Þjóðviljinn - 25.03.1973, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.03.1973, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 25. marz. 1973 Sunnudagur 25. marz. 1973 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Góftur er gjaldeyrir erlendra feröamanna, en þaöeru Hka til önnur lifsgæOi... Þarna er enn þá aðgangur. Kristján Gislason verð- lagsstjóri flutti erindi i út- varp 27. febrúar sl. i þætti um umhverfismál. Erindi þetta vakti athygli, og fór Þjóðviljinn þess á leit við Kristján að blaðið fengi að birta það. Varð Kristján góðfúslega við þessari beiðni Þjóðviljans. og er erindið birt hér undir fyrir- sögn höfundar: Kristjáu Gislason. . HBBhBKhkS UM ÞEGNRÉTT í UMHVERFINU Við teljum það gjarnan hamingjurikt hlutskipti að búa i okkar fagra og auðuga landi. Þegar við hlustum á hástemmt lof um önnur lönd og þeirra gæði — eða heyrum um harðbýli og yztu mörk hins byggilega i sam- bandi við föðurtún okkar — þá látum við okkur yfirleitt fátt um finnast — og vildum vist fæst skipta. betta er enginn nýr sannleikur, heldur aldagamalt mat kyn- slóðanna á landinu, gögnum þess og gæðum. Til skamms tima var land okkar afskekkt, og þjóðin i veru- legum mæli einangruð frá um- heiminum þannig að hún mátti, nauðug viljug, basla ein og óstudd og búa sem mest að sinu. Samt kynntist hún snemma nokkrum afskiptum annarra þjóða af hög- um sinum og hlaut af þeim mis- jafna reynslu, eins og sagan greinir. Nú hafa byltingar á sviði sam- gangna og tækni eðlilega rofið einangrun fyrri tima, svo i dag búum við i nábýli við hálfan heiminn, ef svo mætti segja. Og samtimis þessum breyting- um, sem kalla mætti landfræði- legar, umskapast viðhorf okkar til umheimsins og þá einnig við- horf umheimsins til okkar. Á siðari timum höfum við — og þó fyrst og fremst landið okkar — öðlazt þýðingu i ýmsu tilliti. Lega landsins, auðlindir þess, jafnt hafsins kringum það sem orka fallvatna og jarðhitasvæða, hefur vakið áhuga erlendra rikja og einstaklinga, sumt reyndar fyrir löngu. Og nú beinist erlend athygli og erlendur áhugi i ört vaxandi mæli að hinni frjálsu og tiltölulega ósnortnu náttúru landsins. Þetta er næsta eðlilegt og þarf ekki að koma okkur á óvart. Ástæðnanna er ekki ýkja langt að leita. A umliðnum árum hafa sumar fremstu iðnaðarþjóðir heimsins háð svo æðisgengið kapphlaup á brautum aukins hagvaxtar — áleiðis til svokallaðrar velferðar og allsnægta — að þær hafa ekki hirt um, eða veitt þvi eftirtekt. hvað þær létu i staðinn. Þar til að nú er svo komið, að stórkostlega spillt umhverfi og mismunandi eitrað andrúmsloft ógnar tilveru þeirra miljóna manna, kvenna og barna, sem njóta áttu velferðar- innar og allsnægtanna. Svo mis- kunnarlaus getur kaldhæðni ör- laganna orðið. En þegar þannig er komið,. er ekki að undra þótt fólk frá þess- um löndum, það sem aðstöðu hefur til, leiti griðlanda, þar sem það getur hreyft sig, andað að sér hreinu lofti og notið annarra unaðssemda náttúrunnar, þó ekki sé nema í svip. Og eitt slikra grið- landa er landið okkar — ennþá i þ.m. Þarna er þá lika að finna eina af uppsprettum feröamanna- straumsins svonefnda, sem nú er svo