Þjóðviljinn - 24.07.1973, Page 3
Þriðjudagur 24. júli 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Stóraukinn útflutn-
ingur iðnaðarvara
á fyrstu 5 mánuðum ársins.
Þátttaka i 4 vörusýningum i haust
í fréttatilkynningu frá fJt-
flutningsmiðstöð iðnaðarins
segir, að útflutningur hafi
aukizt um 55.7% á fyrstu 5
niánuðum þessa árs, miöað
við sama tima 1972. Mest er
aukningin i útflutningi á
skinnavörum og ullarteppum,
en minnst á kisilgúr.
Útflutningur iðnaðarvara
hefur verið mjög hagstæður
fyrstu fimm mánuði þessa
árs. Á sama tima i fyrra nam
þessi útflutningur (án áls) 436
miljónum króna, en i ár 697
Vörutegund
Skinnavörur
Prjónavörur og
fatnaður
Ullarteppi
Ullarband
Niðursuðuvörur
Kisilgúr
Annað
miljónum króna, sem jafn-
gildif tæplega 56% aukningu.
Hluti aukningarinnar mun
stafa af birgðasöfnun fyrir
áramót og hluti er vegna verð-
hækkunar útflutningsvaranna
i krónutölu.
Mest hefur aukningin verið
á útflutningi skinnavara, eða
90.8%,en næst mest á útflutn-
ingi ullarteppa, eða 87.5%.
Útflutningur allra vöru-
flokka hefur aukizt verulega
eins og sjá má á meðfylgjandi
töflu:
jan.—mai jan,—mai Aukning
1973 frá
m.kr. m.kr. 1972%
109 208 90.8
91 128 40.7
24 45 87.5
16 26 62.5
86 126 46.5
7'8 101 29.5
32 44 37.5
samtals 436 679 55.7 %
Stærstu liðir i starfsemi út-
flutningsmiðstöðvarinnar á
næstunni eru ma.Jslandskynn-
ing hjá stórverzluninni
Eaton’s i Winnipeg i Kanada i
byrjun ágúst. Þar verða á
boðstólum islenzkar iðnaðar-
vörur af mörgu tagi. Er kynn-
ing þessi haldin til reynslu, en
ef vel tekst til , hyggst Eaton’s
endurtaka hana að ári i Winni-
peg i tilefni afmælis Islend-
ingabyggðarinnar þar, og sið-
ar i öðrum verzlunum sinum
viðsvegar i Kanada.
Um miðjan ágúst verða
keramikvörur frá Glit hf.
sýndar á alþjóðlegri gjafa-
vörusýningu i London. Sýn-
ingarþátttakan er einn liður i
þeirri áætlun Glits að auka út-
flutning fyrirtækisins stórlega
á yfirstandandi ári, um leið og
framleiðsla fyrirtækisins er
endurskipulögð. betta er i
fyrsta sinn i langan tima, sem
islenzk framleiðsla er kynnt á
gjafavörusýningu.
I septembermánuði sýna
allmörg islenzk iðnfyrirtæki
vörur sinar á kaupstefnu i
Þórshöfn i Færeyjum. Fram-
kvæmd islenzku sýningarþátt-
tökunnar þar er orðinn árviss
liður i starfsemi Útflutnings-
miðstöðvarinnar, en þetta er
fimmta árið, sem Islendingar
sýna þar. Að þessu sinni munu
væntanlega sýna þar Búvöru-
og Iðnaðardeild Sambandsins,
Sölustofnun lagmetis, Alafoss,
Glit, Gráfeldur, Verksmiðjan
Ekkó og fleiri.
t byrjun október fer fram
tslandskynning i stórverzlun-
inni L.S. Ayres i Indianapolis i
Bandarikjunum. Hefur fyrir-
tækið keypt einkum ullar-
skinna-og keramikvörur fyrir
um 6. miljónir kr.,sem verða
þar á boðstólum.
Langt liðið á samningatimabilið
Enn ósamið
við tvö
Nú eru Alþýðusa mband
islands og Vinnuveitendasam-
band islands að setja sig i
stellingar fyrir væntanlega
kjarasamninga i haust. Eins og
mcnn muna var samið stuttu
fyrir jól árið 1971 og eru þvi liðin
hátt i tvö ár á samningatímabilið.
Samt sem áður hefur ekki enn
verið samiö við tvö félög iðn-
nema.
Hörður Harðarson, nemi í
húsgagnasmiði, skýrði blaðinu
frá þvi, að þegar allt stefndi að
verkfalli i siðustu samningum,
hefðu kaupkröfur verið látnar
ganga fyrir, en öllum auka-
kröfum frestað fram yfir jól.
Meðal aukakrafna voru kröfur
iðnnema.
Ósamið eftir rúmt ár
Siðan gerist það, að ASl og VVl
gera rammasamning um kaup og
kjör iðnnema, sem gilda átti fyrir
timabilið 13. júni 1972 til 1.
desember 1973. Var þessi
rammasamningur borinn undir
félög iðnmeistara og samþykktur
hjá öllum nema þremur — Félagi
meistara i húsgagnaiðn, Félagi
hárgreiðslumeistara og Félagi
hárskerameistara. Tvö þau fyrr-
nefndu eru ekki innan Vinnuveit-
endasambandsins.
