Þjóðviljinn - 25.03.1973, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. marz. 1973
SPJALL UM NYTTISLENZKT LEIKRIT
Rúna (Hrönn Steingrfmsdóttir) — Ijósm. Þjv. AK.
Kittý (Margrét Helga Jóhannsdóttir) og Rúna (Hrönn Steingrlmsdóttir) — Leiöir skiljast með vinkon-
um.
Nú á þriöjudag verður
frumsýnd í Iðnó frumraun
Birgis Sigurðssonar í leik-
húsi, Pétur og Rúna, verð-
launaverk úr afmælissam-
keppni LR i fyrra. Á æfingu
á dögunum mátti sjá, að
leikritið fjallar um ungt
fólk sem þarf að kjósa sér
hlut. Spurt er til dæmis að
því, hvort þau Pétur og
Rúna hafi þrek til að snúa
baki við því sem aðrir gera,
halda trúnað við annað mat
á verðmætum? Til dæmis
neita að sogast inn í þá
maskinu, sem heimtar af
þeim allan þeirra tíma,
endalaust strit og býður
ekki í aðra hönd annað en
hæpna velferð? Eða verða
þau eins og allir hinir?
— Þú ert ekkert smeykur við
að láta persónurnar fara með
ljóörænar setningar? Svofelld
spurning kemur fyrir höfund að
lokinni æfingu.
— Nei, hreint ekki. Ég er á
móti þeirri tilhneigingu að allt
eigi að vera svo klárt og rétt i tali
fólks, að það kannist ekki lengur
við manneskjuna i sjálfum sér.
— Og þú ert ekki hræddur við
farsælan endi heldur?
— Það er kannski glæfralegt að '
gera eitthvað sem minnir á happy
end, en mér finnst það nauðsyn-
legt, þótt ekki væri nema til til-
breytingar.
„Palli var einn i heiminum”
mætti kalla heimspeki, sem mér
finnst að alltof mikill og langur
trúnaður hafi verið sýndur. Það
var strax skárra þegar pólitisk-
um leikritum fór að fjölga, án
þess þó ég vilji hrósa þeim sér-
staklega. Þar hefur oft verið um
furðulega sterkar einfaldanir að
ræða, einskonar kennslustund i
tossabekk. Og útkoman hefur
kannski ekki orðið önnur en sú, að
höfundurinn og hans nánir sam-
herjar hafa hresst sig dálitið i
andanum. Það hefur stundum
sýnzt sem höfundarnir væru
smeykir við flækjur veruleikans,
við að leyfa sinu fólki að vera
fólk.
Að þvi er þetta leikrit mitt
varðar, þá munu sumir sjálfsagt
kalla það pólitiskt og kennsku-
stund og hvaðeina. En eins liklegt
er að aðrir telji, að i þvi sitji sál-
fræðileg atriði i öndvegi og trufli
allar pólitiskar linur.
Sjálfur kann ég ekki við að setja
leikritið i hólf — ég get vel kann-
azt við notkun tákna i þvi, ljóð-
rænu, raunsæisaðferðar. Ég velti
litið fyrir mér i aðferðum eða
fyrirmyndum — ég vona að þaö
sem kemst til skila sé fyrst af öllu
min lifsskynjun.
Hvers vegna leikrit?
— Fer kennsla vel saman við
að skrifa?
— Nei, það er hjátrú. Það fer
ekkert vel saman við að skrifa,
nema að skrifa. Hitt er svo annað
mál, að kennsla hefur gefið betri
tima til þess en ýmis störf önnur.
— Þú ortir áður, hvað kom til
að þú byrjaðir að skrifa leikrit?
— Ég var kominn i hálfgert
strand með yrkingar. Og það
hafði leitað lengi á mig sú spurn-
ing, hvort ég gæti skrifað leikrit.
Ég var langt kominn þegar ég
frétti um þessa samkeppni hjá
Leikfélaginu.
