Þjóðviljinn - 20.10.1973, Síða 2

Þjóðviljinn - 20.10.1973, Síða 2
2 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. október 1973. Rækjurannsóknarskipið Dröfn i Reykjavikurhöfn. ! Rækjumagn fer vaxandi í Isafjarðardjúpi vegna vel heppnaðs klaks 70 og '71 Nýlokið er leiðangri á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar þar sem könnuð voru rækjumið frá Eldey og til og með Húnaflóa. Skúli Bragason fiskifræðingur var leiðangursstjóri 1 þessari ferð sem farin var á mb. Dröfn, 70 lesta báti sem Hafrannsókna- stofnunin hefur fengið til umráða við slíkar rannsóknir. Við höfðum i gær samband við Skúla og báð- um hann að segja okkur það helsta úr þessari ferð og hvaö honum hefði þótt koma merkileg- ast fram. Sagði Skúli, að enn væri að visu ekki búið að vinna úr öllum gögnum, sem safnað var i ferðinni, en sér sýndist, að merki- legast væri, hve vel rækjuklak i ísafjarðardiúpinu hefði heppnast árin 1970 og 1971. Taldi Skúli vist, að sú rækjuaukning, sem orðið hefuri ísafjarðardjúpi, stafi fyrst og fremst af þessu velheppnaða klaki. Skúli sagðist telja vist, að á næsta ári yrði góð rækjuveiði i tsafjarðardjúpi, en lengra fram i timann sagðist hann ekki þora að spá. Undanfarið hefur verið reynt að stækka möskvana á rækju- trollunum til að sleppa ung- rækjunni og eins hafa verið gerðar tilraunir með flokkunar- vélar, allt til að friða ungviðið og það borgar sig vel, sagði Skúli, slikar aðgerðir skila sér margfalt siðar i stærri rækju og þá um leið aukinni þyngd, þar eð rækjan bætir miklu við sig á ári. Þá kom einnig i ljós i þessum leiðangri að mikið magn af rækju er i Húnaflóa. Þar er nú leyft að veiða 1700 tonn yfir timabiliö, og sagði Skúli, að sér þætti liklegt að óhætt væri að auka það heildar- magn eitthvað. Astæðuna fyrir þessu mikla rækjumagni má ef- laust rekja til þess hve litið hefur verið veitt undanfarin ár i Húna- flóanum, en nú hafa þessar veiðar aukist að mun, og sagði Skúli, að augljóst væri, að menn yrðu að fara að öllu með gát að fenginni reynslu á Vestfjarða- miðunum, þar sem um ofveiði var að ræða fyrir nokkrum árum. Þá voru og i þessari ferð könnuð mið við Eldey, þar sem kom i ljós eins og undanfarin ár, að of mikið er af ýsuseiðum á þessu svæöi til þess að óhætt sé að leyfa rækjuveiði þar. Þá voru einnig könnuð miðin i Breiðafirðinum. Þar er áfli nú mjög tregur og er það ávallt á hausin en eykst siðan þegar kemur framá veturinn og nær hámarki i mars eða mal. Loks voru svo miðin i Húnaflðanum könnuð, og þar fannst mikið magn af rækju eins og áöur segir, enda veiða þeir bátar er þangað sækja mjög vel um þessar mundir. -S. dór. AF KÚK OG PISS Það skai tekið fram til að fyrirbyggja allan misskilning, að allar þær persónur, sem fram koma í þeirri frásögn, sem hér fer á eftir, eru hreinn uppspuni og eiga sér enga fyrirmynd í lif- enda lífi. Það er komið haust. Grös náttúrunnar fölna, blómin deyja o.s.frv. En sem náttúran fer í vetrarhaminn færist líf i blómknapp þann, sem gætum vér ,,borið og varið öll yfir æfiskeið", sem sagt listina. Tónlist, leiklist, mynd- list, málaralist, högg- myndalist, harmonikku- tónlist, sönglist, danslist og síðast en ekki síst hin eilifa list nær einmitt fullum blóma um það leyti sem grös náttúr- unnar eru að syngja sitt síðasta vers. í Þjóðleikhúsinu er verið að sýna Elliheim- ilið, Upptökuheimilið og Brúðuhei mil ið, Iðnó ætlar sér góða uppskeru, en Sinfóníuhljómsveitin er komin útá land að spila fyrir sveita- varginn. Sólódans- meyjafélagið Svifbláinn er að æfa nýtt Pa Dö Dö fyrir veturinn, en von er á norska harmonikku- snillingnum Age Blod- prop til að leíka í Nor- ræna húsinu á næstunni. Af þeim fjölmörgu Íistmálurum, sem nú sýna hér í borg, ber þrjá tvímælalaust hæst. Við getum kallað þá Gísla, Eirík og Helga. Blöðin hafa átt sinn þátt í því að vekja athygli á