Þjóðviljinn - 18.07.1973, Page 7

Þjóðviljinn - 18.07.1973, Page 7
Miðvikudagur 18. júli 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Sverrir Kristjánsson, sagnfræðingur: Stjörnufræöingurinn og stjórnmálin Þorsteinn Erlingsson Hann orti: „Nei, það er ekki þeirra hnóður, að þú ert feigur kóngur góð- ur...” örlög skóladúxanna eru stundum æði skrýtileg. Innan múra menntaskóla og háskóla gleypa þeir i sig allar náms- greinar, allt liggur þeim ljóst fyrir, kennararnir elska þessa draumadrengi skólakerfisins, enda þurfa þeir ekki að hafa neitt fyrir þeim, þeir skila öllu sem i þá er látið með mikilli prýði, og er þá allur munurinn þegar kennaragarmarnir verða aö blóðsvitna til þess að troða i tossana þessum þokka- legu visindum kennslubók- anna. Tossarnir sem sitja neðstir i einkunnaskalanum eru kallaðir fúxar — göfug latina ekki síður en tignar- heitið dúxar. En lifið er oft fjandi kynlegt og það á til að leggja undir sig hausinn eins og skapblendið hross. Þegar dúxinn er kominn út fyrir hið friðhelga svæði skólanna og gengur út á paðreim hins hversdagslega lifs, verður það oftar en ekki, að skóladúxinn verðu fúx, neðstur á tossabekk tilverunnar. Þorsteinn Sæmundsson stjörnu- fræðingur hefur hlotið þessi ömurlegu örlög. Er alt þitt rlki óttalaust? Er orðin sljó hin mikla raust, sem gat þó forðum fargað ró og fylt af ángist heilan skóg? Nei, það er ekki þeirra hróður, að þú ert feigur, kóngur góður. Við treystum hjer ekkert á apann nje sauðinn, en uppdráttarsýkin er viss eins og dauðinn. Þesar hendingar voru ortar fyrir mörgum áratugum og hvassyddum skeytunum beint að Bretlandi. Höfundur þessara hendinga var Þor- steinn Erlingsson, afi Þor- steins Sæmundssonar stjörnu- fræðings, þess sem notfærði sér málfrelsi i þeim þætti Rikisútvarpsins, sem kallaður er: Um daginn og veginn. Það er sá þáttur þessarar ágætu stofnunar, þar sem islenzkir ræðumenn hafa fullt frelsi til að tala af viti eða vitleysu án ábyrgðar. Þegar dóttursonur Þor- steins Erlingssonar flutti islenzku þjóðinni boðskap sinn i hinu frjálslynda mánudags- spjalli sinu, þá fór mér og mörgum öðrum svo, að við misstum trúna á fram- þróunarkenninguna, svo sem hún var að minnsta kosti túlkuð á 19. öld; að mann- kyninu væri alltaf að fara fram, að hver ný kynslóð væri hinni eldri feti framar að viti og siðgæði. Afinn sá fyrir mörgum áratugum, að brezka ljónið ætti sér ekki aðra fram- tið en uppdráttarsýkina, úr- kynjun gamals syndara, en á þeirri stundu, er það var ekki orðið annað en gerviljón, á þeirri stundu þótti dóttursyni Sverrir Kristjánsson hins mikla skálds stundin runnin upp til að taka upp tannburstann og hreinsa blóðið af gervitönnum þeirrar skepnu, sem kölluð hefur verið konungur dýranna. Sennilega er Þorsteinn Sæmundsson sá islenzki menntamaður, sem fróðastur er um sólkerfi himinviddanna. En hann virðist vera undarlega fáfróður um þann hnött, sem er nú einu sinni lögheimili hans. En þó virðist hann hafa sérstaklega gleymt skólalær- dómi sinum um þetta litla og vesæla brot af þessum hnetti, sem heitir Island. Hann trúir á hið gráa deyjandi ljón, en gleymir hindinni hvitu. Og um leið og hann grætur ljónshræið grætur hann hindina hvitu þurrum tárum. Ég leyfi mér að votta syrgjandanum samúð mina. Heinrich