Þjóðviljinn - 17.04.1973, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.04.1973, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINNl Þriöjudagur 17. apríl 1973. Valur sigraði IR 18:12 í síðasta leik sínum í mótinu og hlaut þar með íslandsmeistaratitilinn eftir 18 óra hlé. Sé litið á markatöflu mótsins kemur í ljós að markahlutfall Valser betra en dæmi eru um síðan farið var að leika ó stórum velli VALUR ÍSLANDSMEISTARI Loks eftir 18 ára hlé varð Valur íslandsmeistari i 1. deild karla er liðið sigraði ÍR með sömu yfir- burðum og önnur lið i vetur er liðin mættust á sunnudagskvöldið i næst siðasta leik mótsins, en lokatölur leiksins urðu 18:12. Þessi sigur Vals- manna i mótinu kemur engum á óvart sem fylgzt hefur með islenzkum handknattleik sl. 3-4 árin. Liðið hefur allan þann tima verið eitt okkar allra sterkasta lið þótt þvi hafi ekki tekizt að vinna mótið fyrr en nú. En i vetur hefur liðið svo verið i algerum sérflokki. Eftir 2 töp fyrst í mótinu hefur sigurgangan verið óslitin, og hefur Valur unnið alla sina leiki með yfirburðum; minnsti munur var 3 mörk gegn FH, en sá mesti 14 mörk gegn Ármanni. Margir spáðu þvi, að leikurinn við ÍR á sunnudaginn yrði Valsmönnum erfiður með tilliti til leikja þessara liða undanfarin ár, en Valsmenn hrisstu af sér alla ,,íR-komp!exa” og taugaóstyrk og lék eins og sá sem valdið hefur, var hinn öruggi sigurvegari allt frá byrjun til enda. Það lék aldrei neinn vafi á því hvort liðið myndi sigra, aðeins spurningin um hve stór sigur Vals yrði. Þetta Valslið er tiltölulega ungt, og margir spá þvi nú glæstri framtið eftir að þvi tókst að brjóta múrinn sem umlukið hefur FH og Fram sl. 15 ár hvað viðkemur íslandsmeistaratitlinum, en þau hafa skipzt á um að vinna titilinn allt siðan 1959. Rétt aðeins fyrstu minútur leiksins virtist gæta tauga- óstyrks hjá Valsmönnum, og það var ekki fyrr en eftir 7 minútur að þeim tókst að jafna 1:1, en Vilhjálmur Sigur- geirsson skoraði fyrsta mark 1R strax á fyrstu minútu. Og það var fyrirliði Vals Gunnsteinn Skúlason sem það gerði, og hann átti eftir að koma heldur betur við sögu i þessum leik. Hann var bezti maður liðsins og skoraði 3 fyrstu mörkin fyrir Val. 2:1, 3:1, og eftir að Bergur hafði skorað 4:1 úr vitakasti var ekki lengur spurning um hvort liðið myndi vinna leikinn. Það hefur engu liði tekizt að vinna upp 3ja marka forskot Vals i vetur. Stefán Gunnarsson bætti svo 5. markinu við þegar liðnar voru 20 minútur, og i leikhléi var staðan orðin 8:3 Val i vil. Ólafur H. Jónsson og Agúst ögmundsson bættu sitt hvoru markinu við i byrjun siðari hálf- leiks staðan 10:3 og 9 minútur liðnar af hálfleiknum. Þá tóku IR-ingar aðeins við sér og skoruðu 3 mörk i röð án þess að Frh. á bls. 15 Þórarinn Eyþórsson þjálfari Vals: Flestir eru með 98% æfingasókn og þetta er árangur þess ,,t fyrra ætluöum viö okkur aö fá júgóslavneskan þjálfara til Vals, en á sföustu stundu brást þaö. Okkar ágæti þjálfari Reynir ólafsson haföi óskaö eftir þvl aö hvila sig frá þjálfun í vetur, þannig aö viö stóöum uppi þjálfaralausir i fyrrahaust. Viö settumst þá og ræddum málin, og útkoman varö sú aö ég stjórnaöi æfing- um liösins, og menn geröu allir sitt bezta til aö þetta mætti takast hjá okkur I vetur. Nú, menn stóðu sannariega við þetta, og sem dæmi get ég sagt þér aö nær allir leik- mennirnir eru meö 98% æfingasókn i vetur, en þeir örfáu sem ekki náöu þvi eru með um 85 til 90% æfingasókn. Frh. á bls. 15 Þórarinn Eyþórsson þjálfari. Gunnsteinn Skúlason fyrirliði Vals „Við höfum allir verið samtaka í að ná þessu marki” Það var að vonum gleöi og giaumur í búningsklefa Vals- manna eftir leikinn viö IR, og margir þurftu að óska Vals- mönnum til hamingju meö sigurinn. En f aUri örtrööinni náöum viö aðeins tali af Gunn- steini Skúlasyni fyrirliöa Vals og landsliðsins og spuröum hann fyrst hverju hann þakkaöi þennan sigur I mótinu öðru fremur. — Kannski fyrst og fremst liinum mikla samhug sem rlkt hcfur i liöinu um aö ná þessu tnarki. Þar hafa allir veriö sem einn maður og unnið markvisst að þessu. Þá vil ég þakka þetta góðri þjálfun og samstarfi þeirra manna sem staðið hafa með okkur i þessu i vetur. Hvað við kemur okkur sjálfum i leikjunum, þá hefur Frh. á bls. 15 Gunnsteinn Skúlason fyrirliöi Vals. tslandsmeistarar Vals I handknattleik. Fremri röö f.v.: Guömundur Haröarson þrekþjálfari, Stefán Gunnarsson, Jóhann Ingi Gunnarsson, Jón Breiöfjörö, Gunnsteinn Skúla- son fyrirliöi, Ólafur Benediktsson, Bergur Guönason Jón Karlsson, Ágúst ögmundsson og|Jón Jónsson. Aftari röö f.v.: Þórarinn Eyþórsson þjálfari, Reynir „Patton” ólafsson aö- stoöarþjálfari, Gísli Gunnarsson, Torfi A'sgeirsson, Jón Agústsson, ÞorbjörnGuðmundsson, GIsli Blöndal, ólafur H. Jónsson, Björgvin Guömundsson, Ólafur Guöjónsson, Geiraröur Geirarösson liösstjóri, Þóröur Guömundsson formaöur handknattleiksdeildar Vals og Þóröur Þorkelsson formaöur féiagsins. (Ljósm. Gunnar Steinn.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.