Þjóðviljinn - 30.05.1973, Side 13
lika auðþekktari. Hjá þeim
byggðist allt á þvi að koma á
óvart. Hann útskýrði þetta fyrir
Lissu og þau óku af stað.
— Þú hefur ekki sagt mér ná-
kvæmlega hvað við eigum að
gera.
— Það er vegna þess að ég veit
það ekki sjálfur. Ég ætla með ein-
hverju móti að reyna að komast
inn og ná i Drew. Hann hló. — Svo
einfalt er það.
Vegna yfirlætisins i Hub þekkti
hann húsaskipun i Spindrift-
kránni svona nokkurn veginn.
Svefnherbergin voru á annarri
hæð. Það var sennilega enginn á
verði þessa stundina. En stiginn
var inni i húsinu og synilegur frá
barnum. En ef til vill var lika úti-
stigi?
Hvorugt þeirra sagði orð; þau
voru bæði að hugsa um það sem i
vændum var. Þegar Lissa tók
loks til máls, varð honum ljóst að
hún hafði horft lengra inn i fram-
tiðina en hann. — Andy, hvað nú
eftir á?
— Ég held ég sofi i heila viku.
— Ég átti ekki við það.
— Tja, pabbi var aö minnast á
að ég kæmi með Drew til hans
smátima til að veiða. Þú veizt, að
hann hefur aldrei séð Drew.
— Má ég koma með? spurði
hún hikandi. — Faðir þinn hefur
eiginlega aldrei séð mig heldur.
— Ég er viss um að hann verð-
ur stórhrifinn.
— Og þú?
Litla gula
hœnan sagði:
Er landhelgismálið þá ekki
hagsmunamál?
Engin ástæða er fyrir Island aö
segja sig úr Atlanzhafsbandalag-
inu á meðan hagsmunir landsins
eru þar ekki fyrir borð bornir.
Matthías Johannessen, skáld,
Mbl. ritstjóriileiöara 29.5. 1973.
— Ég veit það ekki, sagði hann
hreinskilnislega. — Það er ýmis-
legt sem við þurfum að fá á hreint
48
okkar i milli, Lissa. Við skulum
ræða það á morgun. Þegar við er-
um búin að fá Drew heilan á húfi.
— Ég elska Drew, sagði Lissa.
— En i rauninni kemur hann
þessu persónulega klúðri okkar
ekkert við. Það er mikilvægt hvaö
um hann verður, en hjónaband
okkar er mikilvægt lika.
Þau óku eftir bugðótta veginum
sem lá niður að hafinu. —<1 sann-
leika sagt, þá gætum við bæði gift
okkur aftur, sagði Andy. — I svip-
inn ertu hrifinn af mér vegna þess
að ég er að leika karlmenni. En -
ég veit ekki hvaða töggur er i mér
eða hve lengi hann endist.
Kannski verð ég aftur á morgun
prúði pilturinn, sem allir troða á.
— Ég get ekki láð þér það, þótt
þú sért haröur.
— Harður, fjandinn hafi það.
Ég er einfaldlega ekki öruggur
um sjálfan mig. Og á meðan get
ég ekki heldur verið öruggur um
neitt okkar i milli.
Samt sem áöur var eins og hún
hefði nálgazt hann litið eitt. Hon-
um varð ljóst að eins og konum er
titt hafði hún afgreitt málið — að
minnsta kosti það sem að henni
sneri. Hann hafði sagt henni um-
búðalausan sannleikann. Meðan
hann væri ekki búinn aö leysa
verkefni sitt — eöa forklúðra þvi
— vissi hann ekki hvort hann átti
Skilið ást eiginkonu sinnar eöa
virðingu annarra. Þetta kvöld var
prófraunin, ekki aðeins fyrir
Drew, heldur einnig fyrir framtið
hans sjálfs.
Þau komu niöur að ströndinni
og beygðu norður með henni.
Andy leit út um vindhlifina. —
Þarna er það. Húsið i fjöruborð-
inu. Hann hægði ferðina,en stanz-
aði ekki, og þau óku framhjá upp-
lýstri framhliðinni á Spindrift-
kránni.
— Þaö eru ekki margir gestir,
sagði Lissa. — Það stendur aðeins
einn bill á stæðinu.
— Já, en þaö er sá rétti. Hub er
þarna.
Þegar þau voru komin nokkur
hundruð metra framhjá veitinga-
húsinu, stöðvaði Andy bilinn.
Hann fékk Lissu lyklana og hún
sagði skefld: — Þú ferð þó ekki að
skilja mig hér eftir?
— Nei, en viö verðum aö fara
eftir reglum Hubs. Einn inni og
einn fyrir utan. Komdu.
Hann gekk á undan yfir lága
klöppina sem lá niöur að strönd-
inni. Þau gengu yfir mjúkan
sandinn aö fjöruborðinu, þar sem
auðveldara var aö ganga. Ekkert
tunglskin. Eina birtan kom frá
bilum, sem óku framhjá endrum
og eins — og frá gluggunum i
Spindrift-kránni.
