Þjóðviljinn - 24.07.1973, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 24. júll 1973.
Þriöjudagur 24. júli 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Bensinskortinum mikla, sem hefur mjög raskað
sumarleyfisferðum miljóna Bandarikjamanna
undanfarnar vikur, er nú lokið á jafndularfullan
hátt og hann hófst, en hann hefur þó skilið talsverð
spor eftir sig. Talið er að meira en 2000 sjálfstæðir
bensinstöðvaeigendur hafi orðið að hætta störfum,
þvi að oliufélögin hættu að láta þeim bensin i té
vegna skortsins og hugsuðu eingöngu um sinar eigin
bensinstöðvar. Flugfélagið Pan American World
Airways hefur fyrirskipað flugmönnum sinum að
minnka flughraðann til að spara bensin. Skorturinn
hefur ekki bitnað mikið á almennum neytendum
nema i einstökum rikjum, t.d. Flórida, en hann
hefur valdið þvi, að bensinverð hefur hækkað til
muna og svartamarkaðsbrask hefur blómstrað
mikið. En þótt nægilegt bensin sé nú komið á
markaðinn, óttast flestir sérfræðingar að það sé
aðeins skammgóður vermir. Þeir telja að enn meiri
skortur verði á bensini næsta sumar.
Er skorturinn
tilbúinn?
Þrátt fyrir miklar umræður eru
menn ekki á eitt sáttir um það
hvað valdi þessum bensinskorti,
en mjög margir blaðamenn og
sérfræöingar halda þvi fram,að
hann sé i rauninni tilbúinn. Svo
virðist nefnilega sem innflutning-
ur á oliu hafi aukizt i sumar en
ekki minnkað og vist er, að oliu-
hreinsunarstöðvar hafa starfað af
meiri krafti en nokkru sinni fyrr;
i mai var bensinframleiðsla t.d.
14 af hundraði meiri en hún var i
máimánuði i fyrra. Þegar Adlai
E. Stevenson III öldungadeiidar-
þingmaður fór að rannsaka
málið, komst hann að þvi að allar
oliugeymslur oliufélaganna frá
St. Louis til Chicago voru fullar
og oliuflutningaskip á Missi-
ssippi-fljóti urðu að snúa við með
farma sina, þvi að engar geymsl-
ur voru til fyrir þá. Það var þvi
ekki furða þótt hann spyrði:
„Hvert fer öll þessi olia?”.
Þetta er auðvitað ekki einleikið,
og þvi virðist flest benda til þess,
að það séu oliufélögin sjálf, sem
skipuleggi bensinskortinn, ýmsir
sérfræðingar telja að leikurinn sé
nú gerður til þess að hækka verðið
og til þess að losa sig við sjálf-
stæða bensinstöðvaeigendur og
ná þannig valdi á dreifingar-
kerfinu til viðbótar við fram-
leiðslukerfið. Slikar aöferðir til að
auka vald og gróða auðhringa eru
að sjálfsögðu i fullu samræmi við
hefðbundin siðalögmál kapitalis-
mans og naumast i frásögur fær-
andi. Skipulagður skortur er jafn
sigildur og undirboð (dumping).
En i þetta skipti bendir þó ýmis-
legt til þess að eitthvað annað sé á
ferðinni en gamalkunn bellibrögð
til þess eins að auka gróðann.
Astandið er nefnilega nokkuð
breytt frá duggarabandsárum
kapitalismans.
vV. V
T<£ eir x , , x ^ ,
veW.* * vK\.
Vtiríwr unnt
f V*w\ lCiT*. ó- NNv V'V
| ^ I
Þótt þessi oliuskortur nú sé ekki
annað en blekking og oliu-
geymslur i rauninni fleytifullar
frá St. Louis til Chicago og vafa-
laust miklu viðar, bjargar þaö
málunum ekki nema um stundar-
sakir. Miklar og margvislegar
hættur steöja að oliufram-
leiðslunni og vist er að alger oliu-
skortur vofir yfir mannkyninu
fyrr eða siðar, hvernig sem
vandinn leysist nú. Þetta hefur
auðvitað lengi verið vitað, en það
er ekki fyrr en nú að menn eru
farnir að átta sig á vandamálinu.
