Þjóðviljinn - 24.07.1973, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 24. júli 1973.
Spasský
Eins og mönnum er
kunnugt eru tölvur til
margra hluta nytsamlegar.
Sökum óskapleg ,,minnis"
þeirra geta þær geymt upp-
lýsingar, sem engum
manni væri mögulegt að
geyma í sínum kolli. Þetta
kemur oft að góðum notum
við ýmis konar vísinda-
starfsemi, sem krefst
mikillar nákvæmni. En
tölvur geta lika brugðið á
leik. Víða hafa visinda-
menn kennt tölvum að
tefla. Hefur þá verið rætt
hvort tölva geti nokkurn
tíma orðið svo góð í skák að
hún sigri hvern einasta
mann. Um það eru skiptar
skoðanir, en menn halda
stöðugt áfram að reyna að
fullkomna tækni tölvunnar
í skák.
Botvinnik, fyrrverandi heims-
meistari i skák hefur haft mjög
mikinn áhuga á þessu efni. Fyrir
nokkrum árum tefldi tölva,sem
hann hafði kennt, við tölvu i
Bandarikjunum. Sú bandariska
var eins og „barn” i höndunum á
þeirri rússnesku og varð fljótlega
mát. Skýringin á þvi er eflaust sú
að „matari” þeirrar rússnesku er
míklu betri skákmaður en
„matari” þeirrar bandarisku.
Augljóst er, að tölvan getur ekki
vitað meira en sá, sem leggur
henni til upplýsingarnar.
Fyrst i júni s.l. voru þeir Keres
og Spassky i V-Þýzkalandi. Þá
var skorað á þá i skák og
áskorandinn var tölvan IBM
370/165.
Þeir tóku áskoruninni, tefldu
hvor um sig eina skák við tölvuna
og hér koma þær:
Hvltt: Spassky
Svart: Tölva
1. e4 d5
2. exd Dxd5
3. Rc3 I)d8
4. d4 Bf5
5. Rf3* Rc6
6. d5 Rb4
7. Rd4 e6
8. Bb5 Ke7
Tölvunni lizt með réttu ekki á
leiðina 8. .. c6
9. dxc bxc 10. Rxc6. Tölvan
hefur teflt byrjunina veikt og
maðurinn, þ.e. Spassky, á ekki i
miklum erfiðleikum með að
sigrast á vélinni.
9. a3 Rxd5
10. RxB Kf6
Tölvan er nú þegar búin aö tapa
manni.
11. Re4 KxB
Tölvan drepur það, sem hún
getur, enda er hægt. vist varla annaö
12. Df3 Ke5
13. b3 Rgf6
14. Bb2 Rc3
15. DxR I)d4
16. DxD Kf4
17. De5 18. Dg5 mát Kg4
Tölvan teflir ávallt þangað til
hún verður mát.
4. f3 Bf5
5. Bg5 Rc6
6. Bf 5 e6
7. fxe4 Bxe
Nú varð tölvunni á i messunni.
Ilenni sést yfir leppun riddarans
á f6. Það er ekki von að svona
klaufi standist þeim Spassky og
Keres snúning.
8. ItxB Bd6
9. Df3 Bb4
Það sakar aldrei aö skáka, það
gæti orðið mát.
10. c3 Be7
11. BxRc6 bxB
12. RxR gxR
13. Dxc6 Kf8
Nú gætir tölvan sin vel. Dd7 er
augsýnilega slæmur leikur.
14. Bh6 Kg8
15. Df3 f5
UMSJÓN: JÓN G. BRIEM
Nú stóðst hún ekki mátið.
24. Hg 1 Kh7
25. De5 f2
26. Kd2
Keres ætlar nú að reyna
tölvuna með því að láta hrókinn á
gl standa í uppnámi.
26. ... fxH(B)
[ Tölvur tefla skák |
i skákinni við Keres tókst
tölvunni aö verjast nokkuö
lengur , og sumir leikir voru mjög skynsamlegir. hennar
Hvitt: Keres Svart: Tölva
1. d4 d5
2. e4 dxe
3. Rc3 Rf6
Nú sá hún einu leiðina til þess
að koma i veg fyrir mátið.
16. Dg3 I?g5
17. Bxg5 Df6
Með þessum leik sýnir tölvan,
að hún er ekki eins græn og hún
sýnist. Aðrir leikir eru lakari.
18. Bf4 Kf8
19. BxD dxB
20. Dxd6 Kg8
21. g4 fxg
22. Rf3 h 5
Vill tölvan riddarann? ekki drepa
23. h3 gxR
Hárrétt. Vélin vakti upp biskup
i stað drottningar.
Ástæðan: Þar sem Keres
drepur aftur á gl fellur aðeins
veikur biskup , en ekki sterk
drottning.
27. HxB h4
Þar sem tölvan getur ekki
komið i veg fyrir mát,notar hún
tækifærið til að tryggja öryggi
peðsins á h-linunni.
28. Dh5 mát.
Hún á augsýnilega mikið eftir
ólært þessi tölva til þess aö verða
liðtæk i baráttunni um heims-
meistaratitilinn.
Jón G. Briem.
Hundavinafélagið
skorar á
dómsmálaráðherra
Stjórn Hundavinafélags Islands
hefur óskað birtingar á eftirfar-
andi samþykkt:
„Stjórn Hunda vinafélags
tslands mótmælir harðlega
ofbeldisverki þvi, sem tveir lög-
reglumenn á Húsavik frömdu á 8
ára dreng og ungum hvolpi hans,
þriðjudaginn 3. júli, s.l., þegar
lögreglumennirnir, annar óein-
kennisklæddur og utan vinnutima
óðu inn i garð, þar sem
drengurinn var að leik með
hvolpinum, leystu hann frá staur i
nærveru drengins, tóku hann á
brott með sér án undangengins
dómsúrskurðar og skutu.
