Þjóðviljinn - 09.02.1973, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.02.1973, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. febrúar 1973 sjónvarp nœstu viku Sunnudagur 11. febrúar 1973___________ 17.00 Endurtekið efni.Það fer eftir veðri . Mynd frá Sameinuðu þjóðunum um athuganir á veðurfari og loftslagi, veðurspár, samvinnu veðurfræðinga viða um heim og sitt hvað fleira. Þýðandi og þulur Páll Bergþórsson. Aður á dagskrá 15. mai 1972. 17.30 Norræn sönglög.Eyvind Islandi syngur i sjónvarps- sal. Undirleikari Guðrún Kristinsdóttir. Aður á dag- skrá 17. september 1972. 17.45. Dr. Pap.Fræðslumynd um ævi og störf griska læknisins Papanicoleaus, sem frægur varð fyrir brautryðjandastörf sin að krabbameinsrannsóknum. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. Aður á dagskrá 25. april 1972. 18.00 Stundin okkar. Endur- sýndur verður barnasöng- leikurinn Litla Ljót eftir Hauk Agústsson. Söngstjóri er Stefán Þ. Jónsson, en hljómsveitarstjóri Magnús Ingimarsson. Þá verður haldið áfram spurninga- keppni skólanna. Að þessu sinni keppa nemendur úr barnaskólanum á Hvols- velli, Höfn i Hornafirði og Keflavik. Loks verður sýnd mynd úr sænska mynda- flokknum um „Fjóra félaga”. Umsjónarmenn Sigriður Margrét Guð- mundsdóttir og Hermann Ragnar Stefánsson. 18.50 Enska knattspyrnan. 19.40 lllé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Brekkukotsannáll.Kvik- mynd, gerð eftir sam- nefndri skáldsögu Halld. Laxness. Fyrri hluti. Hand- rit og leikstjórn Rolf Hádrich. Textaleikstjórn á islenzku Sveinn Einarsson. Persónur og leikendur: Garðar Hólm , Jón Laxdal Afinn , Þorsteinn ö. Stephensen. Amman , Regina Þórðardóttir. Kristin frænka , Þóra Borg. Gúðmundsen kaupmaður , Róbert Arnfinnsson. Fröken Gúðmundsen, Sigriður G. Bragadóttir. Alfgrimur , Þorgils N. Þorvarðarson. Kona úr Landbroti , Briet Héðinsdóttir. Séra Jóhann , Brynjólfur Jóhannesson. Eftirlitsmaðurinn , Arni Tryggvason. Kafteinn Hogensen , Sveinn Halldórsson. Madonna , Ingibjörg Jóhannsdóttir. Móþjófur , Helgi Skúlason. Þórður skirari , Jón Aðils. O. fl. Tónlist Leifur Þórarinsson. Myndataka W.P. Hassenstein. Leik- myndir Björn Björnsson. Myndin er gerð i sam- einingu af-norður-þýzka sjónvarpinu, islenzka sjón- varpinu, danska sjón- varpinu, norska sjón- varpinu, sænska sjón- varpinu. Siðari hluti -kvik- myndarinnar verður sýndur sunnudaginn 18. febrúar n.k. 21.30. Kvöld I TIvolLDagskra, sem danska, norska og sænska sjónvarpið gerðu i sameiningu um stærsta skemmtigarð á Norður- löndum, Tivoli i Kaup- mannahöfn. Fariö er um staðinn, fylgzt með skemmtiatriöum, rabbað við gesti, og rifjaðar upp minningar úr sögu skemmtigarðsins. (Nordvision — Danska sjónvarpið) Þýðandi Jón. O. Edwald. 23.10 Að kvöldi dags. Sr. Grimur Grimsson flytur hugvekju. 23.20 Dagskrárlok. Mánudagur 12.febrúar1973 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar, 20.30 „Mainly Magnús”.