Þjóðviljinn - 24.07.1973, Síða 15
Þriðjudagur 24. júli 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
Þorskstofnar
Framhald af bls. 16.
annars með hliðsjón af þessu sem
rikisstjórn f slands verður að gera
allar nauðsynlegar ráðstafanir til
verndunar lifshagsmunum is-
lenzku þjóðarinnar.
Eg leyfi mér þvi að tilkynna yð-
ur, að rikisstjórn Islands getur
ekki breytt afstöðu sinni til
nefndra bráðabirgðaráðstafana,
og að hún áskilur sér allan rétt i
þessu sambandi.”
Hernaöur og dómar
aðeins gegn okkur
Á blaðamannafundi, þar sem
Einar Agústsson, utanrikisráð-
herra kynnti efni skeytisins til
Haag, sagði hann m.a., að nú
hefðu yfir 30 riki tekið sér viðari
lögsögu en 12 milur, og þar af 7 á
siðasta ári, — öll án þess að nokk-
ur hafi haft neitt alvarlegt við það
að athuga.
Aðeins þegar fsland, sem er
háðast fiskveiðum allra þessarra
rikja færir út fiskveiðilandhelgi
sina, er gripið til hernaðarað-
gerða og dómsúrskurða, sagði ut-
anrikisráðherra.
Aðspurður kvaðst Einar Ag-
ústsson siður en svo hafa við það
að athuga, að menn söfnuðu und-
irskriftum undir kröfu um 200
milna landhelgi, og minnti á, að
rikisstjórnin hefði alltaf litið á 50
milurnarsem áfanga. Hann sagð-
ist vilja minna á, að fulltrúar ts-
lands i hafsbotnsnefndinni hefðu i
marzmánuði s.l. lagt þar fram til-
lögu um, að réttur strandrikja til
lögsögu yrði allt að 200 milum.
Ráðherrann kvaðst telja það
undarlegt hjá Haagdómstólnum
að fella nú dóma byggða á göml-
um lagafyrirmælum, þegar haf-
réttarráðstefnan stendur nú ein-
mitt fyrir dyrum, og fyrir liggur
samþykkt auðlindatillögunnar á
þingi Sameinuðu þjóðanna i vet-
ur.
Markvarzlan
Framhald á bls. 15.
sendingu inn fyrir Fram-vörnina,
sem var komin of framarlega
eftir látlausa sókn.
Með þessum sigri má segja,að
ÍBA-liðið hefði gulltryggt sig i 1.
deild i ár. Það cr komið með 5 stig
eins og KR, en Breiðabiik situr
eftir með aðeins 2 stig.
Fram á enga möguleika á að
verja titil sinn i ár eftir þetta tap.
Liðið er aðeins með6 stig eftir 8
leiki.
Sendinefnd
Framhald af bls. 6.
jökla. Landið þar sem fjárhirðar
lýstu áður kofa sina með mör-
lampa, framleiðir nú meira af-
rafmagni en allt Rússland fyrir
byltingu. Land, sem bjó við sam-
blöndu ættarsamfélags og léns-
skipulags um aldamót, flytur nú
iðnaðarvarning sinn út til meira
en 40 landa heims.
Að sjálfsögðu hafa þessar
breytingar kostað þjóðina mikla
vinnu. Allt hið sovézka land hefur
lagt þvi lið.
Tadzjikar eiga sér að baki
þrautagöngu. Þeir eru forn
menningarþjóð, sem hefur fært
heiminum snjalla hugsuði, en um
margar aldir var henni skipt upp
milli lénsherra, khana, sem áttu i
stöðugum erjum innbyrðis, fólkið
dæmt til fáfræði og aumra kjara,
refsað var harðlega fyrir minnsta
vott af frjálshyggju og mótmæl-
um.
