Þjóðviljinn - 25.03.1973, Blaðsíða 6
e SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN
Sunnudagur 25. marz. 1973
DWÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSIALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
tJtgefandi: (Jtgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson (áb.)
Auglýsingast jóri: Heimir Ingimarsson
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur).
Áskriftarverð kr. 300.00 á mánuði.
Lausasöluverð kr. 18.00.
Prentun: Biaðaprent h.f.
„ÞAÐ VAR MEÐ STJ ÓRNARSKIPTUNUM AÐ VIÐ EYGÐUM VON”
Þau voru mörg hneykslismálin, sem
viðreisnarstjórnin sáluga skildi eftir sig
eftir langan vandræðaferil. Eitt þeirra var
Laxárdeilan, sem varð eitt mesta hitamál
hér á landi um langan tima. Nú er loks séð
fyrir endann á þessari langvinnu deilu, en
vafalaust verður hún lengi i minnum höfð.
Og þau afglöp, sem stjórnvöld gerðu sig
sek um undir forystu Jóhanns Hafstein,
fyrrverandi iðnaðarráðherra,munu geym-
ast sem víti til varnaðar.
Hafizt var handa um undirbúning stór-
virkjana á svæði Laxár og Mývatns án
þess að nokkrar lagaheimildir væru fyrir
hendi og 240 miljónum króna sóað i undir-
búning virkjana, sem aldrei geta orðið að
veruleika. Þennan reikning væri réttmætt
að senda Jóhanni Hafstein og lags-
mönnum hans, sem svo gegndarlaust
sóuðu almannafé.
Svo mikill var valdahroki þessara
manna, að ekki þótti taka þvi að hafa
samráð við heimamenn áður en
hundruðum miljóna var sóað i undir-
búning framkvæmda, sem miðuðu að þvi
að drekkja bújörðum þeirra. Með þvi að
fella viðreisnarstjórnina i siðustu kosn-
ingum tókst þjóðinni m.a. að íorðast stór-
spjöllun á svæði Laxár og Mývatns, sem
allir unnendur islenzkrar náttúru telja eitt
af gersemum landsins.
Það hefur ekki verið létt verk að setja
niður þá deilu, sem kynt var upp með
glórulausum vinnubrögðum Jóhanns Haf-
stein og fyrri Laxárvirkjunarstjórnar.
Forsenda þeirrar lausnar, sem nú hefur
orðið ofan á, er ný stefna i orkumálum,
sem mörkuð var af núverandi iðnaðarráð-
herra og sett fram strax eftir stjórnar-
skiptin. Þvi var slegið föstu að frekari
virkjanir á svæði Laxár og Mývatns yrðu
ekki framkvæmdar og orkuveitusvæðin
norðanlands og sunnan tengd saman, sem
auðvitað hlýtur að stórauka alla hag-
kvæmni við orkunýtingu i framtiðinni.
Um lausn Laxárdeilunnar segir Ey-
steinn Sigurðsson á Arnarvatni, einn af
forystumönnum Mývatnsbænda, i viðtali
við Þjóðviljann i fyrradag:
,,Ég tel, að við höfum náð bvi fram, sem
fest var á blað i samningsuppkastinu við
DÝRÐ dómsins
Fyrir fáeinum dögum var haft mjög
hátt um það i blöðum stjórnarandstöð-
unnar, að nú væri lausn fundin á land-
helgisdeilunni. Fullyrt var, að allt i einu
væri kominn upp meirihluti á alþingi fyrir
þvi að senda islenzkan fulltrúa til Haag-
dómstólsins, og var helzt að skilja á Eyjólfi
Konráði Morgunblaðsritstjóra og vopna-
bræðrum hans, að þá mundi heldur ekki
standa á þvi, að þeir i Haag færðu okkur
aftur á silfurbakka þessa þorska, sem
Bretinn hefur rænt i landhelgi okkar Is-
lendinga.
En nú er eins og aftur hafi hljóðnað i
fuglabjarginu, þar sem áður var hæst
sungið um dýrð dómsins, þótt Gunnar
prófessor Thoroddsen sé reyndar enn að
kvaka i sjónvarpinu. Og vist er um það, að
á alþingi hefur engin tillaga séð dagsins
ljós og enginn þingmanna reyndar séð
ástæðu til að hreyfa málinu á þeim vett-
vangi. Það skyldi nú ekki vera, að
Eyjólfur Konráð hafi verið of veiðibráður
og Haagtrúin gengið fram af ærið
iðnaðarráðherra i fyrra. — Það var með
stjórnarskiptunum 1971, að við eygðum
von. Málin hafa að visu tekið lengri tima
en við gerðum fyrst ráð fyrir, en nú er
samkomulagið undirritað.”