Þau hittu engan, og þegar þau
stóðu loks fyrir neöan hrörlegt
húsið, heyröist ekkert hljóð nema
öldugjálfriö við gömlu bryggjuna.
Ef ekki hefði veriö ljós i gluggun-
um og bill Hubs fyrir utan, heföi
Andy eins og i fyrra skiptiö haldiö
aö staðurinn væri mannauöur.
Hann velti fyrir sér, hvort hann
væri aö ganga beint i gildru. Ef til
vill vissi Hub allar hans hugsanir
og athafnir og beiö hans eins og
eiturköngurló. Hann bægöi þeirri
hugsun frá sér. Hub var ómann-
legur, ekki ofurmannlegur. —
Ekki hræddur, sagöi hann við
sjálfan sig. — Rólegur nú.
— Hvaösegiröu? hvislaöi Lissa
kviöafulljOg þá áttaöi hann sig á
þvi að hann haföi talað upphátt.
— Ég er bara aö uppörva sjálf-
an mig. Biddu hérna — ég ætla aö
_ litast um. Ef einhver kemur,
feldu þig þá undir einum af þess-
um. Hann benti á árabátana sem
lágu þarna á hvolfi.
Hann laumaöist meðfram
bryggjustólpunum og virti fyrir
sér húsið i leit aö hugsanlegum
inngangi. Sjávarmegin var breiö
verönd, eftir börðunum að dæma
framlenging á borösalnum. Frá
henni lágu franskir gluggar inn i
borðsalinn, en dyrnar voru lokaö-
ar og sennilega læstar. Aörar dyr
lágu inn i eldhúsiö, en þær komu
honum tæplega aö gagni. Eins og
Andy hafði kviðið, var enginn
stigi upp á loftið utanhúss.
Við annan endann á veröndinni
náði þakið aö visu freistandi langt
niður. . .
Hann gekk aftur til Lissu. — Ég
þarf aö klifra dálitið. Þú biður hér
undir veröndinni. Ég rétti Drew
niður til þin. Ef það verður uppi-
stand, þá hleypur þú eins og vit-
laus manneskja að bilnum. Það er
lögreglustöð i Malibu. Er þetta
ljóst?
— Þetta sýnist hræðilega hátt,
svaraði hún kviðin. — Er engin
önnur leið fyrir þig inn i húsiö?
— Jú, auðvitað — aðaldyrnar.
Beint i flasið á Hub. Eða eldhús-
dyrnar þar sem Pyle er að stússa.
Hefurðu aðrar uppástungur,
væna min?
— Já. Hún þrýsti hönd hans. —
Mundu aö þú ert ekki neinn
Tarzan. Ég vil fá ykkur báða aft-
ur heila á húfi, þig og Drew.
— Ég skal reyna að muna það.
Hann klifraði upp á veröndina.
Andartak lá hann grafkyrr á
maganum. Gegnum frönsku
gluggana sá hann inn i barinn.
Rene Pyle stóð bak við borðiö’og
talaði við einhvern sem hann sá
ekki. Hann var sannfærður um að
það var Hub. Þótt hann sæi ekki
Jóa Pyle, var ekki trúlegt að hann
léki neinn gest.
Andy skreiddist varlega yfir
veröndina. Þakið var hærra en'
það haföi sýnzt að neöan, en hann
náði i brúnina meö höndunum.
Hann prófaði styrkleika. Það
þoldi þunga hans. Bara að kraftar
hans sjálfs dygöu til. . . Hann
byrjaði að lesa sig upp.
Um leið opnuðust eldhúsdyrnar
hinum megin á veröndinni og Jói
Pyle kom út með ruslafötu. Andy
hékk miðja vegu milli þaks og
verandar og komst hvorki upp né
niður. Sérhvert hljóð eða hreyfing
myndi vekja athygli Pyles: Hann
gerði hið eina hugsanlega: hékk
grafkyrr og þorði varla að draga
andann, hann var ofurseldur og
bjargarlaus eins og snigill á vegg.
Pyle setti fötuna frá sér.en ætl-
aði sér bersýnilega ekki undir
eins inn aftur. Meðan Andy horði
á með verkjandi handleggi, tók
Pyle upp sigarettu og fór að leita i
vösum sinum að eldspýtum.
Pyle urraði gremjulega.og eftir
að hafa litið sem snöggvast upp i
svartan himininn, fór hann aftur
inn i eldhúsið og hafði ekki enn
kveikt i sigarettunni. Andy varp-
aði öndinni léttar. Handleggirnir
voru að slitna af honum. Hann
spyrnti fótum i vegginn og mak-
aði sér upp, þumlung fyrir þuml-
ung, unz hann lá loks stynjandi á
þakflisunum. Mér tókst það,
sagði hann sigri hrósandi við
sjálfan sig. Mér tókst það vegna
þiess að ég ætlaði mér það.
Miðvikudagur 30. mal 1973 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kí. 7.00, 8,15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.45.
Morgunleikfimi kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Kristin ólafsdóttir les
siðasta hluta sögunnar
„Vordaga á Völlum” eftir
Guðrúnu Sveinsdóttur frá
Ormarsstöðum. Tilkynning-
ar kl. 9.30. Létt lög á milli
liöa. Kirkjutónlist kl. 10.25.