Áður en ráðstjórn komst á, var
enginn iðnaður i þvi landi, þar
sem nú er Tadzjikistan, frumstæð
verkfæri réðu ferðinni i landbún-
aði og i mörgum héruðum var at-
vinnulifið á stigi náttúrubúskap-
ar. Þjóðin var öll ólæs og naut
ekki læknisaðstoðar.
Frá fyrstu dögum Sovétvalda
var tekin stefna i þá átt að flýta
sem mest efnahagsþróun úthér-
aða, sem aftur úr höfðu dregizt.
Landið hefur lagt af mörkum
mikið fé til uppbyggingar alþýðu-
menntunar, til menntunar sér-
fræðinga og skipulagningar vis-
indastarfs.
Reyndir búfræðingar og skipu-
leggjendur voru sendir frá borg-
unum út i sveitir. Menntastofnan-
ir landsins hafa opnað á viða gátt
dyr sinarfyrir piltum og stúlkum
frá Tadzjikistan. Þúsundir
Tadzjika hafa lært til málm-
bræðslu, námagraftar og vefnað-
ar i fyrirtækjum rússneska sam-
bandslýðveldisins, úkrainu og
Kákasuslýðveldanna.
Um miðjan fjórða áratuginn
var byrjað á að nýta Vakhsjdal-
inn. Nú eru horfnir þeir óyfirstig-
anlegu skógar úr stórvöxnu sefi,
saltflákar og mýrar, sem áður
freistuðu emirsins i Búkhara til
að gera Vakhsj-dalinn að útlegð-
arstað. Nú er þetta einn fegursti
og auðugasti dalur Tadzjikistans.
Þar fást nú um 40% af allri þeirri
fingerðu baðmull, sem ræktuð er i
landinu.
A siðastliðnum tveim áratugum
hefur verið unnið að meiriháttar
raforkuverum i Vakhsj-dalnum.
Tadzjikistan, sem áður fyrr sökk i
myrkur um leið og sólin settist,
þar sem reykmiklir mörlampar
lýstu kofa hirðingjanna, er nú
orðið land öflugrar orkufram-
leiðslu. Fulltrúar um 40 þjóða
landsins vinna nú að þvi að
byggja Núrek-rafstöðina., sem
mun afkasta 2.7 miljónum kwt.
Vélar og tæki koma til þeirra frá
meira en 300 fyrirtækjum i land-
inu.
Frábærir silkidúkar verksmiðj-
unnar i Leninbad eru frægir um
öll Sovétrikin og einnig erlendis.
Vefnaðarsamsteypan I Dúsjanbe,
sem reist var I byrjun fimmta
áratugsins, framleiðir á ári
hverju meira en hundrað miljónir
metra af baðmullardúkum. Verk-
smiðjan i Kærrakkúm skiiar af
sér á ári hverju meira en þrem
miljónum fermetra af teppum.
1 iðrum jarðar finnast i Tadzj-
ikistan bæði olia og kol, volfram
og tin, gull og blý, zink og járn.
Á timabili siðustu fimm ára á-
ætlunar voru tekin hér i notkun
meira en hundrað iðnfyrirtæki og
deildir þeirra. Komið var fótum
undir nýjar greinar iðnaðar.
I lýðveldi, þar sem læs og skrif-
andi maður var sjaldfundinn fyrir
byltingu, hafa verið stofnuð vis-
indaakademia, r Ikisháskóli,
læknaháskóli, landbúnaðarhá-
skóli, verkfræðiháskóli, iþrótta-
háskóli, þrir kennaraskólar, tugir
iðnskóla og annarra sérskóla.
APN.
Kina
Framhald af bls. 2.
isviðskiptum fyrir Kinverska al-
þýðulýðveldið.
Viðáttumiklar ópiumekrur eru
orðnar óaðskiljanlegur hluti af
landslaginu i sjö héruðum Kina,
alveg eins og hrisgrjónaakrarnir.
Framleiðsla eiturlyfja er skipu-
lögð eins og iðnaður i Kinverska
alþýðulýðveldinu.