mjög á dagskrá hjá okkur. Eins og kunnugt er hefur það um sinn verið ákaft baráttu- og hugsjónamál ýmissa aðila að gera Island að miklu ferða- mannalandi. Lengi vel var hug- sjón þessi einkum borin uppi af einstaklingum með næmt auga fyrir girnilegum ábatamöguleik- um. En á seinustu árum hefur einnig upptendrazt slikur áhugi meðal stjórnvalda á þessum svo- kallaða atvinnuvegi, að sérstaka athygli hefur vakið. Tvennt skal nefnt til marks um þetta: Fyrst það, að nú mun stjórn- völdum hafa lánazt að næla i allt að 13 miljóna króna styrk úr þróunarsjóði Sameinuðu þjóð- anna til þess að koma visindalegu skipulagi á ferðalög til íslands. Má geta nærri, að mikið hefur verið talið liggja við, þar sem sjóði þessum mun einkum ætlað að styrkja til sjálfsbjargar fólk, sem ennþá býr við mörk hungur- dauðans. 1 annan stað er þess að minnast, að fyrir nokkru var felldur niður söluskattur af gisti- rými, gegn þvi — að gisting hækkaði ekki i verði að þvi sinni. En þetta jafngildir þvi þó i litlu sé, að tekið sé að greiða niður af almannafé dvalarkostnað ferða- manna. Mikil bjartsýni rikir um árangur hinnar visindalegu skipulagningar og annarra nauð- Synlegra aðgeröa. Talið er hóflegt að áætla árlega fjölgun ferða- manna um 12 af hundraði ( og er danskur prófessor borinn fyrir þvi). Ætti þá fjöldi þeirra aö geta orðið 150-160 þúsundir árið 1980 — en nálægt hálfri miljón um árið 1990, með sama áframhaldi. Þá yrði mikið mannlif á Islandi — og gjaldeyrir eins og hver vildi hafa — en ferðamenn og gjaldeyrir eru nánast eitt og hið sama, eins og kunnugt er. Já, það er sannarlega bjart yfir þessari framtfðarsýn —- eða hvað? Eða eru e.t.v. einhverjir skuggar hugsanlegir á þessum heiða himni? Óneitanlega munu ýmsir óttast það — og er ég einn af þeim. Ég óttast það, að hagvöxtur og peningaleg velferð af þessu tagi fáist ekki ókeypis — að einhverjar fórnir verði að færa i staðínn. Hverjar þær verða, né hversu stórar, get ég að visu ekkert full- yrt um, en hitt held ég að liggi i augum uppi, að i þessu tilliti verður ekki bæði sleppt og haldið. Og með þvi að hér er um að tefla ekkert minna en landið okkar, náttúru þess og margvislega landkosti, þá tel ég það hina brýnustu nauðsyn, að farið sé með fullri gát. Margir telja hina viölendu, frjálsu og ósnortnu náttúru EFTIR KRISTJÁN /GÍSLASON landsins eitt hið allra dýr- mætasta, sem þjóðin á, og lita á það sem helga skyldu hverrar kynslóðar að standa um hana trúan vörð, þannig að henni sé ekki spillt. Heilbrigt og rétt mat Islendingsins á landinu — ást hans til þess — viröing hans fyrir þvi — og umhyggja — grund- vallast ekki hvað sizt á samskipt- um hans við náttúru landsins. Til hennar sækir hann andlegan sem likamlegan þrótt — og þvi nánari sem samskiptin verða, þeim mun dýrmætari reynast þau hverjum og einum — og þeim mun betri íslendingur mun hann reynast. Aö torvelda á einhvern hátt þessi samskipti, hvað þá að girða fyrir þau, enda þótt erlendur gjaldeyrir og auknar þjóðar- tekjur kæmu i staðinn, væri að minum dómi hvorttveggja i senn, óafsakanleg skammsýni og þjóð- ernislegt slys. Nú mun það næsta einfalt stærðfræðilegt verkefni