Þjóðviljinn - 25.03.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.03.1973, Blaðsíða 1
ÞJOÐVHHNN Sunnudagur 25. marz 1973 — 38. árg. — 72. tbl. APOTEK í OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 7, | NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 2, SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3 SÍMI 40102 SENDIBILASTOÐIN Hf BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA Sérfræðingar brezka sjávarútvegsráðun. Spá sjálfir aflarýrnun i skýrslu frá brezka sjávarútvegsráðuneytinu um fiskveiðar Breta á undanförnum árum kemur fram, að þeir telja sig hafa veitt 159,3 þúsund tonn af fiski hér við land árið 1971. Þar af var þorskur 128,6 þúsund tonn. En í spá ráðu neytisins fyrir 1973 er að- eins reiknað með 102 þús- und tonna þorskafla að þvi tilskildu að íslandsmið séu þeim jafn frjálsog opin og löngum hefur verið. Skýrsla þessi er unnin af fiski- rannsóknarstöðinni i Lowestoft á Englandi sem heyrir undir land- búnaðar- og sjávarútvegsráðu- neytið brezka. Jafnframt þvi að birta upplýsingar yfir liðin ár, reynir stofnunin að spá um afla- brögð ársins 1973. Er þá hvað varðar tslandsmið ekki gert ráð fyrir neinum áhrifum af útfærslu landhelginnar heldur verði að- gangur að fiskimiðunum með sama hætti og verið hefur. Arið 1971 taldi stofnunin að Bretar hefðu veitt samtals 159,3 þúsund tonn á tslandsmiðum. Þar af var þorskur 128,6 þús. tonn og ýsa 6,3 tonn. Af þessu heildarafla- magni var hlutdeild frystitogara 9,7 þús. tonn, en að öðru leyti var hér um aö ræða afla þeirra gömlu og góðu togara sem veiða i is. Framhald á bls. 15. Er þetta kaupráns- stefna? Því hefur veriö haldiö fram æ ofan í æ í Morgun- blaðinu og fyIgírítí þess Alþýðublaðinu, að núver- andi ríkisstjórn haldi upp- kaupránsstefnu gagnvart launafólki i landinu. Þessu er haldið fram i trausti þess, að réttar upplýs- ingar komi ekki fyrir sjónir lesenda og menn taki stór- falsanir að lokum trúan- legar, séu þær endurteknar nógu oft. Síðustu dagana hefur þessi áróður hjáipar- kokka Jóhanns Hafstein og Gylfa Þ. Gíslasonar verið magnaður til hins ýtrasta. Þjóðviljinn vill þvi vekja sér- staka athygli á beinhörðum stað- reyndum þessa máls, og birtum við hér linurit um þróun launa verkafólks frá stjórnarskiptum. Hækkanirnar á launum og verð- lagi i byrjun þessa mánaðar eru hcr reiknaðar inn i dæmið. Um kauptaxta er farið eftir samn- ingum Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og Starfsstúlknafé- lagsins Sóknar, og getur hver sem er fengið aðgang að þeim og flett upp. Um breytingar á visitölu framfærslukostnaðar, sem sýnir hækkun verðlags til samanburðar við hækkun launa, er farið eftir tölum frá Hagstofu Islands, sem einnig eru opinberar. Blaðalesendur mættu gjarnan geyma sér þessi linurit, og bera þau saman við fullyrðingar Morgunblaðsins og Alþýðublaðs- Fiskv. og byggingarvinna Hafnarvinna Stjórn, vinnuvéla, 5ára starf ins um þessi efni. Slikt gætl vissu- lega orðið til þ^s, að fólk heföi allan vara á gagnvart ýmsum staðhæfingum og óvönduðum