Þjóðviljinn - 25.03.1973, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.03.1973, Blaðsíða 5
Sunnudagur 25. marz. 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 BYGGINGARMEISTARI HÚSANNA: / „Mjög athyglisvert framtak ” Byggingameistarinn sem hefur séð um húsbyggingarn- ar á Hvolsvelli heitir Þorleifur Guðmundsson. Hann er frá Þverlæk og fyrrum starfs- maður kaupfélagsins á staðn- um, en hélt siðan til Reykja- vikur til náms i húsasmiði. Við báðum Þorleif að segja sitt álit á þessum framkvæmdum. — Þetta er mjög athyglis- vert framtak. Oft er erfiðast fyrir menn að komast af stað, og ef þeir standa einir i slikum byggingum, getur verið mjög erfitt að fá iðnaðarmenn á réttum timum. Það er lika að- gengilegt að taka við húsunum fokheldum með slikum kjör- um. Þetta er lausn á samvinnu- grundvelli. Eigendur húsanna unnu allir hina venjulegu verkamannavinnu, en á slik- og iðnaðarmennirnir eru bundnir við sin störf. Teikningar húsanna eru heppilegar og þvi eru þau hag- kvæm i byggingu. Eins er jarðvegurinn þarna ákaflega heppilegur. Eigend- urnir unnu fjórir og fimm saman við að steypa i skipti- vinnu, og það var athyglisvert hve samtaka þeir voru. — Hvenær byrjarðu ' á húsunum i vor? — Liklega i maibyrjun, og ég ætla mér að vera búinn að gera húsin átta fokheld eftir um stöðum eins og Hvolsvelli er vart að finna verkamenn, fjóra mánuði, ef allt gengur að óskum. Ég var heppinn með samstarfsmenn og vonast til að þeir vinni með mér áfram i sumar. — Náðu eigendurnir, sem byggðu 1971, ekki hagstæðum kjörum á siðara byggingar- stigi vegna fjölda sams konar húsa? — Mér er kunnugt um að þeir gerðu sameiginlega pant- anir á gleri og innihurðum og komust þannig að betri kjör- um en ella. Einnig kemur vel til greina að gera sameiginleg kaup á innréttingum, ef menn eru samtaka um slikt. —sj. 1m * x wm j U < mm lii * ..d I ö [ * .1 1 1 Steingrímur Björnsson með einn hljóðkútanna sem kosta tæpar 2 þúsundkr.hjá Bfihlutum h/f en 2600kr. hjá Heklu h/f. 600 kr. munur á einuni hljóðkút Og tœplega 400 kr. á höggdeyfi Það er ótrúlegt en satt, að það getur munað 600 kr. (sex hundruð krónum) að kaupa hljóðkút undir Volkswagen-bifreið, og fer það eftir þvl hvort hann er keyptur hjá umboðinu Heklu h/f eða hjá lltilli verzlun inná Suðurlands- braut sem heitir Bllhlutir h/f og flytur inn varahluti i Volkswagen og Land/Rover-bifreiðar. t Heklu kostar hljóðkúturinn 2600 kr. með öllu tilheyrandi en ekkinema 1990 kr. hjá Bílhlutum. Og einn högg- deyfir undir VW kostar 1000 kr. hjá Heklu, að þvl er okkur var sagt þar I gær, en ekki nema 640 kr. hjá Bilhlutum. Og þetta eru alls ekki einangruð dæmi. Allir varahlutir i VW og Land/Rover, sem fást I Bilhlutum h/f eru til muna ódýrari en hjá Heklu, að visu aðeins mismunandi, en I öll- um tiifellum ódýrari. Við snerum okkur til eigenda verzlunarinnar Bilhluta h/f, þeirra Þorsteins Þorsteinssonar og Steingrims Björnssonar. Þeir sögðust báðir hafa verið starfs- menn Heklu h/f. en ákveðið að hefja sjálfstæðan verzlunar- rekstur með það fyrir augum að selja varahluti eins ódýrt og hægt væri, enda sögðust þeir hafa vitað að það var hægt að lækka verðið til muna. Aðspurðir um hvernig hægt væri að hafa verðið