Böll um sovézka menningarpólitík Heinrich BÖIl Heinrich Böll Nóbels- verðlaunaskáld hefur um langan aldur haft allmikil tengsli við Sovétríkin. Hann hefurekki gert mikið af því að mótmæla þeirri meðferð sem ýmsir andófsrithöf undar hafa sætt þar, en reynt að beita ' áhrifum sínum og sam- böndum til að bæta hlut- skipti þeirra bak við tjöldin. Nú hefur hann nýlega fordæmt bókmenntapólitík Sovétmanna mjög hressilega I sambandi við hugsanleg endurnýjuð réttarhöld yfir Almalrik, höfundi bókar sem nefnist „Veröa Sovétrfkin til áriö 1985?”. Hann hefur i þvi sam- bandi lýst þvi yfir við Spiegel, að hann verði að viöurkenna aö möguleikar til að hafa áhrif á Sovétmenn séu næsta litlir — það sé þá bezt að segja skoðun sina afdráttarlaust. Hann kveðst mjög fylgjandi þeirri stefnu Brandts; að hafa sem bezt viöskipti viö Sovétrikin, en undrar sig mjög á þeirri þverstæðu sem er á milli almennrar slökunar á spennu og menntamálastefnu Sovétmanna. Og hann kveöst hafa vantrú á menningarsamskiptum sem skipulögö eru af opinberum em- bættismönnum. Böll lætur þess getið, að með stefnu sinni gegn andófsrit- höfundum og menntamönnum, spilli Sovétrikin stórlega fyrir þeim ágætu rithöfundum, sem i landinu er að finna, og ekki eru ofsóttir. Ofsóknir gegn einstökum höfundum, sem einatt eru blásnar upp á Vesturlöndum af spekúlönt- um i bókaútgáfu, leiða til þess, að menn fá þá almennu hugmynd að það geti ekki verið neitt variö I þá höfunda, sem ekki eru bannaðir — þeir eru þvi ekki þýddir eða gefnir út erlendis. Hvenær fáum við prest? Suöureyri 16/7. Tiöarfar fyrstu viku af júli var mjög óhagstætt fyrir veiöar smábáta og afli þar af leiöandi rýr. Siöustu vikuna var tið betri og afli einnig, en þó nokkuð misjafn. Hann veröur ekki skráöur hér. Afli hinna stærri báta frá 1. til 15. júlivarsem hér segir: Guðrún Guölaugsdóttir 41,8 tonn, 2 landanir, troll, mjög blandaöur fiskur, Kristján Guðmundsson 54,8 tonn, 1 lönduim, mest grálúða, hann er úti i túr núna, Trausti 55,0 tonn, 1 löndun, mest grálúða, landaði sl. laugardag, Sigurvon 32,4 tonn, 1 löndun, grálúða, hún er hálfnuö með túr núna, Vestri frá Patreksfiröi 58,0 tonn, allt grálúða, Ólafur Friöbertsson 33,8 tqnn, 7 róörar með linu: 1 siðastá róðri sem stóö yfir i 56 klukku- stundir var hann með 408 lóöir. Veiöisvæöiö var 58-60 sjómilur norðvestur frá Baröa á 190-240 faöma dýpi. Þar hafa verið að undanförnu nokkrir útilegubátar og aflaö sæmilega. Til dæmis landaði Tálknfirðingur núna ný- lega eða fyrir helgina 100,4 tonn- um eftir átta daga. Sömuleiðis landaði Sólrún aðeins fyrr i vikunni, 62,0 tonnum eftir sex daga. Gullfaxi var með 8,2 tonn eftir fjórar landanir. Hann stundar handfæraveiðar, Séra Jóhannes Pálmason, sem flutti héöan i október i fyrra og haföi þá þjónað hér I þrjátiu ár, er nú staddur hér i sumarfrii ásamt konu sinni og fleiri fjölskyldu- meðlimum. I gær, sunnudag, predikaði hann i Suðureyrar- kirkju. 