Þjóðviljinn - 24.07.1973, Síða 13
Þriftjudagur 24. júli 1973. ÞJÓÐVILJINN - SÍDA 13
JON CLEARY:
Sendi-
fulltrúinn
— Það er óþarfi. Þeir heimil-
uðu fyrsta farrými handa þér og
mér. En þú verður vist að borga
fyrir frú Quentin.
— Hvernig komstu hingað?
— t almenningsfarrými.
Quentin brosti með nokkurri á-
reynslu og hristi höfuðið: —
Þarna sérðu, hvað ég geri allt
þægilegra.
— Það gerirðu hreint ekki,
sagði Malone, og hann var feginn
að einmitt i þessu kom Larter að
tilkynna að allir væru á leið inn i
fundarsalinn aftur.
Hann hafði farið úr Lancaster
House siðdegis, þegar Coburn
hafði komið til að leysa hann af,
farið á skrifstofur flugfélagsins til
að panta fyrir laugardaginn. —
Er þröng á þingi?
— Nei herra minn. Það eru að-
eins tveir búnir að panta far á
fyrsta farrými.
Hann vissi ekki hvers vegna
hann vildi halda áfram að vernda
Quentin alla leiðina til Sydney,
þegar þeir kæmu upp i flugvélina
á Lundúnaflugvelli yrði öllu lokið
hjá Quentin. Forvitni samferða-
fólksins, sem kynni að þekkja
hann, yrði engin i samanburði við
það sem hann yrði að þola þegar
þeir kæmi til Sydney.
Hann rétti stúlkunni fargjalds-
kvittanir fyrir tveim miðum. —
Handa yður sjálfum og herra
Corliss, er ekki svo? Og hvert er
nafnið á þriðja farþeganum?
— Frú John Corliss. Kvittunin
fyrir farmiða Quentins hafði ver-
ið stiluð á nafnið sem skráð var á
handtökuskipunina. Malone velti
fyrir sér hvernig Sheila Quentin
myndi bregðast við þvi að bera
nafn annarrar konu, konu sem nú
var látin. Ef til vill hafði það verið
rangt af honum að gefa upp þetta
nafn, en það var um seinan að
breyta þvi: stúlkan var farin að
skrifa það.
— Og heimilisfangið, ef við
skyldum þurfa að hafa samband
við yður?
Hann gaf upp heimilisfangið við
Belgrave torg, stúlkunni virtist
ekki þykja það neitt merkilegt. —
Þá verða þetta þrjú hundruð og
niutiu pund i viðbót.
Hann tók upp ferðatékka sina
og peningana sem hann hafði
unnið i spilum kvöldið áður. Hann
taldi fram seðlana og útfyllti
tékka fyrir mismuninum. —
Hvenær komum við til Sydney?
— Klukkan sjö tuttugu á mánu-
dagsmorgni. Það er anzi snemmt,
þvi miður.
Ekki of snemmt til þess að
blaðamennirnir gætu verið þar til
taks með yddaða blýanta. Honum
hafði alltaf samið vel við frétta-
menn, en allt i einu hataði hann
þá. Þeir væru aðeins að gera
skyldu sina, rétt eins og hann
sjálfur. En klukkan sjö tuttugu á
mánudagsmorgun færu þeir að
reka fyrstu naglana i Quentin.
Það bætti ekki úr skák að vita, að
hann var að leika hlutverk Pilat-
usar.
— Góðaferð, sagði stúlkan ör-
ugg og alsæl á miðju Piccadilly.
40
Siðan hafði hann farið aftur til
hússins i Belgraviu, farið upp á
herbergi sitt, klætt sig úr jakkan-
um og skónum, tekið upp skjala-
tösku sina og séð samStundis
rispurnar á lásnum. Sá sem verið
hafði inni i herbergi hans hafði
ekki getað opnað lásinn, en hann
hafði laskað hann; það
hafði tekið hann drjúga stund að
opna hann og lykillinn bognaði við
átökin. Nú lá hann á rúmi sinu og
velti fyrir sér, hver hefði gert
þessa klaufalegu tilraun til að
opna töskuna. Quentin sjálfur?
Hann hafði komið heim að
minnsta kosti hálftima á undan
Malone. Sheila? Hún hefði haft
allan daginn fyrir sér. Eða Jósef?
Eða jafnvel Lisa? En hvers vegna
hefðu tvö þau siðastnefndu átt að
hafa áhuga á þvi, sem hann
geymdi i læstri skjalatösku? Qu-
entin og kona hans virtust lik-
legri.
