Þjóðviljinn - 20.10.1973, Síða 15

Þjóðviljinn - 20.10.1973, Síða 15
Laugardagur 20. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Afrlkulýöveldiö Malf sfi sér leik á boröi þeg- ar þeir Fischer og Spasski háðu skákeinvigið og gáfu út þessi snotru merki. KYNNING Á STARFI Hí Félag háskólakennara hefur i samráði við Háskólatslandsstofn- að til fyrirlestrarhalds, þar sem háskólakennarar munu fjalla um einstök viðfangsefni rannsókna sinna. Er tilgangur þessa sá að kynna nokkru visindastarf- semi Háskólans með þessum hætti. Fyrir rúmum áratug var haldin svipuð röð fyrirlestra þar sem margir háskólakennarar báru fram rannsóknarefni sin og hugðarefni. Voru þeir siðar prentaðir i Samtið og sögu. Fyrirlestrarnir verða fluttir i Norræna húsinu á sunnudögum kl. 15.00 á hálfs mánaðar fresti. Verða hinir fyrstu sem hér seg- ir: 21. okt. Próf. Bergsteinn Jónsson: Upp- haf vesturferða og landnám Is- lendinga i Norður-Dakota. 4. nóv. Próf. Þorbjörn Sigurgeirsson: Um hraunkælingu (skuggamynd- ir verða jafnframt sýndar). V erkf all, ekki verkbann Einn lesenda blaðsins hringdi til okkar i gær og kvaðst hafa fengið þær upplýsingar, að vegna þorskastriðsins væru ekki framkallaðar lit- skuggamyndir fyrir ís- lendinga i Englandi. Ennfremur var okkur sagt að beðið hefði verið eftir slíkum filmum i hálft ár, og að lokum hefði verið skrifað út til Eng- lands, og þaðan fengist það svar að vegna þorskastriðsins ynnu Englendingar ekki að framköllun litskuggamynda fyrir tslendinga. Þar sem hér var átt við filmur af Kodak-gerð sneri blaðið sér til verslunarstjóra hjá Hans Peter- sen, en sú verslun hefur Kodak-umboð. Þar fengum við þær upplýsingar aö ekkert bann væri á vinnu fyrir tslendinga, hins vegar stafaði þessi langa bið af verkfalli sem staðið hefði i verksmiðjum Kodak. Nú væri verkfallið leyst, en verkefni hefðu hlaðist upp og væri nú allt að 5 vikna afgreiðslufrestur á skugga- myndafilmum meðan væri veriö að vinna upp það sem safnast hefði fyrir. —úþ 18. nóv. Próf. Jónatan Þórmundsson: Markmið refsinga. 2. des. Guðmundur Pétursson, for- stöðumaður á Keldum: Hæg- gengir smitsjúkdómar i mið- taugakerfi manna og dýra. Ráðgert er að halda þessari starfsemi áfram siðari hluta vetrar, þótt nánari ákvarðanir hafi enn ekki verið teknar um fyrirlestra. Tillögurnar Framhald af bls. 3. ur-Þjóðverja, er að það útilokar verksmiðjutogarana algerlega. Spurning: Forsætisráðherra, mig langar til að fá frekari svör um þá pólitisku hlið þessa máls. Þér viljið að sjálfsögðu ekki svara fyrir Alþýðubandalagið eins og skiljanlegt er, en teljið þér að i svona veigamiklu máli sé hugsanlegt að það verði afgreitt með þeim hætti i rikisstjórninni sem áðurhefur veriðgert, að einn stjórnarflokkanna bóki andstöðu sina við málið. Semsé að málið verði afgreitt með atkvæða- greiðslu á alþingi, en einn stjórn- arflokkanna bóki andstöðu sina en sitji áfram i rikisstjórninni? Svar:Min skoðun er sú að þetta mál sé svo mikilvægt að það sé hafið yfir öll flokkspólitisk sjón- armið. Spurning: Hvað þýðir þetta ná- kvæmlega i sambandi við mina fyrirspurn? Teljið þér fært að af- greiða þetta með bókun Alþýðu- bandalagsins? Svar:Ég vil ekki svara þessari fyrirspurn. Málið er ekki komið enn á það stig, að ég telji tima- bært að vera með nokkrar yfir- lýsingar i þvi