Þjóðviljinn - 18.07.1973, Side 10

Þjóðviljinn - 18.07.1973, Side 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 18. júlf 1973. JON CLEARY: Sendi- fulltrúinn er að gera þaö, lögreglustjóri. Hann gerir enga tilraun til aö komast undan mér og ég býst ekki viö aö hann geri þaö. Strax og ráöstefnunni lýkur kemur hann heim meö mér. baö verður aöeins fárra daga töf. Þaö er ekki mikiö eftir tuttugu og þrjú ár. — Talaðu ekki eins og verjandi aö mjálma um réttarfrest. Leeds var stuttur í spuna. — Og hvað veröur um máliö hjá okkur, ef hann tórir ekki fram til loka ráð- stefnunnar? Malone tók áhættu, bauð þvi heim að verða sendur aftur á götuvakt. — Þú sagöir rétt áðan. Ef hann er — ráðinn af dögum,— Hann þagöi við, heyrði raddaklið úr næsta herbergi, Quentin var að hlæja. — Ef hann er ráðinn af dögum leysir það þá ekki allan vanda? Það varð löng þögn, svo sagði Leeds: —Scobie, ertu að verða of vinveittur þessum manni? Malone hikaði. — Það gæti ver- ið, lögreglustjóri. En ég geri mitt bezta til að vera óhlutdrægur. — Það er ekki á þér að heyra. Malone tók aðra áhættu: — Ég er alveg sannfærður um að hann hafi myrt konuna sina. — Ef þú værir hér staddur, undirforingi, þá yröi þér kippt út úr málinu undir eins. Fjandinn hafi það, ég hef ógeð á fram- kvæmdum þessa máls, allt var innpakkað og lagt upp i hendurn- ar á okkur, en staðreyndirnar eru fyrir hendi! Þú fórst yfir þetta allt sjálfur áður en þú fórst héðan. — Ég veit það, lögreglustjóri. Og staðreyndirnar gætu verið réttar eftir sem áður. En ég vildi gjarnan rýna betur i þetta. Rödd Leeds var einbeitt. — Undirforingi, þú hefur handtöku- skipun á hann fyrir morð. Beittu henni — og láttu kviðdóminn um að ákveða hvort hann er sekur. — Eigum við þá að doka þang- að til ráðstefnunni lýkur? Leeds andvarpaði, var ekki lengur einbeittur i rómnum. — Gott og vel. En vertu varkár. Sjálfs þin vegna á ég við. Malone lagði tólið á. Hann heyrði enn mannamál úr næsta herbergi, það var eins og einhver væri reiður, en hann gat ekki greint hver átti þá rödd. Utan af torginu heyrðist glamur þegar slökkviliðsbill ók hjá: hann hafði löngu komizt að raun um að ógnin var alltaf handan við hornið. En hvað gæti orðið Quentir til bjarg- ar? Ég vil aö hann bjargist, sagði Malone við sjálfan sig og var hissa á sjálfum sér. Ekki aðeins frá tilræðismönnunum, heldur einnig frá Flannery. Og það kom honum lika á óvart; að Flannery skyldi hafa tekið við af réttvisinni I huga hans. Af hverju er ég svona sannfærður um að hann hafi ekki drepið konuna sina? Svo opnuðust dyrnar og Jósef 35 kom inn. — Ó, afsakið, herra minn. Ég vissi ekki,— — Þetta er allt i lagi, Jósef. Það lltur út fyrir að ég verði að fá lánuð föt af húsbónda þinum i dag. — Já,herra minn. Má ég draga upp klukkuna fyrst? Hann gekk að arinhillunni og fór aö draga upp ormolu klukkuna. — Ég sá dökku fötin yðar i herbergi yðar. Ég tók mér það bessaleyfi að leggja fram föt af herra Quentin til vonar og vara. Þér hafið orðið fyrir slysi, herra minn? — Að vissu leyti. Það var bill næstum búinn að aka yfir mig. Jósef hristi höfuðið og skellti I góm. — Umferðin i London, hún er orðin skelfileg. Þegar ég kom hingað fyrst voru ökumennirnir sérlega kurteisir. Jafnvel leigu- bilstjórar stöðvuðu bila sina til að hleypa fólki yfir götuna. — Hvað er langt siðan? — Siðan ég kom hingað? Arið 1956. Ég kom frá Búdapest i upp- reisninni. — Voruð þér bryti I Búdapest? Jðsef brosti, það var fyrsti klmnivotturinn sem Malone hafði séð á sviplausu andlitinu. — Brytar voru úr