Þetta er hluti upplýsinga, sem
fengnar eru frá fyrstu hendi.
Nafn vitnisins, sem sá þetta með
eigin augum, er Wú Sú-tsjeng.
Hann flýði frá Kina til Bandarikj-
anna. Wú Sú-tsjeng skýrði nefnd
fulltrúadeildarinnar frá þvi, að
hann hefði séð ópiumplantekrur i
Kwantung héraðinu, en þangað
hafði hann oft farið til þess að
gera við dráttarvélar. Hann sagði
ennfremur, að I Kanton væri
leynileg verksmiðja er framleiddi
heróin. Við hana starfa 700
manns. Frændi konu Wú Sú-tsj-
eng, sem sjálfur hafði unnið þar,
hafði sagt honum frá verksmiðj-
unni.
Framleiðslan er flutt um Hong
kong og Macao til Bandarikj-
anna, Japans og F'ilippseyja. Og
um Burma og Laos fer hún til Vi-
etnam og Thailands. Þetta eru
fyrstu viðkomustaðir á leið eitur-
lyfjanna en þaðan halda þau á-
fram för sinni.
Það eru ekki sölumenn, sem
annast viðskiptin. Það eru al-
þjóðasamtök glæpamanna og
smyglara, sem hafa tekið að sér
hlutverk sölumanna og selja,
flytja og geyma framleiðsluna.
Að áliti heimsblaðanna er
hagnaður Pekingstjórnarinnar af
þessurn viðskiptum 12.000 til
15.000 miljónir dollara á ári. Sala
eiturlyfja gerir Kina kleift að
kaupa vörur sem það skortir er-
lendis frá. Að áliti margra frétta-
skýrenda nota Kinverjar fé, sem
fæst fyrir eiturlyfjasölu, til þess
að kaupa efni og tæki til fram-
leiðslu kjarnavopna.
Svo mörg eru þau orð. Greinin
er ekki hvað sizt fróðleg vegna
þess að hún lýsir vel með hvilikri
heift áróðursstriðið milli Kina og
Sovétrikjanna er rekið. Það er og
merkilegt, að ásakanir á hendur
Kina um eiturlyfjasölu hafa þó
nokkrum sinnum komið fram i
sovézkum blöðum að undanförnu
— hinsvegar hafa menn litið orðið
varir við þær I landi sem eiturlyf-
in eiga helztað fara til — þ.e.a.s. i
Bandarikjunum.
Yopnaskak
Framhald af bls. 4.
leikföng, sem veita þeim margar
rólegar ánægjustundir. 1 leik-
fcmgaverzlunum eru til allskonar
likön úr plasti, sem börnin geta
dútlað við að lima saman. Þarria
kennir margra grasa; herskip,
sprengjuflugvélar, skriðdrekar
og það, sem er langskemmtileg-
ast, litlar styttur af helztu hroll-
vekjum heimsbókmenntanna.
Þarna má sjá Dracula greifa,
Frankenstein, Varúlfinn og fleiri
af þvi sauðahúsi.
Sumir eru að kvarta yfir sið-
leysi æskunnar og afbrot unglinga
færast i vöxt. f erlendum stór-
borgum eru afbrotaunglingar
stórvandamál. Er nauðsynlegt,
að islenzkir fjölmiðlar og kaup-
menn ýti undir þá þróun, sem
orðið hefur á Vesturlöndum, með
þvi að gefa börnunum algerlega
ranga mynd af lifinu?
Það er hart, að gróðahyggjan
skuli ekki einu sinni geta séð
smábörnin i friði.
KR-ingar
Framhald af bls. 10.
Sveinsson i markinu,sem átti
skinandi dag.
Halldór Björnsson hjá KR var
eini maðurinn sem barðist eins og
ljón og virtist hafa áhuga á
leiknum. gsp
Lélegar varnir
Framhald af bls. 10.