Hann teygði sig aftur eftir tösk-
unni og tók upp skýrsluna. Hann
hafði ekki litið á hana siðan hann
kom til London, en hann vissi að
nú gat hann lesið betur á milli lin-
anna. Við kynningu hafði Quentin
orðið ögn opnari, hann var kom-
inn inn að beini á manninum. En
ekki aðhjartanu, ekki ennþá. Hve
langan tima tæki það? Mánuð,
ár? Eða sama tima og sjávarföll-
in voru að komast inn að kjarna
bergsins? Réttvisin heimtaði Qu-
entin, manninn sem var einhvers
staðar þarna i sama húsi með
skelfilegar áhyggjur út af heims-
friðnum og reyndi að gera sitt til
að bjarga honum. Hafði réttvisin
áhuga á hjarta manns? Hvað var
réttvisi? Malone hafði einhvern
tima leitað i orðabók án þess að
finna fullnægjandi svar. En það
hafði ekki verið rándýr orðabók,
Brúðkaup
Laugardaginn 3. marz voru
gefin saman af séra Ragnari
Fjalari Lárussyni, Hallgerður B.
Hlöðversdóttir og Ingvar Kristj-
ánsson. Heimili þeirra verður að
Hliðarvegi 54, Kóp. (Ljósmynda-
stofa Þóris).
Laugardaginn 14/4 voru gefin
saman i hjónaband i Dómkirkj-
unni af sr. Öskari J. Þorlákssyni
Helga Kristmundsdóttir og Lárus
Hauksson. Heimili þeirra verður
að Kársnesbraut 47 Kópav.
(Ljósm.st. Gunnars Ingimars).
reyndar ætti að vera óþarfi að
þurfa að borga offjár til að kom-
ast að þvi hvað réttvisi táknaði.
Malone verkjaði i höfuðið:
heimspekilegar vangaveltur voru
honum ekki eiginlegar. Hann
opnaði skýrslurnar, fór að lesa
hana aftur frá upphafi, hljóp yfir
nokkrar af siðunum,sem höfðu
aðeins að geyma skoðanir leitar-
mannsins. Nú var eins og þetta
væri önnur saga, að minnsta kosti
saga annars manns. . .
. . . Corliss var mjög einrænn
meðan hann vann hjá vatnsveit-
unni. Hann virðist hafa átt erfitt
með að ná sambandi við annað
fólk. Hann átti enga vini og var i
engum klúbbi eða félagi. Hann
lék golf i Moore-garðinum, sem er
almenningsvöllur, en þar átti
hann enga vini heldur, ýmist lék
hann einn eða tók þátt i handahófs
fernum. Engir af samstarfs-
mönnum hans höfðu nökkurn
tima hitt eiginkonu hans eða verið
boðnir heim til hans. Nágrann-
arnir i Coogee tala um hann sem
feiminn, afskiptalausan mann
sem hafði engin afskipti af þeim;
eiginkonan Freda var lika feimin,
en ein eða tvær konur minnast
þess að hún var viðkunnanleg;
hún vildi ekkert tala um ævi sina
áður en hún kom til Ástraliu.
. . . Sumir af samstarfsmönn-
um Corliss minnast þess að hafa
álitið hann óhamingjusaman.
Hann virtist vera maður án metn-
aðar og áhuga sem lét hverjum
degi nægja sina þjáningu. En svo
sem þrem eða fjórum mánuðum
áður en hann hvarf tóku þeir sem
með honum unnu eftir breytingu
á honum. Hann umgekkst þá ekki
utan vinnu fremur en áður. En
hann var glaðari, virtist njóta
lifsins betur. . .
Af hverju? spurði Malone sjálf-
an sig. Hafði hjónabandið orðið
bærilegra á einhvern hátt? Ef svo
var, hvers vegna hafði hann þá
drepið hana skömmu siðar? Eða
hafði eþtta verið slys eins og Qu-
entin hafði haldið fram.
. . . Tveim vikum fyrir morðið
fór Corliss í árlegt leyfi. Hann fór
burt i vikutima. Hann tók ekki
eiginkonu sina með sér og það er
ekki vitað hvert hann fór. Hann
kom aftur i vinnu mánudaginn 8.
desember 1941. Vinnufélagar
hans tóku eftir þvi að hann virtist
aftur áhyggjufullur og vansæll,
en þeir kenndu fréttunum um Pe-
arl Harbour um það. Hann var
spurður hvort hann ætlaði að láta
skrá sig i herinn. Aldrei þessu
vant talaði hann þá um einkamál
sin. Hann sagði að það færi eftir
þvi hvernig konan hans brygðist
við. Hann sagði.að hún hefði til
þessa verið á móti þvi að hann
færi i herinn: nasistarnir höfðu
myrt foreldra hennar og hún vildi
ekki missa eiginmann sinn. En
nú voru Japanir komnir i striðið,
og ef til vill myndi hún skipta um
skoðun. Hann hafði farið snemma
úr vinnu þennan dag. . .
