Þjóðviljinn - 17.04.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 17.04.1973, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 17. apríl 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Yalur Framhald af bls. 10. Valsmenn svöruðu fyrir sig og staðan 10:6. En þá fór Vals-liðið aftur i gang og staðan breyttist i 15:6, 9 marka munur, og þá var stjörnunum skipt útaf hjá Val og inn komu hinir yngri og óreyndari. Þeim tókst ekki að halda þessu stóra forskoti, og munurinn minnkaði niður i 5 mörk 16:11, en svo skoruðu þeir Jóhann Ingi og Jón Jónsson sitt markið hvor og staðan varð 18:11, en siðasta markið átti Ágúst Svavarsson, þannig að leiknum lyktaði 18:12. Miðað viö hve taugaóstyrkir Valsmenn voru á dögunum gegn Armanni, áttu menn sannarlega von á að þeir yrðu enn verri að þessu sinni. En fyrirliði Vals Gunnsteinn Skúlason virtist ekki finna fyrir neinni tauga- spennu og skoraði 3 fyrstu mörkin fyrir Val og gaf félögum sinum þannig tóninn, og virtist þar með öll taugaspenna fokin út i veður og vind. Að minum dómi var Gunnsteinn i sérflokki að þessu sinni, hinn öruggi fyrirliði sem leiddi lið sitt til glæsilegs sigurs i leiknum og mótinu. Olafur H. Jónsson átti einnig góðan leik að þessu sinni, en hann var eltur allan leikinn eins og vant er, en skoraði þó mörk og fiskaði vitaköst. Annars er hægt að telja allt liðið upp og hæla hverjum og einum. Þetta er svo jafnt að mjög erfitt er að gera upp á milli leik- manna, þar er stjarna i hverju sæti og ekki færri en 7 landsliðs- menn og sá 8. Bergur Guðnason sem er fyrir löngu i landsliðs- klassa, þótt hann hljóti ekki náð fyrir augum landsliðsnefndar nú frekar en fyrri daginn. Það er fyrir löngu viðurkennt að Valsvörnin sé sú bezta sem nokkru sinni hefur verið til i islenzkum handknattleik, og þar i liggur höfuðstyrkur liðsins ásamt markvörzlunni hjá Ólafi Benediktssyni. En menn mega ekki gleyma sóknarleik liðsins á kostnað varnarinnar. Liðið hefur skorað 282 mörk sem er 3ja hæsta skor liðs i mótinu. Vikingar eru hæstir með 299 mörk, FH 286, og siðan Valur, þannig að sóknarleikur Vals er ekki siður góður en þessara stórskyttuliða. ÍR-liðið lék ágætlega vel i þessum leik, en það átti bara við ofurefli að etja. Gerðu IR-ingar þó allt sem þeir gátu til að sigra Valsmenn eins og sést á þvi, að þeir settu mann til höfuðs Ólafi H. Jónssyni. Einna bezt kom Vilhjálmur Sigurgeirsson frá leiknum, en Ágúst og Brynjólfur áttu einnig ágætan leik. Mörk Vals: Gunnsteinn 6, Bergur 3, Stefán 3, Gisli, Ólafur, Agúst, Jón K, Jón Jónsson og Jóhann Ingi 1 mark hver. Mörk 1R: Agúst 4, Brynjólfur 3, Vilhjálmur 2, Gunnlaugur 2, og Þórarinn 1 mark. —-S.dór. Gunnsteinn Framhald af bls. 10. vörnin og markvarzlan verið okkar sterkasta hliö og örugglega sá þátturinn i leik okkar sem við getum þakkað þennan sigur. — Voru menn ekki tauga- óstyrkir fyrir þennan leik? — Jú, blessaður vertu, við kviðum óskaplega fyrir, en svo var eins og taugaspennan ryki út í veður og vind um leið og leikurinn var byrjaður. — Og hvað er nú fram- undan? — Nú, fyrst er aðeins hvfld, enda hafa margir okkar leikið handknattleik samfleytt I 2 ár án hvildar, cn siðan er það undirbúningurinn fyrir Evrópukeppnina i haust, en ætli við hefjum hann fyrr en eftir eina 2 mánuði. — S.dór. Þórarinn Eg held þvi fram, að þetta sé aðal orsökin fyrir þvi hve vel liðinu hefur gengiö.” Það er Þórarinn Eyþórsson þjálfari Vals sem þetta scgir, en hann hefur verið þjálfari liðsins siðan