Annars hafði ég i mörg ár
andúð á leikhúsi, leið illa þar, og
veit eiginlega ekki af hverju. Mér
Birgir Sigurðsson: Aöur leið méi
ílla i leikhúsi.
fannst andrúmsloftið svo tilbúið,
þetta fór út i fordóma hjá mér. En
ég læknaðist þegar ég sá Fangana
i Altona. Liklega hefi ég hrifizt
fyrst og fremst af skáldskapnum
eins og leikhús fær iðkað hann.
— Og hvað hefur breytzt núna
eftir að þú fórst að fylgjast með
æfingum?
— Ég trúði þvi áður en æfingar
byrjuðu, að ég yrði að skrifa verk
mitt einn. Sú sannfæring hefur
ekki breytzt. Ég er liklega óhæfur
til þess að skrifa i leikhúsinu. Það
er nauösynlegt fyrir mig að sjá
hvernig leikstjóri og leikhúsfólk
vinnur, sjá hvernig áhorfendur
horfa á, en ekki heldur meir. Ég
kann ekki hópvinnu — en þar meö
er auðvitað ekkert sagt um gildi
hennar til eða frá.
En min mesta reynsla á æfing-
um hefur verið að sjá og finna
þennan mikla heiðarleika sem
leikhúsfólkið sýnir verkinu. Betra
getur enginn höfundur óskað sér.
Hvernig og hvað?
Ég hefi oft rekizt á það hjá leik-
húsáhugafólki og fólki, sem er
leikhúsfrótt, að þaö heillast af
þvi, hvernig hlutur er gerður —
gott og vel, en það spyr kannski
alls ekki að þvi hvaðvar verið að
segja i raun og veru. Af ýmislegu
umtali fær maður hugmynd um
mikla þörf fyrir stiliseringar, um
að það leikrit sé talið bezt leik-
húsverk, sem leyfir aö komið sé
að sem flestum brögðum leik-
húss. Þetta viðhorf og fram-
kvæmdir eftir þvi minna mig
stundum á ungan mann sem ég sá
i handbolta. Hann hafði mjög
fallegar hreyfingar, hljóp glæsi-
lega, sveif i loftinu. En það voru
hinir sem skoruðu mörkin. Það
má ekki gleyma að til þess var
leikurinn gerður . . .
Leikstjóri er Eyvindur Er-
lendsson, sem um hriö hefur
stundað búskap austur við Þjórsá
og stjórnað einnig mörgum sýn-
ingum hjá áhugaflokkum.
— Þýðir þetta verkefni núna,
að þú sért á leið i bæinn?
— Nei, landbúnaður er svo
bindandi. Það er ekki hægt að
hlaupa úr honum og i.
Hvergi smeykur
— Hvernig vildir þú lýsa þessu
verki?
— Æ, eru ekki öll heiti orðin
brengluð? Það er vont að láta
flækja sig i vörumerkjum. Ég
skal þó taka það fram að það ber
meira á sjálfri orðsins list i þessu
leikriti en mörgum nýrri verk-
um. En þar með er ég aftur kom-
inn i hættu. Er það þá svona bók-
menntalegt? spyrja menn, og
meina að það leikist illa. En það
er öðru nær; það leikst mjög vel.
— Nú er þetta írumsmið.
Fannst þér þurfa að gera á henni
miklar breytingar?
— Nei, nokkrar tilfærslur,
skilulagsbreytingar, Nokkuð var
tekið upp úr eldri gerð leiksins.og
skrifuð var ein ný sena. Leikritið
var merkilega fullbúið frá fyrstu
hendi.
— Ég sagði áðan við höfundinn,
að hann væri hvorki hræddur við
lýrisk eintöl né happy end.
— Já, sagði Eyvindur, það er
einmitt styrkur Birgis, að hann er
ekki smeykur við neitt. Hann er
ekki eiliflega að forðast þetta eða
forðast hitt, búa sér til bannhelgi.
Þvert á móti ....
AB.
Manni (Jón Sigurbjörnsson) og Pétur (Arnar Jónsson). Roskinn vinnufélagi setur traust sitt á skötuhjú.