Þjóðviljinn - 09.02.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.02.1973, Blaðsíða 1
Edward Kennedy og fleiri á Bandaríkjaþingi taka undir með okkur: Steinþór Guðmunds- son látinn Steinþór Guðmundsson, fyrrverandi kennari og einn af forystumönnum islenzkra sósialista um langt árabil, andaðist i Reykjavik i gær 82ja ára að aldri. Steinþór var fæddur 1. des. 1890 að Holti i Ketildölum i Arnarfirði. Hann lauk guð- fræöiprófi frá Háskóla Islands árið 1917. Hann var skólastjóri barnaskólans á Akureyri 1918—1929, en stundaði siöan lengst af kennslustörf i Reykjavik. Kona Steinþórs var Ingi- björg Benediktsdóttir, en hún lézt áriö 1953. Börn þeirra eru fjögur. Steinþór gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir stjórn- málahreyfingu islenzkra sósialista. Meðal annars átti hann sæti i bæjarstjórn Akur- eyrar i 4 ár og i bæjarstjórn Reykjavikur i 8 ár, 1942—1950. Hann átti sæti i miðstjórn Sameiningarflokks alþýöu — Sósialistaflokksins frá stofnun hans 1938—1962, og var vara- formaður flokksins i 5 ár, 1952—1957. Steinþór var einn af brautryðjendum sósialisks stjórnmálastarfs á Islandi og vann hreyfingunni allt sem hann mátti unz heilsan þraut. Fáum mönnum á Þjóðvilj- inn meira að þakka en Steinþóri Guðmundssyni. Við vottum aðstandendum Stein- þórs einlæga samúð vegna andláts hans. Þjóðviljinn mun minnast hans nánar siðar. Frétt um skólastarf Vestmannaeyinga Sjá 3 Myndin cr tekin i Laugalækjarskóla af cinum bekk úr Vestmannaeyjum. Samhjálpin ríkir þar ein Á opnu Þjóöviljans i dag eru myndir og grein er lýsir einum degi í Vestmannaeyjum. Ber greinin heitið „Samhjálpin rikir þar ein”, eftir Guðgeir Magnússon, blaðamann. Hér að ofan er mynd af um- ferðarskilti nálægt barnavelli I kaupstaðnum. Sýnir hún hvað vikurlagið er þykkt á þessum slóðum. Lengist um 50 metra á þrem tímum — Straumurinn til vesturs 30 metrum lengri — Reynt að dœla vatni Mikið hraunrennsli var frá gosstöðvunum í sjóinn í norður- og norðaustanátt síðdegis i gær, og færðist hraunjaðarinn fram í átt til Yztakletts um 50 metra á tímabilinu frá kl. 4 til hálf- átta, og var þá bilið ekki orðið nema tæpir 250 metr- ar. I gærmorgun þokaðist vesturtunga hraunsins fram um 30 metra og á nú eftirtæpa90 m i syðri hafn- argarðinn, en önnur hraun- tunga leitar vestur með- fram þessarbog var i gær- kvöld reynt að dæla á hana vatni til kælingar. Þegar Þjóðviljinn náði tali af, Páli Zóphoniassyni bæjarverk ingi rétt fyrir kl. 8 i gærkvöld var hann nýbúinn að fá gegnum tal- stöð nýjustu mælingar frá varö- skipinu Öðni, og reiknaðist mæl ingamönnum svo til, aö jaðar hraunrennslisins til noröurs og noröausturs væri þá tæpum 250 metrum frá Yztakletti, en kl. 4 sd. hafði f jarlægöin verið 300 metrar, en um 200 m i Heimaklett. Var Frh. á bls. 15 Aukinn yfirgangur veiðiþiófanna BRETAR SENDA ENN EESN DRÁTTARBÁT LONDON 8/2 Tilkynnt var f dag, að brezka ríkisstjórnin hefði ákveðið að senda einn dráttarbát til viðbótar til þess að vernda veiðiþjófn- að brezkra togara i ís- lenzkri landhelgi. Talsmaður landbúnaðar- og fiskveiðaráðuneytisins sagði, að ráðuneytið hefði leigt dráttarbát- inn „Engilishman” og að farkost- ur þessi ætti að leggja af stað úr brezkri höfn snemma i næstu viku. Brezka stjórnin sendi dráttar- bátinn „Statesman” frá Liberiu til tslandsmiða i sömu erinda- gerðum I siðasta mánuði. En ekki hefur Bretum þótt nóg að gert, þvi að nú er annar sendur i viðbót til að reyna að tryggja brezkum togurum næði til veiðiráns og til að reyna að trufla löggæzlu is- lenzkra varðskipa innan fisk- veiöilögsögunnar. Einhliða útfærsla í 200 mílur er lausnin I gærspurðist á Islandi að fram hefði komið í þingi Bandarikjanna tillaga frá 24 eða 26 bandarískum þingmönnum um að Bandarikin færðu út land- helgi sína í 200 milur úr 12. Þjóðviljanum tókst í gær að hafa samband við Frank Grice, fiskimálastjóra Massachusetts-fylkis, og sagði hann að ekki hefði komið fram um þetta sér- stök tillaga eða frumvarp á Bandarikjaþingi. Hins vegar hefði Edward Kennedy látið þess getið í greinargerð fyrir laga- frumvörpum um fiskimál á Nýja -Englandi að lausnin á vandamálum þessara ríkja væri einhliða útfærsla bandarísku landhelginnar í 200 mílur Edward Kennedy er öldungar- deildarþingmaður fyrir Massachusetts>og er hann fyrsti flutningsmaður frumvarpanna i öldungadeildinni. Máliö kom einnig fyrir i fulltrúadeildinni, þ.e. um aðgerðir til þess að bæta aðstöðu sjávarútvegsins i ríkjun- um 6 i Nýja-Englandi. Fyrsti flutningsmaður i fulltrúadeildinni er O’Neill, en hann ér aðaltals- maður meirihlutaflokksins i deildinni, Demókrataflokksins. Þeir þingmenn sem auk nefndra eru flutningsmenn frumvarpanna eru frá mörgum rikjum m.a. frá Vesturströndinni, frá Washing- tonriki og frá Missisippi, svo eitthvað sé nefnt. I fulltrúadeildinni er um að ræöa tillögu um aö deildin lýsi þvi yfir aö strandriki skulu hafa for- réttindi til að nýta fiskistofnana á iandgrunninu. Miðaö er við 200 metra til þess að ná til 400 metra dýptarlinu. Við spurðum Frank Grice hvernig honum þætti útlitið með framgang þessara tillagna. Hann sagði m.a. að sókn á fiskimiöin við Nýja-England hefði aukizt um 35% á siðasta ári frá árinu á undan. Astandiö væri þvi mjög alvarlegt og brýn nauösyn að- gerða. Hann minnti á að rikis- þingið i Massachusetts hefði i fyrra samþykkt samskonar lög, en þingið i Washington er úrslita- aðiiinn. Þá er búizt við að fleiri riki á Nýja-Englandi fylgi i kjöl- fariö og þannig höldum við áfram aö minna sifellt á baráttu okkar fyrir útfærslu landhelginnar. Og þessi aðferð er sýnilega farin að bera árangur, sagði fiskimála- stjórinn að siöustu. Frh. á bls. 15 Hraunið skríður í átt til Yztakletts

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.