Þjóðviljinn - 17.04.1973, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.04.1973, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 17. aprn 1973. K.R.R. Í.B.R. MELAVÖLLUR Reykjavikurmótið — meistaraflokkur Skákþing íslands í dag kl. 19,30 leika ÞRÓTTUR - ÍBV Mótanefnd M/S „GULLFOSS” fer frá Heykjavík miövikudaginn 18. april til lsafjaröar. Vörumóttaka á mánudag 16. aprn og til hádegis þriöjudag 17. april I A-skála 3. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Frá Barð- strendingafélaginu Hin árlega skirdagsskemmtun fyrir Barð- strendinga 60 ára og eldri, verður i Félagsheimili Langholtssafnaðar og hefst kl. 13.30. Verið velkomin! KVENNANEFND BARÐSTRENDINGAFÉLAGSINS Y f irlæknisstaða við Sjúkrahúsið á Blönduósi Yfirlæknisstaða við Sjúkrahúsið á Blöndu- ósi er laus til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa staðgóða menntun i lyflæknis- fræði. Umsóknir stilaðar til stjórnar Sjúkrahússins á Blönduósi skulu sendar skrifstofu landlæknis fyrir 15. mai næst komandi. Staðan verður veitt frá 1. júni 1973. Stjórn Sjúkrahússins á Blönduósi AKRANES Umsjónamaður Starf umsjónarmanns iþróttavallarins á Akranesi er hér með auglýst laust til um- sóknar. Umsóknir, ásamt upplysíngum um umsækjendur sendist undirrituöum fyrir 27. aprfl nk. Bæjarstjóri Skákþing Islands hófst á fimmtudaginn var. Teflt er i landsliðsflokki, meistaraflokki. I. flokki. II. flokki og unglinga- flokki. 1 landsliðsflokki eru Guðmundur Ágústsson, Ingvar Asmundsson, Jón Torfason, Björn Sigurjónsson, Ólafur Magnússon, Jónas Þorvaldsson, Freysteinn Þorbergsson, Magnús Só1mundarson, Bragi Halldórsson, Kristján Guömundsson, Július Frið- jónsson og Stefán Þormar Guðmundsson. Fjórir þeir siðast- töldu keppa nú i fyrsta sinn i landsliösflokki. Þar sem ég hef vanið mig á að spá fyrir um úrslit þeirra skák- móta sem ég fjalla um þá ætla ég að gera það einnig i þetta sinn. Liti maður á nafnalistann sést að ýmsa af sterkustu skákmönn- um landsins vantar. Þar má nefna Friðrik Ólafsson, Guðmund Sigurjónsson, Jón Kristinsson og Björn Þorsteinsson. Þess vegna tel ég að keppnin verði mjög jöfn. Liklegastan til sigurs tel ég þó Ólaf Magnússon. Hann hefur einu sinni sigrað i landsliðsflokki, og- á ólympiu- mótinu i fyrra stóð hann sig ágæt- lega. 1 öðru sæti tel ég að verði Ingvar Ásmundsson og þriðji Magnús Sólmundarson. Þetta eru mjög reyndir skák- menn, en vist er að nýliðarnir munu velgja þeim undir uggum, og þá sérstaklega Bragi Halldórsson sem er nú búinn að vinna Magnús Sólmundarson. Staðan i landsliðsflokki eftir 4 umferðir er þessi: 1-4. Bragi Halldórsson 2 1/2 v og ein biðsk. Ingvar Ásmundsson 2 1/2 og ein biðsk. Kristján Guðmundsson 2 1/2 v. og Ólafur Magnússon 2 1/2 v. 1 hinum flokkunum hafa færri umferðir verið tefldar. 1 meistaraflokki eru efstir eftir 3 umferðir þeir Þórir Ólafsson, Harvey Georgsson og Jóhannes Lúðviksson með 3 vinninga. Hér kemur svo ein skák sem tefld var i þriðju umferð i lands- liðsflokki. Þar eigast við þeir Bragi Halldórsson og Jón Torfason. Jón er þekktur fyrir þraut- seigju mikla og sérkennilegan skákstil. Honum lætur vel að tefla þröngar stöður, og hýrnar hann stöðugt eftir þvi sem staðan verður þrengri. Þá segir hann að andstæðingnum hætti til að verða kærulaus, og þá er Jón fljótur að snúa taflinu sér i hag. Ein sú mesta vitleysa sem hægt er að gera þegar teflt er við Jón er að fórna peði. Hann gripur þannig gjafir fegins hendi, og þar sem hann er mjög úrræðagóður i vörn, verður útkoman oft sú að lið skiptist upp og Jón kemst i enda- tafl með einu peði meira. En nú er bezt að snúa sér að skákinni. Þar sem Jón hafði svart var að sjálfsögðu tefld Caro-Kann vörn, en hún er með þeim þrengri sem tefldar eru. Hvitt: Bragi Ilalldórsson Svart: Jón Torfason. Caro —Kann. L e4 c6 2. dl d5 i CRÉME ! FRAÍCHE JWeð ávöxtum í eftirrétti Blandið smátt skornum ávöxtum og sjrð- um rjóma í ábœtisglös. Frískandi eftir- réttur, sem strax ncer hylli fjölskyldunnar. MJÓLKURSAMSALAN I REYKJAVÍK UMSJÓN: JÓN G. BRIEM 3. Rf3 dxe4 4. Rxe4 Bf5 5. Rg3 Bgti 6. Rf3 Dc7 7. h4 h6 8. Re5 Hér er venjulega leikið h5 og siðan Bd3, en Bragi vill sneiða hjá algengasta afbrigðinu. 