Oliubirgðir
á þrotum
Alkunnugt er að oliubirgðir
heims eru takmarkaðar og fyrr
eða siðar kemur aö þvi að þær
þrýtur, hvað mikið sem kann að
finnast á næstu árum. Sumir
visindamenn hafa haft skemmtun
af þvi að reikna út hvaða ár oliu-
forðanum kunni að ljúka, en það
er auðvitað fjarstæða þvi að bæði
er ógerningur að reikna út hvað
mikið er ófundið enn, og svo er
oliunotkunin ekki stööug, heldur
eykst hún með vaxandi hraða. En
hvernig sem það er, þá er aug-
ljóst að vandamálin hefjast löngu
áður en forðann þrýtur, þvi að
hegðun manna og þar af leiðandi
efnahagslif og stjórnmálaástand,
breytist um leið og einhver
skortur er fyrirsjáanlegur, jafn-
vel þótt hann sé ekki enn til
staðar.
Einstaka merki um þetta eru
þegar farin að sjást. Þannig er
t.d. talað um að þau Múhameös-
trúarriki, sem framleiða oliu (en
langmestur hluti allrar oliu
veraldar kemur þaðan) kunni að
neyta aðstöðu sinnar til að þvinga
Bandarikjamenn til að breyta um
stefnu gagnvart ísrael. Eins og
kunnugt er hafa Bandarikjamenn
jafnan verið velviljaöir tsraels-
mönnum,ekki sizt vegna áhrifa
bandariskra gyðinga, sem styðja
trúbræður sina auðvitað af ráðum
og dáð, en það þyrfti varla að
spyrja að afstöðu þeirra ef alvar-
legur oliuskortur væri yfirvofandi
og framleiðslurikin færu að beita
ógnunum og þvingunum.
Þetta er auðvitað ekki nema
forsmekkurinn af þvi sem gerast
kann þegar oliubirgðir heims fara
að minnka. Bandarikjamenn
gera sér fulla grein fyrir þessu,
og þess vegna reyna þeir að
ganga sem mest á erlendar oliu-
birgðir, en spara sinar eigin oliu-
lindir, og auk þess vinna þeir nú
að þvi að koma á fullkomnum að-
stæðum til oiiuvinnslu i Alaska. 1
Evrópu hefur oliuleitunin i
Norðursjó sama tilgang.
En sú stefna að vinna oliu i
norðlægari löndum á við ramman
reip að draga. Meðan oliuvinnsla
fór fram i fjarlægum eyði-
merkurlöndum langt frá byggð-
um oliuneytenda, höfðu menn
engar áhyggjur af mengun og
umhverfisspjöllum, en allt öðru
máli gegnir um Alaska og
$cUplTAf-
ii+iéitvv y>ArT
Noröursjó. Áform um að leggja
oliuleiöslu þvert i gegnum Alaska
hefur mætt mikilli andstöðu i
Bandarikjaþingi, þar sem talið er
að slik leiðsla kynni að valda
jarðraski og mengun. En auk
þess er andúð manna á oliu-
vinnslu i Alaska að aukast, þvi að
augljóst er aö þessar fram-
kvæmdir munu hafa ófyrirsjáan-
legar afleiðingar á náttúru
landsins og lif þeirra þjóða sem
það byggja.
Oliuvinnsla i Norðursjó er sjálf-
sagt enn hættulegra fyrirtæki,
vegna þess að ekki þarf nema litið
slys eða mistök til þess að valda
stórkostlegri mengun i miklum
hluta Norður-Atlanzhafsins.
Þessu eru menn farnir að gera
sér grein fyrir nú.
Beizlun
sólarorku
Af þessum ástæðum öllum er
áhugi manna á beizlun sólar-
orkunnar nú skyndilega farinn að
aukast, og fyrir skömmu komu
600 visindamenn frá mörgum
löndum saman til fundar i aðal-
stöðvum UNESCO i Paris til að
ræða um nýjustu tækni til þess.
En i rauninni hefur beizlun
sólarinnar verið á dagskrá mjög
lengi, og sýnir saga þess máls eðli
þess þjóðskipulags, sem við búum
við, betur en flest annað. Það er
nefnilega litlum vandkvæðum
háð að að nýta sólarorkuna og sú
tækni hefur lengi verið þekkt.