Þátt- ur, sem Magnús Magnús- son, sjónvarpsmaður i Skot- landi, geröi hér á landi fyrir skömmu. Farið er um land- ið og brugðið upp myndum frá ýmsum stöðum. Fjallaö er um gosið i Vestmanna- eyjum og rætt við Is- lendinga og Skota, búsetta hér. Einnig syngja Fóst- bræður og Kristinn Hallsson og félagar úr Þjóðdansa- félagi Reykjavikur sýna þjóðdansa. (tslenzka sjón- varpið og BBC i Skotlandi) Þýöandi Jón O. Edwald. 21.20 Sólsetursljóð. Fram- haldsmyndaflokkur frá BBC. Ljóðið, 6. þáttur, sögulok. Þýðandi Silja Aðal- steinsdóttir. Efni 5. þáttar: Kristin og Ewan eignast son haustið 1914. Fréttir berast um styrjöld suður á megin- landinu. Nokkrir Kinraddie- búar gerast sjálfboðaliðar i hernum og brátt kemur al- menn herkvaðning. Langi Rob þverskallast við boðum yfirvaldanna og er settur i fangelsi. Ewan sleppur við herkvaðningu, þar eð hann yrkir sitt eigið land, en brátt stenzt hann ekki mátið og lætur skrá sig. 22.05 Daglegt lif í Sovétrikjun- um II. Hér greinir enn frá lifskjörum og venjum Sovétborgara og er i þess- um þætti einkum lýst að- búnaði og uppeldi yngstu kynslóðarinnar. Þýðendur Katrin Jónsdóttir og Jó- hanna Jóhannsdóttir. Þulur Karl Guðmundsson. (Nord- vision — Sænska sjónvarp- ið) 22.55 Dagskrárlok. Þriðjudagur 13.febrúar1973 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Ashton-f jölskyldan. Brezkur framhaldsmynda- flokkur. 40. þáttur. Treystu mér. Þýðandi Heba Július- dóttir. Efni 39. þáttar: Shefton Briggs tekur sér fri frá störfum. Þegar hann kemur heim, er i fylgd með honum kona, sem greinilega hefur fullan hug á að verða frú Briggs. Ættingjum hans lizt miðlungi vel á gripinn, en láta þó kyrrt liggja. t garðveizlu sem væntanleg tengdamóðir P’redu heldur hittir þessi nýja vinkona Sheftons mág hans, Edwin, og sýnir honum meiri áhuga en Shefton þykir heppilegt. Hann sendir konuna á brott og er hinn ánægðasti með lok mála. 21.20 Rányrkja — friðun. Umræðuþáttur i sjónvarps- sal um nauðsyn á friðun fiskstofna hér við land. Umræðum stýrir Eggert Jónsson, hagfræðingur. Lúðvik Jósepsson sjávarút- vegsráðherra tekur þátt i umræðum. 22.00 Eskimóar.Mynd um lifs- baráttu grænlenzku þjóðar- innar og fugla- og dýralif á Grænlandi. Þýðandi og þul- ur Höskuldur Þráinsson. (Nordvision — Sænska sjón- varpið) 22.50 Dagskrárlok. Miðvikudagur 14.febrúar 1973 18.00 Jakuxinn, Bandarisk myndasaga fyrir börn. Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdótt- ir. Þulur Andrés Indriðason. 18.10 Maggi nærsýni.Teikni- myndir. Þýðandi Garðar Cortes. 18.25 Einnu sinni var...Gömul og fræg ævintýri færð i leik- búning. Þulur Borgar Garðarsson. 18.50 Hié. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Þotufólk. Bandariskur gamanmyndaflokkur. Þýð- andi Jón Thor Haraldsson. 20.55 Ert þú næstur? Tvéir stuttir þættir um framúr- akstur og ýmsar hættur, sem vegfarendur þurfa að varast. Umsjónarmaður Guðbjartur Gunnarsson. 21.05 Kloss höfuðsmaður, Pólskur njósnamyndaflokk- ur „Eikilaufsáætlunin”, Þýðandi Þrándur Thorodd- sen. 22.00 Að tjalda þvi, sem til er. Fjórir öryrkjar, tveir lamaðir menn og einn blind- ur,-og kona með raddbanda- lömun, segja frá fyrstu við- brögðum sinum við sjúk- leikanum og liðan sinni nú, eftir að þau hafa aðlagað sig þessum annmörkum. Þýð- andi Jón O. Edwald. (Nord- vision — Danska sjónvarp- ið) Föstudagur 16. febrúar 20. Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Karlar i krapinu. Bandariskur kúrekamynda- flokkur i léttum tón. A mannaveiðum. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.20 Sjónaukinn.Umræðu- og fréttaskýringaþáttur um innlend og erlend málefni. 22.05 Anne Murray II. Siðari þátturinn af tveimur, sem sænska sjónvarpið lét gera, þegar kanadiska söngkonan Anne Murray var á ferð i Sviþjóð i fyrra. Asamt henni koma fram i þættinum nokkrir kunnir, sænskir hljóðfæraleikarar. (Nordvision — Sænska sjón- varpið) Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 22.30 Dagskrárlok. Laugardagur 17. febrúar 17.00 Þýzka í sjónvarpi. Kennslumyndaflokkurinn GutenTag. 12 og 13. þáttur. 17.30 Skákkennsla. Kennari Friðrik ólafsson. 18.00 Þingvika. Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 18.30 tþróttir. M.a. mynd frá alþjóðlegri bikarkeppni kvenna á skiðum. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Hlé. 20. Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Hve glöð er vor æska. Brezkur gamanmynda- flokkur. Hundalif. Þýðandi Ellert Sigurbjönrsson. 20.50 Torea. Dansflokkur frá Tahiti, tvær stúlkur og tveir piltar sýna dansa frá heimalandi sinu. Hljóm- sveit Jóns Páls Bjarnasonar leikur og syngur ásamt söngkonunni Þuriði Sigurðardóttur. Upptakan var gerð i sal Loftleiða- hótelsins siðastliðið sumar. 21.10 Vaka. Dagskrá um bók- menntir og listir. Um- sjónarmenn Björn Th. Björnsson, Sigurður Sverrir Pálsson, Stefán Baldursson, Vésteinn Ólason og Þorkell Sigurbjörnsson. 22.00 Harðjaxlar. (The Proud Ones) Bandarisk kúreka- mynd frá árinu 1956, byggð á frásögn eftir Verne Athanas. Leikstjóri Robert D. Webb. Aðalhlutverk: Robert Ryan, Virginia Mayo og Jeffrey Hunter. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. Cass Silver, lögreglu- stjóri i Flat Rock fréttir, að erkióvinur hans, John Barret, sé kominn til bæjarins með lið sitt og byggist setja þar á stofn spilaviti. Lögreglustjórinn heldur þegar til fundar við aðkomumenn áveðinn að hindra fyrirætlanir þeirra, en unnusta hans letur hann fararinnar og biður hann að stofna sér ekki i slika hættu. 23.30 Dagskrárlok. r „Otti minn var á hjátrúarrökum einum reistur99 Hér fylgir lausleg þýð- ing á kafla úr bréfi, sem Halldór Laxness skrifaði Rolf Hadrick, aðalleik- stjóra og höfundi kvik- myndahandritsins að Brekkukotsannál, um síðustu áramót, þegar samsetning og frágang- ur kvikmyndarinnar var á lokastigi: Skáldsögur, er lýsa mannlifi á einni eyju úti i Atlantshafi, fara ekki um margra hendur á meginlandi Evrópu. Islenzkur róman kemur sjaldan fyrir augu þýzkra les- enda. Ef svo ber viö, er bók- inni sjaldnast auðið að vekja umtalsverðan áhuga. Þó finn- ast þar undantekningar. Var það ekki i Frankfurt fyrir tæp- um þrem árum, að fundum okkar bar saman fyrsta sinni og þér kváðust hafa lesið slik- an róman og tilviljun réð, aö það var Brekkukotsannáll eft- irHalldór iLaxness? Og þér bættuð við, að svo vel hefði