast óbreytt iyrstu þrjá mánuði yfirstandandi árs. W ÚTBOÐ w Tilboð óskast um sölu á 4200—7000 tonnum af fljótandi asfalti og/eða flutningi á as- fajtinu fyrir Malbikunarstöð Reykjavik- urborgar Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri. Tilboð verða opnuð á sama stað miðviku- daginn 7. marz n.k. kl. 11.000. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frílcirkjuv*qi 3 — Sími 2S800 HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Á mánudag verður dregið í 2. flokki 4.000, vinningar að fjárhæð 25.920.000 krónur. í dag er siðasti endurnýjunardagurinn. Happdrættí Háskóia tslands 2.flokkur 4 á 1.000.000 kr... 4.000.000 kr. 4 á 200.000 kr... 800.000 kr. 160 á 10.000 kr... 1.600.000 kr. 3.824 á 5.000 kr... 19.120.000 kr. Aukavinningar: 8 á 50.000 kr... 400.000 kr. 4.000 25.920.000 kr.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.