Þetta voru orð Eysteins á Arnarvatni.
Vonandi kemur ekki til þess i bráð, að
friðsamir Mývatnsbændur þurfi á ný að
gripa til sprengiefnis til að verjast órétti
yfirvalda, sem valdahrokinn hefur slegið
blindu.
mörgum stuðningsmönnum Sjálfstæðis-
flokksins, ekki sizt þeim, sem eru hag-
vanari við sjávarsiðuna en innan gler-
hallar Morgunblaðsins við Aðalstræti.
Boðskapnum um islenzkan sendimann, er
hlypi i fótspor Jóns Hreggviðssonar yfir
það blauta Holland til Haag, hefur hingað
til verið reynt að troða i fólk án þess að
skýra með hvaða erindum slikur sendi-
boði ætti að leggja land undir fót.
En hér dugar ekki að vefja málin i þoku.
— Og þvi skal enn spurt: — Á að hlita úr-
skurði frá Haag, þó að hann gangi gegn
okkur, og afsala þar með rétti okkar til
landhelginnar, — eða á að sýna dóm-
stólnum þá sérstæðu virðingu, sem engin
dæmi munu finnast um úr sögu hans, að
við tækjum fullan þátt i málflutningi, en
tilkynntum jafnframt að við teldum málið
algert innanrikismál, sem niðurstöður
dómsins gætu ekki breytt einu eða neinu
um?
Hvort heldur, Gunnar Thoroddsen og
félagar?
Þjóðin mun ekki sleppa ykkur við að
svara.
Krefjast 60-80% af manna
Pólitísku verkbanni „togaraeigenda lokið:
haldskostnaði í styrki
Nú er lokið tveggja mánaða
löngu togaraverkfalli. Almenn-
ingur hefur sjálfsagt staðið i
þeirri trú að hér væri um að
ræða togaraverkfall sjómanna
gegn ,,togaraeigendum”, en stað-
reyndin er sú að hér var um að
ræða stöðvun togaranna af hálfu
útgerðarmanna i þeim tilgangi að
pressa út úr rikisvaldinu stór-
aukin framlög til togaraútgerðar-
innar — framlög, sem hefðu
numið sem svaraði þriðjungi til
fjórðungi launa til togáraáhafn-
anna — eða þvi að rikið léti út-
gerðaraðilana hafa veiðarfæri og
viðgerðir hvers konar og fleiri
rekstrarþætti hreinlega ókeypis.
Það er þvi vafalaust rétt sem
formaður Vélstjórafélags Islands
sagði i viðtali við Þjóðviljann, að
útgerðarmenn heföu sýnt meiri
óbilgirni i þessu verkfalli en dæmi
eru um áður.
Vert er að taka fram áður en
frekar er fjallað um mál þetta, að
hér var ekki um að ræöa stöðvun
allra togaranna — minni togar-
arnir héldu áfram veiðum og
ihaldsforustan i samtökum
„togaraeigenda” gerði ekki til-
raun til þess að fá sérstakan
rekstrarstuðning handa minni
skipunum.
Það hefur þegar komið fram
hér i Þjóðviljanum á hve kostu-
legan hátt „eigendur” togaranna
komu fram i þessari kjaradeilu
þegar rikisstjórnin hafði fallizt á
það að brúa bilið milli sjómanna
annars vegar og „eigendanna ”
hins vegar. Þá neituðu útgerðar-
mennirnir samt að ganga að
samningaborðinu. Hér var þvi
um að ræða ákafl. ljótan leik og
tilraun til þess að pressa fjár-
magn út úr almannasjóðum til
þess að borga eðlilegan reksturs-
kostnað togaranna. Niðurstaðan
varð sú að rikisstjðrnin neitaði að
sjálfsögðu að láta bjóða sér slika
framkomu og togararnir eru nú
farnir eða eru að fara, hvað sem
hver segir.
Hin pólitíska hliö
Vert er að gera sér grein fyrir
þvi, að hér var sumpart um póli-
tiskt mál að ræða. Forustumenn
þeirra afla sem hér áttu hlut að
máli voru borgarstjórnarihaldið
með BÚR-togarana og Sverrir
Hermannsson alþingismaður
ihaldsins og fyrrverandi verka-
lýðsleiðtogi þess. Þessir aðilar
vildu gera allt sem i þeirra valdi
stóð til þess að gera rikisstjórn-
inni erfitt fyrir. í fyrsta lagi með
þvi móti að svipta þjóðarbúið
þeim tekjum sem ella hefðu
fengizt af togaraaflanum (þeir
sigla þó mest út með aflann). 1
öðru lagi með þvi að skapa
stjórnarvöldum álitstjón út á við i
tengslum við hamfarirnar i
Eyjum og i tengslum við land-
helgismálið þegar brezku togar-
arnir skarka á miðunum jafnvel
fyrir innan 12 milur á sama tima
og stærri togarar okkar liggja
bundnir við bryggjur.
