Þjóðviljinn - 02.06.1973, Qupperneq 8
8 StÐA — ÞJ6ÐVILJINN Laugardagur 2, júnl 1973.
1
FORSETAFUNDUR I
r
r
r
f
Pompidou, Nixon og Kissingcr ganga til fundar I Kjarvalshúsi. „Þeir þekkja okkur þessir blaöamenn
(GSP).
Pólitisk þreyta hjá blaöamönnum. (AK).
Lifverðirnir i næsta bil á eftir bil Nixons vöktu mikla athygli — en i raun og veru sýndust öryggismál
ráðast á næsta tilviljunarkennda hátt. (GSP).
Er Nixon skrafaði við
sina menn i flugvél sinni
á leið til íslands kallaði
hann ísland ,,a god
forsaken place”, en það
er vist réttast að þýða
það með „bölvaðan
hundsrass”. Hann
minntist þess að hann
hefði komið við á íslandi
er hann var varaforseti
árið 1956 og þá hefði
hann sagt við ,,strákana
sina” á Keflavikurflug-
velli að þeir væru líklega
fegnir að sjá einhvern að
heiman i þessum
,,hundsrassi”.
Bandariskir blaðamenn úr
fylgdarliði forsetans skýrðu is-
lenzkum kollegum frá þessu og
voru mjög forvitnir um það, hvort
Mörlandar myndu móðgast við
þessi ummæli.
Hundruð blaðamanna voru
komnir á sinn stað þegar þeir
Nixon og Pompidou komu akandi
að Kjarvalsstöðum klukkan tiu á
fimmtudagsmorgunn. Nixon kom
á undan i einhverju lengsta
dollaragrini sem um getur, og á
eftir honum vigalegar „górillur”
I opnum bil, reiðubúnir að
stökkva fyrir byssukúlur. Nixon
spókaði sig alllengi undir berum
himni meðan hann beið eftir
Pompidou og öryggisverðir
skimuðu mjög taugaóstyrkir
kringum sig á meðan. Einkum
horfðu þeir stift á allar svalir á
efri hæðum húsanna við Flóka-
götu, sem eru að sjálfsögðu skot-
pallar frá náttúrunnar hendi.
Forsetarnir heilsuðust með
stórum opinberum brosum sem
ekki fóru af þeim allan daginn
meðan þeir sáust. Er þó Nixon
lagnari en hinn franski kollegi
hans i þeirri pólitisku list sem
heitir „keep smiling” — haltu
áfram að brosa. Þeir endurtóku
nokkrum sinnum handabönd sin
fyrir blaðamenn og ljósmyndara
Borðalagður ráðunautur frá
Pentagon bar frakka Nixons.
Kissinger kom til leiks, sól-
brenndur og stuttur til hnésins —
hann virðist hafa alltraustan lif-
vörð. Hins vegar var eins og það
þætti ekki taka þvi að hafa lifvörð
um Rogers sem er þó utanrikis-
ráðherra. Er mjög misdýrt i
mönnum pundið i fylgdarliði
forseta.
Öryggið
Blaðamanni sem fylgist með
slikri heimsókn verður þaö ljóst,
að fréttagildi hennar er heldur
rýrt — þetta er mest óvenjulegt
sjónarspil hér i þessum parti
heimsins. Ekki sizt er gaman aö
fylgjast með öryggisvörðum
þeim sem spigspora um ábúðar-
fullir, talandi i örlitil rabbtæki,
hvenær sem forsetar nálgast, og
horfa stift á mannskapinn sem
fylgist með handan við reipi.
Enginn vafi á þvi að slikar
varúöarráðstafanir eru nauðsyn-
legar valdamönnum i heimi þar
sem eru þvi fleiri byssur en þeim
mun minna um raunverulegar
vinsældir höfðingja. Samt getur
maður ekki gert að þvi að hugsa
sem svo, að öryggisráðstaf-
anirnar séu i raun mjög haldlitlar
ef um einbeitta tilræðismenn væri
að ræða. Það sýnist litill vandi að
stela eða falsa sér blaðamanna-
kort að Kjarvalsstöðum, og sá
sem það gerir er f jórum sinnum á
dag i örfárra metra fjarlægð frá
forsetunum.
