Þjóðviljinn - 20.10.1973, Qupperneq 3
Laugardagur 20. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Olafur Jóhannesson sagði á blaðamannafundi:
Tíllögumar eru algerlega
á mína ábyrgð
Ólafur Jóhannesson las fyrst
fréttatilkynningu rikis-
stjórnarinnar, sem hér fer á eftir
i heild:
„Eins og fram kemur i skýrslu
þeirri, sem ólafur Jóhannesson
gaf rikisstjórn og utanrikismála-
nefnd, er eftirfarandi grundvöllur
nú fáanlegur, sem karni að sam-
komulagi um bráðabirgöalausn
fiskveiðideilunnar við Breta:
Grundvöllur
að lausn
1. Takmarkanir á flota (miðað við
veiðiskip 1971):
Allir frystitogarar og
verksmiðjuskip skulu úti-
lokuð,-
15 stærstu togararnir
útilokaðir;
15 aðrir útilokaðir.
2. Bátaveiðisvæði samkvæmt til-
lögu tslands frá 4. mai 1973.
3. Friðunarsvæði samkvæmt til-
lögu tslands 4. mai 1973, plús
svæði skilgreint 14. júni 1973.
4. Scx hólf, sem verða opin til
skiptis, eins og tillaga var gerð
um 4. mai 1973, eitt lokað, 5
opin.
5. Framkvæmd á samkomu-
laginu:
Gefa skal út samþykktan lista
yfir skip (sjá annex), sem
mega veiða á þessu svæði sam-
kvæmt ákvæðum þessa
samkomulags. islenska rikis-
stjórnin mun ekki mótmæla þvi
að nefnd skip veiði umhverfis
island svo lengi sem þau fara
eftir ákvæðum þessa bráða-
hirgðasamkomulags. Ef skip
verður staðið að veiðum gagn-
stætt ákvæðum samkomu-
lagsins, hefur islenska land-
helgisgæslan rétt til þess að
stöðva það, en skal kalla til
næsta breskt aðstoðarskip til
þess að sannreyna málsatvik.
Sérhver togari sem staðinn er
að þvi að brjota ákvæði sam-
komulagsins, verður strikaður
út af listanum.
6. Gildistimi samkomulagsins 2
ár frá undirskrift.
Til skýringar skal þess getið, að
miðað er við togara, sem hér
stunduðu veiðar 1971, en þeir eru
taldir hafa verið 195, þar af 25
frystitogarar. Samkvæmt
framangreindum tiliögum
fækkar togurum um 55 og ættu 140
rétt á að fá leyfi. Smálestatala
togaranna mun samkvæmt
framansögðu lækka um 36% frá
1971.
Hin svokölluðu bátasvæði hafa
Bretar viljað meta sem jafngildi
26 þúsund tonna rýrnunar á
veiðimöguleikum.
Bretar geta fallist á að taka
veiðihámark inn i væntanlegt
samkomulag og vilja þá miða við
130 þús. tonn á ári.
Reykjavik, 19. október 1973.*'
Þannig hljóðaði fréttatil-
kynning rikisstjórnarinnar, en
forsætisráðherra sagði siðan:
Það sem á
milli ber
„Með þessari fréttatilkynningu
er hér lögð frásögnin af fundum
okkar ráðherranna i London al-
veg eins og frá henni var gengið
til rikisstjórnar og utanrikis-
nefndar, og enski textinn er þar
eftir þvi sem við á, þar sem tekin
eru upp skjöl eða það sem flutt
var skriflega.
Þegar menn hafa fengið aögang
að þeim gögnum, sem hér hafa
verið lögð fram geta þeir borið
saman það sem hér ber á milli
þess sem siðast var lagt fram af
hálfu tslendinga á fundinum 4.
mai, sem þeirra kröfur.
Þá er það i fyrsta lagi, sem á
milli ber, að þá var gerð krafa af
hálfu tslendinga að allir verk-
smiðjutogarar og frystitogarar
væru útilokaðir og þrjátiu af þeim
stærstu, en hér er i staðinn
fyrir þrjátiu af þeim stærstu
miðað við 15 af þeim stærstu og 15
aðra.