39. min: Hermann Gunnarsson
fær sendingu inn i vitateiginn og
skorar 4-0
43. min: Blikarnir skora fyrsta
mark sitt — sjálfsmark sem varð
til eftir misskilning varnar-
manns og markvarðar.
Þannig var staðan i leikhléi 5-0
og útlit fyrir stóran sigur Vals-
ara. Þeir byrjuðu nokkuð geyst
og á 3. min. bjargaði Haraldur
Erlendsson á marklinu. Þá fóru
Blikarnir i gang:
5. min: Þór Hreiðarsson skorar
fyrsta mark þeirra eftir góða
fyrirgjöf frá Ólafi F'riðrikssyni.
9. min: Guðmundur Þórðarson
leikur á varnarmenn og skorar 2.
mark Breiðabliks.
11. min: Þór brýzt i gegn, er
brugðið og dæmt viti. Magnús
Steindórsson skorar örugglega og
staðan skyndilega orðin 5-3.
43. min. Alexander fær boltann i
þvögu upp við mark Breiðabliks
og skorar 6-3, sem urðu lokatölur
leiksins.
Tveir leikmennu báru af öðrum
á vellinum, þeir Jóhannes Eð-
valdsson hjá Val og Þór Hreiðars-
son hjá Breiðablik. Hann barðist
eins og ljón allan leikinn, átti
skinandi dag og hélt liðinu uppi.
Vel gert hjá Þór, enda var hann
greinilega þreyttur undir lokin,
þetta var eitt af fáum skiptum
sem maður sér leikmann gefa allt
sem hann á til.
Dómari var Hinrik Lárusson
og kom hann vel frá sinu.—gsp
Golfið
Framhald af 12 siðu
U-flokkur
1. Sigurður Thorarensen 305 högg
2. Ragnar ólafsson 312 högg
3. Kúnar Kjærbo 316 högg
Drengja fl.
1. Magnús Birgisson 322 högg
Ilálfdán Karlsson 323 högg
3. Ómar Ragnarsson 325 högg
Telpna fl.
1. Jóhanna Ingólfsdóttir 201 högg.
3. fl. karla
1. Gunnar Kvaran 357 liögg
2. Agúst Svavarsson 359 högg
3. Ingólfur Ilelgason 365 liögg.
Enn ósamið
Framhald af bls. 4.
þessar mundir væri skortur á
sveinum I húsgagnaiðn og réðu þá
meistarar iðulega aðstoðarmenn
á sveinskaupi i þeirra stað. En
þeir hafa ekki séð ástæðu til að
hækka kaupið við iðnnemana.
Ástæðan fyrir þvi er sú, að iðn-
nemar eru skuldbundnir til að
vinna á verkstæðunum meðan á
samningstima stendur og eru þar
að auki réttindalausir.
Annað dæmi sagði Hörður
okkur og er það þannig, að um
þessar mundir er mikið um, að
vinna sé seld út af verkstæðunum.
Jafnt iðnnemar og aðrir eru
sendir út til vinnu. En iðnnemi á
siðasta ári hefur um 100 krónur á
timann. Aftur á móti selur
meistarinn vinnu hans utan verk-
stæðisins i flestum tilvkium á um
400 krónur á timann. Þannig er
ljóst, að meistarar hagnast veru-
lega á útseldri vinnu nema, þó svo
þeir segist ekki hafa efni á að
hækka við þá kaupið.
Hvað snertir samninga nema i
háskeraiðn og hárgreiðslu er það
að frétta, að hárgreiðslumeist-
arar felldu rammasamninginn i
janúar s.l. og hefur ekkert gerzt i
málinu siðan. Ekkert hefur gerzt
hjá nemum i hárskeraiðn.