sögunni þegar kommúnistarnir tóku við. Nei, herra minn, ég var aðeins þjónn. En svo kom stoltið upp á yfir- borðið: — En ég var þjónn á einu af beztu hótelunum. Duna hótelinu. Þér eruð væntanlega ekki kunnugur i Búdapest, herra minn? — Nei, það er ég ekki. Malone brosti og skammaðist sin ekki vit- und fyrir litla heiminn sinn. En hann yrði að kaupa sér alheims- kort þegar hann kæmi heim til Sydney. — Fellur yður vel hér? Josef lauk við að draga upp klukkuna, lokaði hjálminum var- lega og leit i kringum sig i her- berginu. — Ég kann vel við mig innanum fallega hluti, herra minn. Ég er fæddur i fátækt, en ég hef smekk fyrir verðmætum hlutum. Geti maður ekki verið rikur, er næstbezt að vera bryti. — Er þetta ungverskur tals- háttur? Malone haföi hitt einn eða tvo ungverska flóttamenn i Sydney, kaldhæðna menn sem virtust ekki hafa mikla trú á mannlegu eðli. Josef brosti aftur. — Ég veit hvað fólk segir um Ungverja. Ef þú átt Ungverja fyrir vin, þá þarftu engan óvin. Ýmislegt i þá áttina. En verstu sögurnar um Ungverja, voru samdar af öðrum Ungverjum. Það er þjóðariþrótt. — Við höfum dálitiö svipaö i Astraliu. Jósef var of góður bryti til að fitja upp á nefið. Eiginlega ekki, herra minn, Það er svo — afskekkt, — er það rétta orðið? Malone brosti. — Það er nógu gott. Ég hef heyrt þau verri. Hann gekk fram i anddyrið og Coburn stóð með embættissvip fyrir framan stóra spegilinn og hagræddi hnútnum á fjólurauða prjónabindinu sinu. Allt i einu brosti hann til Malones og sagöi: — Hún vinkona min er dálitið glysgjörn. Hún keypti þetta i Karnabæ og heimtaði að ég væri meö það I morgun. Ef yfirlög- regluþjónninn sér mig með það, þá sendir hann mig aftur að eltast við fyllibyttur I Chelsea. — Hún vinkona þin er smekk- leg. Það er i stil við augun I þér. — Áttu við pokana undir þeim? Ég fæ aldrei nógan svefn vegna hennar og stjóra. Maione gekk á undan upp i svefnherbergið. Coburn sýndi óvæntan hæfileika til slökunar, lét fallast niður I stól og teygði annan fótinn yfir arminn. — Þeir káluðu þér næstum i gærkvöldi? Denzil hringdi I mig klukkan sjö I morgun og las yfir mér. Þú varst heppinn. Malone kinkaði kolli, smeygði sér úr gráu buxunum og klæddi sig I dökkbláar buxur af Quentin. — Hvað um Pallain? Minntist Denzil nokkuð á hvort þeir heföu fylgzt með ferðum hans? — Hann er á hóteli I Qeens Gate. Það var fylgzt með honum frá þvi að hann fór af Yardinum I gærkvöld . Hann hreyfði sig ekki af hótelinu. — Ég hefði getað svarið að blllinn sem reyndi að aka mig niöur var sami billinn og sá sem hann ók i gærmorgun. Rauður Mini. — Það eru sennilega fimmtiu þúsund slikir bilar I Englandi. Það hefur trúlega verið bilaleigu- bill. Honum verður aldrei skilað og einhvern tima á næsta ári finnst hann i malargryfju. Og þá verður þetta fólk komið úr landi. Ég skil ekki hvers vegna þeir reyndu að kála þér. Veiztu eitt- hvað sem þú ættir ekki að vita? Malone yppti öxlum. Hann settist á rúmið og velti fyrir sér hvort gömlu og þægilegu brúnu skórnir hans væru nothæfir með fötum Quentins, ákvað að svo væri ekki og fór með semingi að klæða sig i svörtu skóna sem hann hafði keypt daginn áður. Hann yrði fótalaus um kvöldið, en bæklun hans yrði með glæsibrag hvað klæðaburð snerti. Hann þráði gamla daga, þegar enginn hafði áhuga á hvernig hann var Brúðkaup Laugardaginn 5/5 voru gefin saman í hjónaband I Háteigs- kirkju af sr. Jóni Þorvarðarsyni Anna Dóra Guðmundsdóttir og Sigurður Ársælsson. Heimili þeirra verður að Hverfisgötu 64 R. (Ljósm.st. Gunnars Ingimars.). Laugardaginn 