Þannig er sólarofn frá 1612 sem
geymdur er á safni i Stokkhólmi,
byggður eftir sömu grundvallar-
hugmynd og þúsund kilóvatta
sólarorkustöð i Pýreneafjöllum
Frakklandsmegin.
En allar þekktar aðferðir til
beizlunar sóiarorkunnar hafa
einn slæman „galla”; þær eru
Bensínskorturinn
í Bandaríkjunum:
lagðar i stórum stil, þegar hin
svokallaða iðnvæðing hófst, svo
að þær kepptu ekki við miðhverfa
orku.
Sama máli gegnir um sólar-
orku, en þar hefur verið beitt öðr-
um aðferðum. Allir þeir sem hafa
haft áhuga á henni hafa verið
stimplaðir sem fáráðlingar og
skýjaglópar, og engu fé hefur
verið veitt til rannsókna á þessu
sviði. Jafnvel undanfarin ár,
þegar áhugi manna hefur þó verið
að kvikna, hefur oliufélögunum
vænlega i vestrænu þjóðfélagi, að
þaö hlýtur um siðir að leiða til
öngþveitis hvað sem gert verður.
Þess vegna gerist sú hugmynd æ
ásæknari að þessi orkuneyzla sé
óþarfi og unnt sé að koma i veg
fyrir hana með skipulagsbreyt-
ingu. Þótt bensinneyzla einka-
bilismans t.d. hafi i för með sér
ómældan gróða fyrir oliufélögin
er það einfalt reiknisdæmi að sjá
að hún er óþörf og til tjóns fyrir
þjóðfélagsheildina.
Talið er að meðal Bandarikja-
maöur aki um 10000 km á ári. En
á þessum tima ver hann 1500
klukkustundum i bllinn sinn;
hann ekur honum, situr i honum,
vinnur fyrir fé til að borga hann,
bensínið, hjólbarðana, vegatolla,
tryggingu, sektir og skatta. Hann
ver fjórum timum á dag i hann,
hvort sem hann notar hann eð.a
ekki. 1 þessu dæmi er þó ekki;
talinn með sá timi sem maður
eyðir i spitala, réttarsal, bila-
verkstæði,né sá timi sem fer i að
vinna fyrir sumarleyfisferðum.
Þessi Bandarikjamaður eyðir
1500 klukkustundum i að ferðast
10000 km, og lætur þá nærri að
hverjir 6 km taki eina klukku-
stund. Eftir allar framfarirnar er
hann sem sagt kominn niður i
gönguhraðann aftur.
Nú er talið að 4/5 hlutar þeirra
km sem menn aka séu á leiðinni
frá heimilum, á vinnustaði og i
verzlanir, þ.e.a.s. á staði sem
áður fyrr voru allir i næsta
nágrenni hver við annan. Þannig
hefur bilamenningin haft i för
með sér að hver maður verður að
ferðast þúsundir óþarfa km á ári
og tapar klukkustundum á dag.
Til samanburðar má geta þess að
þjóðir óiðnvæddra landa þar sem
menn hafa ekki bfla, verja um 3
til 8% af félagslegum tima i
ferðir.
Þannig er augljóst að mestur
hluti orkusóunar bilamenningar-
innar er óþarfi og hægt væri að
koma i veg fyrir hana með skipu-
lagsbreytingu (t.d. með þvi að
hafa vinnustaði við ibúðahverfi,
en þróunin stefnir nú viða i þá átt
að auka fjarlægðina) og efla al-
menningsfarartæki. Þetta hefur
almenningur yfirleitt ekki séð
enn, og menn eru þvi á móti öllum
ráðstöfunum, sem miða að þvi að
draga úr notkun einkablikk-
beljunnar, en sennilegt er að
þessar hugmyndir breiðist út á
næstu árum.
Hvers vegna er
oliuskortur nú?
Þessar hugmyndir um tak-
mörkun mengunar, beizlun sólar-
orkunnar og skynsamlega orku-
notkun eru vafalaust meðal fram-
farasinnuðustu hugmynda
siðustu ára. En þær eiga enn
langt i land með að ná al-
menningsfylgi. Hins vegar er lik-
legt að sú orkukreppa, sem fram-
undan er stuðli smám saman að
þvi að menn fari að hugleiða
málið betur. Ef það gerist er úti
um gróða öflugustu auð-
hringanna, oliufélaganna (sem
myndu annars græða ekki siður á
oliuskorti en allsnægtum).
