Þjóðviljinn - 17.04.1973, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.04.1973, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 17. april 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Börnin I Jaftaldai hafa varla séð brauð, hvað þá kjöt, í þrjii ár. Þau nærast að mestu á grösum og berj- Kóngurinn lœtur þjóð sína svelta Afganistan er iand sem sjaldan er i fréttum. Þetta einangraöa fjallaland er eitt af þeim ríkjum þar sem miðaldir eru hvað lifseigastar — vottar þar varla fyrir mannréttindum af neinu tagi. Að undanförnu hefur endur- tekinn uppskerubrestur skapað mikla hungursneyð i landinu. Talið er vist að hundruð þúsunda manna hafi soltið i hel, einkum i norður- héruðum landsins. Mikið magn af hveiti og öðrum mat- vælum hefur verið sent til Afganistan frá öðrum löndum, en mest hefur það horfið i hit spilltra embættismanna. Mikið af matvælunum hverfur strax i höfuðborginni, Kabúl, og er selt þar á svörtum markaði. Og það hveiti sem kemst út i sveitir er kannski selt rikum spekúlöntum —• seljandinn er kannski enginn annar en lögregluforinginn i héraðinu. Köngurinn, Zahir Shah, hefur ekkert gert til að linna þjáningar þegna sinna. Sjálfur veit hann ekki hvort hann ræður yfir 17 miljónum þegna eða 9 miljónum — manntal hefur aldrei farið fram. Ein afleiðing hungursins er að margir foreldrar hafa selt kornungar dætur sinar hór- körlum i Kabúl fyrir 400-600 krónur. Vinátta hefur lengi verið mikil milli Þýzkalands og Afganistans og Vestur-Þjóð- verjar veita landinu mikla efnahagsaðstoð. Þeir hafa m.a. þjálfað lögreglu landsins — með þeim eina árangri, segir blaðið New York Times, að hún hefur i raun orðið „bezt skipulögðu glæpasamtök landsins”. Ný pólitísk kvikmynd Gavrasar: Meðal borgarskæru- liða í Suður-Ameríku Gríski leikstjórinn Costa- Gavras hefur hlotið heims- frægð fyrir pólitískar kvik- myndir sinar. „Z" fjallar um pólitískar ofsóknir í heimalandi hans og „Játningin" um stalínsk réttarhöld í Tékkóslóvakíu. Báðar þessar myndir byggja á heimildum — sem og síðasta mynd Gavrasar, sem heiti.r „ósýnileg uppreisn". I þeirri mynd hefi ég ekki fundið neitt upp sjálfur, segir leik- stjórinn. Eins og i fyrri myndunum fer hinn þekkti vinstrisinnaði franski leikari Yves Montand með aðal- hlutverkið i „Ösýnileg uppreisn”. Beint tilefni var það, að Tupamaros-skæruliðar i Uruguay tóku af lifi gisl sem þeir höfðu tekið — Mitrione nokkurn, sem mun hafa verið á snærum CIA. Lýsir myndin baráttu borgar- skæruliða i Suður-Ameriku gegn pólitisku kerfi, sem byggir á lögreglusveitum, skóluðum af Bandarikjamönnum. Montand fer með hlutverk Mitriones, sem i myndinni heitir Santore. Skæruliðar handtaka hann, og lögreglan fer á stúfana, leitar um alla borgina að honum handtekur grunaða og pyntar þá til sagna. Á meðan halda skæru- liðar réttarhöld yfir Santore i kjallara einum. Þeir hafa safnað gögnum um að hann er alls ekki sá „starfsmaður við þróunar- aðstoð sem hann þykist vera” heldur háttsettur embættismaður i leynilögreglunni, sem tekur þátt i að kenna suðuramriskum lögreglumönnum að berjast við skæruliða — og meðal annars þá kúnst að pina menn til sagna. Skæruliöar handtekið bandaríska lögregluforingjann (Yves Montand) JÓHANNES ÚR KÖTLUM LJÓÐA- SAFN Ný útgáfa af Ijóðum Jóhannesar úr Kötlum. Þrjú bindi eru komin út. Bí bí og blaka Álftirnar kvaka Verö ib. kr. 650 + söluskattur Ég læt sem ég sofi Samt mun ég vaka Verð ib. kr. 650 + sölusk. Hrímhvíta móðir Hart er í heimi Verð ib. kr. 800 + sölusk. i undirbúningi 4. bindi: Mannssonurinn Eilífðar smáblóm HEIMSKRINGLA Laugavegi 18. NÝ PAPPÍRSKILJA ERNEST FISCHER UM LIST- ÞÖRFINA Þorgeir Þorgeirsson þýddi Bók þessi kom fyrst út árið 1959, en hefur siðan verið gefin út mörgum sinnum, breyttog endurbætt, og verið þýdd á ýmis mál. Höfundurinn, Ernst Fischer, var austurriskur — rithöfundur, skáld, stjórnmálamaður. Ilann ritaði allmargar bækur um list og bókmenntir og er vafalaust mcð fremstu listgagnrýnendum sam- tiðarinnar. 244 bls. Vcrð kr. 350 + sölusk. Bók þcssi er fyrsta féiagsbók Máls og menningar á árinu. Tvær aðrar félagsbækur koma á næstunni: ALBERT MATHIEZ: FRANSKA BYLTINGIN, síðara bindi og MANNKYNSSAGA (fornöldin) eftir ASGEIR HJARTARSON (endurprentun) MÁL OG MENNING, Laugavegi 18

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.