Fréttir kl. 11.00. Morgun-
tónleikar: Péter Pongrácz
og Ungverska útvarps-
hljómsveitin leika óbókon-
sert i C-dúr eftir
Haydn./Erika Köth, Renata
Holm, Rudolf Schock,
Gunther Arndt-kórinn og
Filharmóniusveitin i Berlin
flytja lög úr óperettunni
„Fuglasalanum" eftir Carl
Zeller.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00.Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Siðdegissagan: „Páfinn
situr enn I Kóm" eftir Jón
óskar Höfundurinn les (3).
15.00 Miðdegistónleikar: ts-
lenzk tónlist a. Lög eftir
Sveinbjörn Sveinbjörnsson
og Sigurjón Kjartansson.
Guðmundur Jónsson syngur
við undirleik ólafs V. Al-
bertssonar. b. „Unglingur-
inn i skóginum” eftir
Ragnar Björnsson. Eygló
Viktorsdóttir, Erlingur Vig-
fússon, Gunnar Egilson,
Averil Williams, Carl Bill-
ich og Karlakórinn Fóst-
bræður flytja. Höf. stj. c.
„Esja”, sinfónia i F-moll
eftir Karl O. Runólfsson.
Sinfóniuhljómsveit Islands
leikur. Hans Antolitsch
stjórnar.
16.00 Fréttir
16.15 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar.
16.25 Popphorniö
17.10 Tónleikar
18.00 Eyjapistill. Bænarorð.
Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Bein lina
20.00 Kvöldvaka a. Einsöngur
Þorsteinn Hannesson syng-
ur lög eftir Sigvalda Kalda-
lóns, Sveinbjörn Svein-
björnsson, Björgvin Guð-
mundsson, Eyþór Stefáns-
son og islenzkt þjóðlag Fritz
Weisshappel leikur undir á
pianó. b. Þcgar ég var
drengur Þórarinn Helgason
frá Þykkvabæ flytur
fimmta hluta minninga
sinna. c.. 1 hendingum
Hersilia Sveinsdóttir fer
með stökur eftir ýmsa höf-
unda. d. Kauptún verður til
Pétur Pétursson les kafla úr
bók önnu Þórhallsdóttur
um brautryöjendur á Höfn i
Hornafiröi. e. Um islenzka
þjóðhætti Arni Björnsson
cand. mag. flytur þáttinn. f.
Karlalíór Heykjavikur
syngur islenzk lög. Söng-
stjóri: Sigurður Þórðarson.
21.30 Utvarpssagan: „Músin,
sem læðist" eftir Guðberg
Bergsson Nina Björk Arna-
dóttir les (11).
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Tannlos
upp úr þurru Þorgrimur
Jónsson tannlæknir flytur
fyrra erindi sitt um tanh-
holdssjúkdóma.
22.35 Nútimatónlist Þorkell
Sigurbjörnsson kynnir.
23.20 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok
18.00 Töfraboltinn. Þýðandi
Ellert Sigurbjörnsson. Þul-
ur Guðrún Alfreðsdóttir
18.10 Ungir vegfarendur, Jói og
Magga^tutt teiknimynd um
börn og umferð, byggð á
sögu eftir Gösta Knutson.
18.25 Einu sinni var... Gömul
og fræg ævintýri i leikbún-
ingi. Þulur Borgar Garðars-
son.
18.45 Mannslikaminn.6. þátt-
ur. Blóðrásin. Þýðandi og
þulur Jón O. Edwald.
19.00 Hlé.
20.00 Kréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Þotufólkið. „Oft er her-
manns örðug ganga”. Þýð-
andi Jón Thor Haraldsson.
20.55 Mikra Prcspa.Fræðslu-
mynd um fuglalif við fjalla-
vatn i norðurhluta Grikk-
lands. Þýðandi og þulur
Óskar Ingimarsson.
21.15 Deyfus-málið.ttölsk sjón-
varpsmynd um frægasta
dómsmálahneyksli ailra
tima. Siðari hluti. Leikstjóri
Leonardo Severini. Aðal-
hlutverk Luigi Montini, Gi-
anni Santuccio og Vincenzo
De Toma. Þýðandi Halldór
Þorsteinsson. A tiunda tug
siðustu aldar varð uppvist,
að einhver af starfsmönnum
franska hersins hafði um
skeið stundað njósnir fyrir
Þjóðverja. Rannsókn máls-
ins strandaði á ýmsum
annarlegum hindrunum, en
til þess að friða þjóðina var
ungur liðsforingi sakaður
um glæpinn. Alfred Dreyfus
var ættaður frá landamæra-
héraði, sem þjóðirnar höfðu
lengi bitizt um. Þar að auki
var hann Gyðingur og þess
vegna tilvalin fórn á altari
hinnar frönsku stjórnmála-
spillingar.
22.30 Dagskrárlok.
Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærSir skraut-
hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta meS
svartri rönd.
Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er.
GÚMMIVINNUSTOFAN H.F.
Skipholti 35 — Reykjavik — Sími 30688