Þjóðviljinn - 26.07.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.07.1973, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 26. júli 1973. DJÚÐV/Um MALGAGN SÓSIALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Ctgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb.) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur). Askriftarverö kr. 300.00 á mánuöi. Lausasöluverö kr. 18.00. Prentun: Blaöaprent h.f. BLIND PENINGALÖGMÁL MEGA EKKI RÁÐA FERÐINNI Kjarni byggðavandamálsins er straum- ur fólks og fjármagns þangað, sem mögu- leikarnir eru mestir. Ef blind peningalög- mál ráða ein ferðinni, streymir f jármagn- ið óhindrað i átt til mesta þéttbýlisins, og þar verður þvi atvinnulifið fjölbreyttast og þjónustan við fólkið mest, en aðrar byggðir dragast aftur úr bæði vegna ein- hæfni atvinnulifsins, lélegra samgangna og fábreyttrar menntunaraðstöðu. Með róttækri stjórnarstefnu, áætlana- gerð og verulegum rikisafskiptum af þró- un atvinnulifsins má hamla verulega gegn þessari öfugþróun. Og þetta hefur verið reynt seinustu tvö árin — með góðum ár- angri. Viða um land, þar sem áður hafði verið rikjandi árvisst atvinnuleysi og stöðnun um langt skeið, hefur nú orðið gerbreyting til hins betra á ótrúlega skömmum tima. Með tilkomu Framkvæmdastofnunar rik- isins hefur verið veitt i gegnum Byggða- sjóð margfalt meira fé en nokkru sinni fyrr til að örva þróun atvinnulifs úti um land. Þeir, sem stofna fyrirtæki úti á landi, geta vænzt þess að fá talsvert meiri lánafyrirgreiðslu en þeir, sem setja fyrir- tæki á stofn á Reykjavikursvæðinu vegna sérstakra viðbótarlána úr Byggðasjóði. Aldrei fyrr hefur verið jafn stórfelld upp- bygging i útgerð á íslandi og nú seinustu tvö árin, bæði hvað snertir hin stórfelldu togarakaup og uppbyggingu smábátaflot- ans, en þessi þróun hefur einmitt haft. mest áhrif á atvinnuástand og fjárhagsaf- komu ýmissa smærri útgerðarstaða. Samkvæmt nýgerðri áætlun um fram- kvæmdir hraðfrystihúsanna, sem um leið er ein umfangsmesta áætlun, sem Fram- kvæmdastofnunin hefur sent frá sér, er fyrirhugað á þessu ári að fjárfesta tæpar 800 miljónir króna i framkvæmdum 80 hraðfrystihúsa á þessu ári, og megnið af þvi fjármagni rennur að sjálfsögðu i framkvæmdir utan Reykjavikursvæðis- ins. Sjávarútvegurinn verður óhjákvæmi- lega grundvöllur atvinnulifsins viðast um land um langt skeið, en jafnframt ber nauðsyn til að forðast einhæfni atvinnu- lifsins með þvi að byggja upp fjölbreyttan smáiðnað i bæjum og þorpum um land allt. Ofurást fráfarandi stjórnar á erlendri stóriðju var strjálbýlinu mjög háskaleg, þvi að slik stefna hefði fyrst og fremst orð- ið til að þjappa fólki og fjármagni á tvo, þrjá staði á landinu. En um leið er það ein helzta forsenda þess, að iðnaður festi ræt- ur i bæjum og þorpum um land allt, að hin nýja stefna rikisstjórnarinnar i raforku- málum nái fram að ganga; að orkuveitu- svæðin verði samtengd og næg orka verði alls staðar fáanleg á hliðstæðu verði. VERÐBÓLGUGRÓÐANN Á AÐ SKATTLEGG J A Það er skoðun Þjóðviljans og Alþýðu- bandalagsins.að þrátt fyrir nokkurt átak, sem gert hefur verið á skattamálum siðan núverandi rikisstjórn kom til valda, þá þurfi enn að koma til verulegrar breyt- ingar á skattakerfinu. Þessar breytingar þurfa að miða að þvi að auka tekjujöfnun i þjóðfélaginu, koma