Þjóðviljinn - 18.07.1973, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.07.1973, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 18. júll 1973. GÁTA Hvort heldurðu að sé kaldara á Norðurpólnum eða Suðurpólnum? mnu{odjnQns ? njnpie^ jo qucj :juas Hjálpið þjófinum, heitir þessi skólasýning Fiolleikhússins. Þið þekkið auðvitað öll hann Svarta Pétur, sem Mikki mús er alltaf að elta. Markalinan heitir þetta japanska leikrit, sem Team-leikhúsið hefur leikið i skólum fyrir 13 ára og eldri. Það fjallar um það góð og það illa sem blundar i hverjum manni- og mörkin þar á milli. Skólasýn ingar eru orðnar fastur liður i skóla- starfseminni hér i Danmörku. öll börnin fá að sjá að minnsta kosti tvær sýningar á hverju ári, og það er úr mörgu að velja eins og þið sjáið af meðfylgjandi myndum; þó er þetta aðeins brot af þvi sem er á boðstólum. Siðast liðið haust var haldin barnaleikhúshátið i borginni Nyköbing, og þar voru sýndar 70 sýningar. Það voru útbúin 12 leikhús i tjöldum, fundaherbergjum og samkomu- húsinu. Þarna voru lika upplýsingaskrifstofur, vagnar þar sem seldar voru pylsur og gosdrykkir, veitingahús og litið Tivoli. Til þess að börnin gætu skemmt sér enn betur var útbúið svæði þar sem þau máttu leika sér. Þar var vinnuaðstaða, þar sem hægt var að búa til alls kyns brúður og kynstur af fötum til að leika i. Pönnukökur Ping Pong prinsins eru plága, heitir þetta leikrit. Það fjallar um prins, sem alltaf er að borða pönnukökur og kúgar alla ibúa landsins. Þeir verða að strita frá morgni til kvölds, svo að hann geti borðað pönnukökurnar sinar. En fólkið gerir loks uppreisn, prinsinn ákveður að verða garðyrkjumaður og fólkið stjórnar landinu sjálft. Hvor er stœrri? Hvor kúlan er stærri, sú svarta eða sú hvita. Skoðaðu þær vel. — Þær eru jafnstórar. bodil lindorffs borneteater Ftluren Þetta er leikritið um hann Orla, fallbyssukónginn, töframann- inn, frú Olsen og höfuðverkinn hennar og nokkra skemmtilega flakkara. 1 feiw DAG / KICKKEN TLf.W J9J940 0 m Regnhlifarleikhúsið sýnir Regnhlifarleik nr. 1, nr. 2, nr. 3, og nr. 4. Auk þess Regn-leik- hús-hlifina, sem fjallar um tvær stórar regnhlifar sem eignast sólhlif. $W WIBERBtRC’S

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.