Þjóðviljinn - 25.03.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.03.1973, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. marz. 1973 Kitt hiisanna sem gerft voru rokhcid I sumar ólafur ólafsson, kaupfélagsstjóri Selja fokheld hús á prýðisgóðu verði9 og fólkið streymir til vinnu og á Hvolsvelli búsetu Á Hvolsvelli er nú verið að byggja ibúðarhús með félagslegu átaki sem er vert að kynna nánar fyrir almenningi. Kaupfélag Rangæinga tók af skarið og kom væntanlegum húseig- endum til hjálpar, þannig að þeim hefur tekizt að koma yfir sig þaki á prýðis- góðum kjörum. Þjóðviljinn hafði samband við Ólaf Ölafsson kaupfélagsstjóra og bað hann að segja frá þessum framkvæmdum og hversvegna kaupfélagið greip hér inn í. — Ástæðan er fyrst og fremst sú að hér var, og er reyndar enn, mikill húsnæðisskortur, og við höfum hér i vinnu fólk er starfar við verzlun og margskonar þjón- ustuiðnað. Hér er t.d. rekin vél- smiðja á vegum kaupfélagsins. Vantaði fólk og þess vegna var hafizt handa bflaverkstæði, trésmiðja og raf- magnsverkstæði. Við fórum sem- sagt að velta fyrir okkur hvernig ætti að bæta úr þeirri miklu hús- næðisþörf, sem hér var, og koma byggingum i gang. Við fórum ekki af stað á vegum kaupfé- lagsins fyrr en 1971, en þá byggðum við hér á Hvolsvelli fimm hús og tvö á Rauðalæk. þar sem við höfum útibú. Við framkvæmdum þetta þannig að kaupfélagið sá um að gera húsin fokheld, eða þaö sem við köllum fokhelt, það er að segja, við steypum upp húsin og göngum algjörlega frá þaki, en Fokheld hús á tæpar 500 þúsund setjum ekki i gler og útidyra- hurðir. Siðan seldum við starfs- mönnum okkar húsin á þessu stigi. Við notuðum sama timbrið i húsin, og notuðum það svo að lokum i þökin. Þessi hús seldum við 1971 á tæpar 500 þúsund krónur. Það kom á daginn að þetta var hagkvæmt verð. og þeir sem keyptu húsin voru mjög ánægðir. í fyrra byggðum við svo hér á Hvolsvelli aftur 6 hús, og þá geröum við þetta á sama hátt, nema hvað eigendurnir unnu sjálfir við húsin frá byrjun. Við lögðum bara til efnið og þá fag- vinnu, sem þurfti, en eigendurnir unnu við að grafa fyrir húsunum, fylla grunnana, slá frá mótunum og hreinsa timbrið, sem sparaði að sjálfsögðu talsverðan bygg- ingarkostnað. Þessi hús, sem við byggðum 1971, voru 112 fermetrar að utan- máli, en þau hús, sem við byggðum 1972, voru þrjú af sömu stærð en hin þrjú voru 126 fermetrar. Með þessum hætti sem að framan er lýst komu húsin upp fokheld i fyrra á þessu verði: 112 ferm. hús 545 þús. kr. 126 ferm. hús 585 þús. kr. Þetta er forsaga málsins. Við höfum ekkert lagt ofan á þetta, útvegað efni á eðlilegu verði og fengum byggingarmeistara úr Reykjavik til að sjá um uppslátt og frágang á þökum samkvæmt ákvæðisvinnutaxta. Byggingar- meistarinn, sem heitir Þorleifur Guðmundsson, hafði menn með sér og þeir gengu i þetta af krafti og dugnaði. Við erum ekki af baki dottnir, höfum ákveðið að byggja til við- Og áfram 8 hús í sumar bótar 6 hús hér á Hvolsvelli i sumar og tvö á Rauðalæk meö algjörlega sama hætti og við höfum gert. — Hvernig greiðir fólkið inn á húsreikninginn? — t fyrra greiddi fólkið fyrst um 150 þúsund krónur inná, en við tókum við fyrri hluta húsnæðis- málastjórnarlánsins, með # umboði þeirra, og siðan greiðir fólkið það sem eftir stendur þegar húsunum er skilað fokheldum. Lánin voru 300 þúsund (fyrri hluti) i fyrra, en nú er búið að hækka þau í 400 þúsund. — Eigið þið sjálfir einhverja sjöði til að hlaupa undir bagga? — Nei, en Landsbankinn hefur veitt okkur bráðabirgðalán, sem nemur 200 þúsund krónum á hús, og hafa þau verið greidd er lánin koma. — Hvernig er svo útkoman hjá fólkinu þegar það flytur inn? — Það fer eftir þvf hvað fólkið er duglegt að vinna, og hvað það Lokaverð 1400—1500 þús- und er hagsýnt, en mér er kunnugt um að þeir, sem byggðu 112 fermetra húsin 1971, hafa látið af hendi 14- 1500 þúsund krónur með öllum innréttingum. Húsin, sem við erum nýbúnir að reisa, verða nokkuð dýrari vegna almennra hækkana. — Er fólkið ekki ánægt með þessar'framkvæmdir? — Jú, það rikir mikil ánægja með þetta. — Hafa aðrir kaupfélags- stjórar rætt þessar framkvæmdir við þig? — Þeir hafa rætt við mig um þetta, en ég veit ekki til þess að þeir hafi hrint slikum fram- kvæmdum i gang. Mér er kunnugt um að Kaupfélag Eyfirðinga hefur veitt einhverja aðstoð við húsbyggingar i formi fyrir- greiðslu. Svo er merkilegt það, sem Kaupfélag Hafnfirðinga er að gera i húsbyggingarmálum og ættirðu að kanna það nánar. — Eru einhverjar kvaðir á eig- endum varðandi byggingartima? — Nei, engar. Þeir fá ekki siðari hluta lánsins fyrr en þeir eru anzi langt komnir. Sveitar- félagið útvegar lóðirnar og sér um gatnaframkvæmdir án greiðslu og við leggjum inn vatn og frárennsli út fyrir vegg. — Hafiði fengið kaupendur að öllum þeim húsum sem þið ætlið að byggja i sumar? — Við höfum alltaf verið búnir að selja húsin um leið og bygg- ingarframkvæmdir hafa hafizt. Framhald á bls. 15. Þessi mynd er frá Rauðalæk, en þar er búið að by ggja tvö hús, og tvö verða reist þar i sumar. Húsin sem byrjað var að bvggja árið 1971. Þau eru 112 fermetrar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.