Þjóðviljinn - 18.07.1973, Side 9
Miðvikudagur 18. júlí 1973. ÞJOÐVILJINN — StÐA 9
Hafi ísland nokkru sinni
átt að sigra var það nú
íslendingar skoruðu mark sem ekki var dæmt gilt, misnotuðu
vítaspyrnu og áttu 2 stangarskot auk annarra marktækifæra
Oft hefur verið sagt að
islenzk landslið hafi verið
óheppin, þannig að kannski
taka menn ekki lengur
mark á þeim orðum en hafi
það nokkru sinni átt við þá
er það um landsleikinn í
gærkveldi, leik sem A-
Þjóðveriar unnu 2:1 en
ísienzka liðið hefði sam-
kvæmt gangi leiksins og
marktækifærum átt að
vinna með 3ja til 4ra
marka mun. Meðal annars
skoraði íslenzka liðið mark
sem ekki vardæmt gilt, því
mistókst að skora úr víta-
spyrnu, það átti 2 stangar-
skot og á síðustu mínútunni
skaut Marteinn Geirsson
yfir markið þar sem hann
stóð á marklínunni, boltinn
fór hreinlega beint upp í
loftið. Islenzkt landslið
hefur ekki oft átt skilið að
vinna leik en að þessu sinni
átti það sigurinn skilinn og
ég þori að fullyrða að
islenzkt landslið hefur
sjaldan eða aldrei leikið
betur en að þessu sinni.
Við skulum byrja á þvi að lita á
minnispunkta frá leiknum. Til að
byrja með voru liðin að þreifa
fyrir sér og það var islenzka liðið
sem varð fyrr til að átta sig og
leikur þess I fyrri hálfieik lengst
af var snilldarleikur.
Strax á 5. minútu komst
Matthias Hallgrimsson einn inn-
fyrir vörn Þjóðverjanna, skaut
en þýzki markvörðurinn haföi
hendi á boltanum sem skoppaði
INN FYRIR MARKALtNUNA
það sást greinilega úr blaða-
mannastúkunni, en linuvörður
gaf ekki merki og þvi gat dómar-
inn ekki dæmt mark, en þýzki
markvörðurinn náði boltanum
nokkrum sentimetrum fyrir
innan marklínuna og grúfði sig
yfir hann. Það var sorglegt að fá
ekki markið dæmt.
íslenzka sóknin hélt áfram og
það gat ekki farið hjá þvi að
markið kæmi. Það var þó ekki
fyrr en á 22. minútu að það kom.
Ólafur Sigurvinsson framkvæmdi
aukaspyrnu, gaf inn i teiginn þar
sem Marteinn skallaði á Guðgeir
Leifsson, sem skaut en vörnin
varði og boltinn hrökk til ólafs
Júliussonar sem skaut af 20 m
færi og skoraöi giæsilega 1:0.
A 29. minútu átti Gísli Torfa.
skot sem stefndi i markhornið
efst en eins og köttur flaug þýzki
markvörðurinn og bjargaði i
horn. A 34. minútu. komst Asgeir
Eliasson inn að endamörkum,
gaf fyrir mannlaust markið en
cnginn fylgdi.
Svo á 36. minútu áttu Þjóðverj-
ar sitt fyrsta marktækifæri.
Útherjinn Lauck gaf fyrir markið
og Hans Jurgen Kreische fylgdi
vel og jafnaði 1:1 Hann skoraöi
einnig siðara markið á 39. minútu
eftir gróf varnarmistök íslenzku
varnarinnar, þau einu i leiknum.
OG ÞETTA VORU EINU
Það var ekki oft sem þýzku leikmennirnir komust svo nærri islenzka markinu og þarna mætir einn þeirra Guðna, Einari og ólafi og verður að
láta undan (Ljósm. GSP.)
marktækifæri þýzka
LIÐSINS í ÖLLUM LEIKNUM.
tslenzka liðið náði smátt og
smátt algerum tökum á ieiknum i
siðari hálfleik. Á 12. minútu átti
Ásgeir Sigurvinsson skot sem var
naumlega varið i horn. Á 20.
minútu var Matthias i dauðafæri
en skot hans var varið og boltinn
hrökk út en enginn fylgdi. Á 30.
minútu átti Matthias skalla i
þverslá og á 36. minútu var
Matthias kominn einn innfyrir
þegar á lionum var gróflega
brotið. Ilann var sjálfur látinn
framkvæma vitaspyrnuna sem
dæmd var og hann hitti ekki mar-
kið. Þarna kórónaði óheilladisin
sem var með islenzka liðinu verk
sitt.
Á 39. minútu átti Matthias skot i
stöng af stuttu færi og á 44.
minútu stóð Marteinn á marklinu
með boltann en skaut yfir.
Hroðalegt en þó alveg I samræmi
við alla þá óheppni sem elti
islenzka liðið.
Það má fullyrða að þetta sé
einn bezti leikur sem islenzkt
landslið hefur leikið nokkru sinni
og ef Jóhannes Eðvaldsson kæmi
i hópinn væri ekki hægt að velja
sterkara landslið en þetta og þá
væri liðið sennilega það sterkasta
sem við höfum átt, þótt erfitt sé
að meta það. Þeir Einar, Guðni
og Ástráður báru af I vörninni,
Guðgeirog Gisli Torfa á miðjunni
áttu báðir góðan leik og Asgeir
ogMatthias áttú skfnandi góðan
leik í framlinunni.
Þetta þýzka lið er mjög gott,
fiitt af betri landsliðum sem
hingað hafa komið en islenzka
liðið sýndi stjörnuleik og var enn
betra.—S.dór.
Ólafur Sigurvinsson hefur betur I einvigi við þýzkan leikmann