yður hugnazt þetta brot mann- lifslýsingar úr Norður- Atlantshafi, að þér kynnuð fara til tslands og festa það á filmu til sjónvarpssýningar. Mér flaug fyrst i hug, hversu erfitt mundi verða að upp- troða með stóran hóp erlendra leikara og tæknimanna, ásamt tilþurfandi útbúnaði, til ís- lands að kvikmynda langa skáldsögu. En skjótt og þó þaulhugsaö svar yðar kom mér mjög á óvart: Þér kváðuzt ekki hafa ætlað yður að flytja erlenda leikara til tslands til að leika þar islenzkt fólk, heldur nýta þann mannafla, sem fyrir væri i landinu (og þá ekki Alfgrimur að leik i hlaö- varpanum i Brckkukoti endilega leikara) til hinnar fyrirhuguðu kvikmyndagerð- ar. Þér treystuð þvi, að inn- lendir menn gætu gefið per- sónum þessarar islenzku sögu það líf, er hæfði, frammi fyrir auga myndavélarinnar, og þann rétta og sanna svip á sjónvarpsskerminum. Fram að þvi haföi ég heyrt. að einungis i Suðurlönd- um væri hægt að taka fólk af götunni og láta það leika sem hverja aðra at- vinnumenn i kvikmyndum. Þeir kallast „vero” á itölsku eða „vrai” á frönsku. En ekki hafði ég talið okkur Norður- landabúa i hópi slikra skyndi- leikara. Til þess værum við of feimnir og hæggeðja. En þeg- ar ég nú sé, hversu vel yður tókst til með þetta „ekta” fólk á tslandi verð ég að játa, að ótti minn við vanhæfni óbreyttra Norðurlandabúa til að fremja slika list undirbún- ingslaust, var á hjátrúarrök- um einum reistur. Vitaskuld horfði ekki byr- lega fyrir yður framan af. Þér höfðuð aldrei þurft að leiða hugann að tslandi; þér höfðuð aldrei hitt Islending, utan hann Jón okkar Laxdal, sem löngu er orðinn rótgróinn leik- ari i Sviss; þér vissuð alls ekk- ert um islenzkar aðstæður, fyrir yður var tsland, eins og þér sögðuð i Frankfurt i þann tið, einungis hvitur blettur á kortinu. Það, sem þér ætluðust fyrir, var sköpun ævintýris i ókunnu landi. En herraguð, er það ekki byrjunin á hverju listaverki? Maður breytir viturlega, ef hann hripar fað- irvorið á pappirsbleðil og stingur i húfu sina, — eins og islenzki bóndinn, sem ætlaði yfir verstu umferðargötu i Sikagó — og kasta sér út i iðuna, væntir hins bezta, en er viðbúinn þvi versta. Sjálfs- traustið hefur opnað yður leið- ina, — trúin á þá andlegu orku, er innra býr. Þar, sem vilji til vandvirkni og sköpunargleði haldast i hendur, þarf ekki annað en áunninn aga lista- mannsins og skipuleg vinnu- brögð til að ljúka verkinu. 1 landi, sem yður var ókunnugt, i öðru andrúmslofti, við úr- vinnslu á framandlegu efni, hafandi hvorki skilið mál né hugsunarhátt samstarfs- manna, fyrr en i þvi lista- verkið varð til, sá ég yður standa við myndavélina og fylgja jafnvel i smæstu atrið- um texta sögunnar með föst- um tökum þess meistara, er vill sem listrænast endur- spegla mannlegt hugarfar, unz það eftir sitekningar var komið á filmu og tilreitt til sýningar. Það var hamingja min að fá notið þess að fylgjast með uppbyggingu þessarar ein- stæðu kvikmyndar og eiga, þó i óbeinu sé, þátt i, að hún varð til. Yðar einlægur Halldór Laxness

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.