Þjóðviljinn - 18.07.1973, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.07.1973, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 18. júlí 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Sigríður Einars, frá Munaðarnesi Fœdd 14, október 1893 — Dáin 10, júli 1973 Sigriður Margrét Einarsdóttir fæddist i Hlöðutúni i Stafholts- tungum 14. október 1893. Foreldrar hennar voru hjónin Einar Hjálmsson bóndi þar og Málfriður Kristjana Björnsdóttir ljósmóðir frá Svarfhóli. Ekki voru þau lengi I Hlöðutúni, en fluttu yfir Norðurá að Munaðar- nesi og bjuggu þar allan sinn bú- skap. Systkini Sigriðar voru fimm. Magnús, sem var ári eldri. Hann tók við búi eftir föður sinn og bjó I Munaðarnesi i rúm 50 ár, en dvetst nú á sjúkrahúsinu á Akranesi. Tviburarnir Björn og Hjálmur voru fæddir 24. júli 1895.' Björn bjó á Kaldárbakka^ en Hjálmur var lengst af bústjóri I Þingnesi. Arið 1899 fæddust aðrir tviburar i Munaðarnesi. Drengur, sem dó samdægurs, en var skirður skemmriskirn, Jón, eftir nýlátnum föðurbróður sinum, og stúlka, sem hlaut nafnið Mál- friður eftir móður sinni, sém dó af völdum fæðingarinnar. Um þetta leyti fór Jóhann Björnsson, móðurbróðir Sigriðar, að búa I Bakkakoti (siðar kallað Hvitárbakki) og hann tók hana I fóstur þá sex ára gamla. Hún var hjá honum næstu árin, en 1902 eða 1903 brá hann búi og flutti út á Akranes. Hann tók hana ekki með sér. Sigriður fór þá til móðurfor- eldra sinna að Svarfhóli. Meðan hún var I Bakkakoti barst þangað skarlatssótt. Hún veiktist illa og beið af þvi mikinn hnekki. Taldi hún sjálf að minni sitt hefði aldrei orðið jafngott og það var fyrir veikindin. Það kom i hana[ kyrkingur og heilsuleysi, sem hamiaði henni I mörg ár. Sigriður naut barnafræðslu eins og önnur börn. Hún hafði góðan kennara, sem henni þótti vænt um, og sóttist nám vel. Hún varð snemma listaskrifari. Skriftina lærði hún hjá konu, sem talin var skrifa frábærlega vel, en svo vel lét henni að halda á penna.að eftir hálfan mánuð var hún orðin betri skrifari sjálf. A unglingsárum langaði hana mjög að fara i skóla. Lagðihún drög að þvi að komast I Kvennaskólann; þó varð ekki úr þvi. Hún naut nokkurrar til- sagnar I einkatimum hjá dætrum Halldórs Danielssonar, Leópoldinu og Sophie, en var þá þegar öll I að hugsa um skáldskap og yrkingar. Hún tók við búsforráðum hjá föður sinum 16 ára og var i Munaðarnesi til haustsins 1913 er henni bauðst staða hjá móður- bróður sínum, Guðmundi Björns- syni sýslumanni á Patreksfirði. Hjá honum var hún þar til hann flutti suður 1918, og var skrifari hans siðustu árin og gegndi þvi starfi einnig hjá eftirmanni hans, Guðmundi Hannessyni, næsta ár, en fór þá suður og vann á póst- málaskrifstofunni. Einar I Munaðarnesi dó árið 1921. Þá tæmdist henni svolitill arfur. Hún notaði peningana til utanferðar. Hún vildi afla sér menntunar og hana langaði til að skrifa. Hún dvaldi I Þýzkalandi 1922—1923. Þar vann hún við saumaskap og lagði jafnframt stund á þýzkunám. Arið á eftir vann hún i sparisjóðnum i Borgarnesi, en fór svo aftur til Þýzkalands og var veturinn I Meissen og fram á siðsumar 1925 að hún fór til Kaupmannahafnar. Það lýsir vel mannkostum Sigriðar, að þá var samferða henni i lestinni frá Þýzkalandi félaus listmálari. Hún gaf honum aleigu sina,20 danskar krónur, svo hann gæti leyst út farangur sinn og komist heim til Islands. 