Þjóðviljinn - 30.05.1973, Side 11

Þjóðviljinn - 30.05.1973, Side 11
MiOvikudagur 30. mai 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Alvarlegar gloppur EF GRANNT ER SKOÐAÐ 1 sambandi við framkomu og kærumál Magnúsar V. Péturs- sonar dómara i garð liðsmanna 1A eftir leik ÍBK og ÍA á dögun- um hafa komið f ljós svo alvar- legar gloppur f agakerfi Knatt- spyrnusambands tslands að ekki verður viö unað. Það hefur sumsé komið i ijós, að dómari getur hagað sér eins og honum sýnist við ieikmenn, sýnt þeim hvaða yfirgang og dónaskap sem er án þess að nokkur aðiii sé til sem getur komið lögum yfir hann eins og aganefnd gerir við leikmenn. Og það er alveg sama þótt allir nefndarmenn aganefndar verði vitni aö mis- tökum dómara á velli, ncfndin getur ekkert gert annaö en farið og dæmt eftir skýrslu dómarans þegar hún kemur, jafnvel þótt allir aganefndarmenn viti betur. — Við erum aöeins af- greiðslustofnun fyrir dómarana og getum ekkert annað en farið eftir skýrslum þeirra-, sagði llreggviður Jónsson, stjórnar- maður KSt og formaöur aga- nefndar, við undirritaöan fyrir skömmu er mál Magnúsar og Skagamanna bar á góma. — Það eina sem viö getum gert er að milda þá dóma sem við fell- um, þótt við kannski brjótuni um leið hin ákveðnu lög aga- nefndar, sagði Hreggviður. Þetta sagöi hann vegna þess að aganefnd braut lög þau sem hún á og henni ber að dæma eftir i máli Skagamanna og Magnúsar. Hún vissi semsé að Magnús átti sökina á uppþotinu i Keflavík og hún vissi lika hvernig framkoma Magnúsar var og mildaði þvi mál Jóns Gunnlaugssonar eins og henni þótti frekast unnt en gat samt ekki sýknað hann. Samkvæmt lögum aga- nefndar átti Jón að fara í 3ja leikja bann en þar sem aga- nefnd vissi aö sök allrar vit- leysunnar var Magnúsar þá fékk Jón aðeins eins leiks bann. t 6. gr. um starfsreglur aganefndar segir að fái leik- maður tvær áminningar þ.e. tvö gul spjöld þá fari hann i einsleiks bann en fái hann rautt spjald fyrir að móðga dómara fái hann minnst 2 leiki i bann og i 9. lið 6. gr. segir að brot framin á einu leiktimabili hafa itrekunaráhrif á þvi næsta en ekki lengur. Og nú skulum við Ilta aðeins betur á máliö. Jón Gunnlaugsson hafði á sér eitt gult spjald siðan i fyrra sem flyzt yfir á þetta ár. Magnús gaf honum síðan fyrst gult spjald i Keflavik scm þýðir að Jón er komin með 2 gul spjöld og um leið eins leiks bann. En rétt á Jón Gunnlaugsson fékk aðeins eins leiks bann. eftir gaf Magnús honum svo rautt spjald og það þýðir 2ja leikja bann og þvi átti að dæma Jón i 3ja leikja bann en aga- nefnd dæmdi hann aðeins i eins leiks bann. Ilvað af þessu geymist þá, ef Jón fær gult spjald einhvern timann siðar i sumar? Fer hann þá i 4ra cða 5 leikja bann — eða hvað gerir agancfnd þá? Þvi braut hún lögin og skildi allt eftir i óvissu fyrir Jón og aöra i ÍA-liðinu? Þá er það annar þáttur þessa máls en það er að Magnús gaf Þresti Stefánssyni gult spjald sem þýðir áminning og sú fyrsta sem þessi prúðasti leikmaður islenzkrar knattspyrnu fær. En þegar skýrsla Magnúsar barst til aganefndar var ekkert á þe ssa áminningu minnzt. Magnús vissi upp á sig sökina og frumhlaupiö og þorði ekki að láta þessa furöulegu áminningu fljóta meö, hún er þvi úr sögunni. I annan stað horfðu allir vallargestir I Keflavik á Magnús gefa þjálfara, liðsstjóra og varamönnum ÍBK áminningu fyrir köli. Magnús tók upp gula'spjaldiöog krossaöi yfir bekkinn sem þýöir áminning til allra þeirra sem þar sitja. Þegar svo dómara- skýrsla