Það er þvi augljóst, að
meistararnir eru ekkert á þvi að
flýta sér við samningagerð. Þetta
samningsleysi kemur sér að
sjálfsögðu mjög illa fyrir nemana
og sést glögglega á þessu máli, að
það er fjarstæða ein, sem vinnu-
veitendur hafa haldið fram, að
verkfallsrétturinn sé orðinn úr-
eltur.
Eins og sagt var áðan semja
sveinar i hverri iðn fyrir hönd
nema. Þeir hafa verið tregir við
að leggja i vinnustöðvun þeirra
vegna sem kannski er vonlegt. En
horfur eru á, að sveinar gangi
ekki til samninga i haust nema
gengið hafi verið frá samningum
við iðnnema.
______________________— ÞH
K j arnorkutilraun
Framhald af bls. 7.
og keppa stöðugt við Bandarikja-
menn um markaði. I þessari
vopnasölu hafa F'rakkar komið
fram á hinn kaldrif jaðasta hátt og
meðal viðskiptavina þeirra eru
sumar blóðugustu einræðisstjórn-
ir veraldar. Stundum er jafnvel
eins og Frakkar hátti utanrikis-
stefnu sinni þannig að búa sem
bezt i haginn fyrir vopnasöluna:
þannig hafa menn t.d. túlkað það
umburðarlyndi sem þeir sýna
grisku herforingjastjórninni.
Nú eru öll önnur kjarnorkuveldi
bundin samningum sem banna
sölu á kjarnorkuvopnum. Je-
an-Jacques Servan-Schreiber
taldi þvi,að F’rakkar stefndu að
þvi að framleiða handhæg, litil
kjarnorkuvopn, sem unnt væri að
selja þjóðum eins og Portúgölum,
Suður-Afrikubúum o.fl., sem telja
sig hafa mikla þörf fyrir þau
vopn, sem fullkomnust eru i hvert
skipti. Með þvi gætu þeir skotið
Bandarikjamönnum ref fyrir rass
og margfaldað tekjur sinar af
vopnasölu.
Þessi ásökun J.J.S.S. er svo al-
varleg, að frönskum yfirvöldum
bar skylda til að svara þeim þeg-
ar i stað. En hingað til hafa þau
þó þagað um málið. Hér skal eng-
inn dómur lagður á það, hvað
hæft kann að vera i þessu, en aug-
ljóst er, að kjarnorkutilraunir
Frakka stuðla sizt að þvi, sem var
megintilgangur Moskvusamn-
ingsins, að hindra frekari út-
breiðslu kjarnorkuvopna. Og
jafnvel þótt tilraunirnar hefðu
enga hættu i för með sér væri það
eitt næg ástæða til að berjast á
móti þeim. e.m.j.
Jarðarför konunnar minnar og móður
okkar
GUÐRÚNAR ÞORKELSDÓTTUR,
Sólvallagötu 45,
fer fram frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 25. júli kl. 1:30.
Blóm vinsamlega afbeðin, en þeim, sem
vildu minnast hinnar látnu, er bent á
Slysavarnafélag íslands.
Sigurjón Snjólfsson og börnin.
Laugardalsvöllur
Bikarkeppnin.
i kvöld kl. 20.00 leika
FRAM - HAUKAR
Knattspyrnudeild Fram.
Tilkynning til
söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á
þvi að dráttarvextir falla á söluskatt fyrir
júnimáuð sé hann ekki greiddur i siðasta
lagi 25. þessa mánaðar.
Fjármálaráðuneytið.
P Bókasafnsfræðingur
Staða fulltrúa við Bókasafnið i Kópavogi
er laus til umsóknar.
Umsóknum ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf skal skila til for-
manns bókasafnsstjórnar, Óla Kr. Jóns-
sonar, sem ásamt undirrituðum veitir all-
ar nánari upplýsingar um starfið i sima
40517.
Umsóknarfrestur er til 1. ágúst n.k.
Kópavogi, 11. júli 1973,
Bæjarritarinn i Kópavogi”