að sýna fram á arðsemi þess að umbreyta náttúrudjásnum okkar ýmsum i beinharða peninga. I margar auðlindir okkar myndu út- lendingar bjóða of fjár, væru þær falar. Einnig i margskonar að- stöðu og afnot tiltekinna land- kosta, svo sem dæmin sanna. Þvi miður verður að játa, að svo virðist sem ýmsir landsmenn telji sjálfsagt að hagnýta sem flesta möguleika á þessu sviði — er stundum engu likara en að menn séu reiðubúnir að selja er- lendum mönnum næstum hvað sem er, ef nægir peningar koma i móti. Kemur þetta fram i margs- konar samhengi, en þó e.t.v. einna skýrast i umræðum um íerðamannadrauminn mikla. öll viljum við auðvitað eiga mikil og góð samskipti við annara landa fólk. Engum dettur held ég i hug að byggja um landið ein- hverskonar einangrunarmúr, né heldur að loka úti þau erlend áhrif, sem til heilla og hagsældar kunna að horfa. Erlendir ferða- menn eru að sjálfsögðu vel- komnir til landsins og einsýnt að greiða þeirra götur eftir föngum — sjá um að þeim liði hér og liki sem bezt, meðan þeir óska að hafa viðdvöl. En lita ber á ferða- mennina sem gesti, að gömlum og góðum sið — gesti, sem að visu geti borgað veittan beina — en sem rangt sé og smekklaust að meta fyrst og fremst sem hold- tekinn erlendan gjaldeyri, sem sjálfsagt sé að fórna hverju sem vera skal og þjóna undir með auðmýkt og illa dulbúinni áfergju. En jafn sjálfsagt sem það er að taka vel á móti erlendum gestum og halda aö öðru leyti uppi eðli- legum samskiptum við annarra landa fólk — verður jafnan að gjalda varhug við annarlegum tilhneigingum, jafnt innlendra manna sem erlendra, til að höndla með islenzk landgæði i hvaða mynd sem er. Ætla verður að framtiðarhagsmunum lands og þjóðar sé bezt borgið þann veg, að landsmenn eigi sjálfir og nýti öll landsins gæöi, eftir þvi sem þeim endist afl og manndóinur til og þeir þurfa á að halda. Og þrátt fyrir nokkrar efasemdir verður að vona, að þeir afsali sér ekki forgangsrétti sinum til gæða landsins, svo lengi sem þeim er sjálfrátt. Ykkur kann nú, góðir hlustendur, aö virðast sem mál mitt einkennist nokkuð af gamaldags ihaldssemi og óþarfri svartsýni. Er þaö hreint ekki óeðlilegt, svo mjög sem önnur viðhorf hafa verið áberandi að undanförnu. En til marks um það, að ótti minn sé ekki með öllu ástæöulaus, né ábendingar minar út i hött, ætla ég að fara nokkrum orðum um ákveðnar staðreyndir, sem ég tel gefa skýravisbendingu um það sem i vændum er, ef svo fer fram sem horfir. Veiðivötnin okkar — laxárnar og silungsvötnin — eru sögð vera einn af hornsteinunum undir hina miklu ferðamannahöll fram- tiðarinnar. Veiði með stöng er viða um lönd meðal eftirsóttustu tómstunda- iðju, og þannig hefur þetta einnig verið hjá okkur nú i seinni tið. Fyrir fáeinum árum var svo komið hér á landi, að þessi heilsu- samlega iþrótt var orðin mjög al- mennt áhugamál ungra og gamalla, fólks úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Margir aðilar, ein- staklingar og félög, bæði veiði- manna og veiðiréttareigenda, og svo rikisvaldið, höfðu um árabil hjálpazt að við að rækta upp árnar og bæta þær með ýmsum hætti Fóru þær þvi yfirleitt si- batnandi sem veiðiár