Þjóðviljinn - 18.07.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.07.1973, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagar 18. júlf 1973. Caetano í London: Elzta Halldór Sigurðsson skrifar A mánudag byrjaöi i London sú opinber heimsókn sem einna um- deildust er á þessu ári. Þegar þessi grein er skrifuð var ekki annað vitað en að allt m'undi fara samkvæmt gerðri áætlun og að Caetano forsætisráðherra Portúgals mundi i fjóra daga verða opinber gestur brdzku stjórnarinnar til heiðurs við það, að 600 ár eru liöin siðan við- komandi riki geröu með sér það hernaðarbandalag sem lifseigast hefur orðið. betta er fyrsta heimsókn Caetanos til Natolands i Vestur- Evrópu eftir að hann tók við af Salazar einræðisherra áriö 1968. Og flest bendir til þess að hann muni ekki hafa af heimsókninni sérstakan sóma — boðað var til mikilla mótmælaaðgeröa i sam- bandi við heimsóknina og hin var- færna stjórnarandstaða hennar hátignar, Verkamanna- flokkurinn, mun hvergi koma nærri herlegheitunum. Vandræðagestur Mestu veldur um þessi viðbrögð að Lundúnablaðið The Times hefur birt fréttir um fjöldamorð portúgalskra hersveita á um 400 Afrikumönnum i Mósambik. Portúgalir hafa boriö þær fregnir hernaðarbandalagiö til baka, en þeir munu fáir sem hafa látið sannfærast um sakleysi Portúgala. En Heath forsætisráðherra hefur ekki sinnt kröfu Wilsons, formanns stjórnarandstöðunnar, um að boðinu verði aflýst. Þar með hefur Heath vakiö upp póli- tiskt óveöur og verður hann aö sætta sig viö að neðri deild þingsins ræöir um fjöldamorða- ákæruna meöan Caetano er enn I London. Heimsókn Caetanos hafði fyrir- fram verið mjög harðlega gagn- rýnd bæöi á þingi og i blööum. „Sunday Times” kallar hann I sl. mánuöi „vandræöagest” I tilefni af „smánarlegri stefnu” lands hans i Afriku sunnanveröri. Engu aö siöur var Philip prins sendur i opinbera heimsókn til Portúgals i tilefni 600 ára afmælis bandalagsins milli Englands og Portúgals — sem var 16. júni. Prinsinn bað um leyfi til að fá að hitta „jafnréttháa” hluta portú- falskrar þjóðar (skv. portú- gölskum lögum eru nýlendurnar héruð i Portúgal) en ekki var orðið við þeirri ósk. Þegar hann vildi minnast i ræðu sinni á „mis- munandi skilning okkar á ný- lendustefnu” voru þau orð strikuð út. Af hverju þeir? Bandalag Englands og Portúgals komst i fyrstu á vegna ótta Portúgala við Kastiliu og út- þensluáform Spánverja. Englendingar lofuðu að koma þeim til aðstoðar með „spjótlið- um og bogaskyttum” og gerðu það reyndar. Þegar Portúgal fór halloka sem stórveldi á 17. öld kom þaö i hlut Englands að vernda Portúgal og hið mikla nýlenduveldi þess með flota sinum. Án þeirrar verndar er þaö mjög hæpið að'Portúgal hefði haldið nýlendum sinum. Arin 1642 og 1703 var banda- lagið styrkt meö svonefndum Methuensamningi, en hann gaf Portúgölum sérstök friðindi til vinsölu á Englandi — þess i stað fengu Englendingar að flytja toll- frjálst til Portúgals vefnaðarvöru og aðra iðnaðarvöru. Samningur þessi, sem Lenin sagði að hefði gertPortúgal að „nýrri nýlendu” Breta, kom i veg fyrir þróun Portúgalskir sjómenn; tollfriöindum var misskipt iðnaðar i Portúgal og er hann