5/5 voru gefin saman I hjónaband af sr. Þorsteini Björnssyni Pálina Arnadóttir og Guðbrandur Ingimundarsson. Heimili þeirra veröur að Leirubakka 4 R. (Ljósm.st. Gunnars Ingimars). Fimmtudaginn 19/4 sl. voru gefin saman i hjónaband I Stafholtskirkju I Borgarfirði af sr. Lárusi Halldórssyni. Aslaug Þorsteinsdóttir kennari og Þór Gunnarsson kennari. Heimili þeirra veröur að Varmalandi Borgarfirði. (Ljósm.st. Gunnars Ingimars.). MIÐVIKUDAGUR 18. júlí 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Arnhildur Jónsdóttir lýkur lestri sögunnar „Ævintýri músanna” eftir K.H. With i þýöingu Guðmundar M. Þorláks- sonar (10). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Kirkjutónlist kl. 10.25: Páll ísólfsson Ieikur Tokkötu og fúgu I d-moll eftir J.S. Bach á orgel Frikirkjunnar i Reykjavik / Ljóðakórinn syngur sálmalög. Fréttir kl. 11.00. Morguntónleikar: Sinfóniuhljómsveitin i San Francisco leikur „Protée” sinfóniska svitu eftir Mil- haud / John Ogdon og Konunglega Filharmóniu- sveitin i Lundúnum leika Pianókonsert nr. 2 eftir Sjostakovitjs / Fil- harmóniusveitin i New York' leikur Norskan dans nr. 2 eftir Grieg / Cleveland- hljómsveitin leikur Svitu nr. 1 úr Pétri Gaut eftir Grieg. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Eigi má sköpum renna” eftir Harry Fergusson Þýðandinn, Axel Thorsteinsson les (12). 15.00 Miðdegistónleikar: Islenzk tónlist a. ömmu- sögur, hljómsveitarsvita eftir Sigurð Þórðarson. Sin- fóniuhljómsveit Islands leikur: Páll P. Pálsson stjórnar. b. Lög úr óperettunni „I álögum”. Guðrún A. Simonar, Guðmundur Jónsson, Magnús Jónsson og Svava Þorbjarnardóttir syngja með kór og hljómsveit: Dr. Victor Urbancic stjórnar. c. Sjöstrengjaljóð eftir Jón Asgeirsson. Strengjasveit Sinfóniuhljómsveitar Islands leikur: Páll P. Pálsson stjórnar. d. Lög eftir Björn Franzon. Guðrún Tómasdóttir syngur. Guðrún Kristinsdóttir leikur á pianó. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.25 Popphornið. 17.10 Tónleikar. T i 1 - kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Bein Hna Gisii Halldórsson formaður tþróttasambands tslands svarar spurningum hlustenda um málefni l.S.I. 20.00 Einsöngur i útvarpssai Inga Maria Eyjólfsdóttir syngur lög eftir Þórarin Guðmundsson, Sigvalda Kaldalóns og Sigfús Einarsson. Agnes Löve leik- ur á pianóið. 20.20 Sumarvaka a. Þáttur af Jóni Vigfússyni i Gunn- hildargerði Halldór Péturs- son flytur frásöguþátt, — fyrri hluta. b. Stökur úr ýmsum áttum Oddfriður Sæmundsdóttir flytur. c. Síðustu dagar Sandfells- kirkju Sér Gisli Brynjólfsson flytur frásögu. d. Kórsöngur Kammer- kórinn syngur, Ruth Magnússon stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „Blómin I ánni” eftir Editu Morris Þórarinn Guðnason þýddi. Edda Þórarinsdóttir les (7). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyja- pistill 22.35 Til umhugsunar Þáttur um áfengismál i umsjá Árna Gunnarssonar. 22.50 Nútimatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut- hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta me8 svartri rönd. Sendum gegn póstkrölu hvert á land sem er. GÚMMÍVINNUSTOFAN H.F. Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 30688 £sw\r> fx^ INDVERSK UNDRAVERÖLD Nýkomið: margar gerðir af fallegum útsaumuðum mussum úr indverskri bómull. Batik — efni f sumarkjóla. Nýtt úrval skrautmuna til tækifærisgjafa. Einnig reykelsi og reykelsisker I miklu úrvali. JASMtN Laugavegi 133 (við Hlemmtorg) Hl ágfe OTn

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.