Þjóðviljinn - 20.10.1973, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. október 1973.
UOWIUINN
MÁLGAGN SÓSiALISMA
VERKALYÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson (áb)
Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson
Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur)
Askriftarverö kr. 360.00 á mánuöi
Lausasöluverö kr. 22.00
Prentun: Blaöaprent h.f.
FRÁ GRUNDVALLARATRIÐUM VERÐUR EKKI HVIKAÐ
Nú hefur verið birt skýrsla af viðræðun-
um við Breta, sem Ólafur Jóhannesson
forsætisráðherra tók þátt i um siðustu
helgi. í þvi plaggi kemur fram meðal
annars það meginatriði, að lögsaga okkar,
og framkvæmd lögsögunnar, væri ekki
nægilega vel tryggð, ef gengið yrði að til-
boði Breta. Það hefur verið meginatriði
allra okkar viðræðna við Breta, að lög-
saga okkar og réttur til að taka og dæma
brotlega aðila yrði að vera með ótviræð-
um hætti i samningi, ef gera ætti samning
á annað borð.
Um þetta atriði sagði Lúðvik Jósepsson
sjávarútvegsráðherra i útvarpsumræðun-
um i fyrrakvöld:
,,Við íslendingar höfum margsinnis
áður boðið Bretum bráðabirgðalausn, en
þá sett fram nokkur grundvallarskilyrði,
sem það samkomulag yrði að byggjast á:
1) Að samkomulagið stæði aðeins stuttan
tima, eða i lengsta lagi til 1. mai 1975.
2) Að samkomulagið tryggði verulega
minnkandi sókn Breta á miðin og þannig
minnkandi veiðar.
3. Að enginn vafi léki á þvi, að Bretar
viðurkenndu rétt okkar til að sjá um fram-
kvæmd á þvi samkomulagi sem gert yrði
— við hefðum skýlausan rétt til að taka
þau skip sem brytu samkomulagið.
Á ekkert þessara grundvallaratriða
hafa Bretar viljað fallast. Þeir hafa
brotið lög okkar um útfærsluna i rúmleea
eitt ár, en krefjast þó samninga til
tveggja ára. Þannig ætla þeir fyrst með
ofbeldi og siðan með samningum að ná
fram öllu þvi sem þeir kröfðust i upphafi.
Bretar hafa aldrei viljað ganga að skil-
yrðum okkar um minnkandi sókn á miðin.
Og enn ætlast þeir til að við gefum eftir frá
okkar kröfum um friðunarsvæðið og fjölda
skipa. Og það sem þó sýnir átakanlegast
skilningsleysi Breta á aðstöðu okkar er að
þeir vilja ekki fallast á neinar reglur sem
hægt er að treysta á um framkvæmd sam-
komulagsins. Það hefur verið og er
væntanlega enn samdóma álit allra ís-
lendinga að ekki komi til mála að semja
við Breta né neina aðra um bráðabirgða-
lausn i landhelgismálinu nema ijóst sé, að
eftirlit og framkvæmdavald sé i okkar
höndum.”
Hér fjallar Lúðvik Jósepsson einmitt
um kjarna málsins, um lögsögu okkar á
þvi svæði sem okkur tilheyrir samkvæmt
islenskum lögum. Enginn getur með of-
beldi neytt okkur til þess að afhenda hluta
islenskrar lögsögu.
Og tillögur Breta eru auk þess sagðar
sem úrslitakostir af þeirra hálfu. Það er
auðvitað gjörsamlega útilokað, að unnt sé
að fallst á úrslitakosti, allt annað mál er
það hvort fallist er á að ræða eðlilegt
samningsuppkast. úrslitakosti getur
engin þjóð sett annarri um innanrikismál.