ein helzta skýringin á vanþróun landsins til þessa dags. Stóra- Bretland er enn I dag helzti við- skiptaaöili Portúgals Bretar voru svo algeng sjón i Portúgal, að þar varð til máltæki sem enn er I brúkun: „P’ra inglés ver” — sem þýðir „Til að sýna Englendingnum”. Það er notað viö þær aðstæður að menn vilja draga f jööur yfir eitthvað. Þegar Elizabet drottning kom fyrir meira en áratug i opinbera heim- sókn til Lissabon var þessu bragði einmitt beitt —rétt einu sinni enn. Salazar iét reisa sannkölluð Pótémkintjöld á leið drottningar til að fela nokkuð af fátæktinni i þvi landi sem aumast er i Vestur- Evrópu. Hver græðir nú? Bandalag þetta fékk nýja þýðingu, þegar Portúgal sendi hermenn i heimsstyrjöldina fyrri og aftur á árum heimsstyrjaldar- innar siðari, þegar Churchill heimtaði á grundvelli þess her- stöðvar á Azoreyjum. Salazar, sem hafði sterka samúð með fasismanum, varð að láta undan. Þaö kom við fleiri tækifæri fram, aö Portúgal varð að sætta sig við skertan hlut i þessu banda- lagi. Þegar Salazar ætlaði að visa til hernaðarbandalags rikjanna 1961 er Indverjar tóku herskildi portúgölsku nýlenduna Goa á Vesturströnd Indlands, þá neituðu Bretar að styðja hann gegn stærsta meðlim brezka samveldisins. Portúgalir urðu æfir. En á hitt er að lita, að I reynd hafa portúgölsk stjórnvöld haft allverulegan ávinning af þessu forna og vanhelga bandalagi. Hin nánu tengsli við Portugal voru helzt forsenda fyrir þvi, að árið SUMARIÐ 73 EFTIR ART BUCHWALD — Pabbi, segðu mér aftur frá sumrinu 1973 þegar allir sem vildu gátu ekið bil. — Ég veit að þú trúir þvi ekki sonur sæll, en alit sem til þurfti var að aka inn á bensin- stöð og segja afgreiðslumann- inum að fylla tankinn. Og veiztu hvað: hann varð að þurrka af framrúðunni hjá manni, annars verzlaði maður ekki við hann. — Æ láttu ekki svona pabbi, nú ertu að ljúga að mér. — Mér er eiður sær vinur. Og ekki nóg með það heldur áttum við stóra bila I þá daga — þrefalt stærri en núna — með fjórum dyrum, loftkæl- ingu og öllu þvi. Sumir þeirra fóru með bensinlitrann á fjór- um kllómetrum. Ég held að það séu myndir af þeim i al- fræðibókinni okkar. — Vá,þetta hafa verið ofsa bilar. — 1 þá daga gaztu ekið i vinnuna eða niður i miðbæ upp á þitt eindæmi án þess að komast i kast við lögin. Maður sá oft einn mann i átta manna bfl. — Og gátuð þið lika keyrt á ströndina, upp I fjöll eða á fót- boltaleik i órafjarlægð án þess að fá leyfi frá umferðarráði? — Rétt til getið. Einu sinni ókum við mamma þin alla leið til Florida og spurðum hvorki kóng né prest. Við bara lögð- um af stað. — En hvað gerðist pabbi? — Það veit það eiginlega enginn. Fólk eyddi bara oliu og bensini þangað til ekki var dropi eftir. Ég man að árið 1973 tilkynntu bilaverksmiðj- urnar I Detroit að það væri þeirra bezta ár. Þær hefðu selt fleiri stóra bila en nokkru sinni áður i sögunni. En enginn sagði þeim i Detroit að það væri ekkert bensin til að setja á tankana. Þeir sögðu að það væri ekki þeirra mál. Þetta var allt verulega fyndið þvi að þeir i Washington voru að rifast um mengun af völdum bifreiða og takmörkun útblásturs árið 1976 þegar vandræðin hurfu af