Þjóðviljinn - 24.07.1973, Side 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN ÞriOjudagur 24. júli 1973.
Enginn er í vafa um, að
leikföng eru mjög mótandi
uppeldistæki. Flestir for-
eldrar reyna að ná í þrosk-
andi leikföng fyrir börn sin,
á meðan þau eru enn í
vöggu. Þá eru hengdir upp
litskærir hreyfanlegir hlut-
ir í seilingarfjarlægð frá
barninu.
Þegar barnið fer að
þroskast og komast á legg,
er reynt að fá því leikföng,
er efla sköpunargáfu þess.
Alls konar kubbar, rað-
myndir, litir og leir eru þá
vinsælustu leiktækin.
Það kom okkur því nokk-
uð á óvart, er við vorum á
gangi á Skólavörðustígnum,
að sjá á skilti leikfanga-
búðar nokkurra mynd af
hryllilegasta morðtóli. I
fyrstu vorum við ekki vissir
um hvort verið væri að
auglýsa skotvopn eða leik-
föng, en nánari eftir-
grennslan sýndi, að ein-
göngu var verzlað með
leikföng.
Þetta varð til þess, að við
röltum í nokkrar leikfanga-
verzlanir og athuguðum,
hvað væri á boðstólum af
drápstólum eða eftirlíking-
um þeirra.
Leikur og heimur
fullorðinna
Börn reyna i leik að likja eftir
hegðan hinna fullorðnu, enda er
leikurinn tæki, sem barnið notar
til að öðlast skilning á ýmsum fé-
lagslegum tengslum. Leikurinn
býr barnið undir þátttöku i lifs-
baráttunni, á svipaðan hátt og
leikur kettlinga er æfing fyrir
veiðar siðar meir.
Börnin reyna að likja eftir full-
orðnum. Þau fara i mömmuleik,
bilaleik eða setja upp bú, og leik-
ur þeirra er smækkuð mynd hins
daglega lifs.
Borgarsamfélagið hefur að visu
skapað ógnvekjandi gjá milli full-
orðinnaog barna. Mörg börn i út-
hverfum Reykjavikur vita ekkert
um, hvað foreldrar þeirra starfa.
Pabbi eða mamma fara i vinnuna
og koma svo heim á kvöldin, en
hvað þau eru að gera i vinnunni,
það veit enginn. Þaö er töluverð-
ur munur á sliku sambandi og
þeim tengslum, sem rikja milli
barna og fullorðinna á sveitabýli
eða i litlu þorpi. Sveitabarnið
fylgist með vinnu foreldra sinna,
og öðlast smám saman fullan
skilningá þvi.hvers vegna þarf að
vinna ákveðin störf á ákveðnum
tima. Á unga aldri er barnið farið
að taka þátt i störfunum, án þess
að um nokkra barnaþrælkun sé að
ræða i þvi sambandi.
Leikirnir breytast
Gamlir og miðaldra tslending-
ar vita, að leikir barna hafa
breytzt töluvert mikið. Flestir
miðaldra tslendingar hafa án efa
átt sér bú á barnsaldri. Smækk-
aða mynd af islenzku bændabýli,
— Sendisveinar Þjóðviljans eftir leiðangur i vopnabúr leikfangaverzlunar,
— Vandamálin leyst á einfaldasta hátt. Or bandarisku barnablaði.
miðlarnir gæfu börnunum raun-
sanna mynd af heimi fullorðinna,
en þvi miður er fjarri þvi að svo
sé.
Hver sem staldrar ögn við og
gaumgæfir „hetjurnar”, sem is-
lenzkum börnumeru nú kærastar,
sér fljótlega, að hér er ekki neitt
venjulegt fólk á ferðinni. Hetjurn-
ar eru alltaf vopnaðar. Að visu
berjast þær fyrir góðum málstað,
eða svo er að minnsta kosti látið
heita, en þetta fólk fer engan veg-
inn eftir þeim almennu siðgæðis-
reglum,sem mótast hafa i venju-
legu samfélagi. Þær taka lögin i
sinar hendur, ákvarða á svip-
stundu, hvaða skúrkar megi tóra
en taka þá, sem ekki eru þeim að
skapi, af lifi við fyrsta tækifæri.
