Þjóðviljinn - 18.07.1973, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 18.07.1973, Blaðsíða 12
Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Lækna- félags Reykjavikur, simi 18888. Mióvikudagur 18. júli 1973. Nætur- kvöld- og helgidaga- varzla lyfjabúðanna vikuna 13. til 19. júli er i Háaleitisapó- teki og Vesturbæjarapóteki. Slysavarðstofa Borgarspital- ans er opin allan sólarhringinn. Kvöld- nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Y erður breytt um stefnu í Afganistan? Nýju Dehli 17/7 — 1 dag var lýst yfir i Afganistan, aö rikið væri ekki lengur konungsriki, heldur yrði það héðan i frá iýðveldi. Fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Mohammed Daud, til- kynnti þetta i útvarpið I Kabul, en hann hefur tekið sér vald æðsta manns landsins til bráðabirgða. Sagði hann að fyrrverandi stjórn hefði verið hættuleg efnahag landsins, og þvi hefðu hann og fleiri neyðzt til þess að gripa i taumana. Daud fullyrti að hann og stuðningsmenn hans ætluöu að koma á raunverulegu lýðræði i landinu og þyrftu þvl að gera ýmsar breytingar á stjórninni, þó ætluðu þeir að sjá til þess að Afganistan yrði áfram hlutlaust land, sem ekki væri með i neinu hernaðarbandalagi. Það er ef til vegna þess að Afganistan á landamæri aö Is'na, Pakistan, Ráðstjórnarrikjunum og tran. Það er álit manna i Nýju Dehli að hinn nýi leiðtogi Afganistan verði mjög harður i horn að taka i afstöðu sinni til Pabistan og hefur hann stutt herskáa þjóðflokka á landamærum rikjanna. Konungurinn i Afganistan var Mohammed Zahir Shah, en Oaud, sem nú fer með völdin er giftur systur konungsins, hvaða áhrif sem það getur nú haft á stjórn- málin. Daud varð forsa>tisráðherra landsins 1953. Afganistan liggur hátt uppi i fjöllum á milli allra þessara stórvelda, og nær hvergi að sjó, er rúmlega helmingi stærra en Island, hefur 13,6 .miljón ibúa, og þar hefur verið þingbundin konungsstjórn frá 1964. Þrátt íyrir yfirlýsingar um hlutleysi, og ef til vill einmitt þess vegna, hefur landið þegið aðstoð ýmissa rikja, bæði austan tjalds og vestan. Landið liggur þannig að hættulegt er t.d. fyrir Kina, svo eitthvað sé nefnt, ef Rússar næðu tangarhaldi á landinu, þannig að þvi virðist vis fjárhags- aöstoð margra rikja áfram. En þrátt fyrir þessa aðstoð, er landið enn mjög aftur úr i framleiðslu- háttum og kjör almennings bág- borin. Flestir lifa á landbúnaði, og er landið frjósamt, á mörgum stöðum, aðallega vegna ánna sem eru straumharðar, og flytja með sér áburð. Aðferðir við land- búnaðarstörfin eru þó mjög gamaldags. Sumar árnar hafa verið virkjaðar, og þá aðallega með aðstoð frá erlendum bönkum, bæði bandariskum og öðrum. Mikill hitamismunur er i Framhald á bls. 11. Waldheim til Austur- landa nær New York 17/7 — Samkvæmt upplýsingum frá aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna fer Kurt Waldheim aðalritari þeirra i heimsókn til Israel, Egyptalands, og Jórdaniu seint í næsta mánuði. Þetta er i fyrsta skipti, sem Waldheim fer i opinbera heimsókn til þessara landa. Þetta var tilkynnt i gær og jafnframt var þess látið getið, að væntanlega kæmi öryggisráð Sameinuðu þjóðanna saman á mánudag i næstu viku til þess að ræða vandamál þessara landa, sem Waldheim ætlar að heimsækja. Meiri uppljóstranir Trúnaðarsamtöl fest á segulband í Hvíta húsinu Washington, London, Bonn 17/7 — Nú virðist sem vafa- samar aðfarir Nixons og stjórnar hans séu farnar að koma niður á æðstu stjórn- málamönnum heimsins, eða öllu heldur aö nú hafi komizt upp, hvernig Nixon og sam- starfsmenn hans hegða sér viö þá menn, sem eru að koma i kurteisisheimsóknir og Nixon