Þjóðviljinn - 07.04.1973, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.04.1973, Blaðsíða 11
Laugardagur 7. apríl 1973. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 11 Fyrsta íslenzka landsliðið í borðtennis valið Eins og sagt var frá i Þjóð- viljanum i fyrradag fer fram landskeppni 1 borðtennis milli tslands og Færeyja um þessa helgi og verður leikið i Þórs- höfn i Færeyjum. -Landslið Islands hefur verið valið og er þannig skipað: Hjálmar Aðalsteinsson KR Ragnar Ragnarsson , Erninum Björn Finnbjörnsson Erninum Ólafur H. Ólafsson Erninum Jóhann ö. Sigurjónsson Erninum Birkir Þór Gunnarsson Erninum Gunnar Finnbjörnsson Erninum Jón Sigurösson IBK Hjálmar Aðalsteinsson :l_ Ólafur H. Ólafsson Gunnar Finnbjörnsson Fararstjóri verður Sveinn Áki Lúðvlksson. I tviliðaleiks- keppninni leika saman Ragnar og Jóhann — ölafur og Birkir — Hjálmar og Björn — Gunnar og Jón Sigurðsson. Þetta er fyrsta landskeppni Islendinga i borðtennis og þvi skipa þessir 8 menn fyrsta Is- lenzka Iandsiðið I þessari grein en slikt er alltaf dálitið sögulegt eins og menn vita. Það verður sannarlega fróð- legt aö sjá hver útkoman verður ur þessari fyrstu Ragnar Ragnarsson landskeppni okkar i borð- tennis. Við munum reyna að skýra frá úrslitum hennar I blaðinu á þriðjudaginn. Tveir leikir í litlu bikarkeppninni í dag Tveir leikir fara fram i Litlu bikarkeppninni I knattspyrnu I dag. A Akranesi leika heima- menn við Keflvlkinga en I Kópa- vogi leikur Breiðablik gegn ÍBH (FH). Sem stendur eru IA, tBH og IBK jöfn að stigum með 2 stig hvert lið. íslandsmótið 1. deild: Síðustu leikir KR og Víkings á þessu keppnistímabili Nú fer að siga á seinnihluta 1. deildarkeppninnar i handknatt- leik og annað kvöld leika tvö lið sina siðustu leiki I 1. deild á þessu keppnistimabili, Vfkingur og KR, og er þetta kveðjuleikur KR-ingar sem fallnir eru I 2. deild. KR leikur annað kvöld gegn Fram og þeim leik getur vart lyktað nema á einn veg, með stór sigri Fram. KR-Iiðið er löngu hætt æfingum og I siðasta leik liðsins örlaði ekki á nokk- urri baráttu hjá liðinu. Þar fyrir utan skipta tirslit þessa leiks engu mali fyrir liðin þar eð Fram hefur misst af lestinni i 1. deild og aðeins Valur og FH berjast um tslandsmeistaratit- ilinn. Hinn leikurinn er einnig þýð- ingarlaus þar eð Vikingur og Armann geta hvorki fallið né unnið mótið héðan af. Víkingur leikur þarna sinn sfðasta leik og að sögn getur svo farið að Jón Hjaltalin leiki með Vlkingi Þennan baksvip þekkja eflaust allir sem fylgjast með Is- lenzkum handknattleik. Einar Magnússon leikur á morgun sinn siðasta leik i 1. deild I ár og á þá möguleika á að verða markakóngur deildarinnar en sem stendur er hann marka hæstur með 91 mark. annað kvöld, en hann er kominn heim í páskafri. Þannig að þessir leikir hafa enga þýðingu og verður þvi tæp- lega mikil barátta né fjör I þeim. Úrslita- leikur- inn í 2. deild á Akur- eyri í dag? I dag fer fram afar þýðingar mikill leikur í 2. deildarkeppninni í hand- knattleik á Akureyri. Þá mætast Grótta og Þór frá Akureyri. Vinni Þór leikinn er liðið komið upp í 1. deild, en vinni Grótta þarf liðið að vinna KA á morgun og þar með væri Grótta komin upp í 1. deild. En vinni Grótta Þór í dag, en tapi fyrir KA á morgun þarf aukaleik milli Þórs og Gróttu á hlutlausum velli um hvort liðið fer upp. Þannig getur því farið að skorið verði úr því í dag hvaða lið fari upp í 1. deild í ár en öruggt er að það verður lið sem ekki hefur leikið þar áður. Jón Hjaltalín með Vlkingi á morgun? Hljómskála- °S Víðavangs- hlaup ÍR Hljómskálahlaup tR mun fara fram i 4. sinn á þessum vetri sunnudaginn 8. apríl. Hlaupið hefst á sama stað og vant er i Hljómskálagarðinum og hefst kl. 14. Hlaupið er eins og áður opið öilum, sem vilja spreyta sig i góðum félagsskap. Keppendur eru beðnir að koma eigi siðar en kl. 13.40 til nafankalls og númera- úthlutunar. Eftir reynslu fyrri hlaupa munu allir keppendur hafa komið i mark um kl. 14.20. Framhald á bls. 15. 1. deild kvenna Fallbaráttan í algleymingi A morgun fara fram 3 leikir I 1. deild kvenna I handknattleik og verður þá fallbaráttan I algleymingi. Fjögur liö af sex geta enn fallið, Armann, Breiðablik, Vlkingur og KR. En á morgun skýrast lfnurnar nokkuð. Valur leikur við Breiðablik og vinni Breiðablik leikinn er það sloppið úr fallhættunni og um leið er hætt við að Valur missi af lestinni I toppbaráttunni við Fram, sem leika á gegn Ármanni nema þannig fari að Framhald á bls. 15. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.