1 Kaupmannahöfn fékk hún vinnu við sauma hjá Magasin du Nord. Það var vellaunuð og eftir- sótt vinna, sem hún fékk, þótt hún væri ófaglærð, vegna þess hve góð meðmæli hún hafði frá vinnu- veitanda sinum i Meissen. Vinnu- timinn var langur og verkafólk réttlaust, en hún lifði góðu lifi þetta ár. Hún hafði herbergi með Málfriði systur sinni, sem einnig var við vinnu i Höfn. Þá voru þar margir ungir Islendingar bæði við nám og störf og gestkvæmt hjá þeim systrum. Sigriður var veitul og gestrisin jafnvel úr hófi fram. I marz 1926 fór Sigriður heim og fékk aftur vinnu hjá spari- sjóðnum I Borgarnesi. Heldur var nú Borgarnes lágkúrulegur staður og hið versta Ihaldsbæli, en þetta voru miklir umskipta- timar i Evrópu og náðu þær hræringar allar götur þangað. Fúsi vert kom (sem framsóknar- boðari) og náði talsverðum itökum, aðrir ungir menn komu frá Þýzkalandi heillaðir af nazismanum, sem þá var að ryðja sér rúms; samt var nú stofnaður verkalýðsflokkur I Borgarnesi. Sigriður gekk i hánn. Alþingishátiðarárið 1930 gaf Sigriður út fyrstu ljóðabók sina „Kveðjur i runni.” I henni voru nokkrar þýðingar á prósaljóðum eftir Sigbjörn Obstfelder, sem þóttu nýstarlegar og höfðu áhrif á ungu skáldin, sem voru að vaxa upp og fundu fyrir lamandi þyngslum islenzkrar ljóðhefðar. A þessum árum bar saman fundum þeirra Sigriðar og Halldóru B. Björnsson og tengdust þær sterkum vináttu- böndum, sem héldust meðan báðar lifðu. Þær höfðu samflot til Reykjavikur áriðl932 og stofnuðu fyrirtæki I félagi, kjólasauma- stofu á Grundarstig 2. Ekki græddist þeim fé, en margur fátækur listamaður átti vísan beina i húsi þeirra og kommúnistar héldu þar sellu- fundi. Siðar flutti Sigriður á Ránargötu 9 og hafði ibúð með frændkonu sinni, önnu Guð- mundsdóttur, og Guðmundi Sigurðssyni. Þar kynntist hún Karli Isfeld skáldi og blaðamanni. Með honum eignaðist hún son, Éinar Island, 15. október 1935. Þá voru erfiðir timar og margur fátækur, mæðrahjálp var þá heldur bág- borin. Sigriður hafði ofan af fyrir sér og syni sinum með sauma- skap. Þrátt fyrir erfiða og illa launaða vinnu starfaði Sigriður alla tið mikið að félagsmálum. Hún var stofnandi Kvenfélagsins Sifjar á Patreksfirði, hún gekk I verkalýðsflokkinn i Borgarnesi og eftir að hún fluttist til Reykja- vlkur lagði hún svo mikið af mörkum til félagsstarfa að undrun sætir hvernig hún gat af- kastað sliku verki. 114 ár var hún ritari Mæðrafélagsins, hún var I stjórn Menningar- og friðarsam- taka Islenzkra kvenna og Kven- réttindafélags Islands, árum saman mæddi útgáfa rits þess,19. júni mest á henni. Hún var um ára bil endurskoðandi reikninga Rithöfundafélags Islands. Allt þetta vann hún hljóðlega og án endurgjalds svo yfirlætislaust að menn tóku sjadnast eftir þeirri vinnu. Ritstörfin vann hún af sömu hógværð, þegar sambýlismaður hennar Karl tfeld en þau bjuggu saman siðustu 8 ár æfi hans, dó frá óloknu sinu stóra verki að þýða Kalevalaljóðin, lauk hún þvi og sér hvergi hatta fyrir. Ljóða- bækur hennar urðu fjórar: Milli lækjar og ár 1956, Laufþytur 1970 og I svölu rjóðri 1971; auk þess ritaði hln smásögur og þýddi skáldsöguna Ljós i myrkrinu eftir Michel del Castille árið 1966. Ég hef tekið saman þessar heimildir um lif Sigriðar, að þær mættu verða ábending þeim sem vildu kynna sér stórmerkt æfi- starf hennar. Ég reyni ekki að lýsa henni, hvorki sem listamanni eða manneskju. Ég á persónulega henni stóra þökk að gjalda eins og svo margur annar, sem varð á vegi hennar, en mér finnst til- finningasemi ekki eiga hér við. Ég sendi syni hennar, systkinum, ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur. Vilborg Dagbjartsdóttir ,,Ég var I kirkjunni á Patreks- firði, þegar þú varst skirður”. Með jpessum orðum heilsaði Sigriður Einars mér, þegar ég sá hana fyrst haustið 1935. Það ár var ég meðal þeirra frægðar- manna, sem gáfu út fyrsta bindi Rauðra penna á vegum Heims- kringlu. Sautján eða átján árum áður hafði Sigriður verið sýslu- skrifari hjá frænda sinum, Guðmundi Björnssyni, yfirvaldi Barðstrendinga. Með þessum hætti hófust kynni okkar Sigriðar. 