i fyrrasumar, og undir handleiðslu hans hefúr liöiö hreppt báöa tslands- meistaratitlana, úti og inni. — Þá má ekki gleyma þætti þeirra Guömundar Harðar- sonar og Reynis Ólafssonar I vetur, sagði Þórarinn. Þeir hafa báðir veriö með sitt hlut- verkið hvor. Guömundur hefur séð um þrekþjálfun liðsins en Reynir um liðstjórn i leikjunum auk þess sem hann hefur gefiö okkur góö ráð. — Hvernig hefur æfingum verið háttaö hjá ykkur i vetur? — Við höfum æft i Vals- heimilinu þrisvar i viku og einu sinni f „höllinni”, og svo höfum við haft eina auka- æfingu i hádeginu á laugar- dögum og æft þá úti, og ég hygg að sú æfing hafi komiö okkur að hvað mestum notum hvað úthaldsþjálfun snertir. — Og samvinna leikmanna hefur verið mcö miklum ágæt- um bæði utan vailar og innan? — Já, hún hefur verið ein- stök. Viö ræddum um galla og kosti liösins f haust og hvernig við gætum lagað gallana, og það hafa allir lagt sig fram um aö gera sitt til að það mætti takast. Þá hefur öll samvinna veriö til fyrirmyndar þannig að þetta hefur verið einstak- lega ánægjulegt allt saman. Nú, og eins og ég sagði áöan með æfingasóknina, þá segir það allnokkuð um samvinnu og samhug strákanna. Sem dæmi get ég nefnt, að eftir að við töpuðum fyrir ÍR I haust, breyttum við varnarleik okkar með þeim árangri sem sézt hefur: við höfum ekki tapaö leik, nvorki gegn innlendu né útlcndu liði. Þá höfum við komiö og horft á andstæöinga okkar leika, með það fyrir augum að finna út kosti þeirra og galla. t öllu þessu hefur veriö alger samhugur hjá hópnum öllum. — Hvenær hefst svo undir- búningurinn fyrir EB? — Ég þori ekki að segja um það. Fyrst verður um algera hvild að ræða, enda hafa margir strákanna I liðinu leikiö stanzlaust I 2 ár og eru sannarlega orðnir hvildar þurfi. En við stefnum að þvi að liðið verði komið i toppæfingu I haust þegar Evrópukeppnin byrjar um svipað leyti og keppnistimabiliö hjá okkur. —S.dór. Yfirlýsing Framhald af bls. 1 Alþýðubandalagið hefur að sjálfsögðu fallizt á það sjónarmið, aö landhelgismálið ætti að hafa sérstakan forgang, og með hlið- sjón af þvi hefur flokkurinn sætt sig við, að brottför hersins i áföngum ætti sér stað á siðari hluta kjörtimabilsins. En þar sem kjörtimabilið er nú senn hálfnað, væntir Alþýðubandalagið þess mjög eindregið, að ekki dragist lengur, að hafnar verði viðræður við Bandarikjamenn um endur- skoðun „varnarsam ningsins” með það fyrir augum, að herinn hverfi frá tslandi. Alþýðubandalagið telur sjálf- sagt og eðlilegt, að meðan samn- ingum við Bandarikjamenn um brottför hersins er ólokið verði sjónvarpssendingar Bandarikja- manna takmarkaðar við herstöð- ina eina, og að gefnu tilefni telur flokkurinn að sjálfsögðu óviðeig- andi, að heimilaðar séu nokkrar framkvæmdir á Keflavikurflug- velli, sem ganga i berhögg við þá stefnu rikisstjórnarinnar, að her- inn hverfi af landi brott. Frumvarpið Framhald af bis. 9. þeirra og Norðurlands vestra valda ýmsum aðskilnaði. Væru þessi kjördæmi öll i einu umdæmi „héraðslæknis”, myndu þau ekki gjalda landamerkjanna til óþurftar. Það eru vegamót i Hrútafiröi, þar sem mætast vegir af Ströndum, vegir úr Norður- landi og vegir að sunnan. Þá eru þar skammt frá vegamót, þar sem liggur vegur úr Dalasýslu yfir Laxárdalsheiði. Þess er vænzt af þeim vegi, aö hann verði framhald Heydalsvegar, sem 'hægt verður að fara þegar Holta- yörðuheiðin lokast. A þessum slóðum er Reykja- skóli. Þvi ætti ekki að vera á þess- um vegamótaslóðum fleira af „þjónustustofnunum”? Mennta- skóli, sjúkrahús fyrir Húnaþing, Strandir, Dali og fleiri náeranna- héruð. Það |má velta hugmynd- inni fyrir sér. Eða geta engir aðilar i þjóðlif- inu aðrir en Landsiminn séð það sem þó liggur alveg i augum uppi? Nei. Það litur enginn neitt i kringum sig á leiðinni suður, eða er ekki svo? Fáu einu hefir verið komið að, sem gaman hefði verið að nefna og i hugann kemur þegar gjörvöll heilbrigðisþjónustuan i landinu á i hlut. Það er rSðgerð ýmisleg stefnu- og fyrirkomulagsbreyting varð- andi störf heilbrigðisstéttanna, sem svo eru nefndar, athyglis- verð um margt. En eitthvaö er nú rotið i riki Dana, að Læknaháskólinn skuli varla eða ekki koma við sögu. Það er haft fyrir satt,' að Háskólinn (Læknadeildin) hafi svo gott sem vanrækt að mennta fólk til að gegna störfum heimilislækna og þar með og þá um leið héraðslækna. Menntun, þjálfun og uppeldi stofnunarinnar hafi einkum og sér i lagi stefnt að sérfræði- og sjúkrahúsastörfum og i þvi sé ekki sizt að finna skýr- ingu á hve torvelt er að fá héraðs- lækna. Væri nú ekki athugandi að huga að úttekt á starfsháttum Læknaháskólans? Og þá af ein- hverjum fleiri en læknum einum. Eða er Háskólinn heilög kýr? Ég hefi vissar hugmyndir um Háskólann og Læknaháskólann alveg sérstaklega. Ég efast um að það sé honum eða þjóðinni til góðs að hann er sú einokunarstofnun sem hann er. Ég held að væri alveg óhætt að hugsa til þess, hvort ekki mætti athuga mögu- leika á að koma á fót visi að öðrum háskóla, t.d. Háskóla Akureyrar, ef það mætti verða til að fá nýjan loftstraum til að leika um innanveggja á þeim háu stöð- um. Kannski þykja þetta draumór- ar, eða goðgá, eða eitthvað ennþá annað þaðanaf verra. En eitt er vist: Það er betri aðstaða til að kenna læknanemum á Akureyri nú, heldur en var i Reykjavik, þegar byrjað var þar. Svona getur manni dottið i hug að segja einmitt það, sem enginn þorir aö nefna. ÆSÍ Framhald af bls. 3. til Haag. Einnig var skorað á al- þingi að afgreiða frumvarpið um veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót i fiskveiðilandhelginni fyrir þinglausnir i vor, lýst yfir stuðningi við samstarf tslend- inga, Norðmanna og Færeyinga, að fiskveiðum, fisksölu og vernd- un fiskimiða og lýst yfir fullum stuðningi við yfirlýsingu sem Ott- ar Brox prófessor i Tromsö i Nor- egi hefur samið (hún birtist hér i blaðinu fyrir nokkru með grein eftir Stefán Jónsson um Noregs- ferð hans). önnur ályktun frá allsherjar- nefnd fjallaði um trúarjafnrétti og trúarbragðakennslu i skólum. Þar var ályktað að leggja bæri þjóðkirkjuna niður og einnig hvers kyns trúarbragðakennslu I skólum, nema þá sem eðlileg telst innan samfélagsfræðigreinanna. Frá félagsmálanefnd voru samþykktar ályktanir um nem- endalýðræði, æskulýðsmál, mennta- og skólamál, húsnæðis- mál og félagsmál. Verður álykt- unum þingsins gerð nánari skil hér i blaðinu á næstunni. Aö lokum var svo sambandinu kjörin stjórn til næstu tveggja ára og jafnframt kosið i utanrikis- nefnd. 1 kosningunum höfðu nokkur vinstri-sinnuð samtök með sér samvinnu og buðu fram til stjórnar i sameiningu. Voru kosningarnar mikill sigur fyrir vinstri menn þvi allir frambjóð- endur þeirra náðu kjöri. Stjórn sambandsins er þvi þannig skip- uð: formaður Gunnlaugur Stefánsson SUJ og meðstjórnend- ur Erling ölafsson SHI, Rannveig Haraldsdóttir Fylkingunni, Hall- grimur Guðmundsson Æskulýðs- nefnd SFV, Jónas Sigurðsson Æskulýðsnefnd AB, Baldur Kristjánsson SINE og Jón Ragn- arsson INSl. I kosningu til utanrikisnefndar náðu vinstri menn einnig meiri- hluta. 