Þjóðviljinn - 20.06.1973, Side 13

Þjóðviljinn - 20.06.1973, Side 13
Miðvikudagur 20. júni 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 JON CLEARY: Sendi- fulltrúinn Siðan ók svarti Rolls-Roysinn hjá, AUS-1, hægði á sér til að beygja til vinstri inn i Belgrave- torg og aka einstefnubugðuna að húsi ástralska sendifulltrúans við torgið sunnanvert. Fjórði kafli begar stóri billinn beygði inn á torgið til vinstri leit Malone, sem sat i öðru fellisætinu við hlið Lisu, af hendingu á bilinn sem stóð rétt við hornið. Hann sá að mennirnir tveir i framsætinu á bilnum sneru andlitinum undan, en áður hafði hann þó séð i svip i andlit mannsins við stýrið. Hann hleypti brúnum, lögreglan i honum tók við sér. Af hverju reyndu tveir menn sem sátu i kyrrstæðum bil siðla kvölds að fela andlit sin? Svo hristi hann höfuðið og brosti. Látum Lundúnalögguna um það; þetta kom honum ekki við. — Hvað er svona skemmtilegt? spurði Lisa. — Mér datt i hug hvað hún mamma min gamla myndi segja, ef hún sæi mig núna. Hún er irsk, hefur verið i Astraliu i fimmtiu ár, en lifir enn i gamla timanum. Hugmynd hennar um lúxusferöa- lag er ennþá kerra með tveim hestum fyrir. — Hvað sagði hún þegar hún vissi að þér ætluðuð til London? Sheilu Quentin féll vel við þennan furðulega hreinskilna mann. Of margir gestir frá Canberra báru hreinskilnina utaná sér eins og einhvers konar frumstætt vopn, ætlað til að slá út af laginu út- smogna og yfirlætisfulla svindlarana i Whitehall. Henni leiddust þeir og þeir fóru i taugarnar á henni með hrjúfri framkomu sinni, sem hún vissi að þeir höfðu byrjað að temja sér um leið og þeir yfirgáfu Astraliu til að sanna að þeir og frumbyggjarnir væru eitt, en það töldu þeir vist að væri álit Whitehall. En þessi nýi maður virtist vera gæddur eðlis- lægri hreinskilni og það jók á ósjálfráðan þokka hans. — Segðu mér að kaupa sprengju og fleygja henni á góðan stað, sagði Malone og styrkti Sheiíu i áliti sinu á honum. — Hún litur enn á sjálfa sig sem hand- langara hjá I.R.A. Konurnar tvær hlógu, en Quentin sat hljóður i horninu á aftursætinu með augun lokuð. Sheila leit á hann, tók siðan um hönd hans. Hann opnaði augun, deplaði þeim þótt dimmt væri i bilnum, og svo brosti hann þreytulega. — Missti ég af einhverju? spurði hann. 12 — Engu sérstöku. Við erum að komast heim. Rollsinn ók meðfram torginu, rann siðan upp að gangstéttinni. Bilstjórinn, miðaldra maður, þreklegur eins og hnefaleika- maður og með rödd i stíl, drap á vélinni, steig útog kom til að opna dyrnar. Malone fór fyrstur út, stanzaði og leit til baka þangað sem billinn stóð, sem hafði nú kveikt á háu ljósunum. Rollsinn og fólkið sem út úr honum kom voru i ljósflóði á dimmu torginu. — Biðið andartak, sagði Malone og hann vissi aldrei hvað orsakaði hugboð hans um að eitt- hvað væri i vændum. Hann tók i handlegginn á Lisu til að hindra að hún færi út. — Ferguson, farið inn og kveikið ljósin. Háu ljósin. Ferguson hikaði við að taka við skipunum frá þessum aðkomu- manni, en svo umlaði hann eitt- hvað, fór aftur inn i bilinn og kveikti á háu ljósunum. Sterkur ljósgeislinn teygðist i áttina að Chesham Place; leigubill sem kom þá leiðina flautandi i mót- mælaskyni. Ljóskeilurnar tvær, önnur frá Rollsinum og hin frá Zephyrnum, mættust i þögulli