1930 gaf hún út fyrstu ljóðabók sina. Þær urðu fjórar, ef ég man rétt. Það sem einkenndi þá bók fyrst og fremst var smekkvisi á HINZTA KVEÐJA Sigriður Einars frá Munaðarnesi Laufið i rjóðrinu þar sem þú hvildir lúna fætur þina sprettur enn Heiðskir himinninn sem speglast i ljóðum þinum hvelfist enn Lækurinn tæri þar sem þú svalaðir þorsta þinum niðar enn Fótspor þin i döggvotu grasi og gljúpum jarðvegi geymd eru enn Þótt þú sért horfin sjónum þeirra sem unnu þér þú lifir enn Gréta Sigfúsdóttir mál og sérkennilegur gáski. Þar var þessi mannlýsing: „Hárið á þér er eins og ull af grámórauðri gimbur, augun skinandi eins og gull og ennið nýsagað timbur.” Þetta er úr „Astarkvæði um einhvern mann”. Sonnetta hefst svona: „Gegnum skóginn hægt og hljótt við förum hönd i hendi, okkur bæði vefur dimmrautt húmið; döggvot jörðin sefur, dropar falia af rauðum blómavörum”. Þótt við höfum átt margar góðar skáldkonur hafa þær fæstar ort góð ástarljóð. En I þessari fyrstu bók Sigriðar er heitt kvæði af þeirri gerð, óvenju eftirminni- legt ljóð. Það heitir Ast. — Endur- tekning orða er þar eins og berg- mál. Ógetið er þess, sem var ekki sizt merkilegt við þessa fyrstu bók Sigriðar, en það eru þýðingar hennar á óbundnum ljóðum norska skáldsnillingsins Sig- björns Obsfelder. Hún mun hafa lengi vel verið eini þýðandi hans hérlendis. 1 siðari bókum Sigriðar var ekki sami ferskleiki, glettni og gleði, en smekkvísi hennar og ljóðmál var æ hið sama. Hún þýddi lika bækur. Sigriður ritaði minningargreinar um látna vini svo snilldarlega að fáir hafa gert betur. Þegar fundum okkar Sigriðar bar fyrst saman bjó hún við mikla fátækt I einu litlu herbergi við Grjótagötu. Hún hafði þá nýlega eignast sinn eina son. Faðir hans var Karl ísfeld, hinn listhagi blaðamaður, skáld og þýðari af Sandsættinni frægu. En Sigriður giftist aldrei. Heimilisvinir voru þó jafnan eins margir og húsrúm leyfði og kannski rúmlega það. Þar komu Steinn Steinarr, Guð- mundur Sigurðsson úr Borgar- nesi, Magnús Asgeirsson, Haraldur Sigurðsson, þýðari og siðar bókavörður, Anna frænd- kona hennar, er siðar giftist Magnúsi — að ógleymdri Mál- friði, hinni listelsku og ritfæru systur Sigriðar. Sigriður var menntuð kona. Hún hafði dvalið lengi á Norður- löndum og i Þýzkalandi og kunni vel mál þarlendra, og fleiri tungur. Hún var ágætlega lesin i innlendum og erlendum bók- menntum. Lengst ævi sinnar vann hún skrifstofustörf. Þó glettni fyrstu bókarinnar entist Sigriði ekki i seinni bækur, og þar yrði allt nokkuð þyngra og alvarlegra, yfirgáfu þessir skemmtilegu eiginleikar hana aldrei i einkalifi. Hún var alla tið glöð og skemmtileg kona, orð- heppin og stundum meinleg, þegar það átti við. En vinum sinum var hún hlý og góð, ein- stakt tryggðatröll. Hennar verður alltaf gott að minnast. JónúrVör Skáldkonan Sigriður Einars frá Munaðarnesi er látin. Margrét Sigriður Einarsdóttir fæddist i Hlöðutúni i Stafholts- tungum 14. okt. 1893, en fluttist skömmu siðar með foreldrum sinum að Munaðarnesi i sömu sveit. Foreldrar hennar voru hjónin Málfriður Björnsdóttir frá Svarfhóli i Stafholtstungum og Einar Hjálmarsson frá Þingnesi i Andakilshrepp. Þau hjónin eign- uðust 6 börn og var Sigriður næst- elzt þeirra. Elztur var Magnús, bóndi i Munaðarnesi er nú dvelst á sjúkrahúsinu á Akranesi, siðan Björn sem nú er látinn, Hjálmur, Málfriður rithöfundur, búsett i Reykjavik og Jón er lézt i fæð- ingu. Er Sigriður var 6 ára gömul lézt móðir hennar frá barnahópnum sinum, og um 10 ára aldur var hún tekin við ráðskonustörfum hjá föður sinum. Má nærri geta, hvilik ábyrgð það hefur verið svona ungum herðum og hefur hún fengið þar eldvigslu til á- byrgðar- og trúnaðarstarfa, en mörg slik