i veg fyrir, að lágtekjufólk og fólk með lægri miðlungstekjur beri jafn mikinn hluta af skattabyrðinni og sú, en auka að sama skapi með breyttum lögum og hertu eftir- liti skatta þeirra, sem mest bera úr být- um, og margir koma verulegum hluta af tekjum sinúm undan skattlagningu enn þann dag i dag bæði með lögmætum og ólögmætum aðferðum. Um áratuga skeið hefur vænlegasta leiðin til að koma upp eignum á íslandi verið sú að taka verðbólguna i sina þjónustu af sem allra mestri ófyrirleitni. Þetta hafa þó þeir einir getað, sem verið hafa i aðstöðu til að ná i sinn hlut veruleg- um fjárupphæðum frá bönkum og lánastofnunum, og borga svo seint og um siðir með margfalt verðminni krónum. Þannig hafa útsmognir verðbólgu- spekúlantar rakað til sin eignum, er nema hundruðum miljóna með litilli fyrirhöfn, en sýnt tap eða hverfandi hagnað á atvinnurekstri sinum á sama tima. Verðbólgubraskararnir hafa orðið rikari með hverju ári, án þess að borga nokkurn timan tekjuskatt af stórkostlegri eignamyndun. Dæmið úr skattaskranni um Einar Sigurðsson, útgerðarmann, sem skattskráin telur eiga á annað hundrað miljóna króna, en hefur þ ó um árabil verið að kalla tekjulaus samkvæmt sömu heimild,er ákaflega lýsandi,en þó langt frá þvi að vera einsdæmi. Stóreignamaður, sem gætir þess að skulda hæfilega mikið, sleppur að kalla við skatta. Hann fær alla vexti dregna frá tekjum, sem hann skammtar sér sjálfur á skattframtali, en verðbólgugróðinn, sem er megintekjustofninn i raun, er hvergi talinn til tekna. Hér verður að verða breyting á. Það verður að ná til þeirra, sem færa sér verð- bólguna i nyt til stórkostlegrar eignamyndunar. Slikan gróða bera að skattleggja, en i staðinn væri athugandi að veita þvi fólki,sem vinnur við brýnustu framleiðslustörf, er allt þjóðarbúið hvilir á, nokkra skattaivilnun á móti. Minning Kristjana Jónsdóttir t dag fer fram frá Hafnar- fjarðarkirkju (itför Kristjönu Jónsdóttur, Eskihlið 11, Reykja- vík. Hún var fædd 13. október 1894, að Nýjabæ i Staðarhverfi i Grindavikurhreppi, dóttir hjón- anna Guðrúnar Eiriksdóttur og Jóns Jónssonar útvegsbónda. Jón Moskvumenn í heimsókn Hinn 24. þ.m. komu i heimsókn til Reykjavikur fulltrúar frá framkvæmdanefnd borgarstjórn- ar Moskvu. Heimsóknin er til að endurgjalda heimsókn þriggja borgarfulltrúa Reykjavikur til Moskvu haustið 1971. Fulltrúarnir, sem koma eru: Melichenko A.K. Varaformaður framkvæmdanefndarinnar. Smirnov V.M. Formaður fram- kvæmdanefndar Lenin-borgar- hverfisins i Moskvu. Dolgoshljubov S.N. Varaformað- ur deildar framkvæmdanefndar- innar, sem fjallar um erlend mál- efni. Gestirnir munu dveljast hér á landi til 30. þ.m. Þeir munu kynn- ast ýmsum málefnum borgarinn- ar og heimsækja nokkrar stofn- anir hennar og fyrirtæki. Þá munu gestirnir fara i skoðunar- ferðir til staða i nágrenni borgar- innar, m .a. til Þingvalla, Laugar- vatns og i Borgarfjörð. (Frá skrifstofu bor^arstjóra). var Grindvikingur að ætt, en Guðrún dóttir Eriks bónda á Högnastöðum i Ytri-hrepp og konu hans Rannveigar Jóns- dóttur. Kr'istjana missti ung foreldra sina. Jón faðir hennar dó þegar hún var á 8. ári en Guðrún móðir hennar sjö árum siðar. Vart mun fólk nú á miðjum aldri eða yngra, gera sér þess grein hverjaðar byrðar voru lagðar á barn á fermingaraldri, sem stóð uppi eitt sins liðs i byrjun