Valdbeiting er sá eiginleiki
þeirra, sem mest ber á.
Mannslífið lítils virði
Sá heimur, er hetjur kvik-
mynda og „skemmtiþátta” sjón-
varps hrærast i, eðlisólikur hin-
um raunverulega mannheimi.
Margvisleg blæbrigði mannlifsins
fyrirfinnast þar alls ekki. Allt er
þar annað hvort hvitt eða svart,
ekkert finnst þar á milli. Annað
hvort eru menn skúrkar, sem
sjálfsagt er að drepa við fyrsta
tækifæri, eða menn eru hetjur,
með sérstakt leyfi til manndrápa.
Hetjan beitir nær alltaf ofbeldi,
að visu oft i sjálfsvörn eða ,,góð-
um” málstað til framdráttar. Of-
beldið leiðir auðvitað oft til þess,
að skúrkarnir deyja, en við þvi er
ekkert að gera. Þótt hetjan verði
mannsbani, snertir það hana
ekki. Hún þarf að visu að greiða
sér eftir slagsmálin og ef til vill
stundum að skipta um föt, en eftir
skamma stund má sjá hana á-
hyggjulausa á næstu vinstúku,
brosandi og fria við samvizkubit.
Kaupmenn koma til
móts við neytendur
Það er ekki ný bóla, að svona
hetjur skemmti tslendingum.
Þeir hafa þekkt slika menn i
margar aldir, þvi að margar hetj-
ur fornbókmenntanna eru einmitt
þessu merki brenndar, fyrst og
fremst þær, sem vaða uppi i ridd-
arasögum og fornaldarsögum.
Hetjur flestra tslendingasagna
eru annars eðlis og drepa fæstar
menn upp á sport.
I islenzku bændasamfélagi hef-
ur þó engu barni dottið i hug, að
raunverulegur heimur fullorð-
inna væri svipaður heimi forn-
aldarsagnanna. Samband barn-
anna við brauðstrit foreldranna
var allt of sterkt til þess, að það
gæti orðið.
Nú gegnir öðru máli. Börnin i
borgunum fá einfaldlega ekki að
vita nóg umlif og störf þeirra full-
orðnu, mörg þeirra reyna þvi að
gera sér mynd af lifinu út frá
þeim heimi, sem birtist þeim i
fjölmiðlum.
Kaupmenn sjá nýjan markað
opnast og reyna eftir megni að
uppfylla „þarfir” neytenda. Þeir
hafa á boðstólum pistólur, hrið-
skotabyssur, handsprengjur og
herklæði. Leikfangaverzlanir likj-
ast nú einna helzt vopnabúrum.
Sköpunargleðinni fullnægt
Ef börnin þreytast á að drepa
hvert annað, er unnt að höndla
Framhald á bls. 15.
— Skemmtileg líkön, sem börn geta eytt mörgum ánægjustundum viö
aö búa til.
þar sem þurfti að mjólka sauð-
kjálka kvölds og morgna, fleng-
riða á legg, smala völubeinum og
slá túnið með vasahnif, þegar vel
viðraði.
Það er tilgangslaust og reyndar
ástæðulaust að harma þá þróun,
sem orðið hefur á atvinnuháttum
tslendinga. tslenzka þjóðfélagið
hefur breytzt úr bændasamfélagi
i borgarsamfélag. En hins vegar
er ekki nema sjálfsagt, að menn
liti með nokkrum ugg til þeirrar
þróunar, að börnin séu i æ rikara
mæli lokuð frá heimi hinna full-
orðnu.
Nýjar fyrirmyndir
Þegar tengslin milli barna og
fullorðinna slitna, finna börnin
sér nýjar fyrirmyndir. öflugir
fjölmiðlar reyna eftir mætti að
fylla það skarð, sem verður á
þroskaferli barnanna vegna þess,
að þau eru lokuð frá heimi full-
orðinna. Um þetta væri ekki
nema gott eitt að segja, ef fjöl-
Kaupmenn og fjölmiðlar koma til móts við yngstu neytendurna