Þjóðviljinn - 17.04.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.04.1973, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 17. aprll 1973. 'TíJlllHJr VERÐTRYGGT HAPPDRÆTTISLÁN RÍKISSJÓÐS SKULDABRÉFB SEÐLABANKI ÍSLANDS IÐNFRÆÐSLURAÐ TANNSMIÐI Réttindaveitingar Menntamálaráðherra hefur með reglu- gerð nr. 323/72, samanber auglýsingu i 66. tölublaði lögbirtingablaðsins 1972, gert tannsmiði að löggiltri iðngrein. Þeir einstaklingar, sem æskja réttinda i tannsmiðaiðn skulu senda iðnskýrslur ásamt tilheyrandi vottorðum til Lands- sambands Iðnaðarmanna fyrir 1. mai n.k. Iðnskýrslur eru afhentar hjá Lands- sambandi Iðnaðarmanna og Iðnfræðslu- raði. Reykjavik 11. april 1973. Iðnfræðsluráð Kennarar — Kennarar Á Akranesi eru lausar stöður sem hér seg- ir frá 1. sept. n.k. Tvær stöður við Gagnfræðaskólann, kennslugreinar: islenzka, danska, enska. Við barnaskólann: tvær almennar kenn- arastöður og staða söngkennara. Auk þess er laus iþróttakennarastaða fyrir stúlkur við báða skólana (ein staða). Umsóknarfrestur er til 20. mai n.k. Upplýsingar gefa skólastjórarnir: Sigurður Hjartarson simi 1603 og Njáil Guðmundsson simi 1452. Fræðsluráð Akraness FRÁ BORGARBÓKA- SAFNI REYKJAVÍKUR Borgarbókasafn Reykjavikur og öll útibú þess verða að venju lokuð frá skirdegi til annars páskadags að báðum dögum með- töldum. In memorian Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor Minningargreinar segja einatt meira um þann sem skrifar en hinn sem er látinn. Svo er hér, en þær eru ekki ómerkari fyrir það. Þegarég i reiðileysi ráfaði inn i islenzk fræöi i háskólanum, þá var ég enn ekki með öllu laus við þá gráthlægilegu heimsku unglinga, að kennarar almennt séu þeirra óvinir og sitji i kvala- losta sinum um hvert tækifæri til að hrekkja og skrekkja nemendur, möo. ná sér niðri á þeim. En það voru fleiri þess sinnis i þeim hóp, sem ég gekk inn i, þótt eldri væru. Það var ekki allt guðsorö, sem sagt var um prófessorana. Ég heyrði þvi fljótlega ýmislegt misjafnt um Steingrim. Hann átti að vera smásmugulegur, hann átti að vera móðgunargjarn og jafnve! leggja menn i einelti fyrir yfirsjónir, hann nennti ekki að skrifa kennslubækur, en vildi nota nemendur eins og diktafóna. Steingrimur var aldrei aðal- kennari minn fremur en aðrir prófessorar, af þvi ég leiddist út á brautir, sem eiginlega voru ekki til i kerfinu. Samt kom að þvi, að ég þurfti að leita einslega til þessa voðamanns. Ég kom til hans i Turnherbergið bak við hátiðasalinn. Þar voru harð- fiskroö i bréfakörfu, svo ég þóttist sjá, hvað proffi maulaði með vinnu sinni. Ég ofgeri ekki þótt ég segi, að ég hafi ekki með öllu orðið samur maður eftir þessa fyrstu persónu- legu kynningu. Eftir að hafa einu sinni leitað til Steingrims, var eins og hann ætti i manni hvert bein. Ég hef ekki sagt slikt áður og ég býst varla við að segja það seinna, en einlægari og mér liggur við að segja hömlulausari velvild i garö nemenda sinna hef ég ekki fyrirhitt hjá nokkrum manni. Einstök dæmi þess er óhægt að telja, þvi að þetta var sifelld umhyggja, næstum móðurleg. Barnaskólamarxistar og of- sóknarbrjálæðingar gætu ályktað, að hér hefði verið á ferðinni slunginn fulltrúi Kerfisins, útvalinn til að slæva baráttuanda stúdenta. Það mætti til sanns vegar færa, að Stein- grimur væri tákn einhvers kerfis, en það var þá amk. ómeðvitað, og með þvflíkum rökum mætti þá fullyröa, að mæöur okkar væru gagngerir útsendarar heimsauð- valdsins. Það sem heimsglaðir stúdentar kölluðu smámunasemi hjá Stein- grimi, var hans einstaka vand- virkni, heiðarleiki og nostur. Það er álitamál, hvort slikt getur ekki gengið út i öfgar. Amk. kom Steingrimur færri góðum hlutum frá sér á þrykk en samsvaraöi hans firnamiklu þekkingu, vegna þess arna. Þetta mættu ýmsir ónefndir fræðimenn hugleiða. Það sem kallað var móðgunar- girni hjá Steingrimi, var út af fyrir sig rétt. Ef honum mislikaði, þá mislikaði honum. Og hann fékk ekki leynt þvi eða vildi ekki leyna þvi, af þvi hann var ein-, lægur maður. Hinsvegar var hon- um alveg jafnannt um þá nemendur, sem honum sárnaði við, eftir sem áður. A það bar aldrei skugga svo ég viti. Uppskriftafyrirkomulagið var okkur heilagt