Þjóðviljinn - 18.07.1973, Side 1

Þjóðviljinn - 18.07.1973, Side 1
OPIÐ ÖLL KVÖLO TIL KL. 7. NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 2.' SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3 SlMI 40102 i DAG Reynt að sigla á Ægi Kanadamenn aðþrengdir af erlendum Vilja loka höfnum fyrir útlendingum Kanadamenn hafa I hyggju að loka höfnum á austurströnd landsins fyrir erlendum fiskiskip- um. Kanadisk stjórnvöld eru nú að láta kanna hvaða áhrif slik lokun hefði á viðskipti og iðnað landsins almennt. Jack Davis sjávarútvegsráð- herra Kanada sagði um þetta mál: „Sjómenn okkar hafa óskað þess að höfnunumverðilokað fyrir útlendingum, einkum þeim sem veiða freklega nærri ströndum landsins. Tveir þriðju hlutar fisk- aflans i Norður-Atlanzhafi eru veiddir af útlendingum sem ekki eiga strendur að þessu hafi. Hinir stóru flotar útlendinganna hafa háa rikisstyrki. útgerð þeirra verður enn dýrari ef þeir geta ekki farið inn á hafnir hjá okkur. til viðgerða og vistakaupa. Kf við lokum á þá, eða bara hótum þeim lokun, gæti verið að þeir hyrfu burt frá okkar ströndum”. Það er blaðið „Fishing News” sem birtir þessi ummæli ráðherrans. Þessar þrjár svipmyndir héðan úr bænum tala sinu máli um góða •veðrið. Myndin að ofan er tekin á Austurvelli, á myndinni til vinstri liggur túristi, en á myndinni til hægri virðist sá á loftbornum vera að hniga niður. Brezka freigátan Lincoln hefur verið sérstaklega útbúin til ásiglinga. Ægir slapp óskemmdur. Enn kom til átaka milli varðskipsins Ægis og brezkra landhelgis- brjóta i gær. Brezka freigátan Lincoln F 99 hefur nú verið útbúin sérstaklega til ásiglinga og gerði hún itrekaðar tilraunir til að sigla á Ægi i gær. En ekki tókst betur en svo til hjá Bret- um, að kefi á freigátunni brotnaði. Ægi sakaði hins vegar ekki. Varðskip halda áfram að stugga við brezku togurunum. í gærdag eftir hádegið voru 7 Stjörnufræðingurinn og stjórnmálin — Sjá grein Sverris Kristjánssonar, sagnfræðings. 2:1 Á bls. 9 f dag er frásögn af einum bezta landsleik sem islendingar hafa leikið i knatt- spyrnu. Þó tapaðist leikurinn, A-Þjóðverjar sigruðu 2:1. En um hvað það var sem gekk á móti landanum finnið þið á 9. sföu. brezkir togarar aö veiðum við Hvalbak, er varðskipið Ægir kom að þeim. Fimm togaranna híföu strax, en tveir héldu áfram veið- um undir vernd dráttarbátanna Irishman og Englishman, svo og freigátunnar Berwick. Um kl. 15 kom freigátan Lincoln F 99 á svæðið og reyndi hún itrekað að sigla utan i varð- skipið og þverbraut allar siglingareglur. Báðar sfður freigátunnar voru klæddar með friholtum. Freigátan sigldi einnig fram fyrir Ægi, og kl. 15.25 minnkaði freigátan skyndilega ferðina, og lenti stefni Ægis á skut freigátunnar. Engar skemmdir urðu á Ægi, en kefi á freigátunni brotnaði. Ljósmyndir og kvik- myndir voru teknar af atburöin- um. Á sama tima stuggaöi varð- skipiö Oðinn við erlendum togur- um við Grimsey, en ekki kom til neinna árekstra._ A HEITUM SÓLAR- DEGI Höfðingleg gjöf til listasafns ASÍ Frú Margrét Jónsdóttir, kona Þórbergs Þóröarsonar rithöf- undar, hefur gefiö Listasafni Alþýðusambands Islands öll listaverk sin, 33 að tölu. Gjafa- bréfið er dagsett 21. júni 1973. Margrét hefur um árabil safnaö málverkum ýmissa helztu málara okkar. 1 safni hennar eru til aö mynda 6 verk eftir Benedikt Gunnarsson, 4 eftir Jóhann Briem, 4 eftir Ninu Tryggvadóttur, 4 eftir Einar G. Baldvinsson og færri myndir eftir 12 aöra listamenn. Myndirnar bera með sér að þær eru valdar af sérstakri alúö og smekkvlsi gefanda og er Listasafninu mjög mikill fengur að þeim. Þetta framlag til safnsins ber ekki aðeins vott um höföingslund gefanda heldur er það þörf hugvekja um hin lif- andi tengsl, sem jafnan verða að vera á milli listamanna og þess fólks, sem á aö njóta verka þeirra og draga af þeim lær- dóma. I ráöi er aö efna til sérstkrar sýningar á listaverkunum á hausti komanda i húsakynnum Listasafns ASl. A þcssari mynd úr „unnskiptingastofu” Margrétar og Þórbergs sjást listaverk eftir Gunnlaug Scheving, Einar Baldvinsson og Jóhann Briem. Yerkamenn og vinnu- kaupendur deila Eins og kunnugt er, er nú unniö að stækkun Mjólkárvirkjunar. Verktaki er ístak, en verkamenn eru ýmist frá, Vestfjörðum eða annars staðar frá. 1 síðustu viku urðu þau tiðindi við Mjólká, að verktakinn hugðist reka starfsmann vegna persónu- legrar óvildar eins verkstj. Verkamaöurinn haföi verið kosinn trúnaðarmaður verka- mannanna viö Mjólká. Hálftima eftir að hann hafði tekið við þvi embætti var honum sagt upp vinnunni. Verkamenn brugöu hart við og hótuðu nær allir aö segja upp. ef trúnaðarmaður þeirra yrði látinn fara. Voru meðal annarra i þeim hópi verkamenn. sem árum saman hafa selt Istaki eða þeim aðilum, sem þaö eiga,vinnu sina. Þegar vinnukaupandinn sá. að verkamennirnir stóðu allir saraan, hætti hann fljótlega viö að segja upp trúnaðarmanninum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.