svona miklu lægra en hjá umboðinu sögðu þeir það liggja i hagkvæmum inn- kaupum og lægri álagningu. Þeir sögðust flytja allt inn sjálfir án milliliða og leggja eins litið á og hægt væri. Þeir sögðust einkum vera með undirvagns-varahluti, en þó sögðust þeir ekki hafa einskorðað sig við þá. Verzlunin hefur starfað i tvö ár, og sögðu þeir Steingrimur og Þorsteinn að við- skiptin færu sivaxandi enda spyrðist það fljótt út ef hlutirnir væru einhversstaðar á lægra verði en i umboðinu. Þess má til gamans geta, að álagning á bifreiðavarahluti var gefin frjáls af „viðreisnar- stjórninni” á slnum tima, en þegar verðstöðvunin var sett á var álagningin fest við þá prósentu sem hún var i hverri verzlun fyrir sig, án sam- ræmingar. Og hjá verðlagseftir- litinu fengum við þær upplýsingar, að meðalálagning á bifreiðavarahluti væri um það bil 50 til 60%. t sumum tilfellum hærri og I öðrum lægri, og færi það eftir verzlunum. — S.dór. Laust starf Rafmagnsveita Reykjavikur óskar eftir að ráða starfsmann til skrifstofustarfa. Æskilegt er að umsækjendur hafi Verzlunar- eða Samvinnuskólapróf eða sambærilega menntun. Um framtiðarstarf getur verið að ræða. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu Rafmagnsveitunnar, Hafnar- húsinu, 4. hæð. Umsóknarfrestur er til 30. marz 1973. ALÞÝÐUBANDALAGrt) Karl Jón Haukur ísafjörður og nágrenni Almennur stjórnmálafundur i dag 25. marz I Sjálfstæðishús- inu á tsafirði kl. 4 siðdegis.Karl Sigurbergsson alþingismaður, Haukur Helgason fulltrúi og Jón Snorri Þorleifsson ræða um landhelgismálið og stöðu rikisstjórnarinnar og verkalýðsmál. Alþýðubandalagið Borgarnesi Féíagsfundur verður haldinn kl. 3 i dag i húsi stéttarfélag- anna i Borgarnesi. Einar Olgeirsson veröur á fundinum og svarar spurningum. Kópavogsbúar Alþýðubandalagið i Kópavogi boðar til félagsfundar i Þinghól mánudaginn 26. marz 1973 kl. 20.30. Adda Bára Sigfúsdóttir vara- formaður Alþýðubandalagsins ræðir um stöðu rikisstjornar- Adda Bára Eðvarð innar °S landhelgismálið. Eðvarð Sigurðsson formaður Dagsbrúnar ræðir um samskipti verklýðshreyfingarinnar við rikisstjórnina. Eélaear.fiölmenhið og takið þátt i pólitisku starfi — Stjórnin. Suðurnesjamenn Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Suðurnesjum verður haldinn i Framsóknarhúsinu i Keflavik mánudaginn 26. marz og hefst kl. 20.30 Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum ræðir Svavar Gestsson ritstjóri um Þjóðviljann og svarar fyrirspurnum. Stjórnin. Breiðfirðingaheimilið h.f. Aðalfundur Breiðfirðingaheimilisins h.f. verður haldinn á Hótel Esju fimmtudaginn 26. april 1973 kl. 20.30. e.h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Reikningar félagsins (1972) liggja frammi, hluthöfum til athugunar 10 dög- um fyrir fundinn á skrifstofu félagsins, milli kl. 11-12 f.h. i Breiðfirðingabúð. Stjórnin. Söluskattur Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir febrú- armánuð 1973, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 26. þ.m. Dráttarvextir eru 11/2% fyrir hvern byrj- aðan mánuð frá gjalddaga, sem var 15. marz s.l., og verða innheimtir frá og með 27. þ.m. Fjármálaráðuneytið, 22. marz 1973.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.