Leysa frá skjóðunni
Þegar rikisstjórnin leggur fram
frumvarp sitt um lausn togar-
averkfallsins leysa ihaldsmenn-
irnir frá skjóðunni. Þeir hinir
sömu og höfðu i málgögnum
sinum ásakað rikisstjórnina fyrir
að leysa ekki togaraverkfallið
snúast nú gjörsamlega öndverðir
og viðurkenna að stöðvunin hafi
verið til þess að pressa fram
styrki úr almannasjóðum. Þessir
flottu ómagar á þjóðarbúinu vilja
enn kreista krónurnar úr vasa
almennings sjálfum sér til handa.
Þetta kom skýrast fram i ræðum
Sverris Hermannssonar, „eig-
anda” tveggja togara, Ogra og
Vigra, og talsmanns Reykja-
vikurihaldsins á þingi, Geirs
Hallgrimssonar.
Þeir viðurkenna að það hefur
verið rétt sem haldið hefur verið
fram i Þjóðviljanum, að „togara-
eigendur” i Reykjavik hafa verið
að slást gegn rikisstjórninni, Hér
var þvi ekki um venjulegt verk-
fall að ræða; hér var um að ræða
pólitiskt verkbann „togaraeig-
enda”. Það kom fram i
ummælum þessara manna á
þingi, að þeir höfðu engar
áhyggjur af afkomu sjómann-
anna, þeir voru þungt haldnir af
áhyggjum vegna afkomu út-
gerðarmanna, og talsmaður
Alþýðuflokksins i efri deild vor-
kenndi útgerðarmönnum með
tómu tékkheftin ósköpin öll; rikis-
sjóður átti að leggja peninga inn á
tékkareikningana þeirra!
Hér töluðu talsmenn hinna
stóru útgerðaraðila. Það ber að
taka fram að hér var um að ræða
eins og áður sagði ihaldsforustu-
menn, en auk þess Bæjarútgerð
Hafnarfjarðar, Útgerðarfélag
Akureyrar og stöku útgerðar-
mann. Fyrir utan þessa deilu var
stærsti útgerðarmaðurinn.
Tryggvi öfeigsson, sem ekki er i
Félagi botnvörpuskipaeigenda.
Höfðu þó fengið
100 miljónir...
En ekki hafði rikið þó leikið
þessa aðila grátt. Þeir fengu á
siðasta ári 36 milj. kr. úr Afla-
tryggingasjóði, þeir fengu beint
úr rikissjóði 45 milj. kr.' og þeir
fengu auk þess eftirgjöf á útflutn-
ingsgjöldum sem nam 14 milj. kr.
Hér var þvi um að ræða nær 100
milj. kr. styrk á siðasta ári eða
sem svaraði 5 - 5,5 milj. kr. á
hvert þeirra skipa sem hér var
um að ræða. En ekki er allt búið
enn, þvi auk þessa sérstaka
stuðnings við togaraútgerðina fær
hún öll hin sömu rekstrarkjör og
aðrir, og loks fær hún öðrum betri
stofnlán og lánskjör. Þeir menn
sem hafa látið almannasjóði gefa
sér skip hefðu þvi átt að
skammast til að fara ekki fram á
eyri i viðbót; þeir áttu að draug-
ast til að gera út togarana og
borga mannskapnum sæmileg
laun.
... en það var ekki nóg!
Nei, það var ekki nóg. Þeir
neituðu að standa við þá skyldu
sina að gera út skipin. Þeir gerðu
enn þá meiri kröfur:
1) Þeir gerðu kröfur um 100
milj. kr. fyrir togaraútgerðina á
siðasta ári, — þar af 20 milj. kr.
vegna skuttogaranna nýju, en
þeir komu yfirleitt ekki fyrr en
undir siðustu áramót!
2) Þeir krefjast 175 milj. kr.
vegna tapreksturs á þessu ári!
Kröfurnar vegna siðasta árs
jafngilda þvi að togaraútgerðar-
menn fara fram á yfir 10 milj. kr.
á hvert skip i styrki eða 2/3 til
3/4 af öllum mannahaldskostnaði
á skipunum. Þeir krefjast svo i
Framhald á bls. 15.