Þjóðviljinn - 18.07.1973, Page 4

Þjóðviljinn - 18.07.1973, Page 4
4 SÍÐA — MÓÐVILJINN . Miövikudagur 11. júll 1973. DIOÐVIUINN MALGAGN SÓSÍALISMA,. VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS ÍJtgefandi: (Jtgáfufélag Þjó&viijans Framkvæmdastjóri: Ei&ur Bergmann Ritstjórar: Kjartan óláfssoii Svavar Gestsson (áb.) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur). Askriftarverö kr. 300.00 .á máriuöí. Lausasöluverö kr. 18.00. Prentun: Bla&aprent h.i. VANMÁTTUR EÐA STYRKUR? Hvernig litist íslendingum á það, að Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra landsins væri nú skyndilega uppvis að þvi, að hafa sett stjórnarráðið upp yfir lög og rétt og fyrirskipað lögregluyfirvöldum að stunda simahleranir, opna bréf og njósna á annan hátt um stjórnarandstæðinga. Hvernig litist Islendingum á það, að for- sætisráðherra væri uppvis að þvi að hafa sent ótinda bófa til að brjótast inn i Sjálf- stæðishúsið eða inn á heimili þeirra Gylfa Þ. og Benedikts Gröndal t.d. til þess að komast að þvi hvað þeir hyggðust fyrir i pólitik eða hefðust að i einkalifi sinu? Hvernig litist mönnum á það, að það kæmi á daginn að forsætisráðherra hefði látið útbúa lista með nöfnum helztu stjórnarandstæðinga, — þar á meðal skeleggustu fréttamönnum stjórnarand- stöðunnar á blöðum og við sjónvarpið, leiðtogum ihalds og krata i verkalýðs- hreyfingunni og nöfnum leikara sem fara með flimt og spé um stjórnina á skemmtunum viða um land — og allt i þeim tilgangi að ná sér niðri á þessum aðilum með einum eða öðrum hætti. Hvernig litist mönnum á það, að for- sætisráðherra og nánustu ráðgjafar hans væru uppvisir að þvi að hafa lagt á ráðin um að kaupa gleðikonur i stórum stil og senda á landsfund Sjálfstæðisflokksins i þvi skyni að fá upplýsingar um valdabar- áttuna þar. Nú er nóg komiö, segja eflaust einhverj- ir lesendur og sér i lagi þeir, sem vilja binda trúss okkar sem fastast við Banda- riki Norður-Ameriku. En i rannsókn öldungadeildar Bandarikjaþings á Water- gate hneykslinu hefur það komið i ljós, að Nixon Bandarikjaforseti hefur lagt blessun sina yfir ailt slikt athæfi sem áður er lýst. Þetta athæfi,sem hljómar hvað fáránlegast i eyrum íslendinga er stað- reynd i æðstu yfirstjórn Bandarikjanna i dag. Þetta eru núverandi stjórnarhættir i þvi riki, sem Morgunblaðið og önnur málgögn alþjóðaauðvaldsins hafa sungið hvað mest lof og pris og telja enn i dag, að bjóði upp á glæsta fyrirmynd frelsis- og lýðræðis- skipulags. Kenning Morgunblaðsins, sem flutt var af miklum þunga af Þorsteini Sæmunds- syni stjörnufræðingi i útvarpserindi á dögunum er sú, að Watergatemálið „beri vott um styrkbandarisks stjórnkerfis”. Það er ástæða til fyrir Islendinga að hyggja vel að þessari kenningu Morgun- blaðsins, þvi að i henni felst sá furðulegi boðskapur, að þvi fastar sem stjórnvöld hér eða annars staðar kynnu að feta i fót- spor Nixons til Watergate, þeim mun styrkara verði stjórnarfarið. Og hvenær verður það þá styrkast? Það fellur sem sagt enginn blettur á bandariskt stjórnarfar, að dómi áköfustu aðdáenda þess, þó að æðstu valdamenn Bandarikjanna séu staðnir að þvi að hafa að engu lög og rétt, en beita aðstöðu sinni, sem hreinir glæpamenn til