Verknaður þessi ber vott um
algert virðingarleysi fyrir þeim
réttindum, sem sérhverjum
Islenzkum borgara eru tryggð i
stjórnarskránni, og tilraunir lög-
reglumannanna til þess að rétt-
læta þessa andlegu misþyrmingu
á barninu með skipunum frá
handhafa dómsvaldsins á
staðnum er háðung við islenzkt
réttarfar.
1 lögum þeim, sem heimila
bæjarstjórnum og sveítarfélögum
að takmarka eða banna hunda-
hald, eru skýr ákvæði um opin-
bera málshöfðun gegn þeim, sem
brýtur lögin, og eru viðurlögin
sektir. Það hlýtur þvi að vekja
furðu hugsandi manna, að .yfir-
völd þessara staða geti kveðið
upp sameiginíegan dauðadóm
yfir öllum hundum á viðkomandi
stöðum á grundvelli reglugerða
og lögreglusamþykkta, sem
ganga miklu lengra en lögin
leyfa, eða gefið út hótunarboð um
liflát hundanna i skjóli slikra
reglugerða.
Stjórn Hundavinafélags Islands
skorar á yður, herra dómsmála-
ráðherra, að stöðva þegar i stað
þessar ómannúðlegu aðfarir að
mönnum og dýrum i nafni rétt-
visinnar, á sama hátt og fyrr-
verandi dómsmálaráðherra, Jó-
hann. Hafstein, stöðvaði yfirvof-
andi hundadráp i Kópavogi árið
1969. Jafnframt krefst stjórn
félagsins tafarlausrar opinberrar
rannsóknar á þessum atburði.
Ofbeldisverknaðurinn á Húsa-
vik er óhugnanlegt dæmi um
fáránleik hundabannsins og van-
mat manna á tilfinningalegum
áverkum. Hundabönnin á íslandi
eru löngu úrelt og óraunhæf fyrir-
bæri, sem haldið er uppi af þver-
móðsku og hleypidómum, þrátt
fyrir gjörbreyttar aðstæður og
kröfur timans. Þau hafa valdið
Islandi alvarlegum álitshnekki á
erlendum vettvangi, sakir
mannúðarleysis og grimmdar,
enda minna framkvæmdir þeirra
á galdraofsóknir miðalda. Þau
eru smánarblettur á islenzkri lög-
gjöf, þar sem þau meina
islenzkum borgurum sömu
réttindi og allar menningarþjóðir
fá.að njóta og verða ekki fram-
kvæmd nema með broti á 8. gr.
Mannréttindasamnings Evrópu-
ráösins. Þau brjóta i bága við
mannlegt eðli og munu þvi aldrei
ná tilgangi sinum, en hafa á hinn
bóginn valdiö fjölmörgum and-
legum meiðslum , þótt menn beri
slik sár ekki utan á sér.”
Sovétmenn saka Kínverja
um eiturlyf j abrask
Um leið og batnandi fer sambúð
rikja, sem búa við ólikt stjórn-
skipulag fer æversnandi sambúð
rikja sem búa við skylt þjóðskipu-
lag. Þá erfyrstog fremst átt við
Sovétrikin og Kina; skrif so-
vézkra og kínverskra blaða um
bandariska heimsvaldastefnu eru
nú um stundir meinleysihjal eitt
miðað við þær snörpu árásir,sem
fara þeirra á milli. Kinverjar
saka Sovétmenn um sósialheims-
valdastefnu, kúgun smáþjóða,
afturhvarf til kapitalisma, gifur-
legt misrétti i skiptingu lifsgæða.
Sovétmenn saka Kinverja um
fjandskap við friðarstefnu, við-
leitni til að blása að styrjaldar-
glóðum, smáborgaralega þjóð-
rembu og ævintýramennsku, illa
meðferð á skapandi mennta-
mönnum o.s.frv.
Hér fer á eftir sýni af þessari
skothrið. Sovézka fréttastofan
APN sakar Kinverja um að þeir
græði morð fjár á sölu eiturlyfja
til Vesturlanda:
Sjötiu prósent af þvi heróini,
sem neytt er i Bandarikjunum
koma frá Kina, að þvi er ind-
verska timaritiðNew Wave segir.
Er þetta verzlun?
Nei, þetta er barátta gegn
heimsvaldastefnunni.
Egypzkur blaðamaður, Heykal
að nafni, hefur nýverið gefið út
bók, „Kairóskjölin”. Hún hefur
að geyma yfirlýsingu Sjú En-lai
varðandi aðferðir til að brjóta
niður andlega hermenn, sem
börðust I Vietnam : „Sumir þeirra
eru teknir að neyta ópiums, og við
aðstoðum þá til þess. „Tilgangur-
inn með þessari „aðstoð” er út-
skýrður þannig: ,,Þú manst,
hvernig vestræn riki þröngvuðu
okkur til ópiumneyzlu? Þau börð-
ust gegn okkar með hjálp ópiums.
Við ætlum að berjast gegn þeim
með þeirra eigin vopnum.”
New Wave hefur lýst aðferðum
Pekingstjórnarinnar i þessari
baráttu. Fimmti hver hermaður
hefur snúið heim 'frá Vietnam
sem eiturlyfjaneytandi. Þetta er
hið „þögla strið”. Þvi fylgja ekki
neinir sprengjuhveilir, aðeins
hringl i gullpeningum og skrjáf i
grænum bankaseðlum. Eiturlyfin
eru orðin að meiriháttar utanrik-
Framhald á bls. 15.