þessum snill- ingum og ekki að ástæðulausu og hafa birst margar og merki- legar myndir af verkum þeirra aðekki sé nú talað um orð og athugasemdir sem fallið hafa. Gísli hefur lýst því hátíðlega yfir í blöðum borgar- innar að Eiríkur sé piss. Eða nánar tiltekið pé-i- ess-ess. Hafa menn verið að vænta þessað Eiríkur svari fljótlega og má þá vænta þess að Eiríkur álíti Gísla vera kúk og væri í raun og veru bæði athyglisvert og skemmtilegt að fylgjast með listamönnum þjóðarinnar yfirleitt ausa úrgangsefnum líkamans hver yfir annan svona til hátíða- brigða, þegar haustupp- skeran er í hámarki. Helgi er hins vegar svo hátt yfir aðra mynd- listarmenn hérlenda hafinn að margra og þá kannske ekki síst eigin dómi að honum finnast þeir áreiðanlega ekki þess verðir, að hann úríneri (eins og hann mundi sjálfur segja) á þá, hvað þá að hann taki þátt í almennum hland- slag íslenskra lista- manna, þótt fyrirbrigðið virðist mjög í tísku um þessar mundir. Fylgifiskar listarinnar eru gagnrýnendurnir, eins konar bögglar, sem fylgja skammrifjum. Þessi orð eru höfð eftir frægum rithöfundi og heimspekingi, Rainer Mariarilke: ,,Ekkert er fjær því að komast í snertingu við listaverk en umsagnir um þau. Meira eða minna vel heppnaður misskiln- ingurerallt og sumt sem á þeim er hægt að græða." Gagnrýnendur ættu að hafa þetta spakmæli að leiðarljósi og reyna að einbeita sér að því að misskilningurinn heppnist í sem flestum tilfellum, þegar þeir eru að fjalla um listina. Mér koma gagnrýn- endur í hug í sambandi við margumræddan silfurlampa, sem virðist ætla að verða til þess að magna svo miklar deilur meðal einstaklinga, hópa og herskara að Vestmannaeyjagos, landhelgi og stjórnar- kreppa komast ekki að í sömu andránni og um lampann er fjallað. Þetta tákn um listræn afrek á leiksviði er nú komið í hendurnar á manni, sem keyrir strætó, og pabba hans, sem er einhvers konar sjoppukall fyrir innan bæ, og er á fréttum að skilja, að þeir séu þegar farnir að deila um eignarréttinn á lamp- anum. Deilur hafa risið um það, hvort rétt sé af sjóði Stefaníu Guð- mundsdóttur að taka við andvirði lampans og nota peningana til að kenna leikurum að leika betur, en Baldvin heimtar að nafn sitt verði máð af gripnum. Hve vel á hér ekki við Ijóð Jónasar: „Einn er uppi i sjoppu yli húsa fjær kveiks með loðna loppu lampi silfurskær, þykir klént að kúra hjá karamellustampi^ óskar þar ekki lúra útibarinn lampi." Og nú heyrði ég á Hressingarskálanum i gær, að ríkisstjórnin væri að springa, og kom þá gamli húsgangurinn ósjálfrátt upp í hugann: „Rikisstjórnin falla fer fallegan óli skalla ber meður litlum mjalla er mætti fara að halla sér." Flosi Fiilltriíar norrœnna hiúkruiiarkvenna Verksvið hjúkrunarkvenna í framtíðinni Samvinna hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum (SSN) hélt árleg- an fulltrúafund sinn I Skövde i Sviþjóö dagana 18.—21. sept. sl. Samtökin hafa innan vébanda sinna yfir 130 þúsund félaga. Höfuðviðfangsefni fundarins var „Staða og verksvið hjúkrunar- konunnar i þjóðfélagi framtlðar- innar”. Af íslands hálfu sátu fundinn 9 fulltrúar, en alls voru þátttakend- ur 75 frá öllum aðildarfélögunum og auk þess einn fulltrúi frá Norðurlandaráði. Umræðu- grundvöllur var: skipulagning, framkvæmd og stjórnun hjúkrunarstarfanna, er snúa að sjúklingnum, hjúkrunarmenntun, framhaldsmenntun og æðri menntun, simenntun (þar er átt við stöðuga fræðslu og þjálfun), laun og vinnuaðstaða, þróunar- möguleikar og rannsóknir á sviði hjúkrunar. Fundurinn lagði rika áherslu á nauðsyn þess, að hjúkrunarkon- unni gæfist meiri timi til sam- ræðna við sjúklinginn, þar sem samtal við hinn sjúka væri ótrú- lega stór þáttur i afturbata hans, hver svo sem hinn upprunalegi sjúkdómur væri. Markmið hjúkrunarnáms Frh. á bls. 15

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.