að lafa við völd og knésetja hættulega pólitiska and- stæðinga. Nei, styrkur bandarisks stjórnkerfis skal það heita, og auðvitað er herra Nixon sterki maðurinn. Nema hvað. En hvort bæri nú meiri vott um styrk bandarisks stjórnkerfis, það> að Nixon hrökklaðist frá vegna Watergatemálsins og yrði dæmdur i tugthús, eða hitt,að hann sitji sem fastast i embætti og tryggi flokki sínum nýjan Watergatesigur í næstu for- setakosningum? Þetta er gáta, sem Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur svo og Morgunblaðsmenn gætu dundað við aö reyna að ráða milli þess sem þeir syngja bandarisku stjórnkerfi lof og dýrð. Sem betur fer er forysta islenzka Sjálf- stæðisflokksins, sem telur sig eiga Nixon Bandarikjaforseta að samherja, ekki jafn háþróuð og þeir i Hvita húsinu varðandi „lýðræðislega” stjórnmálabaráttu i þágu frelsisins, — og er þar langur vegur frá. Enda hljóta þær raddir að verða ærið hjáróma á íslandi, sem sjá það helzt markvert við uppljóstranirnar um stjórn- málasiðgæði æðstu manna Bandarikjanna að þær sýni enn einu sinni hve styrkum fótum hugsjón lýðræðisins standi þar vestra. Frumyörp um útf ærslu lan dhelginn ar á Bandaríkj aþingi Bandarikjamenn hafa nú vaxandi áhyggjur af ofveiði á fiskimiðum sinum i Atlanzhafi vegna aukinnar ásælni verk- smiðjutogara frá ýmsum löndum, og vex þeirri hugmynd nú mjög fylgi, að Bandarikjamenn fari að fordæmi íslendinga og annarra þjóða og færi út fiskveiðitak- mörkin. 13. júni voru lögð fram sam- hljóöa frumvörp i báðum deildum Bandarikjaþings um útfærslu fiskveiöilögsögu i 200 milur. t Öldungadeildinni var það Warren Magnuson, sem flutti frum- varpið, en Gerry E. Studds, þing- maður frá Massachussetts flutti það i neðri deildinni. Magnuson var einn forvigismanna þess að færa fiskveiðitakmörkin út i 12 milur. Stefna Bandarikjastjórnar hefur jafnan verið sú, aö reyna að vernda hag bandariskra fiski- manna og að reyna aö vernda fiskstofnana gegn ofveiði með gagnkvæmum samningum við aðrar fiskveiðiþjóðir innan vé- banda Norður-Atlanzhafs- nefndarinnar um fiskveiðar, en fiskimenn hafa þó verið mjög vantrúaöir á að það bæri nokkurn Gagnfræðaskólanum viö Laugalæk var slitiö laugardaginn 9. júni. Innritaöir voru sl. haust 492nemendur i 18 bekkjardeildir. Fastir kennarar voru 23, en stundakennarar 14. Prófi upp úr I. bekk luku 140 nemendur. Hæstu einkunn, 9.12. hlaut Gunnar Björn Gunnarsson. Unglingaprófi iuku 115: Hæstu einkunn á unglingaprófi hlaut bórólfur Jónsson 9.31. í almennu III. bekkjarprófi gengu upp 81 nemandi. 68 stóðust próf. Hæstu einkunn hlaut Jón Steinar Guðjónsson 8.23. 48 gengu upp i landsprófi, 42stóðust (5.0 og yfir) þar af 30 með framhaldseinkunn (6.0 og yfir). Auk þess munu 8 nemendur þreyta haustpróf i nokkrum landsprófsgreinum. árangur. í Massachussetts hafa þeir t.d. lengi barizt fyrir einhliða útfærslu. Nú er ljóst að stefna Bandarikjastjórnar hefur beðið algeran ósigur, og hefur Banda- rikjamönnum mistekizt að fá nefndina til að setja nokkur þau takmörk við fiskveiðum, sem visindamenn telja nauðsynleg. Þess vegna vex þeim mönnum fylgi, sem vilja ekki biða eftir árangri neinna samningavið- ræðna heldur gera þegar i stað ráðstafanir til að vernda