Þjóðviljinn - 25.03.1973, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.03.1973, Blaðsíða 3
vetur sumarVOR oghaust Á öllum árstímum býður Flugfélaglð yður tíðustu, fljótustu og þaögilegustu ferðirnar og hagstæðustu kjörin með þotuflugi til Evrópulanda. ÞJÓNUSTA - HRAÐI - ÞÆGINDI Nú er tími vorfargjaldanna. Venjuleg far- gjöld lækka um þriðjung til helztu stór- borga Evrópu. Það borgar sig að fljúga með Flugfélaginu. Hvergi ódýrari fargjöld. Sunnudagur 25. marz. 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA J3 Háskólanum bætist hús Að sögn háskólaritara, Stefáns Sörensens, keypti Háskóli Islands hús Asgeirs Ásgeirssonar fyrrv. forseta, sem er í prófessorahverf- inu svonefnda. Kaupverð hússins var 9 miljón- ir. 2/3 hluta þess á að greiða i ár, 2,2 miljónir eru lánaðar til 5 ára, og 0,8 miljónir til 10 ára. Húsið er byggt i kring um 1960, tvilyft, og er samanlagður gólf- flötur um 350 fermetrar. Háskólinn mun nota húsið til allra þarfa enskunámsbrautar, en enska er fjölmennasta náms- grein tungumála sem kennd er i skólanum. Einnig er ætlunin að setja þarna upp málastofu, sem þjóna mun öllum máladeildum skólans. Enskudeildin var áður i leigu- húsnæði að Tjarnargötu 26. Fulltrúaráð- stefna INSÍ Fulltrúaráðstefna Iðnnema- sambands Islands verður haldin i Tjarnarbúð i Reykjavik, dagana 31. marz og 1. april n.k. A ráðstefnunni verður rætt um kjaramál iðnnema, með tilliti-til væntanlegra kjarasamninga i haust, um iðnfræðslu og væntan- lega endurskoðun iðnfræðslulag- anna frá 1966. Olafiir Jónsson, framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins Styrkja stöðu blaðsins - og efla áhrif flokksins I meira en þriðjung aldar hefur Þjóðviljinn verið gefinn út af baráttufúsum samtökum alþýðufólks úr öllum stéttum þjóðfélagsins, studdur af hagsmunasamtökum laun- þega, sem voru ákveðin i þvi að bæta lifskjör almennings i landinu og lyfta jafnframt hverjum einstaklingi á hærra menningarstig og til meiri þjóðlegrar reisnar. Ekki verður um það deilt að verulegur árangur hefur náðst i þeirri baráttu. Lifskjör al- mennings hafa batnað svo, að ævintýri cr likast, og almenn menntun hefur aukizt stór- lega, þó að deila megi um ein- stakar lifsvenjur einstaklinga. Þáttur Þjóðviljans I þessari lifskjarabrey tingu veröur seint fullmetinn, en óhætt er að fullyrða að án hans hefði þróunin orðið á annan veg. Vegna þess hlutverks, sem blaðið hefur haft i kjarabar- áttunni hefur þaö aldrei náð hylli þeirra sem fjármagninu ráða. Ritstjórar og blaðamenn Þjóðviljans hafa ætið haft reisn til þess að hafna þcim markaði sem æsifréttablöð liafa. Þvi hefur Þjóðviljinn viðurkenningu almennings sem vandað blað. Þrátt fyrir meiri erfiðleika i rekstri blaðsins síðustu tvö árin en oftast áður, hefur veriö unnið að ýmsum endurbótum á blaðinu, bæði efni þess og útliti. A ritstjórninni vinnur nú samhentur og fjölhæfur hópur blaðamanna,og prentun og a 11- ur frágangur blaðsins er mjög góður. Útgáfufélag Þjóðviljans tel- ur þvi timabært að leita til allra velunnara blaðsins með ósk um að allir leggist á eitt og geri átak til þess að auka út- breiðslu þess. Það takmark hefur verið sett að útvega eitt þúsund áskrifendur fyrir 1. mai og er það starf hafið unt allt land. Þó að Þjóöviljinn sé mjög fjölbreytt blað og áhugavert fyrir alla, þá cr hann einnig öflugt baráttutæki fyrir póli- tiska stefnu og hugsjónir Alþýðubandalagsins. Þvi heit- ir útgáfufélagið sérstaklega á félög og einstaklinga i Alþýðu- bandalaginu að bregðast vel við og starfa vel að þessu vcrkefni. Með þvi að útbreiða blaðið vinnst það tvennt að treysta fjárhagsl stöðu þess og auka um leið pólitisk áhrif flokksins I landinu. Aherzla er lögð á þaö, að ný- ir áskrifendur grciði blaðið frá byrjun, en þó geta þeir, sem sérstaklega óska eftir þvi að kynna blaðið, fengið að senda það án endurgjalds til 1. mai næstkomandi. Norðlingar álykta um grunnskólafrumvarpið F"jórðungsráð Norðlendinga hcfur sent frá sér ályktun um ÚTBOÐ Tilboð óskast i að byggja slökkvistöð I Árbæjarhverfi, hér i borg. Útboðsgögn eru afhent i skrifstofu vorri gegn'5.000.- króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á samastaö 24. april 1973, kl. 11.00. INNKAUPAST.OFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frfkirkjuvegi 3 — Sfmi 25800 grunnskóla, og fer hún hér á eftir: Fjórðungsráð Norðlendinga telur, að fyrirkomulag það á stjórn fræðslumála landshlut- anna sem felst i frumvarpi til laga um grunnskóla, II. kafla, sérstaklega 10. gr. sbr. 17 gr., fullnægi ekki þörfum Norður- lands. Finna beri fyrirkomulag, sem annarsvegar tryggi sem full- komnasta dreifingu opinberrar þjónustu á þessu sviði um Norð- lendingafjórðung, og hins vegar, að sem stærstur hluti þeirrar stjórnsýslu á sviði menntamála, !sem varðar Norðurland, en nú er i höndum rikisins, flytjist inn i |fjóröunginn. Þessu markmiði tel- ur fjórðungsráð að verði hvorki náð með einni né tveimur fræðsluskrifstofum i fjórðungn- um, ef þær aðeins veröa liður i núverandi stjórnkerfi, heldur öflugri stofnun i fjórðungnum, sem hefur með allan rikishluta framkvæmdar menntamála i fjórðungnum að gera, undir beinni yfirstjórn menntamála- ráðherra, en undir umsjón þess- arar stofnunar starfi fræðslu- skrifstofur i hverju héraði, sem annist framkvæmd fræðslumála héraðsins. Telur fjórðungsráð að slikt kerfi verði hagkvæmt og virkt og veiti öllum ibúum fjóróungsins eins jafnan aðgang að opinberri þjónustu á sviði fræðslumála og kostur er. Fer fjórðungsráð þess á leit við al- þingismenn að þeir i samráði við forsvarsmenn Fjóröungssam- bands Norðlendinga stuðli að breytingum á frumvarpi til laga um grunnskóla, sem miði að sliku fvrirkomulagi. BÓKABÚÐ MÁLSOG MENNINGAR LAUGAVEGI 18 SÍMAR 24240 & 24242

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.