áróðri þessara blaða, einnig á öðrum sviðum. Það sem athugun Þjóðviljans leiðir i ljós er þetta: Þeir 3 taxtar Verkamannaté- lagsins dagsbrúnar, sem teknir voru til samanburöar hafa hækkað (timakaup) frá 1. ágúst 1971 og þar til nú sem hér segir: úr kr. 83,65 i kr. 129,60 eða 54,3% úr kr. 86,15 íkr. 132,40 eða 53,7% úr kr. 100,40 i 159,30 eöa 58,7% En hækkun framfærsluvisitölu á sama tima: úr 154 stigum i 193,5 stig eða 25,7% linurit, sem sýnir hver hefur orðið bein kaupmáttaraukning tima- Framhald á bls. 15. Eins og þessar tölur sýna hefur kaupið hækkað langtum meira en verðlagið, og birtum við annað Kauphœkkanir í krónum og framfœrsluvísitala Aukning kaupmáttar miðað við framfœrslukostnað /60 i~v,3y. JSO /Vo /30 /20 uo /oo £8.7% í * N N QC vr 15 * 'N v!) >i «1 ó~3,7% < * 'N 3: i k fc or Q: í k U) u< Vö.3% < oc % * t/) Ui £5 {5 3 V) U; 25- 7% 3» </)< ór 6) V}t; £ * <> 0 /60 /SO _/V0 /30 /20 //O /OO /2.6' _ /20 UO LINURIT I: Það sýnir hækkun timakaups ákveðinna kauptaxta Verkamtrnnafélagsins Dagsbrúnar og mánaöarkaups hjá félaginu Sókn á timabilinu 1. ágúst 1971 og þar til nú i dag. Jafnframt er sýnd hækkun framfærsluvisitölu frá sama tima og verðhækkanirnar I byrjun þessa mánaðar reiknaöar með. Um stöðu framfærsluvisitölunnar nú er byggt á útreikningum og spá Hagstofu islands. I.iNURIT II: Þaö sýnir hækkun kaupmáttar frá stjórnarskiptum, og er byggt á þeim tölum, sem fram koma i linuriti I um’ÍTækkun launa annars vegar og framfærslukostnaðar hins vegar. Rarizt við hraunið I Vest- mannacyjum. Gosið hefur hœgt um sig Frá Sigurjóni Jóhannssyni blaðamanni Þjóðviljans i Vestmannaeyjum — skrifað i gærmorgun: Svo til engin brcyting var á gosinu eða hraunkantinum næst bænum i nótt. Hús sem stóðu hálffallin.og sliguð undir uokkurra mclra háum kantin- uin voru óbreytt i inorgun. Ilraunið kvað þó aðeins hafa hækkað. Þegar hrauntungan rann i fyrrinótl fór allt dælukerfið úr skorðum og var vcrið að endurbæta það i nótt. Kr vona/t til, að kæling geti hafizt aftur i dag. Sandey var aftur tengd við dælukerfið ki. 4 i nótt. Sifellt er verið að fækka simanúmerum hér i Eyjum og hefur landsiminn ákveðiö að hér veröi aðeins 90 númer og 6 linur, en þegar allt lék hér i lyndi voru númerin um 2000. Fljótlega eftir að gosið hófst voru 100 númer tekin úr sam- bandi. Herjólfur fer tvisvar til þrisvar i viku milli lands og Eyja, en ekki hefur skipið samt fasta áætlun. Hér er opin aðeins ein verzlun, og er það kaup- félagið. Þar er afgreidd mat- vara ög fatnaður. Enn er vatnsleiðslan i góðu lagi. en þó er sums staðar vatnslaust i bænum, sem stafar af þvi, að á nokkrum stöðum hafa vatnsinntök gefið sig, og er flokkur manna stöðugt að verki við aö finna þessar bilanir og lagfæra þær. Vegna þess, hve mikið af vatni fer á þennan hátt til spillis, hefur stundum verið gengið á birgðirnar i vatnsgeý rni bæjarins. Búið er að panta dælur frá Bandarikjunum og er vonazt til að hluti þeirra verði kominn i gagnið hér á fimmtudag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.