Björn Jónsson félagsmálaráðherra
komst þannig, að orði i útvarpsumræðun-
um frá alþingi i fyrrakvöld, að við ,,eig-
um ekki að taka við neinu sem kalla mætti
úrslitakosti". Þá er einnig rétt að minna
á, að Björn Jónsson, lagði sérstaka
áherslu á, að samning eða samning ekki
yrði að meta með tilliti til þess hvað mikið
tækist að draga úr sókn Bretanna og —
sem ekki er siður mikilvægt — hvað ætla
mætti að aðrar þjóðir, sem virt hafa land-
helgi okkar, en kæmu e.t.v. með
samningskröfur i kjölfar Breta, gætu veitt
hér við land.
Það var greinilegt af viðbrögðum
stjórnarandstöðunnar i gær að hún gerir
sér vonir um það að rikisstjórnin sé að
springa i landhelgismálinu. Það er ekki
nýtt að stjórnarandstaðan spái falli rikis-
stjórnarinnar. Það hefur oft gerst áður.
En Þjóðviljinn leggur á það áherslu, sem
gert var einnig hér i forustugrein blaðsins
i fyrradag, að við getum ekki tekið úrslita-
kostum. Slikt er óhugsandi. Annað mál er
það, ef Bretar vilja ræða málin á eðlileg-
an hátt. En þá verða þeir lika að falla frá
þvi að hér sé um úrslitakosti að ræða.
Siðan verða þeir að gera sér ljóst að lög-
saga okkar er grundvallaratriði af okkar
hálfu sem ekki verður hvikað frá, og sókn
þeirra verður að minnka verulega.
Skæruárásir voru gerðar á
Israel, en einnig voru fram-
kvæmdar slikar aðgerðir i öðrum
löndum. Sumar þeirra vöktu
andúð og andstyggð, en að
minnsta kosti minntu þær þó
heiminn á Palestinumenn og
þeirra óleystu vandræði.
Þvi hefur verið haldið fram að
palestinskir flóttamenn lifi mesta
eymdarlifi i flóttamannabúð-
unum, að þeir séu latir til vinnu
og lifi sem snikjudýr á styrk frá
Sameinuðu þjóöunum. Eitthvað
getur verið til i þessu, en þvi fer
fjarri að þetta sé allur sannleik-
urinn.
Þegar tsrael var stofnað, voru
Palestinumenn að jafnaði betur
menntir en ibúar flestra annarra
Arabalanda. I samræmi við það
hafa þeir siðan komist i há
embætti i mörgum löndum. Og i
útlegðinni hefur almenn menntun
heldur aukist meðal þeirra en
hitt.
Útlendingaandúð
Flestir palestinsku flóttamann-
anna eru i Jórdaniu, þar sem þeir
eru álika margir og landsmenn
sjálfir, enda hafa þeir haft mikil
áhrif á efnahagslif landsins. En
ekki vantar að þeir mæti þar
andúð sem útlendingar, og á það
raunar einnig við um önnur
Arabalönd, þar sem þeir hafast
við. Samkvæmt palestinskri
heimild eru þannig þrjátiu af
hundraði liðsforingja i jórdanska
hernum Palestinumenn, en þess
er hinsvegar gætt að þeir hækki
litið i tign.
Vaxandi þjóðerniskennd pal-
estinsku flóttamannanna og upp-
gangur skæruliðahreyfinganna
hefur valdið stjórnum margra
Arabalanda ærnum áhyggjum.
Róttækur marxismi er áberandi
þar i liði, og eru sumar Araba-
stjórnirnar kviðnar um að þetta
smiti frá sér meðal þeirra eigin
þegna. Þessi hræðsla Arabaleið-
toganna fékk sinar hroðalegustu
afleiðingar i Jórdaniu i septem-
Frh. á bls. 15
Palestínumenn gleym-
ast í hita bardaeans
Palestinsk telpa matar yngri systur sina i flóttamannabúðum skammt
frá Damaskus. Um hálf önnur miljón Palestinumanna býr í flótta
mannabúðum utan heimalands síns.