sjálfu sér. Það var einfaldlega ekkert bensin til að eitra and- rúmsloftið leneur. — Én af hverju smiðuðu þeir i Detroit ekki minni bfla sem eyddu ekki svona miklu bensini? — Af þvl að þeir sögðu að Amerikanar hefðu alltaf átt stóra bila og þörfnuðust stórra bfla og að stóru bilarnir hefðu gert Ameriku stóra og vold- uga. Núna verða þeir auðvitað að framleiða litla bila þvi eng- inn hefur efni á öðru visi bil- um. Þú sérð það að þegar bensinið kostar 200 kall litrinn og er þar að auki skammtað fer enginn maður með fullu viti að framleiða stóra bfla. — Var það þess vegna sem við fluttum inn I miðbæ aftur, af þvi að þú gazt ekki ekið I vinnuna lengur? — Þú átt kollgátuna. Við bjuggum i úthverfunum þegar þú varst nýfæddur, en þegar bensinið þraut I landinu urðum við að flytja aftur hing- að niður i miðbæ. Ég reyndi að vlsu fyrst að hjóla i vinnuna en það voru 70 kflómetrar hvora leið svo ég var örmagna þegar ég kom heim á kvöldin. Þess vegna fluttum við. Og það var dálitið fyndið vegna þess að fram að þeim tima bjuggu svertingjarnir i miðbænum og hvitu mennirnir i úthverfun- um. Núna búa að sjálfsögðu allir hvitu mennirnir i mið- bænum og svertingjarnir i út- hverfunum þvi þeir hafa ekki efni á að fá sér hús annars staðar. Svertingjarnir vildu ekki flytja út I úthverfin en hvitu mennirnir héldu áfram að kaupa upp fátækrahverfin svo negrarnir áttu einskis úr- kosta. Þeim liður eflaust betur þarna útfrá þvi þar búa þeir meðal fólks af sama kynstofni. — Hver átti sökina á að oli- an eyddist upp? — Þeir i Detroit kenndu Ralph Nader um það, forset- inn kenndi þinginu um, Arabar ísraelsmönnum og ol- iufélögin hreindýrunum i Alaska. — Það hlýtur að hafa verið gaman að lifa á þessum árum. — Það var það vissulega. Veiztu að einu sinni ókum við 50kilómetra bara til að fá okk- ur nautasteik. — Hvað er steik? — Æ, sleppum þvi. Það tek- ur of mikið á mann að tala um það. (ÞH þýddi) Caetano; enginn aufúsugestur. 1949 baröi Stóra-Bretaland I boröið og fékk lögreglurikið Portúgal tekið inn sem stofnaðila i bandalagi þvi sem átti að verja lýðræöi i heiminum, Nato. Og árið 1960 flutu Portúgalir á brezkri vernd inn I friverzlunarbanda- lagiö EFTA. Fyrir nokkrum mánuöum lýsti Moreira Baptista upplýsinga- málaráöherra Portúgals þvi yfir i London, að hátiðarhöldin I tilefni 600 ára afmælisins mundu gefa „Portúgal einstakt tækifæri til að útskýra vandamál sin og mark- miö fyrir hinni brezku þjóð”. Liklega hefur hann séð eftir þessari athugasemd. Smásaga úr viðskiptalffinu. 1. janúar 1970: Jón og Guð- mundur stofna fyrirtæki. Jón hef- ur reynsluna, Guðmundur hefur peningana. 1. janúar 1973: Jón og Guðmundur slita samvinnunni. Guðmundur hefur reynsluna. Jón hefur peningana. Tusku hafði verið kastað i Sig- urð Thoroddsen kennara i tima i Menntaskólanum. Sigurður reiddist og sló til Magnúsar V. Magnússonar, sem hann hélt að hefði gert þetta. Þá stendur upp annar nemandi, Agúst Bjarnason, og segir, að þetta sé nú ekki sanngjarnt, þvi að það sé hann, sem hafi kastað tuskunni. „Jæja, Magnús”, segir Sigurð- ur „gefðu þá honum Agúst á kjaftinn”.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.