Púlið
Meðal varúðarráðstafananna
er sú að hleypa helzt engum inn i
fundarálmuna og aðeins örfáum
útvöldum inn i fundarsalina,
aðeins einu sinni. Var þannig
ákveðið, að af þeim uþb. 400
blaðamönnum og ljósmyndurum,
sem mættir voru til að segja og
sýna fréttir frá fundi þeirra for-
setanna, fengju aðeins 15 frá
hvorri forsetaþjóð og 15 frá gest-
gjafalandinu að sjá þá. Var þetta
afskaplega tilkomumikið og
hátiðlegt skirteini vandlega
skoðuð og hverjum hóp hleypt inn
fyrir sig að undangenginni
nákvæmri talningu — i eina
minútu. Og þar gaf að lita
forsetana báða, sibrosandi i ljósi
sjónvarpsmannanna, hvorn i
sinum hægindastói. Siðan: út og
burt, burt úr salnum, burt úr
fundarálmunni og það strax.
Þetta var tiltölulega auðvelt
fyrir islenzku pressuna, sem gat
með 15 manna hópi auðveldlega
komiðað fulltrúum allra fjölmiðl-
anna. Fyrir 100-200 manna hópa
hinna var ekki um annað að gera
en að koma sér saman um menn,
sem siðan skiluðu skýrslum og
myndum til allra hinna. Slikir
valdir hópar kallast á alþjóðlegu
blaðamannamáli „pool” eða púl,
eins og þeir islenzku nefndu það.
Og liklega hefur þetta verið tals-
vert púl, amk. bera skýrslurnar
merki um mikla eftirtekt á
þessari einu minútu.
i bandarisku púlskýrslunni um
ofangreindan atburð gaf td. að
lesa mjög nákvæma frásögn af
þvi hvernig forsetarnir sátu, á
hvernig stólum („grágrænum,
röndóttum satinstólum i
frönskum sveitastil, með
útskornum örmum úr dökkum
viöi”) hvernig þeir voru klæddir
út i yztu æsar, hvernig herbergið
var að stærð, i litum, hvernig
málverk, hvernig húsgögn os.frv.
osfrv.
Og ekki nóg með það. Á þessari
einu minútu skráðu púls-
mennirnir eftirfarandi viðræður
forsetanna:
„Pompidou sagði á frönsku: —
Þú veizt, herra forseti, að ég ætla
til Kina i haust. Nixon sagði: —
Ja, hérna. Það er hálfa leið i
kringum hnöttinn.
Svo fóru þeir að tála um
aldurinn.
Nixon: — Við erum jafngamlir.
Pompidou: — Nei, ég er svolitið
eldri en þú.
Nixon: — Nei það getur ekki
verið.
Pompidou: — Jú, ég held ég sé
einu ári eldri en þú (lyftir einum
fingri).
Nixon: — Ég er ekki viss, en
kannski svo Sé. Ég er sextugur,
bráðum sextiu og eins.
Enginn veit
hver borgar
Kjarvalsstaðir voru afgirtir
reipum, sem fyrr segir, og hefur
veriö hellt miklu af malbiki i
kringum staðinn. Við girðingu
þessa voru á verði margir
islenzkir lögregluþjónar og svo
öryggisverðir frá Strætis-
vögnunum og úr iþróttafélögum,
klæddir bláum samfestingum og
með lögreglubáta á höfði og axla-
borða lögreglumanna. Þeir voru
heldur borubrattir og nokkrir
voru vel birgir af nefjóbaki, sem
létti þeim langar stöður i nepj-
unni. Þeir kváðust ekki vita hve
mikið kaup þeir fengju fyrir
vörzlu þessa, sögðust reyndar
hafa ráðið sig sem sjálfboðaliðar,
en siöar kom á daginn að þeir
eiga aö fá 15 þúsund hver. Dýr
mundi Hafliði allur. En enginn
virtist vita hver það er i raun og
veru sem borgar brúsann, hvorki
þennan né annan.
Erlendu blaðamennirnir héldu
aö með liði þessu væri kominn
islenzki herinn.
Vildu heyra um
herstöðva-
andstæðinga
Það verður reyndar einna
drýgst til dægrastyttingar við
svona tækifæri að ræða við
erlenda blaðamenn, heyra i þeim
hljóðið, reyna ef til vill að eyða
ýmsum misskilningi. Banda -
rikjamaðurinn sem sagði frá