árás. Handan við götuna stóð Truong Tho innanum þétta runnana og hafði riffilinn á þéttri virneta- girðingunni. Augu hans voru orðin vön myrkrinu og þegar Pallain hafði kveikt á billjósunum eins og til stóð, hafði hann velt fyrir sér, hvort þeirra væri i rauninni þörf. Hann bar kikinn upp að auganu og sá bilstjórann ganga meðfram stóra svarta bilnum til að opna dyrnar. Hávaxinn maður i kjólfötum steig út, stanzaði og leit i áttina að bil Pallains. Þá kom bilstjórinn til baka, settist inn og kveikti ljósin á Rollsinum. Truong Tho fann að hann svitnaði á höndunum og hann deplaði augunum, reyndi að einbeita þeim i þessu óvænta ljós- flóði. Eitthvað hafði farið úr- skeiðis, enhann hafði engan tima til að hugleiða það. Eins og verur bakvið hrimað gler sá hann tvær konur og annan mann stíga út. Hann miðaði á seinni manninn og þrýsti á gikkinn. Malone heyrði kúluna dansa yfir þakið á Rollsinum. Hann æpti til Quentins og kvennanna að fleygja sér niður; um leið var hann kominn á fleygiferð yfir götuna og að dimmri gróður- eyjunni. Malone sá ekki vir- girðinguna. t heimaborg hans voru.allir garðar almenningseign og hann ruddist áfram að þvi sem honum sýndist vera bil milli runna, jafnréttið hafði gert hann of trúgjarnan og einkarétturinn varð honum fjötur um fót. Hann rakst á girðinguna, sentist til baka og féll endilangur á gang- stéttina. Hann bölvaði, brölti á fætur og hljóp i áttina að austur- bugðunni á garðinum. Hann heyrði iskra i hemlum handan við torgið um leið og hann kom fyrir bugðuna. Zephyrinn var að auka hraðann á ný og hann hvarf inn i eina götuna sem lágu að torginu norðanverðu. Hann stanzaði.vissi að skotmaðurinn var nú kominn inn i bilinn og á leið burt. Hann gekk til baka i áttina að húsinu, stakk ögn við af sársauka i sköflungnum. Hann heyrði þungt fótatak og þegar hann gekk yfir götuna kom einkennis- klæddur lögregluþjónn hlaupandi aö húsdyrunum. Konurnar tvær voru farnar inn, en Quentin og bilstjórinn stóðu hjá bilnum. — Ég heyrði skot — Svo sneri lögregluþjónninn sér við ásamt Quentin og Ferguson þegar Mal- one haltraði til þeirra. — Þrjóturinn slapp. Billinn þarna hlýtur að hafa verið að biða eftir honum. Og lýsti okkur upp i þokkabót. Hann fann blóðið vætla niður vangann og bar höndina upp að skrámunni. — Hitti hann yður? Quentin steig nær með áhyggjusvip. — Ég hljóp á vir. Náunginn með byssuna var þarna á milli trjánna. — Ég hringi i Yardinn, herra minn. Lögregluþjónninn benti i átt aö útidyrunum. — Má ég nota simann yðar? Quentin kinkaði kolli og lögregluþjónninn gekk inn i húsið framhjá Sheilu og Lisu sem stóðu nú i dyrunum. Þá leit Quentin á Ferguson — Þá ertu laus i kvöld, Tom. Og útvarpaðu ekki þvi sem geröist. Ég kæri mig ekki um að þetta komi i blöðunum. Hittumst á venjulegum tima á morgun. Góða nótt. Ferguson geiflaði steinbítsand- litið, ætlaði að segja eitthvað, sá sig um hönd og bar fingur að húfunni. — Góða nótt, herra minn. Ég er feginn að þeir hittu ekki. * MIÐVIKUDAGUR 20. júní 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnirkl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dabl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Ingibjörg Þorbergs les sögu sina um ,,Bettu borgarvarn” (3). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög á milliliða. Kirkjutónlist eftir Bach kl. 10.25: Helmut Walcha leikur Fjóra dúetta á Silbermann-orgelið T Saint-Pierre-le-Juene kirkj- unni i Strassborg. / Janet Baker og Ambrosiusar kórinn flytja kantötu nr. 169 „Gott soll allein mein Herze haben”. Fréttir kl. 11.00. Morguntónieikar: Norræn tónlist: Blásarakvintettinn i Filadelfiu leikur Kvintett op. 43 eftir Carl Nielsen / Filharmóniusveitin i Stokkhólmi leikur Serenötu i F-dúr op. 31 eftir Wilhelm Stenhammar; Rafael Kube- lik stj, 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: ,,I)ala- skáld” eftir Þorstein Magnússon frá Gilhaga. Indriði G. Þorsteinsson les (3) 15.00 Miðdegistónleikar: islenzk tónlist a. Forleikur og tvöföld fúga yfir nafnið BACH fyrir einleiksfiðlu eftir Þórarin Jónsson. Björn Ölafsson leikur. b. Tvö sönglög eftir Þórarin Jónsson. Guðmundur Jóns- son syngur. Guðrún Kristinsdóttir leikur á pianó. c. Fornir dansar eftir Jón Asgeirsson. Sinfóniu- hljómsveit islands leikur; PállP. Pálsson stj. d. Hug- leiðing um gamlar stemmur eftir Jórunni Viðar. Höf- undur leikur. e. Lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Björgvin Buðmundsson og Þórarin Guðmundsson. Kristinn Hallsson syngur, Fritz Weisshappel leikur á pianó 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynningar. 16.25 Popphornið. 17.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Bcin tina, Umsjónar- menn: Einar Karl Haraldsson og Vilhelm G. Kristinsson. 20.00* ..Vakna, Sions verðir kalla” Kóralfantasia fyrir orgel eftir Max Reger. Abel Rodrigues Loretto leikur á orgel Frikirkjunnar i Reykjavik. 20.20 Sumarvaka^i. Daglegt lif i Arnkötiudal.Jón frá Pálm- holti flytur frásöguþátt. b. Þrjú kvæði. Höfundurinn, Arni Helgason fra Stykkis- hólmi flytur. c. Sænautið frá LoftstöðumJón Gislason póstfulltrúi segir frá. d. Kórsöngur. Þjóöleikhús- kórinn syngur islenzk lög; Carl Billich stjórnar og leikur á pianó. 21.30 Útvarpssagan: „Jóm- frúin og tatarinn” eftir D.H. I.awrence.Þýðandinn, Anna Björg Halldórsdóttir,les (4) 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyjapistill. 22.30 Til umhugsunar. Þáttur um áfengismál i umsjá Kára Jónassonar. 22.45 Nútimatónlist. Konsert fyrir sitar og hljómsveit eftir Ravi Shankar. Halldór Haraldsson sér um þáttinn. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Mannslikaminn.9. þátt- ur. Sjúkdómar og hreysti. Þýðandi og þulur Jón O. Ed- wald. 20.15 Þotufólkið. Lóðabrask. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 21.10 Nýjasta tækni og visindi. Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 21.35 Blóðug hefndJúgóslavn- esk kvikmynd um hryðju- verk þýzkra nazista á striðsárunum. Myndin sýnir hvernig júgóslavneskt þorp ýar lagt i eyði og ibúar þess, átta eða niu þúsund að tölu, myrtir i hefndarskyni fyrir fallna Þjóðverja. Sérstak- lega skal á það bent, að þessi mynd er ekki við hæfi barna. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 22.30 Dagskrárlok, INDVERSKUNDRAVERÖLD Nýkomið: margar gerðir af fallegum útsaumuðum mussum úr indverskri bómull. Batik —efni I sumarkjóla. Nýtt úrval skrautmuna til tækifærisgjafa. Einnig reiykelsi og reykelsisker i miklu úrvali. JASMIN I.augavegi 133 (við Illemmtorg) Auglýsingasíminn er 17500

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.