195 sóttu þá predikun. Fimm börn voru skirð. Kirkjan var þéttsetin og nokkrir stóöu. Meöhjálpari var Gissur Guömundsson, sem flutti héðan einnig i sama mánuöi og prestur. Hann hafði verið i fjöldamörg ár meðhjálpari hér á staönum áöur. Hann er hér einnig i sumarheim- sókn. Orgelleikari var hrepp- stjórinn, Sturla Jónsson, sem i mörg ár hefur þjónaö þeim starfa. Hvenær fáum við prest? Jú, það er vist hulið leyndarmál fram- tiðarinnar. Fréttabréf fyrir júni- mánuð er á leiðinni. Gisli. Theódór Einarsson frá Akranesi Nýútkomin bók — „Gamanvísur” Hörpuútgáfan á Akranesi sendir frá sér nýja bók, GAMANVISUR. eftir Theódór Einarsson frá Akranesi. Um langt árabil hefur Theódór Einarsson, frá Akranesi, verið mikilvirkur gamanþátta-, gamanvisna- og reviuhöfundur. Hann hefur einnig samið fjölmörg dægurlög og texta, sem verið hafa á hvers manns vörum. — Margir vinsælustu leikarar landsins hafa sungið gamanvisur hans. Meðal þeirra má nefna: Alfreö Andrés- son, Arna Tryggvason o.fl. Gamanvisur og gamanþættir Theódórs hafa verið fluttir i skemmtiþáttum útvarpsins, m.a. hjá þeim Svavari Gests og Jónasi Jónassyni. I þessari bók eru nýjar og gamlar gamanvisur um sitt hvaö, sem efst er á baugi hverju sinni, svo sem landhelgisvisur, verkfallsvisur, knattspyrnuvisur o.fl. Bókin er prentuð i Prentverki Akraness hf. Bundin i Bók- bindaranum hf. Káputeikningu gerði Halldór Pétursson, list- málari. Undirbúinn aukinn útflutningur íslenzks handiðnaðar Alafoss, American Express Company og Icelandic Import boðuðu til blaðamannafundar, til þess að kynna áætlun sem á að stuðla að aukinni sölu og kynningu á islenzkum afurðum erlendis. Aætlunin er nefnd „Discover Iceland”, eða upp- götvið island, og er gert ráð fyrir að sala geti hafist á öllum varningi á næsta ári, en nokkurn tíma tekur að kynna vöruna fyrir væntanlegum neytanda. Fyrir- tækið sem sér um söluna, starfar um allan heim þótt bandariskt sé, og fara öll viðskipti fram þannig, að fastir viðskiptanyinir fá scndan bækling þar sem sýnt er hvað er á boðstólum hverju sinni. Til þess að geta orðið viðskiptavinur verður fólk að uppfylla ýmis skil- yrði, svo sem að vera i föstu starfi og hafa háar tekjur, auk þess að vera áreiðanlegur. Er hér um að ræða kynningu á islenzkum vörum erlendis, en sölufyrirtækið AMERICAN EXPRESS COMPANY, vill gera tilraunir með sölu á þeim og ef vel tekst til, halda áfram sölu. Fyrirtækið hefur áður selt nokkuð af islenzkum varningi, m,a. yfir 40 þúsund kápur frá Ala- fossi. Samkvæmt áætluninni verður haldið áfram að kynna og væntanlega selja fatnað frá Ala- fossi, en auk þess verður hafin kynning á ýmsu öðru, svo sem silfur- og leirmunum og eftir- prentunum af málverkum Asgrims Jónssonar og húsgögn- um. Margt af þvi sem kynnt er núna, er sérstaklega teiknað eða útbúið vegna þessarar áætlunar, t.d. eru smiðaðir ýmsir silfur- munir, sem eru nærri þvi hreinar eftirlikingar af munum úr Þjóð- minjasafninu. Þegar vörurnar verða kynntar erlendis fá viðskiptavinir með bækling um ísland, þar sem i er m.a. ávarp frá forseta Islands, auk þess sem bæklingurinn er myndskreyttur landslagsmynd- um héðan. Fyrirtækið, sem sér um söluna, mun verá stærsta sinnar tegundar i heiminum, en fulltrúar þess vildu þó ekki gefa upp fjölda félagsmanna, né veltu þess, eða önnur slík atriði. Þó var gefið upp að nokkrir tslendingar væru þar á meöal. Oll viðskipti tslendinga viö félagið væru gerð i Banda- rikjadölum, þvi viðskipti við félagið væru einungis i þeim gjaldmiðli, sem væri algengur i heiminum, svo sem dölum, pund- Framhald á 11. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.