brosir við og faömar. Það er nú ljóst, að frá árinu 1971 hefur allt sem sagt hefur verið i fundarherbergjum Nixons i Hvita húsinu verið hlerað og tekið upp á segul- bönd. Þaö var vitni i Watergate- málinu, Alexander Butter- field, fyrrverandi starfsmaður I Hvita húsinu, sem skýrði frá þessu er hann var yfirheyrður. Hann benti þannig nefndinni, sem rannsakar Watergate- málið á það, að á þessum spólum væri vafalaust að finna svar við þvi hversu mikið Nixon vissi um það mál. Nefndin hefur þegar farið fram á að fá spólurnar, en óvist er hvernig þvi verður svarað i Hvita húsinu. Butterfield sagðist vita, að þessar upplýsingar gætu komið sér illa fyrir utanrfkis- þjónustuna, þar sem viðbúið væri að einhverjir hinna mörgu þjóðhöfðingja sem nýlega hafa þegið heimboð Nixons yröu alvarlega móðg- aöir, en þeirra á meðal eru forsætisráðherra Israels, Golda Meir, Haile Selassie, keisari Eþiopiu, kanslari Vestur-Þýzkalands, Willy Brandt, Hussein konungur i Jórdaniu, forsætisráðherra Englands, Edward Heath, leiötogi sovézka kommúnista- flokksins, Leonid Brézjnéf, forsætisráðherra Indlands, Indira Ghandi, og fyrverandi forsætisráðherra Italiu, Giulio Andreotti. Trúlega er Pompidou, forseti Frakklands ánægður með að hafa rætt við Nixon á Islandi I stað þess að hafa heimsótt hann I Hvita húsið. Butterfield hélt þvi fram, að þessi viðtöl hefðu verið tekin upp til þess að notast seinna við ritun mannkynssögunnar eða annarra álika merkra hluta. Nýlega komst upp um glæpamenn sem höföu tekiö upp á segulband samtöl furstahjónanna i Mónakó, en sem betur fór tókst fljótlega að hafa hendur i hári gangster anna, sem höfðu ætlað sér að kúga peninga út úr hjúunum, en að sjálfsögðu dytti starfs- mönnum Hvfta hússins ekki i hug að nota slikar spólur með tali æðstu manna heims til annars en vlsindalegrar sögu- ritunar. Annar starfsmaður I Hvita húsinu, Fred Buzhardt, staðfesti framburð Butter- fields og segist hafa heyrt um það getiö, að i stjórnartið Lyndons B. Johnsons. hefðu þeir verið jafn visindalega þenkjandi, og notað sams konar hleranir og upptökur á bönd, en Nixonstjórnin hefði ekki kunnað á þetta fyrr en eftir tveggja ára stjórn Nixons. I Bonn og I London vildu talsmenn rikisstjórnanna heldur litið segja um málið, nema að það væri ekki vani hjá þeim að taka leynifundi háttsettra embættismanna upp á segulbönd. í London vildu talsmenn rikisstjórnar- innar ekki gefa neitt út á þann möguleika að upptaka leyni- funda Heaths i Banda- rikjunum með Nixon gæti yerið skaðleg fyrir England, og f Bonn var sagt aö ekkert væri hægt að segja að svo stöddu, þvi Brandt væri I frii i Noregi. Vafalaust eiga margir þjóð- höfðingjanna, sem hlut eiga að máli, eftir að mótmæla þessari framkomu Banda- rikjastjórnar, og ékki er t.d. vfst að Brézjnéf faðmi Nixon eins mikið næst þegar þeir hittast, þótt hann hafi áður látið hafa eftir sér að honum kæmi Watergatemálið ekkert við, þvi þetta hlerunarmál I Hvíta húsinu er kannski óþægilegt i fyrir hann sem og aðra i sömu aðstöðu. Fréttirnar af morðum Portúgala staðfestar London 17/7 — Neðri málstofa enska þingsins ræddi heimsókn Caetanos, forsætisráðherra Portúgals I dag. Það var Harold Wilson, leiðtogi verkamanna- flokksins, sem þvingaði forsætis- ráðherrann, Edward Heath, til þess. Það er mjög óvanalegt að rætt sé þannig um opinberan gest, á meðan hann er staddur i landinu, en ástæðurnar til þess að svo er gert nú eru ekki heldur neitt vanalegar. Wilson vildi að heimsókn Caetanos væri aflýst. I ræðu sinni i þinginu sagði Wilson, að þótt almenningur væri orðinn ýmsu vanur i striði og skæruhernaði, væri hegðun Portúgala