Það sem i annan stað ber á milli
var það, að tslendingar gerðu
kröfu um að tvö svæði væru lokuð
en fjögur opin i senn. Hér er gert
ráð fyrir einu lokuðu og fimm
opnum.
Þetta eru þau atriði, sem ég tel
i raun og veru milli bera.
Um gildistimann var þá sagt að
hann ætti ekki að vera yfir tvö ár,
en alltaf í öllum viðræðum, um
gildistímann þá hefur verið
miðað við það, að upphaf hans
væri við undirskrift samnings og
hann talinn frá þvi, en litið væri
burt frá þeim tima, sem farið hef-
ur i striðið, ef menn vilja svo
segja. Þess vegna var það, að
þegar þetta var sett fram i mai,
þá var miðað við það, að það væri
mai 1975. Ég tel, að að þessu leyti
til sé byggt á alveg sömu megin-
reglum og áður.
Nú, svo er það sem segir um
framkvæmdina á fyrirkomu-
laginu að það er nýtt. Þar var
aldrei sett fram i viðræðunum
nein mótuð regla um það, en
menn töluðu aðeins óljóst um það,
að einhver formúla kynni nú að
finnast fyrir þvi. Hér er um það
að ræða, að hér eru lögð ákveöin
viðurlög viðfiskveiðilagabroti.Þau
viðurlög eru önnur en samkvæmt
gildandi islenskri löggjöf. Eins og
þið vitið, þá eru þau viðurlög á þá
lund að togari er færður til
hafnar, skipstjóri er sektaður,
afli og veiðarfæri er gert upptækt.
1 staöinn fyrir þessi viðurlög
kemur það, að skipið er strikað út
af skrá, missir leyfið. Yfir þvi er
kveðinn upp dauðadómur á þessu
svæði fyrir það sem eftir er
timans. Ég heid að ef islenskir út-
gerðarmenn væru settir i þá að-
stöðu að þeir þyrftu að velja á
milli hvort þeir vildu heldur nú-
gildandi löggjöf um þetta efni eða
fá svona viðurlög, þá væri það
ekki erfitt val fyrir þá. Ég held að
þeir kysu þá að borga sekt og
missa veiðarfæri, sem metin eru,
stundum kannski ekki of hátt, og
aflann lika heldur en að missa
alveg réttinn til þess að stunda
veiðar. Ég held að þetta séu
ströng viðurlög, þau ströngustu
viðurlög, sem i raun og veru er
hægt að beita, og áhrifarikustu til
þess að tryggja það að staðið sé
við samkomulagið svo menn taki
engar áhættur i sambandi við að
reyna að brjóta þau.
Þá er það auðvitað sú spurning
sem menn velta fyrir sér, hvernig
það sé með valdið i þessum efn-
um, þar sem þarna er talað um
að það skuli kallað á bresk að-
stoðarskip ,,til þess að sannreyna
málsatvik.” Þetta myndi gerast
með þeim hætti til dæmis, að
varðskip, sem stæði togara að
meintu broti á þessu samkomu-
lagi, setti til dæmis aðeins bara
út bauju, eins og það er kallað þar
sem togarinn-er Siðan kæmi svo
aðstoðarskipið og kannaði það
hvort það teldi að þarna væri rétt
staðarákvörðun eða ekki, en það
eru islensk yfirvöld, — sem fara
eftir úrskurði og niðurstöðu
varðskipsins, — sem svipta skipið
sinu leyfi og gefa tilkynningu út
um að það sé strikað út af þessari
skrá, af þessari leyfisskrá, en
listinn er auðvitað ekkert annað
en leyfi, þó að hann sé gefinn út i
einu lagi fyrir öll skipin. Telji
Bretar hér rangt að farið og á sig
hallað, þá verða þeir að fara þær
leiðir, sem venjulegar eru i
millirikjaskiptum og leita réttar
sins eftir diplómatiskum leiðum
og auðvitað er ekki hægt að útloka
það að niðurstaðan yrði sú, þegar
málið væri kannað, að ranglega
hefði verið þarna að farið, þá yrði
það auðvitað leiðrétt. En ég hefi
nú ekki mikla trú á þvi að þarna
verði teflt á hættur i vafasömum
tilvikum, svo að þar verði nó
yfirleitt um augljós tilfelli að
ræða þar sem svona gæti komið
fyrir.