baráttumál á sinum tima. En hér kom aftur til sögu hin ólýsanlega vandvirkni Stein- grims. Honum fannst þetta ekki vera mikið annað en rannsóknir á byrjunarstigi, sem hann var aö segja okkur frá. Hann vildi ekki fara að gefa neitt hálfkarað út á þrykk. Við i ungæöishætti okkar vildum hinsvegar bara fá allan sannleikann og ekkert nema sannleikann — þann sem þurfti til prófs. En soddan hugarfar var Steingrimi viðs fjarri. Menn áttu að púnkta upp það sem hann sagði og glugga svo sjálfir með gagnrýnishugarfari i þær til- visanir, sem hann gaf, fram til næsta fyrirlesturs. Hér má segja, að Steingrimur væri á vissan hátt úr takti við timann. Lánamál og námslauna- mál stúdenta voru þá i margfalt meira ólestri en nú. Mikill hluti þeirra varð að vinna með námi og hafði bókstaflega ekki tóm til að fara eftir hinu ideala kerfi Steingrims. En lifskjarakapp- hlaup þess tima var Steingrimi framandi. Hann lagði allt annað gildismat á lifsgæði, mat sem kannski er meira i ætt viö fram- sæknari menn dagsins i dag. Steingrimur var prófstjóri i háskólanum langa hrið á seinni árum. Og sú stjórn held ég sé einsdæmi i veröldinni. Þar sýndi sig umhyggja hans fyrir öllu þvi sem lifsanda dregur, jafnvel prófhræðum. Hann gerðist ek. servus servorum. Menn fóru að hlakka til að taka próf. Það var tekið á móti manni með ferskum blómum og músik á hverjum morgni. Oftast var Bach talinn góður streitueyðari, þegar prófhræðurnar lötruðu upp klukkan að verða 9. Þó var hér margs að gæta. Steingrimur var indælis músikunnandi og kunnandi. Hann fór i öll fimm skiptin, sem 9. sinfónia Beethovens var flutt hér um árið. „Þetta er svo mikill skáld- skapur”, sagði hann. Þessvegna var það td. eitt sinn, að þegar við- skiptafræðinemar voru að taka próf i ensku, þá hljómaði á móti þeim „Skozka sinfónian” eftir Mendelssohn. Fundvisir menn sáu, að skozka var auðvitað af- brigði ensku, Skotar eru þekktir sem aðgætnir menn i fjármálum, og Mendelssohn var gyðingur. Hvað gat átt öllu betur við prófsefnið? Eitt kynni óinnvigðum að koma á óvart i bland við þennan virðu- lega mann, en það var hans eftir- hermugáfa. Smæð hinnar islenzku þjóðar veldur þvi kannski, aö þessi sérstaka kúnst er útbreiddari og vinsælli hér en annarsstaðar. Ég sá td. aldrei þennan Arna Pálsson, en hef heyrt mikið gott af honum látið og séð ófáa reyna að herma eftir honum. Ekkert af þvi passaði við aðrar lýsingar, nema þegar Steingrimur hrissti kinnar sinar (sem voru samt ólikt smærri en á gamla manninum). Þá fannst mér geta séð eitthvað fyrir mér af þessum fræga Arna Pálssyni prófessor. Fróðari menn segja mér, að þetta sé rétt. Að lokum. Ég hef séð i öðrum greinum, að Steingrimur hafi verið maður hámenningar. Ekki veit ég beint hvað það orð skal þýða, en hann var amk. sinni menningarskynjun samkvæmur. Hann t.d. þéraði ævinlega nemendur sina. Sumir frussuðu útaf þessu, en hjá Steingrimi var þetta engin uppgerð, heldur hans viðhorfi inngróið. En hann hafði þann sið, að daginn sem menn luku lokaprófi, þá bað hann hina nýbökuðu (eftir að lesnar höfðu verið upp einkunnir) að koma með sér út á Oddagötu 4. Þar reiddi hann fram veigar, sem i þann tið voru ekki á hvers manns borði: överste BrSnnvin eða Linie-Aquavit. A ákveðinni stundu skálaði hann formlega við okkur og bauð okkur dús. Þá fyrst fannst mér ég vera orðinn cand. mag, i islenzkum fræðum. Arni Björnsson Þriðja bindi Ijóðasafns Jóhannesar Heimskringla hefur gefið út þriðja bindi ljóðasafns Jó- hannesar úr Kötium, sem byrjað var að gcfa út i fyrra. Þar eru tvær ljóðabækur, Hrimhvita móðir.sem fyrst kom út 1937 og Hart I heimi.sem kom út 1939. Fyrri bókin geymirsvip- leiftur úr sögu þjóðarinnar, gagn- sýrð róttækri söguskoðun Jóhannesar — og lýkur á hinu þekkta kvæði um Þegna þagnar- innar. Hart er i heimi ber um margt merki þess að uggvænlegt er i heimi, fasismi læðist að, striö er yfirvofandi. Þá hvetur Jóhannes til nýrrar herferöar „móti dýrseðlinu, kúgun þess og grandi” og spáir i kvæðinu Hvað nú ungi maður?: — Þegar lif þitt skin af fögnuði yfir frelsi allra manna/þá fyrst hefurðu sigrað þina guði-og eign- azt heiminn. Jóhannes úr Kötlum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.