þessar- ar aldar. Eitt og aðeins eitt var hugsanlegt til bjargar, að ráða sig i vist til vandalausra og varð það hlutskipti Kristjönu næstu fimm árin. Tvitug að aldri giftist hún Gisla Gislasyni, bakara, og reistu þau sér heimili i Hafnar- firði og bjuggu allan sinn búskap þar. Þau hjónin eignuðust 8 börn og eru 6 þeirra á lifi. Elzti sonur þeirra,Jón Gunnar, dó á 15. aldursári og annar sonur þeirra Halldór.varð bráðhvaddur 36 ára gamall, þá fjölskyldumaður i Hafnarfirði. Kristjana missti Gisla mann sinn 14. september 1954, en hann hafði þá i nokkur ár dvalið á sjúkrahúsi. Oðru sinni giftist Kristjana 12. júli 1963 eftir- lifandi manni sinum Gunnari Gunnarssyni, verkamanni, og bjuggu þau að Eskihlið 11, Reykjavik. Þar áttu þau saman hlýtt ævikvöld þótt ýmsir erfiðleikar steðjuðu að. Það mun hafa verið siðast á kreppuárunum, að Gisli Gislason og fjölskylda hans leigði ibúð i húsi móður minnar og kynntist ég þá fyrst þessu ágæta fólki. Ég hafði sem drengur þekkt þessi hjón i sjón, eins og alla Hafnfirðinga á þeim árum. Þau voru mér bæði sérstaklega minnisstæð; hún bar af öðrum konum að friðleika og hann hafði ég séð á leiksviði, en hann var um árabil einn alsnjallasti leikari i Hafnarfirði. Þau hjón leigðu aðeinseittárhjá móður minni, en upp frá þvi tókst mikil vinátta milli hennar og Kristjönu, sem entist þar til móðir min dó. Eins og fyrr segir lá Gisli i sjúkrahúsi siðustu árin. Börn þeirra hjóna voru öll uppkomin , en Kristjana hafði tekið til fósturs dótturdóttur sina og nöfnu, indæla stúlku, sem hún ól upp af miklum myndarskap. A þessum árum og allt þar til Kristjana giftist aftur, stundaði hún ýmsa vinnu, en mest. vann hún við húshjálp,m.a. tvo vetur á heimili okkar hjónanna. Kynntist ég þá þeim mörgu góðu eigindum sem mótuðu skapgerð hennar. Þessi greinda alþýðukona var mjög stolt. t erfiðri lifsbaráttu lét hún hvergi sinn hlut, en varð- veitti þó ávallt kátinu sina og lifs- gleði. Að auki bjó hún yfir list- rænum smekk og finleik sem fram kom i umgengni hennar og verkum. Trúkona var hún mikil, en hampaði þvi ekki i orði. Hún var einlæg og sönn i öllum athöfnum . Minnisstætt verður mér, að aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkrum manni og kynntist hún þó á langri ævi fjöl- mörgu fólki. Það var sem hún leitaði ávallt og aðeins að þvi bezta i fari hvers einstaklings. Hún var bjartsýnt barn aldamótakynslóðarinnar. t þvi var hamingja hennar fólgin. Skáld eru einatt lofuð fyrir áhrif sem þau hafa á umhverfi sitt. En áhrifa alþýðukvenna á borð' við Kristjönu Jónsdóttur er sjaldnar getið. Kristján Andrésson vor Væri ekki nær...? Arni Jóhannsson okkur linu: sendi „t Morgunblaðinu þriðju- daginn 17. júll sl. er sagt frá þvi, að nú sé verið að vinna að gerð heljarmikillar mósaík- myndar, sem prýða á vegg Tollstöðvarinnar í Reykjavík. Kemur fram i greininni, að 15 miljónir steina þurfi i mynd- ina, scm cr 142 fermetrar að stærö, eða á við nokkuð stórt einbýlishús. Eflaust skiptir kostnaðurinn við gerð þessarar myndar miljónum króna, Hklega ámóta mörguin og steinarnir eru. Nú vill svo til að i þessu sama húsi - Tollstöðinni,eru til húsa skrifstofur Viðlaga- sjóðs. Væri. ekki nær að sluffa myndinni og gefa andvirðið alþýðu Vestmannaeyja, þvi varla mun af veita?”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.