voru henni falin siðar á ævinni. Um tvitugsaldur réðst hún til starfa á sýsluskrifstofunni á Patreksfirði hjá móðurbróður sinum, Guðmundi sýslumanni Björnssyni. Var hún sýsluskrifari Baröastrandarsýslu frá 1915—18 og mun áreiðanlega fátitt að kon- ur hafi sinnt þvi starfi. Siðan hóf hún störf hjá Póstmálastjórninni, en er faðir hennarlézt um 1922 og henni tæmdist smáarfur, sá hún sér færi á að fara út i heim og afla sér menntunar. Sigriður var alla tið mjög fróðleiksfús og las mikið og átti töluvert af góðum bókum. Haustið 1922 hóf hún nám við Ber- litzskóla i Dresden og lagði þann vetur stund á bókmenntir og tungumál. Einnig sótti hún þýzkutima hjá Arpad Szakasits, er siðar varð forseti Ungverja- lands. Þetta nám opnaði henni innsýn i nýja veröld. Hún kynntist stefnum og straumum i bók- menntum sem vafalitið hafa mót- að skáldskaparferil hennar mik- ið. Hún orti og skrifaði mikið á þessum árum og lagði stund á þýðingar. Og árið 1930 kom út fyrsta ljóðabókin hennar, „Kveð- ur i runni”, og birtust þar ljóð eft- ir hana sjálfa og einnig nokkrar þýðingar á lausu og bundnu máli eftir Sigrid Undset og Sigbjörn Obstfelder. Siðan liðu 26 ár á milli bóka, en þá kom út ljóðabókin „Milli lækjar og ár”, þá „Lauf- þytur” 1970 og 1971 „I svölu rjóðri”, sem hlaut einróma lof gagnrýnenda og hefði Sigriður tvimælalaust átt skilið skálda- styrk fyrir þá bók, en styrkveit- ingu hafði hún fengið einu sinni, árið 1957. Sigriður hefur verið framúr- stefnukona sins tima og hefur þurft töluverðan kjark til að drifa sig til annarra landa til máns i greinum sem taldar voru léttar i vasa og jafnvel alger timasóun, hvað þá að fara að gefa út ljóða- bók. En Sigriði óx þetta ekki i augum. Þetta var það sem hugur hennar stefndi að, og má segja, að alla ævi hafi Sigriður verið að þroska sig á listabrautinni og vekur furðu hve nútimaleg sið- ustu ljóð hennar voru. Þar var enga stöðnun að finna, heldur si- fellda leit að nýju og betra. Sigriður stundaði ýmiskonar brauðstrit um dagana, bæði skrif- stofu-og verzlunarstörf og einnig saumaskap og rak um skeið sina eigin verzlun og saumastofu. Þá má geta þess, að um tima var hún forstöðukona matstofu Náttúru- lækningafélags Islands, sem þá gekk undir nafninu Næpan, en það var dregið af húsnæðinu, sem var gamalt landshöfðingjasetur með næpulaga turni. Einnig vann hún við safngæzlu á Þjóðminja- safni Islands frá 1958. Hún var mikil félagshyggju- kona og tók virkan þátt i félagslífi hvar sem hún bjó. Hún var einn af stofnendum Umf. Stafholts- tungna og var kosinn heiðursfé- lagi þess. Einnig stofnaði hún kvenfélagið Sif á Patreksfirði og var i stjórn þess árin sem hún dvaldi þar. Það félag stuðlaði mjög að liknarmálum og er enn i fullum gangi. Hún var i stjórn Mæðrafélagsins i mörg ár, i út- gáfunefnd „19. júni”, sat þing Bandalags isl. kvenna, og var fulltrúi á heimsþingi kvenna i Khöfn 1953 og i sendinefnd til Rúmeniu 1957 o.fl. Sigriður eignaðist son árið 1935 með Karli Isfeld, sem skirður var Einar. Hann hefur starfað i mörg ár hjá Almennum Tryggingum sem fulltrúi, traustur drengur og ábyggilegur. Þau Sigriður og Karl tóku saman á ný þegar Ein- ar var kominn á unglingsár, og bjuggu þau þrjú saman unz Karl lézt árið 1960. Var oft glatt á hjalla á heimili þeirra og rætt um lif og listir af fyndni og andriki þegar gesti bar að garði. Sigriður hjúkraði Karli af ástúð og um- hyggju i veikindum hans og var samband þeirra einstaklega fag- urt og elskulegt. Karl vann að þýðingu sinni á Kalevala, eftir að hann kom til Sigriðar og er full- vist að hún hefur lagt þar hönd á plóginn með honum, enda fór það svo, að þegar Karl lézt áður en Framhald á 11. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.