og nutu báðir góðs af, eigendur og leigjendur. Og stangveiðimönn- um fjölgaði ört, þannig að segja mátti, að þessi tómstundaiðja ,(væri að verða almenningseign á Islandi. — Þetta var fyrir örfáum árum. En hvernig er þessu svo farið i dag? I stuttu máli sagt þannig, að allar helztu veiðiár landsins og næsta umhverfi þeirra eru nú að meira eða minna leyti bannsvæði fyrir islenzkt fólk — rammbyggi- lega afgirt með útlendum pening- um — i það minnsta á aðal-veiði- timanum. Til nánari skýringar á þessu skulu hér nefndar ár, sem mér er kunnugt um að eru, i mismunandi miklum mæli, lokaðar islenzkum mönnum yfir hásumarið — en það er sá timi sem flestir kjósa helzt til samvista við árnar og hið heillandi umhverfi þeirra: Laxá i Kjós — Laxá i Leirár- sveit — Borgarfjarðarárnar Grimsá — Norðurá og Þverá — Langá á Mýrum — Hitará — Haffjarðará — Straumfjarðará — Laxá i Dölum — Miðfjarðará — Viðidalsá — Vatnsdalsá — Laxá i Aðaldal og Vopnaf jarðarárnar, Selá og Hofsá. Allar þessar dýru perlur islenzkrar náttúru, og e.t.v. ein- hverjar fleiri, hafa nú þegar að mismunandi stórum hluta veriö seldar úr landi, i óeiginlegri merkingu. Sá kostur er eftir skilinn islenzku fólki, i sambandi við þessar ár flestar, að geta, þegar bezt lætur, fengið keypta veiði- daga þegar hinum erlendu mönn- um þykir of snemmt að koma — eða of seint að vera — við verði, sem allur þorri þess ræður ekki við. Menn spyrja e.t.v. sem svo: Hvernig hefur þetta gerzt? Þvi er auðsvarað: Erlendir peningamenn, eða innlendir um- boðsmenn þeirra, buðu fram mikla peninga á okkar mæli- kvarða — og eigendum ánna þótti einsýnt að taka hæsta boði. Með hverri nýrri gengislækkun breikkaði bilið milli greiðslugetu islenzkra manna og hinna erlendu. Eftirspurn út- lendinganna óx einnig verulega af ástæöum sem ég hef þegar rakið — enda fiskarnir, sem þeir hugðust veiða heima hjá sér, eða i nærliggjandi löndum, ýmist löngu fastir i dönskum netum, eða þá kafnaðir i óþverranum mikla — affalli stóriðjunnar — og hins mikla hagvaxtar. Og islenzkt fólk reyndist ekki samkeppnisfært um árbakkana sina við útlenda rikismenn — en hlaut að vikja fyrir þeim. Margir landsmenn fagna ber- sýnilega þessari þróun — enda fá umboðsmennirnir riflegar fúlgur fyrir snúð sinn — áreigendur hátt verð fyrir árnar — og þjóðarbúið gjaldeyri og aukinn hagvöxt. Þannig sýnist i fljótu bragði hags- munir margra sameinast i þessu augljósa framsali islenzkra land- gæða til erlendra manna. En margir eru samt óánægðir og bera kviðboga fyrir fram- haldinu, þvi allir vita, að þetta er aðeins upphafið að þvi sem koma skal. Nú þegar er hafinn undir- búningur að samskonar höndlun með silungsvötnin — og siðan kemur eitt af öðru Vegna þess, hversu afgerandi og hröð þróunin hefur orðið með veiðiárnar, hafa ýmsir hrokkið við og talið nauðsynlegt að gera eitthvað hið bráðasta, til að hindra áframhaldandi og aukið framsal þessara náttúrugæða og annarra til útlendinga. Og ýmsar hugmyndir eru uppi. Hin rót- tækasta er sú, aö rikisvaldið taki landsréttindi öll eignarnámi og þar með veiðirétt allan. Vitnað er til hins mikla rikis einka- rekstursins, Bandarikjanna, sem