Eins og menn vita, hafa iðn-
nemar hvorki samningsrétt né
verkfallsrétt og sjá sveinafélög i
hverri grein um samninga fyrir
nemana. Einnig hefur Iðnnema-
samband Islands að sjálfsögðu
afskipti af þeim.
félög
Samninganefnd meistara og
sveina i húsgagnaiðn hefur
starfað að þessu máli og hafa
amk. fjórir fundir verið haldnir,
en ekkert gengið.
Langt er nú liðið frá siðasta
fundi og hefur INSl sent
meisturum tvö bréf, þar sem
sambandið bauðst til að semja
beint við þá, en það hefur
stundum tiðkazt. Hvorugu hefur
verið svarað og þegar gengið var
eftir svörum var sagt, að málið
yrði tekið fyrir á fundi um
miðjan ágúst!
Fráleit röksemd
Meistarar hafa neitað að ræða
við nema á þeim forsendum, að
skólatími iðnnema hafi verið
lengdur svo mjög á kostnað
meistara, að ekki sé grundvöllur
fyrir kauphækkunum. T.d. felldu
meistarar i húsgagnaiðn ramma-
samninginn vegna einnar
greinar, sem kvað á um, að iðn-
nemar, sem lokið hafa við verk-
námsdeild iðnskóla, skuli vinna
samfleytt i eitt ár án þess að fara
I skóla og hafi þeir þá 40% hærra
kaup það ár.
Hörður sagði, að þessi röksemd
væri fráleit, þar sem öll önnur
meistarafélög hafa samþykkt
samninginn, þrátt fyrir lengingu
skólatimans.
Annars er þessi framkoma
meistaranna dæmigerð fyrir allt
viðhorf þeirra til nemanna.
Þannig, sagði Hörður, að um
Framhald á bls. 15.
Sólarstrendur og —
þurrt um allt landið
Um helgina var sól um mestallt
landið, nema nokkur þoka við
ströndina Austanlands.
Samkvæmt upplýsingum frá
veðurstofunni, má búast við, að
sölskinið lialdist a.m.k. næstu
daga. Er það gleðiefni bændum,
sem þurfa að konia iun lieyi, og
sóldýrkendum, en nóg hefur verið
af rigningunni fyrst i sumar, þó
mest hér sunnanlands.
Um helgina lá fólk i sólbaði
bæði i görðum og sundlaugum hér
i Reykjavik, og eins voru margir,
sem komu sér úr borgarrykinu,
og m.a. var fjöldinn svo mikill i
Heiðmörk, að var eins og helm-
ingur borgarbúa væri þar saman
kominn, það var eins og hálfgerð
þjóðhátið, eða 17. júni.
A Vestfjörðum hefur verið sól
undanfarna eina til tvær vikur,
svo veður hefur ekki hindraö
bændur frá slætti og hirðingu
heyja, en t.d. i Arnarfirði hófst þó
sláttur ekki fyrr en á föstudag i
siðustu viku, vegna seinnar
snrettu.
t Húnavatnssýslu hefur einnig
verið gott veður og sól að undan-
förnu, og er sláttur og hirðing
heyja i fullum gangi.
A Hallormsstað er sól og bliða,
þótt sjáist til þokunnar, sem er á
fjörðunum. Ekki er eins heitt á
Austurlandi og annars staðar á
landinu, en þar hefur ekki heldur
komið dropi úr lofti að undan-
förnu. Gras spratt seint og fara
bændur sér hægt við sláttinn, slá
fyrst það sem bezt er sprottið, og
eru bændur þar sem annars stað-
ar mislangt komnir i hirðingu
heyjanna.
Á Suðurlandi var á mörgum
stöðum byrjað að slá fyrir um það
bil viku, en fram að þeim tima
hafði verið rigning. Er það i
seinna lagi, en að sögn kunnugra
var sprettan það sein, að ekki
hefði verið æskilegt að hef ja slátt-
inn fyrr. Litur nú út fyrir, að
bændur nái inn nægilegu heyi
handa skepnunum, og er sláttur
viðast hvar hálfnaður á Suður-
landi.
Einhver brögð munu að þvi, að
erfiðlega gangi að fá gert við
vinnuvélar yfir sumartimann, en
það er sá timi, sem þær eru not-
aðar hvað mest.
Guðni Guömundsson landar úr báti slnum að lokinni metafla-veiöiferö.
Yestfirzkur færamaður
Aflaði fyrir 92.000
kr. í tveimur róðrum
Frá fréttaritara okkar á Súg-
andafirði, Gisla Guömundssyni.
Héðan er gerður út á handfæra-
veiðar bátur, sem Einar heitir og
er 5 brúttósmálestir að stærð.
Eigendur hans eru þeir Egill
Kristjánsson og Guðni Guð-
mundsson.
Föstudaginn 20. júli fór annar
eigandinn, Guðni Guðmundsson á
sjó á bátnum, einn sins liðs. Kom
hann að landi um miðnætti með
1309 kiló, sem hann landaði morg-
uninn eftir. Lagöi hann þá af stað
i annan róöur kl. 10 að morgni og
kom aftur að landi eftir 36 tima
með 2772 kiló.
Aflaverðmæti úr þessum tveim
róðrum var samanlagt kr.
83.700,90+kr. 8370,- i Stofnfjár-
sjóð fiskiskipa eða alls kr.
92.070,90.
Þess skal getið, að notaðar eru
rafmagnsrúllur við handfæra-
veiðarnar.
— Gisli.