Þjóðviljinn - 02.06.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.06.1973, Blaðsíða 1
(RO UOÐVIUINN Laugardagur 2. júni 1973 —38. árg. —126. tbl. \ ÞAÐ BORGAR SIG AÐVERZLA Í KRON k A SVÍVIRÐILEGAR ÁRÁSIR Á ÓVOPNAÐ VARÐSKIP Undir vernd og stjórn brezka sjóhersins reyna stórir togarar og dráttarbátar að sigla Árvakur í kaf — gat samt klippt í kveðjuskyni! Brezkur togari veitir Arvakri eftirtör i iandheiginni. KVÖDDU í GÆR Voru öryggisverðir Nixons enn hræddari við landa sína á Vellinum en Islendinga? Undir eftirliti og með að- stoð brezka sjóhersins reyndu brezkir togarar að sigla litla vitaskipið Árvak- ur — sem einnig er við gæzlu— í kaf í gærmorgun. Gerðar voru margar ásigl- ingartilraunir, og skemmd- ist Árvakur mjög mikið. Dráttarbáturinn Irishman Höskuldur Skarphéöinsson skip- herra. stímdi beint á Arvakur, en eins og kunnugt er tekur sjóliðsforingi við stjórninni á dráttarbátunum þegar þeir eiga í höggi við varð- skip. Brezkt herskip aðstoð- aði við að reyna að koma vír i skrúfu Árvakurs.en ár- angurslaust. Eftir 3ja stunda viöureign viö brezka flotann kvaddi Arvakur landhelgisbrjótana út af Hvalbak meö þvi aö skera annan togvir skuttogarans Gavina i sundur. Arvakur er ekki búinn fall- byssu, enda er hann fyrst og fremst björgunar- og vitaskip. Skipherra á Arvakri er Höskuldur Skarphéöinsson. Engan sakaöi af 15 manna áhöfn skipsins. 1 opinberri tilkynningu frá brezka utanrikisráðuneytinu i gær sagði, að tslendingar hefðu getaðsjálfum sér um kennt ef Ar- vakur hefði sokkið; þarna hefðu Bretar verið aö verja sig gegn að- ila sem ekki virti rétt þeirra til veiða á úthafinu. Var litiö gert úr skemmdunum á Arvakri i til- kynningunni. Aftur sagöi brezka útvarpið að Arvakur hefði reynt að sigla á brezka togara. — Það var þá trúlegt, þar sem togararn- ir eru helmingi stærri en Arvak- ur, en dráttarbáturinn aftur miklu stærri en togararnir! Bretarnir segja að reynt hafi verið að fiska upp klippur Árvak- urs, en varðskipsmenn töldu að þá hafi Bretar verið að freista þess að koma vir i skrúfu skips- ins. Togararnir sem sigldu á Ar- vakur voru Vivaria, 744 lestir, og Belgaum, 574 lestir, en Irishman var þó mikilvirkastur og hann er miklu stærri en togararnir. Ar- vakur er aðeins 381 brúttólest að stærð. Atburður þessi gerðist 27 sjó- milur fyrir innan fiskveiðimörkin út af Hvalbak, og var Arvakur Framhald á bls. 15. Blaðamenn og Ijósmyndarar héldu áfram aö elta Pompidou og Nixon á röndum allt fram á sfö- ustu sekúndu, aö þeir hurfu upp i þotur sinar á Keflavikurflugvelli. Mikill fjöldi Ameríkana af Vellin- um kvaddi Nixon meö fagnaöar- ópum, en Pompidou kvöddu aö- eins tilheyrandi embættismenn, islenzkir og franskir. Þó var allt ólikt afslappaöra og notalegra viö brottför hans, því hvergi virtust öryggisverðirnir úr Hvita húsinu æstari á taugum og ábúöarmeiri en einmitt þarna meöal landa sinna. Nixon og fylgdarlið hans fór á flugvöllinn beint frá Kjarvals- stöðum að afloknum viðræðym þeirra Pompidous, og gáfu Kanar sér að þessu sinni ekki tima til fréttafundar, sem margir túlka á þá leið, að þeir hafi kannski ekki fengið út úr viðræðunum það sem þeir æsktu. Kissinger ráðgjafi geröi þó nokkra grein fyrir við- ræöunum að loknum fyrra fund- ardeginum, og segir frá þvl ann- ars staðar I blaðinu. Hins vegar hélt Pompidou fund með blaðamönnum að loknum forsetafundi, sem stóö um stund- arfjórðungi íengur, en gert hafði veriö ráð fyrir. Segir einnig af þeim fundi annars staðar i blað- inu i dag. Mikill fjöldi bandariskra her- manna, fjölskyldna þeirra og annarra starfsmanna á Kefla- vikurflugvelli hafði safnazt sam- an við flugvél Nixons þegar löngu áður en hann fór. Var bilamergð þessa fólks slik, að blaðamönnum og jafnvel ráðuneytisfulltrúum þótti með ólikindum. öryggis- verðir voru með fleira móti og fóru jafnvel framúr sjálfum sér i taugaæsingi þarna meöal landa sinna, gengu um þungbúnir á svip og virtust eiga von á hinu al- versta. Þegar Nixon lokwbirtist — um háiftima siða • en fyrst var ætlaö — upphófst gifurleg hróp og köll meðal hópsins, en hann gekk til þeirra, tók i höndina á konum og klappaði á koll barna að sið bandariskra forseta og brá ekki brosi. öryggisverðir áttu I haröri baráttu viö samvizku sina, hvort hleypa skyldi ljósmyndurum að vegna áróöursgildis slikra mynda við atkvæöaveiöar eða hvort halda skyldi þeim innan sins reip- is sem hættulegum mönnum. Framhald á bls. 15. NIXON OG POMPIDOU Sagt er frá fundahöldum Nixons og Ponipidous og sitt- hverju kringum þau á siöum 5, 8, 9 og 20. Nánar um ásiglingartil- raunirnar — sjá síðu 6. iá"-’* m Yfirlitsmynd af Klambratúni noröanveröu á fimmtudaginn þegar forsetarnir Nixon og Pompidou sátu innilokaöir i Myndlistarhúsinu, en kröfugöngumenn voru á leiöinni á útifundinn viö Sjó- mannaskólann. Röö göngumanna sést á leið upp Lönguhlið handan Miklatúns. (AK) — Sjá nánar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.