sambandi þar sem að það liggur ekki fyrir að flokkar hafi tekið sina afstöðu, þar á með- al ekki stjórnarandstöðuflokkar. Spurning: Það liggur fyrir aö einn stjórnarflokkanna hefur tek- ið afstöðu, sem er algerlega gegn yðar afstöðu. Svar:Og ég hef gefið mitt svar við þvi, að ég vil ekki svara fyrir hann. Spurning: Hvenær má vænta þess að rikisstjórnin taki þetta mál til meðferðar og afgreiðslu? Svar: Ég get ekki svarað þvi nákvæmlega. Það er enginn timafrestur settur i þessu. Hins vegar er ljóst, að ef á annað borð á að gera samkomulag, þá er það þeim mun betra að það gerist fyrr. En eins og ég sagði áðan: Þegar um svona mikilvægt mál er að tefla er sjálfsagt að gefa sér góðan tima til að athuga það. Og þá verða menn lika að athuga hver hinn valkosturinn er. Við er- um ákaflega reiðir við Breta og það er skiljanlegt og þetta er ákaflega mikið tilfinningamál, en ég held að þegar ákvörðun er tek- in f þessu máli, þá verðum við að láta skynsemina og kalda rök- hyggju ráða, en ekki tilfinningar. Spurning: I „grundvelli til samkomulags” segir að þegar varðskip stendur togara að ólög- legum veiðum skuli kalla til breskt aðstoðarskip til þess að sannreyna málsatvik, en úr- skurður okkar skipstjóra gildi. En þá hefur það, að kalla til breskt aðstoðarskip enga þýðingu til þess að „sannreyna málsat- vik” eða hvað? Svar: Það hefur þá þýðingu að þeir fá tækifæri til að sannreyna málsatvikin og gera við þau sinar athugasemdir á eftiref þeir telja ástæðu til. En ef einhverja aðra merkingu þyrfti að leggja i þetta hefði það þurft að koma fram. Ef hér hefði til dæmis þurft að vera um sameiginlega ákvörðun að ræða hefði þurft að taka það fram. Spurning:Hvaðan koma þessar fullyrðingar um að þessi sam- komulagsgrundvöllur sé úrslita- kostir? Hefur þetta komið fram i munnlegri skýrslu yðar til rikis- stjórnarinnar eða utanrikismála- nefndar? Hvaðan kemur sú full- yrðing Alþýðubandalagsins og Þjóðviljans, að hér sé um úrslita- kosti að ræðá? Svar: Ég tel nú ekki rétt að kalla þetta úrslitakosti, en þetta er að visu sá grundvöllur sem Bretar telja aö þurfi að vera fyrir hendi til þess að nokkrar likur séu á þvi að samkomulag fáist. En eins og ég sagði áðan má segja að þetta sé árangur af skoðanaskipt- um og tillagnaskiptum eins og þið sjáið með þvi að fara yfir skýrsl- una. Spurning: Þessar tillögur sem þér lögðuð fram i London eru kallaðar „Icelandic proposal” i skýrslunni, — eru þetta tillögur sem rikisstjórnin öll stóð að? Svar: Nei, þetta eru algerlega minar tillögur og á mina ábyrgð. Ég hafði ekki aöstöðu lil þess að bera mig saman við rikisstjórn um það. Málin stóðu þá, að þvi er mér virtist, þannig að helst leit út fyrir að upp úr myndi algerlega slitna. Þá taldi ég þaö, að við gæt- um staðið heldur illa gagnvart almenningsálitinu erlendis ef við hefðum ekki sýnt mjög áþreifan- legan vilja til samkomuiags og lagt fram tillögur. Ég mat þetta þannig. Ég skal ekki fullyrða um það hvort það hafi verið rétt met- ið en það bar a.m.k. þann árang- ur, að þá opnuðust aftur mögu- leikar til að tala um málið og niðurstaðan varð svo þessi, sem þið hafið fyrir framan ykkur. Spurning: Er ákvæðið um framkvæmd samkomulagsins svipað þvi sem talað hefur verið um við Þjóðverja? Svr: Það er svipað þvi sem hef- ur verið hreyft þar. Það má