fiski- stofnana. Samkvæmt frumvarpinu eru lögin um landhelgi aðeins bráða- birgðalög, og eiga þau ekki að gilda nema þangað til alþjóöa- samningar nást um þessi mál. En ef þau ná fram að ganga er ólik- legt, að Bandarikjamenn muni semja um minni landhelgi en þau mæla fyrir um. Lagafrumvarpið hefur mætt andstöðu ýmissa nefndarmanna i siglinga- og fisk- veiðimálanefnd Neöri deildar Bandarikjaþings, og er óvist að það fáist tekið fyrir að þessu sinni, en það sýnir þróun al- menningsálitsins i Bandarikjun- um, og einnig skipbrot þeirrar stefnu aö reyna að vernda fisk- stofnana að svo stöddu með ein- földum samningum. Hæstu einkunn á landsprófi hlaut Tómas Jóhannesson 9.1. Gagn- fræðapróf þreyttu að þessu sinni 82 innanskólanemendur, þar af stóðust 79. Hæstu einkunn hlaut Margrét Hákonardóttir 8.11. 83 utanskólanemendur þreyttu nú gagnfræðapróf (þar af 81 úr Kvöldskólanum). Stóöust 67 prófið. Anna Sigurðardóttir úr Kvöldskólanum hlaut hæstu einkunn utanskólanemenda, 8.20. Skólinn veitti nokkrum nemendum bókaverðlaun fyrir góðan námsárangur og afhent voru bókaverðlaun frá danska sendiráðinu fyrir dönskukunnáttu og frá vestur-þýzka sendiráðinu fyrir kunnáttu i þýzku. Þetta var 4. starfsár Gagn- fræöaskólans við Laugalæk. Hœtt var við mikil hernaðar- mannvirki árið 1956 I • viötali við Guðmund Einarsson verkfræðing i nýút- komnu hefti af timaritinu Frjáls verzlun, er að finna mjög skýra 'staðfestingu á þvi, að andstaðan við herstöðvastefnuna og myndun vinstristjórnarinnar fyrri batt endir á stórfelldar hernaðar- framkvæmdir hér á landi. Guömundur var einn af aðal- mönnum fyr i r tækjanna Sameinaðir verktakar og siöar Aöalverktakar, sem unnu fyrir herinn á fyrstu árum hernámsins siðara. Segir Guðmundur að fyrirtæki þessi hafi unnið fyrir um 5000 miljónir króna og hafi Sameinaðir haft um 1100 manns i vinnu þegar mest var. En siðan leið þessi gullöld og gleðitlö. Spyrill Frjálsrar verzlunar segir: — Einhver verkefni sem fyrir- huguð voru á vegum varnar- liösins komust aldrei á fram- kvæmdarstigið. Hver voru þau helztu? Guðmundur svarar: — Já. Það var t.d. um skeið talað um gerð flugvallar á Hellu, loftvarnabyssustæöi á Suðurnesj- um og höfn i Njarðvlkum. Hún var lengi til umræðu og gerðar um hana margar kostnaðar- áætlanir, fyrst upp á 23 milj. dollara en sú siðasta hljóðaði upp á 7 milj. dollara. Endanlega var svo hætt viö allt saman 1956. Það er liklega óþarfi að minna á það, að árið 1956 var vinstri- stjórnin við völd á Islandi. Reglusamur maður i hreinlegri atvinnu óskar eftir föstu fæði. Upplýsingar i sima 14036. Laust embætti, sem forseti íslands veitir Prófessorsembætti i handlæknisfræöi I læknadeild Ilá- skóla islands er laust til umsóknar. Umsóknarfestur til 18. ágúst 1973. Prófessorinn í handlæknisfræöi veitir forstjórn hand- læknisdeiid Landspitalans, sbr. 38. gr. laga nr. 84/1970, um Háskóla íslands. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur um prófessorsembætti þetta skulu Iáta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau, er þeir hafa unniö, ritsmíöar og rannsóknir, svo og náms- feriUog störf. Mennta mála ráð ney tið, 17. júli 1973. SKÓLASLIT

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.