1 yfirstandandi striði fyrir
Miðjarðarhafsbotni hefur að
mestu gleymst að geta þeirra,
sem verst hafa orðið úti i átök-
unum á þessu svæði.það er að
segja Araba þeirra, sem búa eða
bjuggu i Palestinu. Þeirra var
lika litt getið i sambandi við fyrri
strið Araba og Israelsmanna, og
eiga þeir þó meira i húfi þarna en
nokkrir aðrir.Talið er að arabisk-
ir Palestinumenn séu nú um þrjár
miljónir, þar af helmingurinn
landfótta i hinum og þessum
Arabalöndum.
I Arabarikjunum sem nú striða
gegn Israel er svo helst að heyra
að þau liti á viðureignina aðeins
sem eina hólmgönguna enn við
þetta riki Gyðinga. Þaö er engu
likara en striðsaðilar hafi gleymt
þvi, að hér á þriðji aðilinn hlut að
máli, palestinska þjóðin. Og
engin lausn á deilunni verður
varanleg, nema þvi aðeins að
tillit sé tekið til hennar.
Palestinumenn eru þjóð án
lands. Allt síðan Israelsriki var
stofnað hefur meirihluti þeirra
lifað i útlegð og i þeirri von að
geta einhvern tfma aftur snúið
heim til þess lands, sem þeir voru
rændir af ruddalegu tillitsleysi.
Það tillitsleysi verður enn nötur-
legra þegar höfð er hliðsjón af
refjum stórveldanna.
Þegar Bretar höfðu yfirgefið
Palestinu og Gyðingar stofnað.
ísraelsriki í krafti þeirrar sam-
þykktar Sameinuðu þjóðanna, að
landinu skyldi skipt milli Araba
og Gyðinga i tvö riki, sendu ara-
bisku nágrannarikin þegar heri
inn i landið. En Gyðingar hrundu
þeim atlögum, sem kunnugt er.
Með þeim átökum má segja að út-
legð palestinsku þjóðarinnar
hefjist.
Meirihluti hinna arabisku ibúa
á yfirráðasvæði hins nýja tsraels-
rikis flýði til nágrannarikjanna.
tsraelsmenn hafa haldið þvi fram
að Arabarikin hafi með útvarps-
áróðri og fleiri klækjum hvatt
Palestinumenn til flóttans, en þar
er málum blandað. Þvert á móti
hefur sannast að um engar slikar
hvatningar af hálfu Araba var að
ræða, en á hinn bógin er vitað að i
mörgum tilfellum urðu
Palestinumenn að flýja vegna of
sókna eða hótana af hálfu Gyð-
inga.
Þjóðernisvitundin hefur
skerpst i útlegðinni
Hitt er svo annað mál að siðan
hafa Arabarikin notað flótta-
mennina sem áróðursgagn i
þrætu sinni við Israel, án þess að
sýna nokkurn einlægan áhuga
fyrirkjörum þeirra. Verður varla
sagt að leiðtogar Arabarikja hafi
litið á Palestinumenn sem þjóð.
En ósigrar Araba fyrir Israel
hafa sannfært Palestinumenn
um, að þeir nái landi sinu aldrei
aftur nema þeir taki málin i eigin
hendur.
Þessi þjóðernisvitund flótta-
mannanna, sem svo mjög hefur
skerpst i útlegðinni, kom mjög
skýrt fram eftir 1967, þegar
Arabarikin fóru sinar verstu
hrakfarir. Palestinumenn litu á
þau úrslit sem merki þess, að
héðan af gætu þeir engrar meiri
háttar hjálpar vænst- frá hinum
sigruðu Arabarikjum.
Skæruárásir
magnast
1967 urðu veðrabrigði i baráttu
Palestinumanna. Þeir juku
skæruhernaðinn gegn Israel.
Nýliðarnir streymdu til hinna
ýmsu skæruliðahreyfinga.
Leiðtogi þeirrar stærstu, A1 Fata,
kvaðsamtök sina varla geta tekið
á móti öllum, sem vildu gerast
liðsmenn.