segja að hugmyndin sé sótt aö nokkru leyti a.m.k. i samning Bandarikj- anna og Brasiliu, sem gengur að visu eitthvað lengra i þá átt að þeir eiga að taka skipið, ef ég man rétt, til hafnar, og færa það i höfn á sinn stað. Spurning: Er þetta orðalag ekki mjög svipað þvi sem Lúðvik Jósepsson hefur hreyft i viðræð- unum við Vestur-Þjóðverja? Svar: Ég get ekki sagt um það annað.en að eitthvað var talað um svipað samkomulag við Þjóðverj- ana. Hver átti hugmyndina, hver hefur hreyft þvi, það veit ég alls ekki. Spurning: Hvað gerið þér for- sætisráðherra ef þessi samkomu- lagsgrundvöllur sem þér hafið nú lýst stuðningi við nær ekki fram að ganga? Svar: Ég er nú ekki farinn að hugsa svo langt fram i timann. Spurning: Nú er talað um tveggja ára gildistima. Var ekki tekið með i reikninginn hvort 200 milur yrðu komnar áður? Svar: Nei. Verði þetta sam- komulag gert þá stendur það i tvö ár. Þvi miður erum við, held ég, fáir svo bjartsýnir að trúa að það verði komnar 200 milur innan tveggja ára. Spurning: Með tilvisun til 5tu greinar þessa grundvallar: Teljið þér ekki neina hættu á þvi að við afsölum okkur lögsögu á land- helgissvæðinu? Svar: Nei. Ef ekki eru fleiri spurningar þá þakka ég ykkur fyrir komuna”. Frasögn Framhald af bls. 4 4) Sex skiptihólf eins og lagt til 4. mai 1973, eitt lokað, fimm opin. 5) framkvæmd: Gerður og samþykktur sé listi yfir skip (sjá fylgiskjal) sem stunda megi veiðar á þessum miðum samkvæmt þessum samningi. Islenska stjórnin mun ekki hafa neitt að athuga við veiðar téðra skipa við Is- land, svo lengi sem þau brjóta ekki reglur þessa bráðabirgða- samkomulags. Sé skip staðið að veiðum gagnstætt reglum samningsins, skal islenska landhelgisgæslan hafa rétt til að stöðva það, en skal kveðja á vettvang næsta aðstoðarskip breska fiskiflotans til að sann- reyna málsatvik. Hver sá tog- ari.sem staðinn er að brotum á samkomulaginu, verður strik- aður út af listanum. Viðbót á fundinum: 6) Samningurinn gildi tvö ár frá undirritun". Tilboðið var rætt og fyrstu linu breytt þannig: „öll frysti- og verksmiðjuskip útilokuð”, og bætt við 3. lið orðunum: „að við- bættusvæði friðuðu 14. júni 1973”. Kom m.a. fram, að Bretar teldu að ef samkomulag yrði um tilboð- ið myndu þeir telja að brott væri fallin forsenda fyrir takmörkun á framkvæmd um tollalækkun Efnahagsbandalagsins á fiski gagnvart tslandi. Ennfremur, að þeir myndu beita sér fyrir þvi, að tollalækkun á fiski samkvæml samningi EBE komi öll til fram- kvæmda 1. janúar 1974. Gat ekki lofað öðru Olafur Jóhannesson sagðist ckki geta lofað öðru en þvi að taka tilboð þetta meðsér til íslands og leggja það fyrir rikisstjórnina. Var i lok viðræðnanna gefin út svohljóðandi fréttatilkynning: „Forsætisráðherrarnir tveir skiptust á skoðunum og tillögum með tilliti til bráðabirgðalausnar á deilunni. Forsætisráðherra lslands mun gefa skýrslu um málið til stjórnar sinnar”. Á siðasta fundinum var nokkr- um tima varið til þess að ræða hugsanlega breytingu á svæða- fyrirkomulaginu, t.d. að þau yrðu 4 eða 5 og eitt lokað, og varð sam- komulag um að láta sérfræðinga reikna út hugsanlegt aflamagn Breta við mismunandi hólfafyrir- komulag. Forsætisráðherra fór aftur og aftur fram á, að Bretar létu i té lista yfir þau skip, sem miðað væri við, en listinn var ekki lagð- ur