Þjóðviljinn - 25.03.1973, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.03.1973, Blaðsíða 7
Sunnudagur 25. marz. 1973 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 7 SÍÐAN Umsjón: Andrea Jónsdóttir og Stefán Ásgrimsson. Enn um Súper- star Sýningar á Súperstar í Austurbæjarbíói eru í fullum gangi, og er upp- selt á flestar sýningar, og lítur út fyrir að að- sókn verði með þvi mesta sem um getur hér á landi. Guömundur Benediktsson. Sýningar hófust þann 27. febrúar, og hafa ver- ið 12 sýningar á verkinu. Eru áhorfendur flestir á einu máli um ágæti sýn- ingarinnar, og þykja þeir Pálmi Gunnarsson og Guðmundur Benediktsson í hlutverk- um Júdasar og Krists komast sérlega vel frá hlutverkum sínum, enda þótt þeir hafi lítt eða ekkert leikið áður, en báðir eru þeir vanir popptónlistarmenn. Einnig fréttist eftir höfundum verksins, að þeir hafi verið mest undrandi á því, að eng- inn veikur hlekkur var í söng neins sólósöngvar- ans, og voru þeir í heild mjög ánægðir með sýn- inguna og féll vel í geð einfaldleiki hennar. JP f' f f 11 ^ ■ ■■: M1 jB- jHg-« 'Sf^. Hin frábæra Náttúra. SITT AF HVERJU Það voru umræður í popphorn- inu einn föstudaginn um daginn. Þar var rætt við þá Karl Sig- hvatss.. Jóhann úr Keflavik og Magnús félaga hans, og Pétur Kristjánss. Kom þar fram að heldur er dauft yfir poppmenn- ingunni um þessar mundir. Karl var skorinorður um þessi mál og sagði meðal annars að fólk vildi aðeins fylliriismúsik, en svo er sú tónlist gjarnan nefnd sem helzt er leikin á öldurhúsum borgarinnar. Þá minntist Karl á hávaðann hjá popphl jómsveitunum og fannst hann mikill. Það er rétt hjá Karli, að hann er mikill hjá mörgum hljómsveit- um, en um daginn skruppum við á stað þar sem tvær hijómsveitir léku, Trúbrot og Náttúra, og á leik þeirra var sannarlega mun- ur. Hávaðinn i Trúbroti var yfir- þyrmandi, og ekki veit ég hvort það var vegna þess að þetta var einn siðasti dansleikur hljóm- sveitarinnar og þeir félagar hafi verið að sletta ærlega úr klaufun- um svona i restina, eða að ástæð- an var einhver önnur; en Náttúra lék á mjög hæfilegum styrk, og það var unun að hlýða á hana. Lagavalið var mjög skemmti- legt og leikurinn allur sérstaklega fágaður og áheyrilegur. Eigin- lega á ég fá orð til aö lýsa ánægju minni með Náttúru, og i framhaldi al'þessu: Mikið — mér liggur viðaðsegja mikiðhelviti — vantar einhvern stað þar sem hægt er að fara inn og hlusta á góða hljómlist, án þess að vera klæddur eins og fjármálaráð- herra á rikisstjórnarlundi, og geta setiðviðborðán þess að vera nærri skyldaður til að drekka sig lullan, af fégráðugum þjónum og veitingahúseigendum. Vel á minnzt, við auglýstum eftir skýringum á nauðsyn bindis- ins frá dyravörðum og veitinga- húsaeigendum snemma i haust, en þær skýringar hal'a ekki komið l'ram ennþá. Hvað veldur, dyra- verðir og veitingahúsaeigendur góðir? Gamall í hettunni Jakob Jónsson heitir maðursem lengi hefur ver- ið hljómlistarmaður og söngvari. Ferill hans hófst með hljómsveit Óskars Guð- mundssonar á Selfossi árið 1963 en sú hljómsveit var mjög vinsæl um fjölda ára bil og nánast eina hljóm- sveitin sem fólk fór á dans- leiki með á öllu Suður- landsundirlendi. Þegar Jakob byrjaði með hl jómsveitinni var hann aðeins 19 ára að aldri og vann í brúarvinnu austur á Hellu, en fór á Selfoss til æfinga eftir vinnu á kvöld- in og um helgar þegar dansleikir voru. Jakob söng með hljóm- sveit Oskars í tvö ár, en hætti og tók næst til við að Jakoh Jónsson syngja með ýmsum hljóm- sveitum hér i bænum m.a. hljómsveit Andrésar Ingólfssonar og fleirum, en síðan aftur með Óskari Guðmundssyni árið 1966 og var með hljómsveit hans þar til árið 1969 en þá vorú vinsældir hennar mjög i rénun enda komin önnur ólík tegund tónlistar sem gömlu mennirnir í hljóm- sveitinni réðu ekki vel við. Þá hætti Jakob aftur í hl jómsveitinni, en hún leystist jafnframt upp og Oskar Guðmundsson flutti af landi brott. Jakob stofn- aði þá sína eigin hljóm- sveit, sem síðan hefur leik- ið á ýmsum stöðum um allt land, hér í Reykjavík verið mest í Klúbbnum og á Röðli, en er nú á Hótel Esju. Roof Tops aftur í gang Um þessar mundir er hljómsveitin Roof Tops að hefja leik að nýju eftir nokkurt hlé sem starfar að nokkru leyti af brotthlaupi tveggja liðsmanna, þeirra Ara Jónssonar og Vignis Bergmanns yfir i Trúbrot, en nú er semsé Trúbrot liðið undir lok og Ari kominn aftur heim i Roof Tops og þeir félagar farnir að æfa af krafti með nýjum gitar- leikara sem er bandariskur að uppruna. Þeir félagar eru mjög hressir og líta björtum augum fram á veginn og leggja nú áherzlu á góðan tónlistarflutning og ekki sízt góða sviðsframkomu, og óhætt er að fullyrða að hljómsveitin hefur aldrei verið skemmtilegri en ein- mitt nú. Söngur Guðmundar Hauks er góður að vanda, en sá er þetta ritar hefur, allt frá því er Guðmundur Haukur kom fyrst fram á sjónarsviðið með Dúmbó, verið veikur fyrir söng hans, en þá líktist hann helzt söng negrans James Brown. Nú syngur hann með sínum eigin hætti, og er það ekki síðra. Margur maðurinn segir við sjálfan sig og jáfnvel aðra: það kemur alúrei neitt fyrir mig Þetta eru staðlausir stafir, því áföllin geta hent hvern sem er, hvar sem er. Það er raunsæi að tryggja. Hikið ekki — Hringið strax ALMENNAR TRYGGINGAR Pósthússtræti 9, sími 17700 ZIL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.