Þetta er sennilega skýringin á
hinum tilbúna oliuskorti i Banda-
rikjunum i sumar; það er nefni-
lega góður siður að hasla and-
stæöingnum völl, þar sem maður
telur sig sjálfur eiga sterka að-
stöðu, en biða ekki eftir þvi að at-
vikin geri það. Ef oliufélögin biða
eftir hinum raunverulega oliu-
skorti getur verið að aðstæðurnar
verði breyttar og nýjar hug-
myndir búnar að ryðja sér til
rúms. Með þvi að búa til oliuskort
fyrir timann, hafa þau undir-
tökin, og geta fengið rikisstjórnir
til að gera þær ráðstafanir, sem
eru heppilegastar til að viðhalda
ofsagróða þeirra; hætta að taka
tillit til mengunar, beita oliu-
framleiöslurikin hervaldi (sbr.
Iran, sem er á góðri leið meö ao
verða annað Vietnam) o.þ.h. Um
leið hækka þau vöruverðið og
auka itök sin i markaðnum. Svo
geta auðhringarnir búið sig undir
miöhverfingu sólarorkunnar.
e m j.
TIL HVERS ER
LEiKURINN GERÐUR?
mjög hentugar til að búa til litlar
orkustöðvar, hita upp hús eða
knýja meðalstórar vélar (t.d. er
þegar i gangi sólknúin vatns-
hreinsunarstöð á grisku eyjunni
Patmos, og sjö sólknúnar vatns-
dælur i Vestur-Afriku), en það
hefur reynzt ógerningur að
byggja stórar orkustöðvar á
þennan hátt, þvi að kostnaðurinn
er svo mikill að þær eru ekki sam-
keppnisfærar.
Þótt það vilji stundum
gleymast, byggist kapitaliskt
þjóðfélag jafnvel enn fremur á
miðhverfingu orkunnar en á sam-
þjöppun fjármagnsins. Grund-
völlur þess er sá, að fáir aðilar
hafi allt vald yfir orkunni og allir
aðrir verði að kaupa hana af
þeim. Það er þvi augljóst að slikt
þjóðfélag þarf orkulindir eins og
kol, oliu og rafmagn, en ýmsar
aðrar orkulindir eru hins vegar
andstæðar eðli þess, þvi að þær
verða með engu móti mið-
hverfðar. Þannig er t.d. um vind-
orku, enda voru vindmyllur eyði-
tekizt að koma i veg fyrir fjár-
veitingar til rannsókna á sólar-
orkunni. Nú þegar væntanlegur
oliuskortur hefur beint athygli al-
mennings að þessari orkulind, er
það bjargráð forkólfa kapitalisks
efnahagslifs að fundnar verði upp
arðbærar aðferðir til að byggja
stórar orkustöðvar svo unnt verði
að miðhverfa sólarorkuna lika.
Franski skopteiknarinn Reiser lét
sér þannig detta i huga aði fram-
tiðinni yrði það verkefni lögreglu-
þjóna i þyrlum að hafa eftirlit
með þvi að einstaklingar væru
ekki með sólskerma og orku-
stöðvar i görðum eða á húsþök-
um, og kepptu ekki við „sólorku-
hringana”. En allt þetta á þó
vitanlega langt i land ennþá.
Orkusóunin
óþörf
En jafnvel þótt sólarorkan
verði beizluð i náinni framtið, er
óvist að það komi að miklu gagni,
þvi að orkuþörfin vex svo geig-
Þannig er olia unnin á sjó-
5ó\av rrf Mo3Kav\ac
erfÞiv ev\^wc. e*\ úertiV
Atrum. CAM\AI.................
v»Wí*í
eÍAiVÍcaA. skruf-c fyirir
$Vv>A AkicAir?!
I V\?két til at
Teikningar eftir Reiser.
Oliulcit I Norðursjó.
Kort yfir oliusvæði i Alaska
e« írt ttet'iK v»T stjorwAr stefviA-
KAyítalistiimn bAvui m r
* yiu- sem KUtvv'tVm
eyí-ii
(elutr b^lr Wiít
verti...
.r\