slik, að ekkert sam- bærilegt hefði áður gerzt. Flokkur Wilsons, Verkamannaflokkurinn, og sömuleiðis Frjálslyndi flokkurinn, komu sér hjá þvi að mæta i veizlur þær sem haldnar voru til heiðurs Caetano. Alec Douglas Home sagði i þinginu, að ekki hefði verið hægt að afturkalla heimsókn portúgalska forsætisráðherrans, þar sem ekki væri vitað enn, hvort fjöldamorðin i Mosambik hefðu raunverulega átt sér stað. Með þvi að aflýsa heimsókninni heföi enska rikisstjórnin þá verið að fella dóm yfir dyggum sam- starfsmanni og bandamanni. Mótmæli gegn dvöl Caetanos, halda áfram i London, og eru aðgerðir i mótmælaskyni hvert sem hann fer. „Portúgalskir hermenn drepa stundum börn I þorpum i Mosam- bik, með þvi að sparka i þau og traðka á þeim og þvinga jafn- framt alla þorpsbúa til þess að horfa upp á aðgerðirnar. Er þetta gert til þess að sýna þorpsbúum Chile Santiago 17/7 —. Hægri öfga- flokkur I Chile, sem kallar sig „Föðurland og frelsi” hótaði I gær að gera vopnaða aðför að for- seta landsins Salvador Allende, Sagði aðalritari flokksins að þeir hefðu tekið þátt i uppreisnartil- rauninni, sem gerð var i Chile 29. júni siðastliðinn. Hann sagði að sú tilraun hefði þrátt fyrir allt orðið flokknum til góðs, þvi þar hefði verið stigið fyrsta skrefið I þá átt að reyna að ná völdunum af Allende, með ólöglegum aðferð- um. Aðalritarinn bætti þvi við að næsta skrefið yrði að reyna að steypa Allende af stóli með vopnavaldi. Allende hefur gefið út þá yfir- fram á að betra er áð hlýðnast fyrirskipunum portúgalska hersins”. Þessi frétt birtist i dagblaði i Hollandi i dag. og er haft eftir hollenskum hjónum sem dvöldu I Framhald á bls. 11. lýsingu að allir vopnaðir öfga- sinnar yrðu teknir og leiddir fyrir herrétt, ef þeir reyndu að gera eitthvað slikt. Litil von virðist til þess að öfga- flokknum takist aö vinna nokkur spjöll, þvi herinn, eins og reyndar allur almenningur, er hlynntur stefnu Allendes. Fram að siðustu kosningum reyndi þessi öfgaflokkur, ásamt öðrum öfgaflokkum til hægri, að koma Allende og stjórn hans á kné eftir hefðbundnum lýðræðis- leiðum, þar sem þeir tóku m.a. sálfræðina i sina þjónustu. Að loknum kosningum sáu for- sprakkar þessara flokka að leik- urinn var tapaður, fylgi Allendes hafði aukizt þrátt fyrir allan áróður þeirra og ólæti, og þá er þetta eina ráðið, að. gripa til vopna. Uppreisnartilraunin sem gerð var I júnilok sýndi þó enn frekar að það er litil von til þess að koma Allende fyrir kattanef, þvi i ólátunum sýndi það sig að herinn var orðinn hlynntur Allenda- Stjórn Allendes er traust i sessi. stjórninni, en það hafði hann ekki verið til skamms tima. Þetta brölt „Föðurlands og frelsis” verður þvi væntanlega til litils fyrir flokkinn, og aðra hægri öfgamenn. Norrœna fimleika - sýningin endurtekin Norræna fimleikasýningin verður endurtekin i Laugar- dalshöllinni i kvöld. Nær 1000 fimleikamenn taka þátt i sýningunni og eru þeir frá öll- um Norðurlöndunum, nema Færeyjum. Danir eru fjöl- mennastir. Það er Fimleikasamband Islands, sem gengizt hefur fyrir þessari heimsókn. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Kjördæmisþing á Norðurlandi vestra. Alþýðubandalagið I Norðurlandskjördæmi vestra heldur kjördæmis- þing á Sauðárkróki næstkomandi laugardag, þann 21. júli og hefst fundur klukkan 3 siðdegis, en lýkur um kvöldið. Kjördæmisþingið verður haldið i Villa Nova. Þingmaður kjördæmis- ins Ragnar Arnalds, formaður Alþýðubandalagsins og Hannes Baldvinsson, varaþingmaður Alþýðubandalagsins i kjördæminu mæta á kjördæmisþinginu. Hœgri flokkar í vonsviknir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.