Aflaminnkun
áœtluð
Þá hefi ég fengið sérfræðinga til
þessaðreikna það út, hvað eigin-
lega þetta gildir og þýðir sem
rýrnun á sóknarmætti og sóknar-
möguleikum, og hvaða aflarýrn-
un þetta muni hafa i för með sér.
Það er auðvitað svo með slfka út-
reikninga, að þeir verða aldrei
fullkomnir. Þeir eru likinda-
reikningar og það getur enginn
reiknað það dæmi með öruggri
vissu. Það er alveg víst. En þeir
segja hér:
„Ef reiknað er með aflatölum
Alþjóðahafrannsóknarráðsins á
árinu 1972, en samkvæmt þeim
var afli Breta 184 þúsund lestir
hér við land það ár og jafnframt
litiö á tölur síðastliðinna 10 ára,
en meðalafli Breta var um 185
þúsund lestir á því timabili, má
gera ráð fyrir að heildaráhrif
þessara ráðstafana muni minnka
aflamöguleika þeirra á ársgrund-
velli svo að aflinn verði rétt neðan
við 130 þúsund lestir á næsta ári.
Iteikna má hins vegar með þvi að
áhrifin yerði jafnvel meiri, ekki
sist ef litið er á minnkandi fiski-
gengd.
Af þeim sökum má reikna með
þvi að ekki sé fjarri lagi að reikna
með að aflinn verði einhvers
staðará bilinu 110-130 þús. lestir,
sennilega nær lægri tölunni, svo
framarlega sem ekki verða gerð-
ar breytingar á smábátasvæðun-
um.
Ég hefi metið áhrif fyrrnefndra
ráðstafna sem hér segir:
a) Niðurskurður á fjölda skipa
leiðir til 15% aflaminnkunar.
b) Lokun sérstakra smábáta-
svæða 15%.
c) Friðunarsvæði og lokun eins
svæðis af sex 3%."
Mér kæmi ekki á óvart, að
ykkur komi siðasta talan á óvart.
Hún kom mér á óvart sem leik-
manni, en ég hefi borið þetta
undir fiskimenn og þeir eru ekki
eins hissa á þessu. Ég hefði
haldið að það mundi þó vega eit-
hvað meira.”
Spurningar
og svör
Siðan gaf forsætisráðherra
fréttamönnum orðið og bauð
þeim að bera fram spurningar.
Spurning: Nú er það ljóst, að
Alþýðubandalagið, einn stjórnar-
flokkanna, hefur með samþykkt
þingflokksins hafnað þvi, sem
þeir kalla bresku tillöguna. Er
það ekki ljóst, að það sem
Alþýðubandalagið kallar bresku
tillögurnar er að meginefni til
þær tillögur sem þér lögðuð fram
á fundunum i London með þeim
breytingum einum að hér er talað
um 5 + 1 i staðinn fyrir 4 + 2 og
að ekki er getið um neina há-
marksaflatölu?
Svar: Ég tel að þetta sé grund-
völlur sem orðið hefur til við
skoðanaskipti og tillagnaskipti á
milli okkar, þó svo að ég hef ekki
samþykkt þennan grundvöll, til
þess hafði ég ekkert umboð, og
skuldbatt mig þvi til þess eins,
eins og kom fram i fréttatil-
kynningunni, að flytja rikis-
stjórninni þetta mál.
Spurning: Mér finnst eins og
þér talið þannig að þér séuð
hlynntur þessum tillögum. Viljið
þér segja út alveg hvort þér viljið
samþykkja þessar tillögur?
Svar: Já.
Spurning: Hefur þingflokkur
Framsóknarflokksins tekið þá af-
stöðu?
Svar: Nei, mér vitanlega hafa
þingflokkar ekki tekið afstöðu
nema ef vera kann að Alþýðu-
bandalagið hafi gert það. Það
hefur engin afstaða verið tekin i
rikisstjórninni. Málin eru þar á
athugunar- eða umræðustigi og
lika hjá þingflokkunum. Það er
fundur i þingflokki Framsóknar-
flokksins núna á eftir kl. 5 og það
má vel vera að þar verði tekin af-
staða. Ég geri ráð fyrir að áður en
málið verður endanlega afgreitt i
rikisstjórn verði aftur kvaddur
saman fundur i utanrikismála-
nefnd og nefndarmönnum gefið
færi á að tjá sig. Ég geri ekki ráð
fyrir þvi að það verði neinn sér-
stakur hraði á afgreiðslu þessa
máls. Þetta er þess eðlis, að það
er eðlilegt að það þurfi tima til
þess að átta sig á þvi; fyrst gert
er ráð fyrir þvi, að þeir sem þurfa
nú að taka ákvörðunina og
ábyrgðina bera fengju dálitinn
tima, nú fa'r svo öll þjóðin að sjá
þetta og átta sig á þvi.