1 þessari skák reynist leikurinn vel og er það m.a. vegna þess að Jón lék i 6. leik Dc7 i stað þess að leika Rd7. 8. Bh7 9. Bd3 BxB 10. DxB Rd7 11. Bft Rxe5 12. BxR Da5 13. C3 e6 14. b4 I)d5 15. 0-0 0-0-0 22. Kfi e5 23. b5 Dg4 Svartur virðist búinn að ná allgóöum sóknarmöguleikum, en eins og sjá má af framhaldinu á hvitur auðvelt með að hrinda sókninni. 24. f3 Hhl 25. Bgl Dc8 26. bxc6 Dxc6 27. d5 Dc7 28. Ke2 Hvitur hefur nú betri stöðu og leggur einfalda svartan. gildru fyrir 28. Da5 29. Bxa7 Dxa7 30. Hxll Dxa2 31. Rd2 Re7 32. Hb5 Bc7 33. c4 Rc6 34. dxR Nú hótar svartur augljóslega DxB 16. Hfcl f6 17. Bf4 g5 18. hxg hxg 19. Be3 Dd7 Þessu er leikið m.a. til þess að geta leikið biskupnum út, þvi ef svartur léki strax Bd6 kæmi c4. 20. Ilabl Bd6 21. Re4 Kb8 Þetta er skemmtileg drottningarfórn, en hvitur gat auðveldlega unnið án hennar. 34. HxD 35. Hxb7 Kc8 36. KxII Da3 37. Ke2 e5 38. Hh8 Bd8 39. Hd7 exf3 40. gxf3 Da5 og gafst upp um leið. JónG. Briem. Nýr formaður Blaðamannafélags Islands: Bjarni Sigtryggsson, frá Alþýðublaðinu Athuguð aðild prófarkalesara að félaginu. — Félagsmenn um 100 Bjarni Sigtryggsson, Alþýöu- blaöinu, var kjörinn formaður Blaöamannafélags islands, á aöalfundi félagsins sem haldinn var á sunnudag. Elias Jónsson gegndi formennsku áöur, en for- mannsstarfiö gengur á milli blaö- anna og sjónvarps og útvarps. Aörir i stjórn Blaöamannafélags- ins eru: Atli Steinarsson, Morg- unblaöinu, Elias Jónsson, Timan- um, Arni Gunnarsson, útvarpinu, og Eiöur Guönason, sjónvarpinu. Varamcnn i stjórn eru: Arni Bergmann, Þjóöviljanum, Edda Andrésdóttir, Vísi og Friöa Björnsdóttir, Timanum. 1 launamálanefnd voru kjörnir: Magnús Finnsson, Mbl., Friða Björnsdóttir, Timanum, Sigurjón Jóhannsson, Þjóðviljanum, Giss- ur Sigurðarson, Alþ.bl., Haukur Helgason, Visi. 1 stjórn menningarsjóðs BI voru kosnir tveir Morgunblaðs- menn, Sverrir Þórðarson og Magnús Finnsson, og Kári Jónas- son, Timanum. Formaður félagsins, Elias Jónsson, setti fundinn. Minntist hann Sigurðar Guömundssonar, ritstjóra, sem er nýlátinn. Sigurð- ur var einn af stofnéndum Blaða- mannafélags Islands og bar fé- lagsskirteini númer 3. 1 skýrslu formanns kom fram, að félagar eru nú um 100 talsins. Langflestir eru blaöamenn á Morgunblaðinu, en alls starfa fé- lagar Bt á 8 vinnustöðum, 5 dag- blöðum, Vikunni, hljóðvarpi og sjónvarpi. 1 sumar verður haldið hér á landi þing Norrænna blaða- manna. Koma þá 19 norrænir blaðamenn hingað. Á siðasta ári var þremur málum visað til siða- reglunefndar Blaðamannafélags- ins. \ Bjarni Sigtryggsson Samþykkt var tillaga frá Svavari Gestssyni um að beina þvi til stjórnar félagsins að at- huga hvernig prófarkalesarar gætu orðið félagsmenn. Þá var samþykkt tillaga Valdimars Jó- hannessonar um að efnt verði til sérstaks fundar um lifeyrissjóðs- mál blaðamanna og tillaga frá Ingva Hrafni Jónssyni um að efna til almenns blaðamannafundar innan skamms um ýmis félags- mál blaðamanna. Kosin var laga- nefnd til þess að endurskoða lög Blaðamannafélags íslands. A fundinum flutti Andrés Kristjánsson, ritstjóri, skýrslu um stöðu Lifeyrissjóðs Bt og Magnús Finnsson, blaðamaður, gerði grein fyrir afkomu Finsens- sjóðs, orlofsheimilissjóðs, menn- ingarsjóðs og minningarsjóðs Hauks Snorrasonar. Fundurinn stóó i f jórar klukku- stundir, og urðu miklar umræöur um málefni Blaðamannafélags- ins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.