1 nefndinni eiga nú sæti Eli- as Snæland Jónsson SUF formað- ur, Sveinn Rúnar Hauksson SHl, Skúli Möller SUS, Þorsteinn Vil- hjálmsson StNE og Cecil Haraldsson SUJ. ______________________—ÞH Vegalagning Framhald af bls. 1 við orð. að stækkunin væri mjög mikil á þessum tveim dögum. A þessu svæði glitti viða i glóandi hraunið undir yzta borðinu, og mikill reykur og gufa myndaðist þar sem hraunið rann i sjóinn. Gosið var fremur litið um helgina nema á laugardagskvöld og um nóttina, að það magnaðist nokkuð. En upp við giginn á sunnudagskvöld hafði Sigurður Þórarinsson við orð, að sér virtist hrauntjörnin þar vera komin nokkuðhátt og átti von á, að flæða kynni útúr áður en langt um liði. Unnið var við gatnahreinsun á Heimaey um helgina, og voru ruddar þrjár götur, Heiðarvegur, Fjólugata og Sóleyjargata, og má nú mas. sjá þar gangstéttir, en vikurskaflarnir i görðum húsanna beggja vegna ná langt yfir girðingarhæð. Annars er það aðeins um vesturbæinn, sem óhætt er að ganga án varkárni. Allur hinn hlutinn, sem eftir stendur, hefur verið lýstur hættu- svæði vegna gasútgufunar, enda er þar sterk kolsýringsangan, þvi meiri sem neðar er i bænum og nær hraunkantinum austan til og þvi meiri sem nær er jörðu; það er td. talsverður munur á lyktinni eftir þvi hvort maður stendur eða beygir sig^og inni i húsunum á þessu svæði er lyktin mjög mögnuð. Uþb. 300 manns taldist vera i Vestmannaeyjum um helgina, en talsvert mun fækka þar fyrir páskanai bæði hafa ýmsir i'lokkanna lokið verki sinu, svo sem flutningadeildin að mestu og starfsmenn fiskimjöls- verksmiðjunnar, og eins margir og mögulegt er munu fá páskafri. — vh Dráttarbátur Framhald af bls. 1 slikir dráttarbátar hér á miðunum. Bretastjórn hefur i huga dráttarbátinn „Lloydsman” sem er rúmlega 2 þúsund tonn að stærð og mun vera stærsti, hrað- gengasti og kraftmesti dráttar- bátur á Bretlandseyjum. „Vonast” stjórn hennar hátignar að báturinn verði kominn á miðin um miðjan júni. Dráttarbátur þessi er nýr af nálinni, smiðaður árið 1971 og getur dregið 300 þús- und tonna tankskip með 7 hnúta hraða. Skýrslan Framhald af bls. 6. un rikisstjórnarinnar um endur- skoðun varnarsamningsins verð- ur þvi væntanlega tekin bráðlega. Allmiklar umræður urðu um skýrslu utanrikisráðherra, og tóku þátt i henni leiðtogar þing- flokkanna, Ragnar Arnalds frá Alþýðubandalaginu, Gylfi Þ. Gislason frá Alþýðuflokknum, en frá Sjálfstæðisflokknum tveir leiðtogar (að sjálfsögðu), þeir Jó- hann Hafstein og Geir Hallgrims- son. Skýrt er frá máli Ragnars Arnalds á forsiöu og þeirri yfir- lýsingu frá Alþýðubandalaginu sem hann flutti. Hjá Jóhanni Hafstein kom fram sú skoðun að alþjóðadómstóllinn sem samningarnir frá 1961 köll- uðu yfir tslendinga væri ekki er- lent dómsvald. Taldi hann að rikisstjórninni bæri að hafa sam- ráð við alþingi, utanrikismála- nefnd og landhelgisnefnd um sókn og vörn fyrir Haag-dómstólnum ef bráðabirgðasamningar við Breta og Vestur-Þjóðverja leiða ekki til þess að fallið sé frá máls- höfðun eða fenginn frestur i mál- inu fram yfir hafréttarráðstefnu. Flutti hann um þetta boð sem hann sagöi vera frá Sjálfstæðis- flokknum. Hjá ræðumönnum stjórnarand- stöðuflokkanna kom fram all- mikil hræðsla við það fyrirheit stjórnarsáttmálans að herstöðva- samningurinn skuli tekinn til endurskoðunar eða uppsagnar i þvi skyni að herinn hverfi frá Is- landi. Kveinkuðu