fram. llins vegar voru góð orð höfð um það að breski sendiherr- ann i Reykjavik gæti afhent hann innan fárra daga. Reykjavik, 16.10.1973. II.J. Skrifa Framhald af bls. 7. (nema þá á heimsóknartima) en fordómar, enn mjög útbreiddir, vilja vera láta. Og að „það er engin ástæða til að óttast þetta. fólk eða fælast frá þvi”,eins og höfundur segir. Framtak höfundar minnir lesendur einnig á það að kannski er engin iðja jafntengd þvi að vera „öðruvisi en fólk er flest” en einmitt bók- menntir og listir. Það er haft eftir Paul Eluard, að „skáldið verður að vera barn, enda þótt grár sé fyrir hárum”. Hve mikið af bókmenntum, góðum og vondum, eru ekki til orðnar i einæði, sibernsku, sýni- þörf, hreinskilni sem sést ekki fyrir, sem almenningur mundi hiklaust telja til hreinnar geð- bilunar , ef ekki hefðu fyrir sér skjöld og hlif virðulegrar list- greinar? Arni Bergmann Hjúkrunarkonur Framhald af bls. 2. framtiðarinnar miðar að sjálf- stæðum hjúkrunarstörfum og á- hersla lögð á lausn vandamála, sem byggist á þörfum sjúklings- ins. Þegar rætt var um framhaids- Viö þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við and- lát og jarðarför HELGA GUÐMUNDSSONAR pipulagningarmeistara. « Marta Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. menntun og æðri menntun, báru umræður eðlilega keim af þvi, að hin löndin fjögur eiga framhalds- skóla i hjúkrunarfræðum. Nefnd- in var sammála um, að hjúkrunarkonur, sem vinna að rannsóknum, eigi að hafa há- skólamenntun, sem c'g aðrir, er að rannsóknum starfa. Hin öra þróun innan heil- brigðisþjónustunnar krefst sifellt bæði fjölþættari og sérhæfðari hjúkrunar, án þess að hjúkrunar- konum fjölgi verulega i starfi. Þetta veldur óeðlilega miklu vinnuálagi, sem svo enn fælir fleiri frá störfum. Þennan vita- hring verður að rjúfa með veru- legum umbótum bæði i launamál- um og allri aðstöðu. Verður þetta væntanlega viðfangsefni fulltrúa- fundarins, er veröur haldinn i Danmörku að ári liðnu. Fulltrúafundurinn endurkaus Gerd Zetterström Lagervall, Svi- þjóð, formann samtakanna. Palestínumenn Framhald af bls. 6. ber 1970, er Hússein konungur braut skæruliða þar á bak aftur i blóðugum bardögum. Jafnvel Egyptar hafa verið mjög varkárir gagnvart palestinskum flóttamönnum þar, þótt þeir hafi aldrei látið neitt á sér kræla þar i landi. PLO, heildarsamlök Palestinu- manna, voru stofnuð 1964 með stuðningi Egypta. Samtök þessi áttu að vera háð stjórnum Araba- rikjanna og ætlast var til að þau hefðu nokkra stjórn á skæru- liðunum. Eftir 1967 hefur PLO og hinar ýmsu skæruliðahreyfingar innan þeirra samtaka stöðugt magnast. Skæruliðarnir taka nú virkan þátt i baráttunni gegn Israel. Deil- urnar fyrir Miðjarðarhafsbotni verða aldrei leystar án þess að fullt tillit sé tekið til þeirra. M/s Hekla fer frá Reykjavík miðvikudaginn 24. þ.m. austur um land i hringferð. Vörumóttaka mánu- dag og þriðjudag til Austfjarðahafna, Þórshafnar, Raufar- hafnar, Húsavikur og Akureyrar. SKIPAUTGCRB RIKISINS Blaðberar óskast núþegar i eftirtalin hverfi: Laugarnes Þórsgötu Laugavegur 11 Seltjarnarnes Stórholt Háskólahverfi Sæviðarsund Sogainýri Hjarðarhaga Hringbraut Hverfisgölu Langholtsveg 170-200 Hafið samband við af- greiðslu Þjóðviljans i simum 17500 eða 17512.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.