Þjóðviljinn - 17.04.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.04.1973, Blaðsíða 1
UOBVIUINN Þriðjudagur 17. april 1973— 38. árg. —91 tbl. KRO ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA í KRON irOTEK OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 7, | NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 2. SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3 SlMl 40102 Hér sjáum viö Björn Th. Björnsson listfræöing, og er myndin tekin þegar fyrra bindi ritverks hans íslenzk myndiist kom út árið 1964. Nú er siðara bindið komið út og við segjum frá þvi á bak- siðunni. Bretar senda 2 þúsund tonna dráttarbát Brezka stjórnin til- kynnti i gær, að hún hefði i hyggju að senda bráðlega stærri og meiri dráttarbát á íslandsmið að verja brezku tog- arana við veiðar innan 50 milna fiskveiðiland- helginnar, en eins og kunnugt er eru tveir Frh. á bls. 15 Heilbrigðis- þjónustan að lögum Stjórnarfrumvarpið um heilbrigðis- þjónustu var sam- þykkt sem lög frá alþingi i gær. 1 gær kom frumvarp það um heilbrigðisþjónustu, sem rikisstjórnin lagði fyrir þing og Magnús Kjartansson, heil- brigðis- og tryggingaráðherra hefur manha mest beitt sér fyrir, til 'endanlegrar af- greiðslu i neðri deild alþingis, eftir að efri deild hafði fjallað um málið og gert á þvi smá- vægilegar breytingar. Frum- varpið var samþykkt með 29 samhljóða atkvæðum. Enginn þingmaður greiddi atkvæði gegn málinu við endanlega af- greiðslu þess. Yfirlýsing Alþýðubandalagsins á þingi í gær: Brottför hersins og lokun Kanasjónvarps Alþýðubandalagið vœntir þess að viðrœður um endurskoðun herstöðvasamnings hefjist nú og sjónvarpssendingar jafnframt takmarkaðar við herstöðina Á eftir skýrslu utan- rikisráðherra i samein- uðu þingi i gær flutti Ragnar Arnalds, for- maður Alþýðubanda- lagsins, ræðu, þar sem hann fjallaði m.a. um þann þátt utanrikismál- anna sem lýtur að batn- andi sambúð þjóðanna og friðvænlegri heimi. Taldi hann að þjóðir, þótt smáar séu, geti miklu fengið áorkað til að draga úr spennu og koma á þiðu i alþjóða- samskiptum. Gilti það einnig um íslendinga, en okkar skerfur getur fyrst og fremst falizt i þvi að við losum okkur við erlendan her, her- stöð og hernaðarbanda- lag. Ragnar kvaðst fagna þvi ákvæði mál- efnasáttmála rikis- stjórnarinnar sem lýtur að brottför hersins og taldi það ákvæði ótvi- rætt. Nú bæri að setja þann þátt utanrikismál- anna á dagskrá til fram- kvæmda. Ragnar Arn- alds flutti þinginu eftir- farandi yfirlýsingu frá þingflokki Alþýðu- bandaiagsins um þetta efni: Frh. á bls. 15 Vestmannaeyjar: A sunnudaginn var unnið við vegarlagningu yfir rjúkandi heitt hraunið frá miðbænum að Skansinum og á að flytja bandarisku dælurnar miklu um þennan veg til að freista þess að kæla og hefta för hraunsins ef það byrjar að renna yfir hafnargarðinn, þar sem það hefur hlaöizt upp. Tvær ýtur sléttuðu heitt hraunið, og fjöidi vörubíla ók hverju hlassinu á fætur öðru af vikri ofan á það. (Ljósm. Þjóðv. vh) Vegarlagning á heitu hrauninu Á sunnudaginn var byrjað að leggja veg yfir heitt hraunið i Vest- mannaeyjum frá hraun- kantinum við Miðstræti i miðjum bænum i áttina að Skansinum, þangað sem fyrirhugað er að leiða sjódælur til kælingar á hrauninu ef það skyldi taka skrið á þvi svæði og inn i höfnina, að þvi er Þór- hallur ólafsson verk- fræðingur útskýrði. Enn hefur hraunið ekki runnið yfir hafnargaröinn neðan við Skansinn, og eins og er myndar hraunkanturinn stóran skjólgarð við hafnargarðinn og hefur i rauninni stórbætt innsiglinguna i austanstrekkingi. öll hraun- breiðan skriöur þó eitthvað fram daglega, þótt hægt fari, og aldrei er að vita, að áliti sérfræöinga, hvenær það tekur að renna hratt né þá hvar. Flakkarinn eldri virðist t.d. vera nok”kurnveginn á sama stað, en Sigurður Þórarinsson jarð- fræðingur sagði þó blaðamanni Þjóðviljans i Eyjum á sunnu- daginn, að þá hefði Flakkarinn runnið fram um þrjá metra. Mesta rennsli á hrauninu um helgina var i norðaustur, og lengdist tanginn þar sjáanlega talsvert frá þvi að blm. Þjóð- viljans sigldi fyrir með Lóðsinum á sunnudag þar til ferðin var endurtekin um kvöldið. Þeir a Lóðsinum höfðu þá lika t'anð sömu leið á laugardag og hcn'ðu Frh. a bls t j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.