þeir sér mjög undan þessu stefnumiði. Hjá utanrikisráðherra kom fram i svarræðu, að utanrikismálanefnd — en hún mun starfa sem milli- þinganefnd — fær tækifæri til að fylgjast með aðgeröum i sam- bandi við endurskoðun samnings- ins, og alþingi mun fjalla um mál- ið áður en til uppsagnar á samn- ingnum kemur. Af orðaskiptum sem risu á grundvelli skýrslunnar, en fjöll- uðu aðallega um hugarástand Hannibals Valdimarssonar, er sérstakur háttur Hannibal Valdimarsson vék að herstöðvamálinu og þeirri túlkun, að „varnarsamningnum” eigi að segja upp ef endurskoðun leiði ekki til samkomulags um brottför hersins. Kvað hann orðið „endur- skoðun” ekki þýða „brottför”, enginn geti fullyrt um framhald málsins, fyrr en endurskoðunar- viðræður hefðu farið fram og niðurstöður lagðar fyrir þingið. En hann treysti utanrikisráð- herra fullkomlega til að halda á varfærinn, öruggan og skynsam- leean hátt á málinu. Hannibal Framhald af bls. .6. efnisdóm, og við eigum ekki að standa eins og tréhestar frammi fyrir þeim. En Bjarni kýs að vera tréhestur. Rikisstjórn Islands hefur ekki markað afstöðu til þess hvort senda eigi mann. (Bjarni utan úr sal: Lestu skýrsluna!). „Þar er engu lýst yfir um þetta af hálfu rikisstjórnarinnar”. Hanni- bal kvað málið vera á umræðu- stigi, og það væri óeðlilegt að binda sig fastan löngu áður en til afgreiðslukæmi við breyttar kring umstæður. Hér væri einn maður með fasta fyrirframskoðun á málinu (Rödd úr salnum: Þeir eru fleiri). „Ég bind mig ekki fastar i miha skoðun um þetta en svo, að ég mun fallast á þær á- kvarðanir sem teknar verða um þetta af réttum aðilum þegar þar að kemur”, sagði Hannibal og visaði til þess, að enn hefðu land- helgis- og utanrikismálanefndir ekki fjallað um málið. (Bjarni: Ætlaröu að lúta dómsúrskurði frá Haag?) Um þetta sagði Hannibal sem svo, að alþjóðadómstóllinn hefði ekkert framkvæmdavald, hann gæti áfrýjað til öryggis- ráðsins, en þar væru stórveldin með neitunarvald og hefði þvi aldrei komið til þess að ráðið knúði fram fullnustu dómsúr- skurðar. — Að lokum setti Hanni- bal ofan i við forseta, Eystein Jónsson, fyrir að hafa ekki varið sig gegn frammigripum! Jónas Arnason tók til máls um þetta að siðustu, og vakti athygli á að Hannibal Valdimarsson hefði ekki svarað skýrt, hvort Islend- ingar eigi aö lúta dómi frá Haag, hvernig sem hann væri. Hann, Jónas, liti það alvarlegum augum þegar einn af ráðherrunum gengi fram fyrir skjöldu til að túlka sjónarmið stjórnarandstæðinga i landhelgismálinu, og væri vissu- lega athugandi hvort ekki ætti að bera málið undir þjóðina. Væri þá aðferðin sú að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga. Börnum frá Eyjum boðið til DDR Islenzk-þýzka menningarfélag- inu hefur borizt boð um aö senda fimm unglinga á aldrinum 12—14 ára i alþjóðlegar sumarbúðir i Þýzka alþýðulýðveldinu. Dvalar- timi er 12. júli—13. ágúst 1973. Er hér gert ráð fyrir, að boðið verði börnum frá Vestmannaeyj- um vegna þeirra náttúruhamfara og erfiðleika, sem þau hafa orðið fyrir. Innifalið i boðinu er ferða- kostnaður og ókeypis uppihald á staðnum. Einnig er fararstjóra boðið með börnunum. Boð þetta ber að skoða sem vináttuvott Þýzka alþýðulýðveldisins i garð islenzku þjóðarinnar. Börn frá Vestmannaeyjum, sem áhuga hafa á að þiggja boð þetta eru beðin um að snúa sér til formanns félagsins, Arnars Er- lendssonar, simi 71510, eða Sig- urðar Baldursáonar, simi 21520.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.