Hverthafði Quentin farið aleinn
i heila viku? Af hverju hafði hann
ekki tekið eiginkonu sina með?
Höfðu þau lent i illdeilum hinn 8.
desember út af herþjónustunni,
rifrildi sem endað hafði með ó-
sköpum?
. . . Það er önnur gloppa i lifi
Corlis. Frá þvi að hann fór af
skrifstofu vatnsveitunnar klukk-
an 3,30 siðdegis hinn 8. desember
w w w
Þriðjudagur
24. júli
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10
Fréttir kl. 7.30 8.15 (og
forustugr. dagbl. ), 9.00 og
10.00 Morgunbæn kl. 7.45.
Morgunleikfimi kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Heiðdis Norðfjörð
heldur áfram lestri
sögunnarum „Hönnu Mariu
og villingana” eftir Magneu
frá Kleifum (4). Til-
kynningar kl. 9.30. Létt lög á
milli liða. Við sjóinn kl.
10.25: Infólfur Stefánsson
talar við Guðna Þorsteins-
son fiskifræðing um veiðar-
færatilraunir á Togaranum
Vigra. Morgunpopp kl.
10.40: Rare Earth syngur og
leikur Fréttir kl. 11.00.
llljómplötusrabb (Endurt,.
þáttur G.J).
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Eftir hádegið Jón B,
Gunnlaugsson leikur létt lög
og spiallar við hlustenriur
14.30 Siödegissagan: ,,Eigi má
sköpum renna” eftir Harry
Ferguson. Þýðandinn, Axel
Thorsteinsson les (16)
15.00 Miðdegistónleikar Joan
Sutherland og Sinfóniu-
hljómsveit Lundúna flytja
Konsert fyrir flúrsöng og
hljómsveit eftir Glier:
Richard Bonynge stjórnar.
Tékkneska filharmóniu-
sveitin leikur Sinfóniu nr. 10
I e-moll op. 93. eftir
Sjostakóvitsj: Karel Ancerl
stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Popphornið
17.05 Tónleikar. Tilkynn-
ingarþ
18.45. Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar
19.20 Fréttaspegill
19.35 Umhverfismál Agnar
Ingólfsson prófessor talar
um orkuvinnslu og náttúru-
vernd.
19.50 Lög unga fóiksins
Sigurður Garðarsson kynnir
20.50 tþróttir Jón Ásgeirsson
sér um þáttinn.
21.10 Tónleikar „Phédre” sin-
fónisk svita eftir Georges
Auric. Hljómsveit Tón-
listarháskólans i Paris
leikur: Georges Tzipine
stjórnar.
21.30 Skúmaskot Svipast um
á Signubokkum. Hrafn
Gunnlaugsson ræðir við
Halldór Dungai um Paris
áranna 1926-1928: Fyrsti
áfangi
22.00 Fréttir.
22.15. Veðurfregnir.
Eyjapistill.
22.35. Harmóníkulög Jo Ann
Castle leikur á harmóniku
22.55 A hljóðbergiRödd úr út-
legð Bandariski presturinn
séra Daniel Berrigan ræðir
um Bandarikin og flytur
ljóð úr fangelsinu.
23.30 Fréttir i stuttu máli.
Dagskráriok.
Laugardaginn 14/4 voru gefin
saman i hjónaband i Arbæjar-
kirkju af sr. Garðari Þorsteins-
syni Ingibjörg Benediktsdóttir og
Sigmundur Sigfússon. Heimili
þeirra verður að Blöndubakka 31
R. (Ljósm.st. Gunnars Ingi-
mars).
LOKUM
vegna
sumarleyfa
Vegna sumarleyfa verða eftirtaldar
steypustöðvar i Reykjavik og nágrenni
lokaðar vikuna 6.-11. ágúst n.k.
Steypustöð B.M. Vallá h.f.
Steypustöðin h.f.
Steypustöðin Verk h.f.
Steypustöðin suðurlands, Selfossi.
Steypustöðin suðurnesja, Ytri Njarðvik.
Vegna sumarleyfa verður engin
afgreiðsla á lausu sementi vikuna 6—11.
ágúst n.k.
Semen ts verks miðj a rikis ins.
F ramhaldsdeild
við Laugaskóla
Fyrirhugað er að starfækja framhalds-
deild (5. bekk) við héraðsgagnfræða-
skólann Laugum S.-Þing. næsta vetur, ef
þátttaka verður nægjanleg. Umsækjendur
hafi samband við Björn Pálsson i sima
38873 Rvik.(á kvöldin) eða Tryggva Sig-
tryggsson formann skólanefndar Lauga-
bóli S-Þing.
Umsóknir verða að hafa borizt fyrir 10.
ágúst. n.k.