Spurning: Forsætisráðherra,
nú hafið þér lýst þvi hér yfir, að
þér viljið samþykkja þennan
samkomulagsgrundvöll, sem hér
hefur verið skýrt frá. Það liggur
fyrir að þingflokkur Alþýðu-
bandalagsins hefur i samþykkt,
sem ég geri ráð fyrir að þér halið
fengið alhenta, hafnað eindregið
þessum tillögum, sem þér viljið
fallast á. Hvað þýðir þetta fyrir
samstarf stjórnarflokkanna?
Svar: Ég vil ekki svara hér
neitt fyrir Alþýðubandalagið, ég
læt það um það. Nú, en ég sagði
það áðan, að ég vildi samþykkja
þessar tillögur, en þar með er
ekki sagt að ég sé fyllilega
ánægður með þær, enda hefur það
komiðfram áður og kemur l'ram i
þessari skýrslu og það sem ég hef
verið og er sérslaklega óánægður
með, og það sem að ég tel að sé
eina verulega Irávikið frá þvi
sem við gátum búist við og gerð-
um okkar itrustu kröfur um, er
þetta með svæðið.
Spurning:! þessum útreikning-
um sérfræðinga reiknast þetia
eina svæði sem lokað er 3%. En
hefur verið reiknað út með sama
hætti hvað það myndi þýða ef
svæðin væru tvö lokuð?
Svar: Nei, ég hef það ekki við
hendina, en mun gera ráðstafanir
til þess að fá það reiknað út með
sama hætti, en allt eru þetta get-
gátur og likindareikningur.
Spurning: Telduð þér Tétt að
semja við Breta á þessum grund-
velli áður en fullljóst er hversu
hagstæðum samningum er unnt
að ná við Vestur-Þjóðverja?
Svar: Alveg án tillits til þess.
Tímaröðin er nú sú, að væntan-
lega verða samningarnir við
Vestur-Þjóðverja á mánudag og
þriðjudag, en það sem ég tel sér-
staklega mikilvægt atriði i þess-
u hugsanlega samkomulagi i
sambandi við samninga við Vest-
Frh. á bls. 15
Alþýðubandalagið, Samtöle frjálslyndra,Sumband ungra
jafnaðarmanna og Samband ungra Framsóknarmanna:
3 almennir fundir um
herstöðvamál á morgun
— í Búðardal, á Selfössi og á Sauðárkróki
Alþýðubandalagiö, Samtök
frjálslvndra og vinstri manna,
Samband ungra Framsóknar-
manna og Samband ungra
jafnaöarmanna munu gangast
fyrir almennum fundum um
herstöðvamálið á átta stöðum á
landinu um tvær næstu hclgar
A morgun 21. okt. verða fundir
á þremur eftirtöldum stöðum og
hefjast kl. 3:
Selfussi, þar flytja ávörp þeir
Ragnar Arnalds, Pétur Einarsson
og Halldór Hafsteinsson.
Sauðárkróki, þar flytja ávörp
þeir Gunnlaugur Stefánsson, Gils
Guðmundsson og Jóhann Antons-
son.
Búðardal, þar sem ávörp flytja
þeir Kjartan Olafsson, Lárus
Guöjónsson og Kristinn Jónsson.
Sunnudaginn 28. okt. verða sið-
an fundir á Laugum, Akureyri,
tsafirði, Akranesi og i Keflavik.
Fundirnir eru öllum opnir.
P'rjálsar umræður eru alls slaðar
tyrirhugaðar að ávörpum lokn-
um.
Kjörorðið cr: Herihn hurt Í974.
Nákvœm frásögn af blaðamannafundi
forsœtisráðherra í gœrdag