á sinum tima sló eign sinni á allar veiðilendur. Ekki lizt mér samt á þessa Iausn. Tel ég slika umbyltingu á hefðbundinni búsetuaðstöðu i landinu mjög varhugaverða og ekki reynandi, nema sem neyðar- tilraun, ef allar aðrar skyldu bregðast. Annað kemur einnig til: Af ýmsum gömlum og nýjum sólar- merkjum leyfi ég mér að draga þá ályktun, að yfirráð rikis- valdsins yfir þessum auðlindum okkar væri siður en svo fortaks- laus trygging gagnvart erlendri ásælni og gylliboðum. Eigendur veiðiréttarins eru flestir hverjir bændur. Ég hef fram að þessu talið islenzka bændur meðal traustustu ármanna islenzks sjálfstæðis og islenzkra réttinda. Kæmi mér á óvart, ef aðrir reyndust heldur, þegar tii kæmi, öruggari varnar- menn hinnar frjálsu náttúru iandsins en þeir. Og ekki vekti það siður undrun mina ,,ef islenzkir bændur játuðust al- mennt undir þá kenningu, að peningarnir einir eigi að skammta mönnum réttinn. 1 öllu falli tel ég sjálfsagt, að kannað verði rækilega viðhorf veiði- réttareigenda til þessara mála, áður en gripið verður til ein- hverra ráða, sem hæglega gætu reynzt vera örþrifaráð. Markmið slikrar könnunar hlyti að vera að fá úr þvi skorið, hvorl veiðiréttareigendur viður- kenna i reynd forgangsrétt lands- manna lil þessara landgæða sem annara — og vilja hlita þeim kjör- um, sem innlendir menn geta bezt boðið i sambandi við afnot eigna þeirra. Eða, hvort svo er komið að þeir telji sjálfgefið að miða einungis við erlendar mælistikur og selja útlendum peningamönn- um allan rétt, sem þeir vilja kaupa. Ef hið siðara yrði niður- staðan, mót vonum minum.þá tel ég óhjákvæmilegt að leita ein- hverra ráða til varnar arfbornum rétti landsmanna til gæða landsins. Eins og ég sagði áðan ræddi ég hér um árnar vegna þess að þar höfðum við staðreyndir fyrir aug- um. Þar er m.ö.o. komin til fram- kvæmda stefna eða hugsjón þeirra manna, sem selja vilja út- lendingum allt hvað heiti hefur, ef þeiraðeins vilja borga sæmilega. 011 viljum við vissulega aukinn hagvöxt, meiri þjóöartekjur — enn meiri efnalega velsæld. Og við skulum ekki gera litið úr þýðingu þess að auka fjölbreytni atvinnulifsins. En hyggjum vel að: Látum annara viti verða okkur til varnaðar. Greiðum ekki meira og minna fölsk efnaleg gæði þvi verði, að við séum á eftir fátækari að raunverulegri lifshamingju — þeim lifsgæðum, sem ekki eru tiunduð i þjóðartekjunum. Gerum okkur i tima grein fyrir ómetan- legu gildi hins óspillta, frjálsa og rúma umhverfis okkar og þeirri hamingju gleði og heilbrigöi, sem við öðlumst við sem nánust kynni og samskipti við náttúru landsins. Með þvi að skipuleggja yfir okkur hundruð þúsunda erlendra ferðamanna með þvi að selja útlendingum landgæði, sem við eigum og þurf- um að nýta sjálf, erum við i raun og sannleika að selja undan okkur landið — spilla þvi og rýra, hver veit hvað mikið gildi þess að vera lslendingar á tslandi. Við erum að verpa frá okkur i gjaldeyris- vimu lifsgæðum, sem forsjónin bauö okkur, af mikilli mildi sinni og örlæti, að njóta sjálfum — og svo börnum okkar og þeirra börn- um. Látum slikt ekki henda.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.