Magnúsar berst aganefnd er þaöaðeins Siguröur Steindórsson liðsstjóri ÍBK sem fær áminningu. Enginn hinna sem Magnús áminnti er þar nefndur á nafn. Hvers vegna þorði Magnús ekki að standa við geröir sinar þegar til skýrslu- gerðarinnar kom? Þrátt fyrir að agancfnd horfði uppá þetta eins og allir aðrir vallargestir getur hún ekkert gert i málinu. — Við erum aðeins afgreiðslustofnun fyrir dómarana-, scgir formaður hennar.llér er greinilega meira Magnús bókar. en litil brotalöm I kerfinu. Þessar gloppur sem I Ijós hafa komið á starfi og reglum aga- nefndar eru svo stórar að það hlýtur að verða verkefni næsta þings KSt að fylla upp i þær og eins að koma I reglur aga- nefndar ákvæðum sem ná yfir alvarleg brot dómara ekki siður en leikinanna. —S.dór Rúmenar Til aö Sigurvegarar i BC-keppninni. Óttar sigurvegari er f.v. Einar Guðnason er annar f.v. Óttar sigraöi í BC golfkeppni Um síðustu helgi fór fram á golfvelli Suðurnesja Bridgestone — Camel keppnin í golfi en það er 2x18 holu keppni á tveim dögum. Svo fóru leikar að óttar Yngvason GR sigraði á samtals 153 höggum eftir harða keppni við þá Einar Gunnarsson GR og Björgvin Þorsteinsson GA. Keppnin hófst á laugardag og mættu 100 keppendur til leiks. Ótta.r Yngvason fór fyrri hringinn á 74 höggum sem var bezti árangur keppninnar en aðal keppinautar hans, þeir Einar Guðnason og Björgvin Þor- steinsson, fóru fyrri hringinn á 75 og 78 höggum þannig að Óttar hafði all gott forskot, einkum á Björgvin þegar siðari hringurinn hófst á sunnudaginn. Óttar gekk þá ekki eins vel, þvi að hann fór hringinn á 79 höggum, en Einaribrást einnig bogalistin, hann fór siðari hringinn á 80 höggum og Björgvin fór á sama höggafjölda og daginn áður eða 78. Óttar fór þvi 36 holurnar á samtals 153 höggum. Einar á 155 höggum og Björgvin á 156 högg- um. En aðrir frægir kappar voru ekki langt frá þeim svo sem Þor- björn Kjærbo, Jóhann Bene- diktsson og Þórhallur Hallgrimsson sem voru jafnir á 157 höggum og Loftur ólafsson núverandi íslandsmeistari sem fór á 158 höggum, en þetta er fyrsta mótið sem hann tekur þátt i i vor vegna anna við próflestur og próf. Þetta mót var stigamót en röð efstu manna sem við birtum i Þjóðviljanum fyrir skömmu breyttist ekkert við þetta mót. 1 keppninni með forgjöf sigraði Marteinn Guðmundsson,fór á 136 höggum.en Heimir Stigsson varö annar á 142 höggum. Næsta stigamót verður CC- keppni Golfklúbbs Reykjavíkur og hefst það á fimmtudag en lýkur á laugardag á vellinum við Grafarholt. leiörétta mis- sagnir Þar sem þörf er á að leiðrétta missagnir sem fram hafa komið i sumum fjölmiölum borgarinnar varöandi 3000 m hlaup sem fram fór sl. fimmtudag á Vormóti I.R. viljum við undirritaðir tima- verðir á fyrsta manni taka fram, að enginn ágreiningur var meðal okkar um röð tveggja fyrstu manna i mark. Það lék enginn vafi á þvi, að Agúst Asgeirsson sigraöi. Frá okkar hendi var gengið frá umræddu hlaupi á staðnum svo sem venja er til. Hákon Bjarnason Páll 01. Pálsson Sveinn Sigmundsson nær öruggir í úrslit H.M. Rúmenar eru nú nær öruggir um að komast I 16 liða úrslita- keppni HM i knattspyrnu eftir 1:0 sigur yfir A-Þjóðverjum á sunnu- daginn. Leikurinn fór fram i Búkarest og það var Dumitreche sem skoraði inark Rúmena á 53. minútu. Staðan i riðli 4 er nú sú, að Rúmenar hafa 7 stig eftir 4 leiki, A-Þjóðverjar hafa 4 stig eftir 3 leiki, Finnar 3 stig eftir 3 leiki og Albanir hafa ekkert stig eftir 4 leiki. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.